Morgunblaðið - 06.07.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980
7
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
56. þáttur
Oddur A. Sigurjónsson er svo
mikill áhugamaður um íslenskt
mál, að mér þykir rétt að lofa
honum að hafa orðið sem mest í
þessum þætti. Hann segir m.a.:
„Eg kemst víst ekki hjá því að
senda þér nokkrar línur, vegna
afgreiðslu bréfs míns, sem eg
raunar hvorki ætlaðist til að
yrði að blaðamáli, né efni í
„lærðar umræður". Augljóst
mátti það vera af því, að nokkuð
glöggt skildi eg milli staðreynda
og smekksatriða. Samt er eg alls
ekki ófús að ræða hið síðar-
nefnda fyrst efni gáfust til, þó
hvorki sé eg lærður málfræðing-
ur, né beri neina lærdómstitla.
Tvær villur þykist ég þurfa að
leiðrétta hjá þér og kem að þeim
síðar.
Mér virðist ljóst, að við erum
sinn á hvorri bylgjulengd í
viðhorfi til íslenzkrar tungu.
Umbúðalaust sagt, er það skoð-
un mín, að við hljótum að halda
okkur sem fastast að uppruna
orðanna, a.m.k. í rithætti, enda
vandséð, hver yrðu okkar ferða-
lok ella. Gerum við það, munum
við ekki þurfa „brákað mál né
bögur að þiggja", sem gamli
Guðbrandur forðum kvað.
Mér skilst að þú sért hinsveg-
ar ærið umburðarlyndur við
ýmis mállýzkufyrirbæri, og telj-
ir sum meira að segja orka því
að. málið verði að litríkara!
Eftir því sem æfi mín lengist,
grunnfestist æ betur hjá mér sá
barnalærdómur, að íslenzkunni
hæfi aðeins tignarklæði, jafnvel
þótt mér fatist, því miður, oft að
skera henni það skart, sem ég
vildi og vert væri.
Litklæði voru hátíðarbúningur
manna til forna og skorti þar
hvorki á „skörungsbragð, né
fagran lit“ að sögn.
Allt annað mál er, þegar tekið
er til að tína utan á tunguna
allskyns bögumæli í túlkun og
framburði og afsakað með því,
að mállýzkufyrirbæri sé. Getur
það, að vísu, orðið ærið marglitt.
En slíkar skræpuskykkjur eru
engin skrúðklæði!
Nokkur orð um einfaldan og
tvöfaldan samhljóða í t.d.
styggð, tryggð, dyggð. Ég leyfi
mér hiklaust, að telja, að hér séu
stofnar lýsingarorðanna grund-
vallarmál. Ekki myndi ég trúa
því, nema heyra það minnst
þrisvar frá Halldóri Halldórs-
syni — sem ég met mjög mikils
— þótt ég sé æfinlega ósáttur við
hann vegna samþykktar á „flag-
merarmállýzku" Magnúsar
Torfa forðum, að honum dytti í
hug að rita eða bera fram
einfaldan samhljóða í lo. dyggur!
Heldurðu, að þú sért ekki
kominn á hálan ís, eða hæpið
vað, með því að bera saman
stigbreytingu reglulegra lýs-
ingarorða og óreglulegu stig-
breytinguna í þeirri veru að
afsaka böguna fleirri? Ekki sízt,
þegar þú kemst réttilega að
miðstiginu meiri. Hér er ekki um
að ræða neina duttlunga máls-
ins, heldur skrumskælingu, sem
er allt annað.
Um hv-kv framburðinn vil eg
segja þetta. Sjálfur er eg til
fullorðinsára alinn upp við
kv-framburðinn. Mín fyrirhöfn,
að breyta til með auknum
þroska, var nánast engin, eða svo
óveruleg, að eg veitti því ekki
athygli.
Og nú nokkuð um villurnar
tvær.
Það er alls ekki auðvitað, að
blendingsmál sé talað á mál-
sviðsmörkum. Slíkt fyrirfannst
ekki í mínum uppvexti á austur-
mörkum Húnavatnssýslu, og
flyttu menn inn í sýsluna að
austan, tóku þeir skjótlega upp
betri málsiði. Meira að segja
tvær eyfirzkar fjölskyldur, sem
fluttu innfyrir austurmörkin
skömmu eftir 1920, samlöguðust
strax orðfæri og framburði þar.
Svartfuglinn (reyndar ein-
staka hvítfugl líka) er með þeim
ósköpum fæddur, að missi hann
sjónar af sjó, t.d. hrekist langt
upp á land undan óveðrum,
glatar hann hæfileikanum að
hefja sig til flugs! Mér þótti, því
miður, frammistaða þín í.þætt-
inum ámóta og þess, sem hefur
fluginu glatað. Vitanlega hafði
ég ekki í huga neinar rassbögur,
hvorki eyfirzkar, né annarrar
ættar. Mér er engin launung á,
að ég hefi mestu ömun á allskon-
ar kiljönsku, nema þá helst til að
spottast að!
