Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980 + Móðir okkar, tengdamóöir og amma INGIBJÖRG ALBERTSOÓTTIR lést í Borgarspítalanum 19. júní. Jarðarförin auglýst síöar. Ingibjörg H. Sverrisdóttir, Einar A. Sverriaaon, Aathildur D. Kriatjénsdóttir, Jónas S. Sverrisson, Edda S. Hólmberg, Sverrir Einarsson jr. Móöir okkar, JÓHANNA ELÍN ÓLAFSDÓTTIR fró Stórutungu lést aö Elliheimilinu Grund þann 20. júní. Guöbjörg Þórarinsdóttir, Valgeröur Þórarinsdóttir, Ólafur Þórarinason og aörir vandamenn. Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi GUNNAR GUOMUNOSSON, forstööumaöur, Sunnuvegi 11, Hafnarfiröi sem lést 14. júní sl. verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miövikudaginn 25. júní kl. 14.00 en ekki laugardaginn 28. júní eins og áöur var auglýst. |nga Guömundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Útför eiginmanns míns og sonar okkar, HELGA H. LAXDAL, Löngubrekku 12, Kópavogi fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 23. þ.m. kl. 10.30. Sigurlaug Einarsdóttir, Sigríöur Laxdal, Halldór Laxdal. + Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi TÓMAS SIGVALDASON, Brekkustíg 8 veröur jarösunginn mánudaginn 23. júní frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraöra sjómanna._ _. Dagmar Siguröardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma ÓLAFÍA SVANHVÍT EGGERTSDÓTTIR, Langage'öi 76 sem andaöist í Borgarspítalanum 15. júní sl., veröur jarösungin þriöjudaginn 24. júní frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Blóm afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hennar, er vinsamlegast bent á aö láta Landsamband fatlaöra, Hátúni 12, njóta þess. Pétur Kristjénsson, Rannveig Pétursdóttir, Guóbjartur Eggertsson Ólafur Pétursson, Elín Þorkelsdóttir, Sigmundur Pétursson, Linda Óskarsdóttir og barnabörn. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og afa, HERMANNS GUDMUNDSSONAR, fré Bæ, Sólheimum 26. Aóalbjörg Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Lokaö Radíóbúðin verður lokuð á morgun, mánudaginn 23. júní vegna jarðarfarar HELGA LAXDAL. Radíóbúðin, Skipholti 19. Lokað vegna jaröarfarar HELGA LAXDAL mánudaginn 23. þ.m. kl. 9—13. Radíóstofan hf., Þórsgötu 14. Helgi HLaxdal - Minningarorð Fæddur 8. nóvember 1946. Dáinn 11. júní 1980. Mig langar með fáum orðum að kveðja mág minn Helga Laxdal, en hann lést í Landspítalanum 11. júní sl. Helgi var undanfarin ár búinn að berjast við alvarlegan sjúkdóm. Lífsvilji hans og kraftur var með fádæmum. Hann ætlaði sannar- lega ekki að gefast upp. Stuttu fyrir andlát sitt kom hann til okkar fársjúkur, en gekk samt upp á 4. hæð og sat fram á kvöld og spjallaði um lífið og tilveruna og það sem tæki við eftir þetta líf. Helgi vissi að lífshlaup hans var þegar á enda runnið og ekkert væri hægt að gera sem breytti því. Það þarf mikinn kjark til þess að mæta sínum dauðadómi með þeirri ró sem Helgi gerði, en trú hans á framhaldslíf var honum mikill styrkur. Það væri ekki við hæfi að skrifa grátklökkva minningargrein um mann eins og Helga, hann var maður lífsins og vildi njóta þess sem lífið hafði upp á að bjóða hverju sinni. Ahugamál hans voru mörg og ekkert var honum óvið- komandi, íþróttir, góðir bílar, sjórinn með allan sinn marg- breytileik og dýravinur var hann mikill, enda var hann mörg sumur í sveit á sínum uppvaxtarárum. Helgi var fæddur að Básum í Hörgárdal 8. nóv. 1946. Foreldrar hans eru Halldór Laxdal og Sig- ríður Axelsdóttir. Helgi var elstur af fimm börnum þeirra hjóna. Hann var tvíkvæntur og lætur eftir sig þrjú börn. öllum aðstand- endum hans sendi ég mínar sam- úðarkveðjur. Sigurlaugu systur minni votta ég mína dýpstu samúð í hennar miklu sorg. Að lokum langar mig að þakka Helga fyrir þá vináttu sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni. Hann var maður sem ánægjulegt var að þekkja, — við söknum hans sárt. Hvíl í friði. