Morgunblaðið - 06.07.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.07.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980 15 Úr vinnslusal fiskverk- smiðju Coldwaters í Ever- ett við Boston. í forgrunni stendur Paul Regan for- stöðumaður gæðaeftirlits verksmiöjunnar. fiski, virðist Sjávarafurðadeild Sambands íslenskra samvinnufé- laga standa verr að vígi en Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, þegar litið er til birgða af frystum þorskflökum. En söluaðilar beggja þessara framleiðenda í Bandaríkj- unum leggja á það höfuðáherslu að lækka ekki verðið á þorskflökunum og draga fremur úr framleiðslu þeirra á þessum þrengingartímum. Samkeppni við Kanada Ógjörningur er um það að segja, hve lengi Kanadamenn halda út í samkeppninni um þorskflökin. Auðvitað er það freistandi fyrir kaupandann að fá vöruna 45 sent- um ódýrari frá Kanada en íslandi. Ymsar ástæður eru fyrir því, að Kanadamenn geta boðið svo lágt verð, en líklega vegur þyngst, að stjórnvöldum í Kanada er mikið í mun að efla atvinnulíf í sjávarhér- uðunum við austurströndina og hafa í því skyni stutt aukna útgerð með ráðum og dáð. Fiskveiðar eru ekki forsenda efnahagsstarfsem- innar í Kanada, eins og hér á landi, og þess vegna er úr sameiginlegum sjóði unnt að styrkja þær, ef á þarf að halda. Islendingar hafa aldrei haft sömu áhyggjur af beinni samkeppni við Kanadamenn á Bandaríkjamarkaði og nú. Á vegum stjórnvalda þeirra þjóða, sem stunda fiskveiðar í Norður- Atlantshafi hefur verið nokkur samvinna, meðal annars um kynn- ingu á fiski á Bandaríkjamarkaði. Hafa samtökin, sem skammstöfuð eru NASA, meðal annars staðið fyrir sameiginlegum auglýsingum á Bandaríkjamarkaði. Hefur af opinberri hálfu hér á landi verið greidd nokkur fjárhæð árlega til að standa straum af þessum sam- eiginlegu auglýsingum. Rökin fyrir þátttöku í samstarfinu hafa verið þau, að það kæmi öllum til góða að auka sölu sjávarafurða. Menn hljóta að velta því fyrir sér, hvort forsendur fyrir slíku samstarfi við Kanadamenn eru ekki brostnar, þegar þeir eru beinlínis komnir í verðstríð við íslensku þorskflökin, sem meðal annars er unnt að halda í háu verði, með vísan til þess, að þau séu í besta gæðaflokki. Stjórn- endur Coldwaters í Bandaríkjun- um hafa alltaf verið andvígir þessari samvinnu. Kanadamenn hafa setið svo að segja einir að sölu frysts karfa á Banda- ríkjamarkaði og einnig verið nær einráðir við sölu á frystum ufsa. Með auknum þorskveiðitakmörk- unum hér á landi, hefur sóknin í karfa og ufsa aukist. Sölustarfsemi í kringum þessar fisktegundir hef- ur einnig stóraukist í Bandaríkjun- um á vegum íslendinga. Hún hefur leitt til þess, að hlutdeild íslend- inga í sölu frysts karfa hefur aukist úr 1% fyrir; 5 árum í um 20% nú. I slíkri samkeppni er eðlilegt að verð á söluvörunni sé lágt, en þó hafa Kanadamenn ávallt verið með ívið lægra verð en íslensku seljendurnir. Markaðsöflun Greinilegt er, að Bandaríkjamarkað- ur er mjög viðkvæmur um þessar mundir og lítið má út af bregða á næstu mánuðum, svo að ekki fari allt á verri veg. En ef að líkum lætur verður bandarískt efna- hagslíf ekki mjög lengi í þessum öldudal og vona verður, að mönn- um takist að hafa úthald og standi vel að vígi, þegar aftur réttir við. Væri aðeins nauðsynlegt í því sambandi að taka mið af markaðn- um, mætti þreyja þorrann og góuna með minni átökum en í raun eru nauðsynleg vegna þess hvernig komið er fyrir íslensku efnahags- lífi og íslensku hraðfrysti- húsunum. Draga verður mjög í efa, að rétt- mætt sé hjá ríkisstjórninni áð leggja jafn mikla áherslu á nauð- syn þess, að aflað sé nýrra mark- aða eins og hún hefur gert. Þessi áhersla virðist ekki síst stafa af viðleitni til að beina athyglinni frá heimatilbúnum vanda, sem hún ræður alls ekki við. Óskynsamleg fiskveiðistefna og stjórnleysi