Landslýður allur, og þá ekki
sízt íslenzkukennarar, standa nú
frammi fyrir hinu eymdarlega
hnoð-böggli, sem kölluð er
„stofnanaíslenzka" og iðkuð er á
„hærri stöðum"! Er ekki brýn
þörf, vegna þessarar óheilla-
framvindu, að uppfræðarar æsk-
unnar gjaldi varhuga við, að
taka ekki tveim höndum hvaða
bögum sem er, af því að það geti
kallazt mállýzka?
Vel mættu menn spyrja sig að
því í alvöru, hvort ýmislegt af
þessu mállýzkukuski, sem þeim
finnst ef til vill sniðugt í bili, sé
ekki bara það sem danskurinn
kallar réttilega daður við „billig-
heden“!
Þetta var meginefni bréfs
Odds A. Sigurjónssonar, skör-
ungslega og skarplega stílað. Ég
þakka honum því kærlega fyrir.
Mér þykir sem hann hafi mis-
skilið sumt af því sem ég sagði,
er ég fjallaði um fyrra bréf hans,
en frekari athugasemdir frá mér
verða að bíða um sinn, rúmsins
vegna.
ÓDÝR NORÐURLANDAFERÐ
14. JÚLÍ
MIÐ-EVRÓPUFERÐ 31.JÚLÍ
ÍSRAELSFERÐ 16. ágúst
RAEL GRIKKLANDSFERÐ 19. ágÚst
MEXICOFERÐ 20. ágúst
YoR»T> GRIKKLAND - EGYPTALAND
23. ÁGÚST
tíl%Ci
FERÐASKRIFSTOFA
AUSTURSTRÆTI 3 SÍMI 27090
Anna María
Rýmingarsala, rýmingarsala. Peysur í úrvali. Pils.
Blússur. Bolir. Mikill afsláttur. Geriö góö kaup.
Anna María, Laugavegi 11.
fSNÍÐl
OrNAR
Sniðnir eftir yðar pörfum
7 hæðir (frá 20—99 cm).
Allar lengdir. ' l
Margra ára reynsla hér á landi.
Henta bæði hitaveitu og olíukyndingu.
Sænskt gæöastál.
Stenst allar kröfur íslensks staðals.
Hagstætt verö.
Efnissala og fullunnir ofnar
Skipholt 35 — Sími 37033
DRÁTTARVEXTIR
í lánsviðskiptum utan innlánsstoffnana
Verzlunarráö íslands vill vekja sérstaka athygli á
nýjum ítarlegri reglum um hámark dráttarvaxta, sem
tóku gildi þann 1. júní 1980.
1. Þegar samiö er um lánskjör eöa viðskiptaskil-
málar eru þekktir eru hámarksdráttarvextir þeir
sömu og hjá innlánsstofnunum eins og þeir eru á
hverjum tíma. Þeir eru nú 4,75% á mánuöi eöa
57,0% á ári og falla samningsvextir eöa aörir
vextir þá niöur frá gjalddaga.
2. Þegar formlegir lánssamningar eöa viðskipta-
skilmálar eru ekki fyrir hendi miöast hámark
dráttarvaxta hins vegar viö innlánsvexti af 12
mánaöa vaxtaaukareikningum eins og þeir eru á
hverjum tíma. Þeir vextir eru nú 46,0% á ári. Sé
þessum vöxtum beitt, falla samningsvextir eöa
aörir vextir niöur frá eindaga.
3. í lánsviöskiptum í erlendri mynt er hámark
dráttarvaxta 6% ársvextir til viðbótar samnings-
vöxtum eöa þeim vöxtum, sem greiddir eru af
innlendum gjaldeyrisreikningum, ef vaxtahæö er
ótilgreind, en þeir eru nú, miðað viö eftirtaldar
myntir:
Bandaríkjadollar 7%
Sterlingspund 9%
V-þýzk mörk 5%
Danskarkrónur 7%
Er þá miöað viö aö gengisáhætta haldist af
gjaldfallinni fjárhæö.
Rétt er aö benda á, aö ofangreindar reglur gilda jafnt
í viðskiptum viö opinbera aöila sem einkaaðila.
VANTAR ÞIG VINNU (n
VANTAR ÞIG FÓLK í
tP
Þl Al'GLYSIR l'.M AL1.T
LAND ÞEGAR Þl Al'G-
LYSIR I MORGINBLADIM
VERZLUNARRAÐÍSLANDS