Morgunblaðið - 06.07.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980
17
í ísrael snýst dýrtíðarskrúfan jafnvel hraðar en hér heima ...
Þar búa
menn við 120%
verðbólgu!
„Það er fyrst og fremst ríkisstjórnin sem ber
þungann af því að ísrael býr við 120 prósent
verðbólgu,“ sagði mér bankastjóri í Jerúsalem.
„Byrði hins almenna borgara er ekki svo mikil.“
Iiann hefði átt að segja „sumra almennra borgara“.
Samyrkjubú
Þeim verr settu veitist sífellt erfiðara að láta launin
hrökkva fyrir nauðþurftum.
í fljótu bragði virðist lítt
fýsilegt að eiga viðskipti í
ísraelsku efnahagslífi. Á aðra
hönd kreppir að sífellt minna
svigrúm til hagstæðrar lántöku,
en þriggja stafa verðbólga færir
allt úr lagi á hina. Vextir af
lánum eru u.þ.b. 90 prósent og
geta farið upp í 130 á heimild-
arlausan yfirdrátt. Verð á nauð-
synjavörum hækkar að jafnaði
um 10 prósent á mánuði.
En þrátt fyrir þetta rekst
maður ekki á kröfugöngur
hungraðs almúga eða sér verð-
bréfasala varpa sér út um
glugga háhýsanna í Tel Aviv.
Fyrrnefndur bankastjóri skýrði
það svo, að jafnan væri reynt að
taka mið af framfærslukostnaði
í allri efnahagsstjórnun. Til
dæmis hafa launþegar þegar
fengið uppbætur á laun í tví-
gang á þessu ári, og hið öfluga
verkamannasamband, Husta-
drut, vinnur nú að veitingu
þeirrar þriðju í júlímánuði.
Uppbæturnar vega á móti 70 til
80 prósentum verðhækkananna.
Þrátt fyrir hina gríðarháu
vexti af lánum sem fyrr voru
nefndir, borgar það sig að
skulda. Verðbólgan æðir alltaf
skrefinu á undan, og einkalán
eru ótengd innbyrðis. Trygging-
in minnkar í verðgildi.
Og ef einhver á fé til skipt-
anna, getur hann fest það í
vísitölutryggðum skuldabréfum
eða erlendum gjaldeyri, sem er
auðveldara að komast yfir nú
við stjórn Likud-flokksins en
var í tíð hins föðurlandssinnað-
ri verkamannaflokks.
ísraelsmenn komast því af á
einhvern hátt. En þeir sem áður
börðust í bökkum eiga í sífellt
meiri erfiðleikum. Fjármála-
ráðherrann hefur til dæmis
dregið úr niðurgreiðslu mat-
væla. Fjölskyldur sem áður
gátu lítið veitt sér umfram
nauðsynjar, verða nú að halda
vel um pyngjuna fyrir þeim
einum.
Það er lægð í sölu nýrra sem
notaðra bifreiða. Israelsmaður
sem ekki nýtur sérstakra bif-
reiðafríðinda vegna atvinnu
sinnar, reynir að láta farar-
skjótann endast í áratug. Kaup
á sjónvarpstækjum eða þvotta-
vélum verða að bíða þess að
verð á nauðþurftum lækki eilít-
ið, ef af slíkum kaupum á að
geta orðið á annað borð. Flestar
vinnuvélar eru fluttar inn, og er
lagður á þær tollur og skattar
aðrir, svo nemur 200 prósent-
um.
Forstjóri stórmarkaðar í einu
úthverfanna kvað veltu hafa
dregizt saman um 35 af hund-
raði frá áramótum. Sala á kjöti
hafði minnkað um fjórðung.
Hann sagði að húsmæður væru
hættar að kaupa osta hvers-
kyns, kökur eða dýrt sælgæti, —
nú keyptu þær meira brauð og
hrísgrjón.
Eiginkona háskólakennara
nokkurs, sem elur upp þrjú börn
og hefur til umráða um 290
þúsund krónur á mánuði, sagði:
„Ég er alveg hætt að kaupa kjöt
og kaupi aðeins kjúkling fyrir
hvíldardaginn í hverri viku. Við
borðum ódýran frystan fisk
tvisvar í viku og einstaka sinn-
um hamborgara drýgða með
hverskyns grænmeti. Ég er
næstum hætt að kaupa ost, sem
er næstum jafndýr og kjöt
núna. Við étum mikið af eggjum
og salötum, drýgjum mat með
baunum og höfum æ oftar
spaghetti með tómatsósu. Þrátt
fyrir þetta erum við komin í
yfirdrátt í bankanum um miðj-
an mánuðinn og farin að greiða
reikninga með ávísunum dag-
settum fram í tímann."
