Morgunblaðið - 06.07.1980, Page 16

Morgunblaðið - 06.07.1980, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980 fHwgni Útgefandi nfrfafót* hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Þegar gengið var til myndunar núverandi ríkisstjórnar var það mik- ið kappsmál þeirra manna, sem þá gengu í berhögg við meirihluta þingflokks sjálfstæðismanna, að eng- inn efaðist um vilja þeirra til að starfa áfram innan vébanda Sjálfstæðisflokks- ins. Ekki síst héldu lykil- mennirnir í stjórnarmynd- uninni, þeir Gunnar Thor- oddsen, sem stóð á bak við tjöldin í samræðum við andstæðinga flokksins, og Albert Guðmundsson, sem með skriflegri yfirlýsingu lýsti sig reiðubúinn til að veita stjórninni hlutleysi án tillits til málefnasamn- ings hennar, því á loft, hve mjög þeir bæru hag flokk- sins fyrir brjósti. Stjórn- málagagnið, Dagblaðið, skrifaði mjög í þessum sama dúr, þegar það lýsti ánægju sinni með myndun stjórnarinnar og tíundaði ágæti stefnu hennar. Með þetta í huga vekur það athygli, þegar mál- gagn þessara sjónarmiða, Dagblaðið, gengur fram fyrir skjöldu í fyrradag og Enginn þarf að efast um það, að allt frá stofnun Dagblaðsins hefur það ver- ið eins og rauður þráður í öllum skrifum blaðsins um stjórnmál, að stuðla að sem mestum glundroða og ýta undir þau öfl, sem best þjónuðu þessum tilgangi. Til dæmis hefur blaðið með sérstökum hætti lagt formann Sjálfstæðis- flokksins, Geir Hall- grímsson, í einelti og fund- ið honum allt til foráttu. Þessi viðleitni hefur tekið á sig ýmsar myndir og í útleggingu sinni á föstu- dag tekur blaðið sér fyrir hendur að leggja þannig út af skoðanakönnunum og úrslitum forsetakosn- inganna, að stjórnarsinnar innan Sjálfstæðisflokks- ljóst, að henni hefur síður en svo tekist að ráða við þann vanda, sem við öllum blasti, þegar hún settist að völdum. Þvert á móti hefur sigið frekar á ógæfuhliðina og traust manna á ríkis- stjórninni fer þverrandi. Þannig kom það t.d. fram þegar frá leið, að Albert Guðmundsson, stóð með meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins á Al- þingi og greiddi atkvæði með þeim í deilum við Gunnar Thoroddson í þinglok. Það eru einkenni- leg vinnubrögð, svo ekki sé meira sagt, þegar þannig er komið að taka sér fyrir hendur að halda því fram, að meirihluti sjálfstæð- ismanna standi að baki stjórnarsinnum. Enda U ndirróðursstarf- semi Dagblaðsins fjallar um það í forystu- grein, að í kjölfar forseta- kosninganna hafi „illdeil- urnar í Sjálfstæðisflokkn- um“ magnast geysilega. Segir blaðið, að mikið sé um það rætt þessa dagana, hvort ekki muni fara svo, að flokkurinn klofni end- anlega fyrir næstu þing- kosningar. ins, sem starfa í andstöðu við meirihlutavilja þeirra stofnana flokksins, sem ályktað hafa um ríkis- stjórnina, séu í raun með meirihluta flokksmanna á bak við sig. Ríkisstjórnin hefur nú starfað í fimm mánuði og sé tekið mið af framvindu mála á ferli hennar er þjónar slík iðja þeim eina tilgangi að stuðla að „ill- deilum í Sjálfstæðis- flokknum," svo að notað sé orðalag Dagblaðsins. Skrif Dagblaðsins um málefni Sjálfstæðisflokks- ins vekja ýmsar spurn- ingar: Er það vilji blaðsins og þeirra manna, sem það er í málsvari fyrir, að Sjálfstæðisflokkurinn klofni? Telur blaðið að Albert Guðmundsson, hafi hlotið fylgi sjálfstæð- ismanna í forsetakosning- unum á þeirri forsendu, að þeir væru að styðja hann til að stofna nýjan flokk? Telur blaðið að kosninga- barátta Alberts hafi verið rekin með þeim hætti, að þetta kæmi fram? Hvaða