í efnahagsmálum eru undirrót vandans og bæði eru þessi atriði viðfangsefni ríkisstjórnarinnar. Þegar betur er að gáð, er samræmi á milli fiskmarkaðanna í Banda- ríkjunum og Vestur-Evrópu, að minnsta kosti að því er frystan fisk varðar. Það er ekki lengri sigling frá austurströnd Norður-Ameríku til Evrópu en frá íslandi til Bandaríkjanna. Og þess vegna eru fiskseljendur á Bandaríkjamark- aði jafnan með hugann við Evr- ópumarkað, ef þrengist að í Banda- ríkjunum og flytja söluvöru sína þangað sé það hagkvæmt. Hins vegar er auðvelt að gera sér, í hugarlund, að mikil umsvif Islend- inga á Bandaríkjamarkaði hafi gert þá áhugaminni um markaðs- öflun í Vestur-Evrópu. Frumskyld- an hlýtur að vera að sjá Banda- ríkjamarkaði fyrir nægu hráefni, og auðvitað er æskilegt, að sveigj- anleiki sé svo mikill að jafnskjótt og þrengist um í Bandaríkjunum séu aðrar söluleiðir opnar. En á fæstum sviðum ná menn slíkri óskastöðu og eitt er víst, að síst af öllu er við því að búast, að hún náist fyrir íhlutun ríkisvaldsins. Virðist manni nær að stjórnmála- mennirnir sinni því, sem á þeirra verksviði er og allt er í óreiðu, en láti sérhæfða söluaðila um að finna kaupendur. Gæðin ofar öllu íslensku þorskflökin halda velli í samkeppninni á meðan þau eru betri að gæðum en það, sem keppninautarnir bjóða. í Banda- ríkjunum, eins og raunar annars staðar, en þó hvergi frekar en þar, eru gerðar gífurlegar kröfur um gæði. Fiskbein eða ormur geta valdið ómældu tjóni og spillt á skammri stundu því góða orði, sem fer af íslenskri framleiðslu. Greinilegt er, að menn hafa af því vaxandi áhyggjur, að gæðum ís- lensku framleiðslunnar sé að hraka. Einkum á þetta við um þorskblokkina, sem iitið hefur ver- ið á sem einskonar aukaafurð til þessa í frystihúsunum. Ógjörning- ur er að segja fyrir um það, hvað kynni að gerast á bandaríska markaðnum, ef meiriháttar slys yrði vegna lélegra gæða. Margar ástæður eru fyrir því, að gæðin kunni að minnka. Mikill afli veldur auknu álagi í frystihúsun- um. Menn freistast til að geyma fiskinn of lengi, þar til þeir taka hann til vinnslu. Enginn vafi er á því, að bónuskerfið leiðir til þess að meira er lagt upp úr magni en gæðum hjá þeim, sem vinna að því að hreinsa og snyrta fiskinn. Vél- ar, sem notaðar eru til roðflett- ingar eða flökunar, skila vörunni ekki nægilega góðri. Tilhneiging er til að auka nýtingu frystihúsanna með því að frysta meira af fiskin- um en góðu hófi gegnir. Og þessari upptalningu verður ekki lokið án þess að minnast á selinn umhverfis landið, en honum hefur fjölgað mjög undanfarin ár. Af selnum leiðir, að ormar aukast í fiski. Röskun við minnsta samdrátt Þótt nokkuð hafi harnað á dalnum við sölu á frystum fiski í Banda- ríkjunum í biii er ástæðulaust að örvænta vegna þess. Miklu meiri ástæða er til að hafa áhyggjur af því, ef íslensk efnahagsstarfsemi riðlast strax við minnsta samdrátt frá því sem best hefur verið eins og á síðasta ári. Undirrót meinsins er hér á landi en ekki í Bandaríkjun- um eða annars staðar, þar sem unnið er að sölu íslenskra afurða í harðri samkeppni. Sé af raunsæi tekist á við efnahagsvandann, um leið og framfylgt er ströngustu kröfum um gæði íslenska fisksins, er engin hætta á því, að ekki sé unnt að selja allan þann fisk, sem á land berst um langa framtíð. Björn Bjarnason LZ Sönn ást, hiö hugljúfa ástarlag sem Björgvin Halldórsson syng- ur í kvikmyndinni Óöal feðranna, er nú komiö út á lítilli þriggja laga hljómplötu. Á bakhliö plötunnar eru tvö „instrumental“ lög, Sveitastef og Reykjavíkurstef. Sönn ást, lagið sem situr í hugum allra sem séö hafa hina stórgóöu kvikmynd Óöal feör- anna, fæst nú í hljómplötuversl- unum um land allt. Tryggöu þér eintak strax á morgun. staiAorhf Heidsöludreifing Símar 85055 og 85742.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.