Morgunblaðið - 06.07.1980, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980
Frá gengisfellingu 31. marz sl.:
Bandaríkjadoll-
ar hefur hækk-
að um 11,96%
Vestur-þýzka markið um 26,05%
BANDARÍKJADOLLAR hefur hækkað um 11,96% í
verði frá því 31. marz sl. þegar ríkisstjórnin ákvað að
fella genífi íslenzku krúnunnar. Þá kustaði hver dollar
430,60 krónur, en í dag kostar hann 482,10 krónur.
Frá áramótum hefur hækkunin aftur á móti verið
21,93%, eða úr 395,40 krónum í 482,10 krónur
Vestur-þýzka markið hefur frá
gengisfellinKunni hækkað um
26,05% í verði, eða úr 218,11
krónum hvert mark í 274,93 krón-
ur. Hækkunin frá áramótum er
hins vegar öllu minni, eða 18,63%,
úr 231,77 krónum í 274,93 krónur.
Sterlingspundið brezka hefur
frá gengisfellingu hækkað í verði
um 23,14%, eða úr 920,60 krónum í
1133,65 krónur. Frá áramótum
hefur pundið hins vegar hækkað
um 27,9%. úr 886,30 krónum í
1133,65 krónur.
Hver dönsk króna hefur frá
gengisfellingunni hækkað um
26,25% í verði, eða úr 70,28
krónum í 88,73 krónur. Frá ára-
4NNLENT
mótum hefur hækkunin orðið öllu
minni, eða 19,53%, úr 74,23 krón-
um í 88,73 krónur.
Fjársvikamálið:
Annar maður
í varðhald
FJÖRUTÍU og fimm ára gam-
all maður hefur verið úrskurð-
aður í gæsluvarðhald vegna
meintra tengsla við fjársvika-
mál, en nú situr i varðhaldi
annar maður. sem áður hafði
verið úrskurðaður í gæsluvarð-
hald.
Arnar Guðmundsson hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins
staðfesti að úrskurðurinn hefði
verið staðfestur, en um er að
ræða viku gæsluvarðhald.
Kvaðst hann að öðru leyti ekki
geta greint frá gangi rannsókn-
ar málsins.
Borun og holu-
hreinsun gengur
vel við Kröflu
VERIÐ er að ljúka horun við holu 13 á Kröílusva'ðinu og er hún
rösklega 1900 metra djúp. Borunin hefur gengið vel og gera
menn sér vonir um að holan verði meðal þeirra hetri á þessu
svæði. en það kemur þó ekki í ljós fyrr en að loknum prófunum í
næstu viku.
Hola 13 er austarlega á bor-
svæðinu, en eftir um hálfan
mánuð verður byrjað að bora á
nýjum stað í suðurhlíðum
Kröflu.
Lokið er við að hreinsa holur
númer 6, 7 og 9 á svæðinu, en
síðastnefnda holan hefur verið
ein bezta holan á Kröflusvæðinu.
Gekk vel að hreinsa holurnar og
ekkert óvænt kom upp á, en í
fyrra var hraun í holu 9 og kom
það jarðvísindamönnum nokkuð
á óvart. Borinn Narfi hefur verið
við hreinsanir á holunum, en
Jötunn við boranir á holu 13.
í næstu viku er fyrirhugað að
gangsetja Kröfluvirkjun að nýju.
Guðrún Á meö söngnámskeið:
Kennir poppurum, dægur-
laga- og vísnasöngvurum
„ÉG ER AÐ byrja námskeið fyrir
dægurlagasöngvara, popsöngv-
ara og vísnasöngvara," sagði
Guðrún Á Símonar söngvari í
samtali við Mbl. í gær „og mun
kenna frumatriði í söng og radd-
þjálfun. en margir söngvarar úr
þessum hópum hafa nefnt það við
mig að kenna þeim. Ég hef einnig
orðið vör við það þegar ég hef
verið að syngja á ýmsum veit-
inga-og skemmtistöðum að marg-
ir þessara söngvara kvarta und-
an þreytu og ég ætla því að kenna
þeim að nota raddvélina rétt."
Guðrún sagðist ætla að taka
fólk í tíma heima hjá sér einu
sinni til tvisvar í viku og sagðist
hún vona að fólk notaði tækifær-
ið, „því það þarf að kunna að
nota sitt eigið hljóðfæri svo það
verði ekki gamalt fólk á unga
aldri, raddlega séð. Þessi nám-
skeið munu standa fram í miðjan
september og einnig mun ég
kenna fólkinu að fara með lög,
beita röddinni og framsögn en
mörgum er feikilega ábótavant i
þessu og námskeið af þessu tagi
myndi auðvelda þeim margt."
I.jósm. Kristján Ari
Ölvaður ökumaður kom bíl sínum áleiðis upp Ijósastaur við Breiðholtsbraut um kl. 7.30 í gærmorgun. Varð
hann að ljúka ökuferðinni þar. enda bíllinn stórskemmdur og staurinn einnig. Ekki urðu slys á fólki.
Lögreglan sagði allmikla ölvun hafa verið í borginni i fyrrinótt og að allar geymslur hennar hefðu verið
fullar.
Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli:
80% þeirra, sem áfengi
kaupa, taka bjórinn með
„ÞAÐ voru þetta 60% af þeim,
sem keyptu áfenga drykki, sem
keyptu bjórinn fyrst eftir að það
varð heimilt. en á tveimur,
þremur vikum fór hlutfallið upp
í 80% og það hefur haldizt þar
nokkuð stöðugt siðan," sagði
Ágúst Ágústsson, fjármálastjóri
Frihafnarinnar, er Mbl. spurði
hann, hver brögð væru að því að
íslendingar keyptu bjór og
tækju með sér inn í landið. er
þeir koma erlendis frá.
Ágúst sagði, að það væri
greinilegt að fólk væri enn að
„læra á þetta", því nú væri það
algengast að fólk tæki stærri
einingarnar, en í boði eru 33
sentilítra og 45-5o sentilítra öl-
flöskur og dósir og sagði Ágúst,
að fyrst hefði verið algengast að
fólk keypti minni eininguna og þá
minna magn í heild en leyfilegt
er, en fyrir svona þremur vikum,
mánuði, hefðu stærri einingarnar
unnið verulega á og væru nú
meira keyptar, en leyfilegt er að
taka með sér inn í landið 12 allt
að 50 sentilítra einingum.
Mbl. spurði Ágúst, hvaða teg-
und væri mest keypt, en hann
kvað erfitt að segja til um það,
þar sem enn væri engin ein
tegund áberandi mest seld. „Við
höfum vegna þrengsla aðeins
getað verið með tvær tegundir í
einu, en höfum 6—7 tegundir,
sem við skiptum inn á,“ sagði
Ágúst. Hann sagði nú tékkneskt
öl í fyrsta skipti á boðstólum og
einnig væri í athugun að bæta við
amerískum bjór.
Þá sagði Ágúst mjög áberandi,
að umbúðir ölsins hefðu sitt að
segja, hvað söluna varðar og væri
nú framleiðandi einnar tegundar-
innar að skipta um umbúðir fyrir
Fríhöfnina, þar sem tegund hans,
sem almennt þætti með þeim
beztu, hefði lítið selzt og vildu
menn kenna um fábrotnum um-
búðum, sem verið hefðu.
Atvinnuástand mjög
slæmt í Siglufirði
— SKIPIN eru nú á veiðum og
fara siðan í siglingu, en eftir það
hefja þau veiðar til vinnslu hjá
okkur og á meðan er hlé í
vinnslunni, fara starfsmenn i
sumarfri, sagði Sæmundur Árelf-
usson framkvæmdastjóri Þor-
móðs ramma i Siglufirði, i sam-
tali við Mbl. í gær. Sagði Sæ-
mundur að heldur bjartara væri
framundan nú, þegar samningar
hefðu tekist um grálúðusölu til
Rússlands.
Sæmundur Árelíusson kvað enn
ekki um atvinnuleysi að ræða í
Siglufirði, en hann kvað fyrirtækin
eiga í ýmsum erfiðleikum. Þannig
sagði hann Þormóð ramma ekki
hafa getað greitt starfsfólki laun
fyrir síðustu vikuna fyrir frí, en
ástæðu þess mætti m.a. rekja til
minni afskipunar en ráðgert hafði
verið. Sagði Sæmundur að vaxta-
stefna ríkisstjórnarinnar væri nú
eitt stærsta vandamál fyrirtækja,
en fyrir tveimur árum hefðu fyrir-
tæki ekki fundið svo mikið til
vaxtabyrðinnar.
Jóhann Möller, forseti bæjar-
stjórnar og ritari verkalýðsfélags-
ins, kvað atvinnuástand nú mjög
slæmt í Siglufirði. Sagði hann
Þormóð ramma hafa lokað og sagt
upp fólki og hvatt það til að fara í
sumarfrí. Einnig sagði hann sum
fyrirtæki eiga í erfiðleikum með
greiðslu orlofs og gat þess, að þrjú
stærstu fyrirtækin í bænum skuld-
uðu nú bæjarsjóði um 90 milljónir
króna, sem þau gætu ekki staðið í
skilum með. Sagði harin innheimtu-
menn fá þau svör, er þeir gerðu
tilraun til innheimtunnar, hvort
bæjaryfirvöld óskuðu þess að fyrir-
tækin segðu upp starfsfólki sínu.
Síldarverksmiðjur ríkisins hafa
ekki sagt upp fólki, en Jóhann kvað
óvíst með loðnuvinnslu í sumar og
haust vegna veiðikvótans. Jóhann
Möller kvaðst vona, að þrátt fyrir
erfiðara atvinnuástand en í mörg
ár, myndi rætast úr því á næstunni.
Dagpening-
ar hækkuðu
1. júní sl.
DAGPENINGAR opinberra starfs-
manna, sem ferðast á vegum ríkis-
ins hækkuðu hinn 1. júni siðastlið-
inn. Ilækkunin er vegna hækkaðs
kostnaðar við gistingu á hótelum
eriendis, aðallega i Bandaríkjun-
um. Uækkun dagpeninga í dollur-
um er 33,3% en í vestur-þýzkum
mörkum er hækkunin 17,9%.
Áður höfðu gilt greiðslur, sem
ákveðnar höfðu verið 1. nóvember
1979. Hækkunin í dollurum er úr 90
í 120 dollara eða jafnvirði í íslenzk-
um krónum úr 43.290 krónum í
57.720 krónur. Hækkun á gistiað-
stöðu í Evrópu hefur hækkað
minna. Miðað er við mörk og er
hækkunin úr 195 mörkum í 230
mörk eða í íslenzkum krónum úr
53.489 krónum í 63.089 krónur.