þjóðfélagsöflum er það þóknanlegast, að Sjálf- stæðisflokkurinn klofni? Þessum spurningum verður ekki svarað hér nema þeirri síðustu. Aug- ljóst er, að það yrði ein- ungis vatn á myllu vinstri aflanna, ef spá Dagblað- sins um klofning Sjálf- stæðisflokksins rættist. Með órökstuddum skrifum sínum um þetta efni er blaðið því fyrst og fremst að ganga erinda andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins og stuðla að framgangi þeirra, sem vilja flokkinn feigan. Eins og málum er komið í þjóðfélaginu er þörf á flestu öðru en undir- róðursstarfsemi til að koma höggi á Sjálfstæðis- flokkinn. Hitt er einsýnt, að stuðningsaðilar ríkis- stjórnarinnar, eins og Dagblaðið, telja sér vafa- laust fyrir bestu að gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til að beina at- hyglinni frá því, hve óhönduglega hefur til tek- ist við landstjórnina. urbréf Laugardagur 5. júlí Skálholt Til þess að þjóðir gæti sjálfs- virðingar sinnar verða þær að leitast við að halda nokkrum meginþáttum utan og ofan við hið daglega skæklatog. Endurreisn Skálholtsstaðar var mikilvægur áfangi í þeirri viðleitni að efla sjálfsvirðingu íslendinga. Með sameiginlegu átaki manna, bæði hér á landi og erlendis, tókst að afla fjár til þess að reisa fagurt Guðshús í Skálholti, þar sem staðið hefur kirkja frá upphafi kristnitökunnar á íslandi. Síðan nýja kirkjan var vígð, 1963, hefur staðurinn með mannvirkjum verið eign Þjóðkirkjunnar. Fer Kirkju- ráð með stjórn á staðnum og hefur staðið þar fyrir margvíslegri upp- byggingu og i 8 ár hefur í Skálholti verið starfræktur lýð- háskóli fyrir frumkvæði kirkjunn- ar. Hundruðum og þúsundum saman sækja menn Skálholt heim og fara þangað í einskonar píla- grímsför og enginn getur komist hjá því að verða snortinn af helgi staðarins. En svo virðist sem nauðsyn þess að halda uppi fullri reisn í Skál- holti hafi gleymst fjárveitinga- valdinu, eftir að endurreisninni lauk. Eins og sjá má af samtölum við biskup Islands, herra Sigur- björn Einarsson, og staðarhaldara í Skálholti hér í blaðinu fyrir hálfum mánuði, bera þessir menn allir mikinn kvíða í brjósti vegna þess, hve litlu fjármagni hefur verið varið til eðlilegs viðhalds og áframhaldandi uppbyggingar í Skálholti. Um fyrri þáttinn, við- haldið, ætti ekki að þurfa að deila. Til þess má alls ekki koma, að Skálholtsstaður drabbist að nýju niður. Um síðari þáttinn, frekari uppbyggingu, þarf að ná samstöðu milli Þjóðkirkjunnar og fjárveit- ingavaldsins, þannig að með skipulegum hætti og á traustum grunni verði markvisst sköpuð betri aðstaða í Skálholti. íslendingar halda ekki sjálfs- virðingu nema þeir sýni hinni heilögu Skálholtsjörð þá ræktar- semi, sem hún verðskuldar. Forseta- embættið Virðingu Skálholts má rekja langt aftur í aldir, en forsetaemb- ættið er ungt að árum, því að ekki eru nema 36 ár síðan fyrsti forseti Islands, Sveinn Björnsson, var kjörinn. Hann var kosinn af Al- þingismönnum, en fyrstu almennu kosningarnar um forseta fóru fram 1952, og síðasta sunnudag þær þriðju. í tilefni af nýafstöðn- um kosningum var það rifjað upp, að 1952 þótti það ekki sæmandi, að frambjóðendur sjálfir kæmu fram á fundum eða leituðu með opin- berum hætti eftir stuðningi kjós- enda. Slík störf voru unnin af stuðningsmönnum. Þetta breyttist í forsetakosningunum 1968. Þá komu frambjóðendur fram á fund- um og í sjónvarpinu, sem liklega hefur átt mestan þátt í því að breyta stjórnmálabaráttunni hér á landi og gera hana glamur- kenndari en áður. Sú