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Magga Lilja. Eg hef sezt niður á fallegu sumarkvöldi, til að minnast og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast og vera samferða síðustu ellefu árin mági mínum Helga Laxdal. Þegar ég fyrst kynntist Helga kenndi hann sér einskis meins, enda verður ekki annað sagt en hann hafi notið lífsins í ríkum mæli. Hann var hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann kom. Vini eignað- ist hann auðveldlega, enda hef ég aldrei heyrt hann hallmæla nokk- urri manneskju. En þegar tímar líða, veit ég, að ég á eftir að minnast hans sem manns, sem gæddur var í ríkum mæli, hugrekki, ósérhlífni og síð- ast en ekki sízt sérstakri hlýju, sem ég held að allir sem kynntust honum hafi verið aðnjótandi. Fyrir sex árum veiktist Helgi af sjúkdómi, sem talið er að fáir verði langlífir eftir að hafa tekið. Hann vissi sem var að árin hér yrðu líklega ekki mörg. En þeim varð að lifa og það ekki með neinum aumingjaskap og vor- kunnsemi. Helgi lét ekki bugast. Hann barðist til síðustu stundar, enda hafði hann fundið þá konu, sem hann vildi eyða lífdögum sínum með. Reyndist hún honum líka góð stoð í veikindunum. En öll stríð taka enda. Og þetta stríð vinnur enginn. Helgi hefur kvatt okkur í bili, en vonandi hittumst við öll um síðir. Ninna. Minning: Þóröur Sigurðsson frá Blómsturvöllum Þórður Sigurðsson sjómaður frá Blómsturvöllum verður til moldar borinn á morgun, mánudaginn 23. júní, en hann andaðist á Hrafn- istu í Reykjavík 12. þ.m. nærri 94 ára gamall. Þórður stundaði sjó- inn samfellt í meira en hálfa öld, þar af á togurum í 45 ár. Hann var elstur íslenskra togarasjómanna seinustu árin sem hann lifði. Þórður fæddist 23. september 1886 að Meiðastaðakoti í Garði sonur Sigurðar Sigurðssonar formanns, ættaðs af Suðurnesjum, og konu hans Guðríðar Jónsdóttur frá Geirlandi á Síðu, yngstur sex sona þeirra hjóna. Foreldrar hans fluttu skömmu siðar að Blómst- urvöllum í Garði og voru þeir feðgar allir kenndir við þann stað upp frá því. Atta ára að aldri fór Þórður fyrst til sjós með föður sínum, en árið sem hann fermdist, alda- mótaárið, réðst hann sem kokkur á 12 tonna far, sem Stígandi hét og Helgi Helgason átti, nú kunnur sem tónskáld, en var þekktari sem mikill athafnamaður af samtíð sinni. Næstu árin var hann á ýmsum kútterum svo sem Sigríði með Ellerti Schram og á Isabellu með Jóni elsta bróður sínum sem var eigandi skipsins. Jón Sigurðs- son var kunnur skipstjóri á sinni tíð og einn af stofnendum Alli- ance. Þórður var skráður háseti á togaranum Jóni forseta í hans fyrstu veiðiferð í febrúar árið 1907 og var þar í skipsrúmi næstu árin. Árið 1910 tók Jón bróðir hans við skipstjórn á Forsetanum og var Þórður bátsmaður með honum næstu fjögur árin fram að fyrra stríði. Árið 1919 tók Þórður 35 tonna prófið og var svo nótabassi í þrjú sumur á mótorbátnum Snuggi. Var þá farið á hákarl á vorin og svo á síid, þegar kom fram í júlí. Þannig gekk það lengi til fyrir Þórði, að hann var á togurum á veturna, en á bátum á síld á sumrin og stundum einnig á tog- urum. Er Guðmundur Markússon tók Tryggva gamla árið 1922 réðst Þórður til hans og var eftir það með honum fyrst á Tryggva gamla, síðan á Hannesi ráðherra og loks á Jóni Ólafssyni. Hann var ráðinn í skipsrúm á Jóni Ólafs- syni, er hann fór í sína hinstu veiðiferð í október 1942, en dvald- ist fyrir norðan eftir síldarvertíð- ina og missti af túrnum. Árið 1952 kom Þórður alkominn í land og stundaði eftir það netagerð og viðgerðir um árabil lengst af hjá netagerðinni Höfðavík. Árið 1906 kvæntist Þórður Ágústu Gunnlaugsdóttur úr Reykjavík. Eignuðust þau þrjú börn, dr. Óskar fyrrverandi yfir- lækni, Lilju húsfreyju í Reykjavík og Sigurð skipstjóra í Reykjavík sem látinn er fyrir allmörgum árum. Þau Þórður og Ágústa skildu. Seinni kona Þórðar var Þóra Ágústa Ólafsdóttir ættuð úr Garð- inum. Þeirra börn voru Helga^ift í Bandaríkjunum, Sigurður Arni sem lést í bernsku, Þorlákur leiktjaldasmiður í Reykjavík, Margrét húsfreyja í Hafnarfirði, Sigurður Ragnar farmaður, en hann lést 1956 og Fríða gift í Bandaríkjunum. Þóra og Þórður slitu samvistum. Seinustu 16 árin var Þórður vistmaður á Hrafnistu í Reykjavík og undi þar vel hag sínum. Hann var mjög vel ern, sjón og heyrn lítt skert fram til hins síðasta. Hann átti langt og gott ævistarf að baki, þegar hann settist í helgan stein, hafði lifa og tekið virkan þátt í mestu atvinnulífsbyltingu sem þjóðin hefur séð. Hann var á hafnarbakkanum, þegar togarinn Jón forseti kom að landi með hinn nýja tíma og hið íslenska nútíma- þjóðfélag byrjaði að mótast. Hann var einn af íslands Hrafnistu- mönnum. Þórður Sigurðsson var meira en meðalmaður á hæð, svipmikill, vörpulegur á velli og karlmann- legur. Hann var glaðsinna og hlýlegur í viðmóti. Æðrulaus var hann og lét aldrei bugast af neinu mótlæti. Hann kvaddi þennan heim sáttur við guð og menn. Blessuð sé minning hans. ÓStS. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, ÖNNU G.J. ÁGÚSTSDÓTTUR, Öldugötu 25A. Fyrir hönd aöstandenda, Kristín Nóadóttir, Thoodór Nóaaon. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Simi 81960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.