Morgunblaðið - 06.07.1980, Page 5

Morgunblaðið - 06.07.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980 5 Um fóðurbætisskatt Á dagskrá hljóðvarps kl. 9.45 er þátturinn Landbúnaðarmál og mun þá óttar Geirsson ræða við Agnar Guðnason, blaðafull- trúa bændasamtakanna. Að sögn óttars munu þeir ræða um fóðurbætisskatt, sem er gjald sem lagt hefur verið á innfluttan fóðurbæti til að draga úr landbúnaðarframleiðslu hér- lendis. Þeir munu gera saman- burð á fóðurbætisskattinum hér og í Noregi og ræða aðrar leiðir til að takmarka landbúnaðar- framleiðsluna s.s. kvótakerfið. Hljóðvarp mánudag kl. 19.40: Um daginn og veginn Þátturinn „Um daginn og veginn“ er á dagskrá hljóðvarps, mánudag kl. 19.40. Úlfar Þorsteinsson, skrifstofumaður, talar. Að sögn Úlfars mun hann koma nokkuð víða við • í þættinum. Hann mun byrja á því að fara nokkrum orðum um atvinnu og verkalýðsmál og minnast á ár trésins. Þá mun hann ræða nokk- ur hagsmunamál fatlaðra og hreyfiskertra og víkur aðeins að vegamálum. Að endingu mun Úlfar verða með stuttan bindind- isþátt. Úlfar Þorsteinsson, skrifstofumaður Hljóðvarp kl. 20.30: Jack London Á hljóðvarpsdagskránni kl. 20.30 er þáttur sem nefnist í minningu rithofundar. — dag- skrá um Jack London, gerð af Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna. Sverrir Ilólmarsson sér um þáttinn, en lesarar með honum eru: Steinunn Sigurðardóttir, Heimir Pálsson og Þorleifur Hauksson. Að sögn þýðanda þáttarins, Guðmundar Árnfinnssonar, er dagskráin gerð í tilefni þess, að nú eru liðin 100 ár frá fæðingu Jack London. í þættinum munu sögu- menn rekja helstu viðburðina úr lífi hans. Greint er frá erfiðleikum hans og hvernig hann komst úr örbirgð til heimsfrægðar. Jack London átti allviðburða- ríka ævi og lagði víða hönd á plóginn, áður en hann fékk köllun til skáldskapar. Eftir nokkra byrj- unarörðugleika varð braut hans greið til frama. Verk hans eru mikil að vöxtum, skáldsögur, leik- rit og ritgerðir. Hljóðvarp kl. 19.25: „Á síðasta snúning“ í kvöld kl. 19.25 hefst flutn- ingur á framhaldsleikriti í 5 þáttum. Leikritið heitir „Á síð- asta snúning“ og er eftir Allan Ullman og Lucille Fletsher. Það var áður flutt árið 1958 undir nafninu „Því miður, skakkt númer". Flosi Ólafsson bjó til flutnings í útvarpi og er jafnframt þýðandi og leikstjóri, auk þess sem hann fer með hlutverk sögumanns. Aðrir helstu leikendur eru Helga Valtýsdóttir, Helgi Skúla- son, Kristbjörg Kjeld og Indriði Waage. Þetta sakamálaleikrit vakti töluverða athygli á sínum tíma. Helsra KrÍHtbjðrK Valtýsdóttir Kjeld HelKÍ Indrifti Skúlason WaaKe ein af þeim allra bestu! Það er ertgin tilviljun að Rlmíni er talin ein af allra bestu baðströndum í E vrópu. Spegiltær sjór og sandur. íbúðir og hótel i sérflokki. íþrótta- og útivistaraðstaða hin fullkomnasta og tækifæri fyrir börnin óvenju fjölbreytt. Rímini iðar af lífi og fjöri allan sólarhring- inn. Maturinn ódýr og afbragðsgóður, skemmtistaðir og diskótek á hverju strái og alls staðar krökkt afkátu fólki. jafnt að degi sem nóttu. 3. júli - uppselt 7. júli - „auka-auka" ferð - 8 sæti laus 14. júlí - örfá sæti laus 24. júli - laus sæti 28. júlí - „auka-auka" ferð - örfá sæti laus 4. ágúst - uppselt, biðlisti 14. ágúst - uppselt, biðlisti 18. ágúst - „auka-auka" ferð - uppselt, biðlisti 25. ágúst - örfá sæti laus 4. september - uppselt, biðlisti 15. september - laus sæti PORTO ROZ Stórbrotin náttúrufegurð og nálægð stór borga gefa moguleika á fjolda ógleyman- legra skoðunarferða. m.a. til Feneyja. Bled vatnsins. Postojna dropasteins- hellanna og víðar Spyrjið vini og kunningja um Portoroz - einn vinsælasta sumarleyfisstað íslend inga siðustu árin Long reynsla og orugg viðskiptasambond tryggja farþegum okkar fullkomna þjónustu og lægsta mogulega verð 14. júli - örfá sæti laus 24. júlí - laus sæti 4. ágúst - uppselt, biðlisti 14. ágúst - uppselt, biðlisti 25. ágúst - örfá sæti laus 4. september - uppselt, biðlisti 15. september - laus sæti Samvinnuferdir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.