spurning hlýtur að vakna, nú eins og áður, hvort of náin sam- skipti frambjóðenda við fólkið í landinu, verði til þess að draga úr virðingu manna fyrir hinu frið- helga forsetaembætti. Svarið við þessari spurningu hlýtur að vera neikvætt, að minnsta kosti, ef við lítum yfir feril þess forseta, sem kjörinn var 1968 og barðist með hinni nýju aðferð. En um þetta mál er ekki unnt að gefa neitt algilt svar, því að það hlýtur að ráðast hverju sinni meira af framkomu sigurvegarans í emb- ættinu en þeim aðferðum, sem hann beitti til að komast í það. Líklega hefur kosningabaráttan um forsetaembættið að þessu sinni farið út yfir þau mörk, sem skynsamleg verða talin. Má bæði rekja það til þess, hve frambjóð- endur voru margir, og hins, að sú nýbreytni hefur verið að skapast, að frambjóðendur noti vinnustaði manna og vinnutíma til að lokka þá til fylgis við sig. Vinnustaða- heimsóknir verða fljótlega búnar að ganga sér til húðar í atkvæða- leit skömmu fyrir kosningar. Að minnsta kosti er nú að því komið, að fjölmiðlar missa áhugann á ferðum frambjóðenda á þessa staði. Raunar eiga slík kynni við fólk í daglegum störfum vel við í forsetakosningum, þar sem menn hafa lítið sem ekkert málefnalegt fram að færa, en í sveitarstjórnar- og alþingiskosningum skiptir mestu máli fyrir frambjóðendur, að skoðun þeirra og'stefna komist sem rækilegast til skila á almenn- um, opinberum vettvangi og þeir fái á grundvelli skoðana flokks síns og stefnu hagstætt umtal á vinnustöðum. Bandarísk áhrif Fram hefur komið í umræðum um nýafstaðna kosningabaráttu, að í henni hafi ef til vill gætt áhrifa af bandarískum aðferðum við að afla sér lýðhylli. Bandarísk- ir stjórnmálamenn leggja sig fram um það í eftirsókninni eftir fylgi kjósenda að segja eða gera eitt- hvað, sem vekur svo mikla athygli, að þeir komist í sjónvarpsfréttir, að minnsta kosti í staðbundnu sjón- varpsstöðinni, þar sem þeir eru hverju sinni, en helst af öllu í stóru sjónvarpsstöðvunum, sem ná til landsins alls. Þannig var bréfritara skýrt frá því fyrir skömmu, að John Anderson, sem býður sig fram utan flokka á móti frambjóðendum stóru bandarísku flokkanna, hafi fyrst komist í fréttir sjónvarpsstöðvanna, þegar hann, í forkosningunum í New Hampshire, stillti sér upp fyrir framan höfuðbækistöðvar félags byssueigenda og flutti ræðu um nauðsyn þess að taka upp skrán- ingu á skotvopnum. Það er sem sé kapphlaupið um að komast í fjölmiðlana og hafa fyrir þeirra tilstuðlan áhrif á sem flesta kjósendur en ekki aðeins þann hóp, sem ávarpaður er hverju sinni, er vegur þyngst hjá frambjóðendum í Bandaríkjunum. Er unnt að segja það sama um kosningabaráttu hér á landi? í forsetakosningum á Islandi er ekki eftir neinum sérstökum yfir- lýsingum frambjóðenda að leita, því að virðing embættisins, sem þeir sækjast eftir, krefst þess, að þeir segi ekki annað en það, sem allir vita. Um ágæti frambjóðenda vitna menn jafnt á prenti sem fundum eins og ekki hefur farið I.jósm. Mbl. Ol.K.M. framhjá lesendum Morgunblað- sins. Og persónu frambjóðandans geta blöðin kynnt með viðtölum og myndum. Þeir fjölmiðlar, sem gefið geta mest lifandi mynd af kosninga- baráttunni hverju sinni, eru ríkis- fjölmiðlarnir, útvarp og sjónvarp. En ekki verður fjallað um þá í þessu samhengi, því að þeir eru svo stirnaðir að með ólíkindum er. Engu er líkara, en ráðamenn þessara stofnana geri sér ekki enn grein fyrir því, að kostur þeirrar tækni, sem notuð er í starfsemi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.