Þess eru einnig merki að hin
versnandi lánskjör muni orsaka
atvinnuleysi, þótt enn sé það
minna í ísrael en á flestum
Vesturlöndum. Spár fyrir
fyrsta fjórðung þessa árs voru
þær að 4,5 af hundraði verka-
lýðs yrði án atvinnu, sem er
helmings hækkun frá síðasta
fjórðungi ársins 1979. Ýmsar
smærri verzlanir og veitinga-
staðir hafa orðið að leggja upp
laupana. ísraelsmenn fara ekki
út að borða um þessar mundir.
- ERIC SILVER
þeirra, er sá, að með henni er unnt
að leiða hlustandann eða áhorf-
andann beint á vettvang og leyfa
honum að komast í snertingu við
það, sem er að gerast. Svo virðist
sem stefna ríkisfjölmiðlanna sé sú
að fella allt í eitthvert opinbert
mót, sem kemur til dæmis glögg-
lega fram í þeirri áráttu, að
nauðsynlegt er talið að fara hönd-
um um forystugreinar dagblað-
anna, áður en þær eru lesnar í
útvarp, og laga þær og stytta án
nokkurs tillits til höfundar eða
réttar hans.
Hafi baráttuaðferðir frambjóð-
enda í Bandaríkjunum haft áhrif á
þá, sem keppa um lýðhylli hér á
landi, er augljóst, að áhrifin eru
að engu orðin, þegar útvarp og
sjónvarp eru annars vegar. Énda
er sá grundvallarmunur á, að hér
er það hið opinbera vald, sem
ræður ferðinni í þessum öflugu
fjölmiðlum, en í Bandaríkjunum
er það samkeppnin um hylli
áhorfenda og hlustenda, sem
stjórnar. Þar leggja menn sig
fremur fram um að veita þjónustu
en segja fyrir verkum.
Skoðana-
kannanir
Af umræðunum um skoðana-
kannanirnar og deilur síðdegis-
blaðanna um nákvæmni og aðferð-
ir, mætti stundum ráða, að þessir
aðilar teldu kosningarnar óþarfar.
Nægilegt væri, að þeir tækju að
sér að hringja í nokkur hundruð
manns og þar með lægi vilji
þjóðarinnar fyrir. Hefðu menn
komist að þeirri niðurstöðu, að
með skoðanakönnun mætti spara
kostnað og fyrirhöfn við kosn-
ingar, hefði sú aðferð vafalaust
verið valin fyrir löngu og almenn-
um kosningum kastað fyrir róða.
Skoðanakannanir eru til margs
gagnlegar og um öll lönd, þar sem
þær eru tíðkaðar, gilda ákveðnar
reglur um það, hvernig þær skuli
framkvæmdar. Engar slíkar regl-
ur eru í gildi hérlendis. Og kapp-
hlaup síðdegisblaðanna á eftir
skoðunum manna rétt fyrir kosn-
ingar, stafar auðvitað fyrst og
fremst af því, að úrslitin þykja
forvitnilegt lesefni, sem selur
blöðin. Á útgefendur og ritstjóra
blaðanna er ráðist með ómakleg-
um hætti, ef því er haldið fram, að
þeir séu með því að birta niður-
stöðurnar að reyna að hafa áhrif á
kjósendur. Þá er skammt í það, að
menn haldi því fram, að niður-
stöðurnar séu samdar á ritstjórn-
arskrifstofum blaðanna. En hinu
er ekki að neita, að þessi starfsemi
getur haft áhrif á það, hvernig
atkvæði manna falla. Þess vegna
hafa í ýmsum löndum verið settar
reglur, sem mæla svo fyrir, að
niðurstöður skoðanakannana skuli
ekki birtar opinberlega á ákveðnu
tímabili rétt fyrir kosningar.
Áhrifavaldar
í umræðum um úrslit forseta-
kosninganna á þeirri viku, sem
liðin er síðan þær fóru fram, hafa
menn tíundað ýmsar ástæður fyr-
ir þeim. Svo virðist sem af ýmsum
sé nokkuð mikið lagt upp úr því,
að kosning Vigdísar Finnboga-
dóttur hafi heimssöguleg áhrif. Og
þess gætti einnig í málflutningi
fyrir kosningarnar, að menn voru
með hugann við álit útlendinga á
því, að einstæð móðir væri í kjöri.
Óhætt er að fullyrða, að fæstir
kjósenda hafi verið með það í
huga, þegar þeir settu atkvæða-
seðil sinn í kjörkassann, að þar
með væru þeir að breyta mann-
kynssögunni. Kosningabaráttan
bar síst þess merki, að þar toguð-
ust á viðhorf manna tii jafnrétt-
ismála. Miðað við viðbrögð er-
lendra blaða við úrslitunum,
hljóta menn að álykta sem svo hér
á landi, að hugsunarháttur íslend-
inga í jafnréttismálum sé þrosk-
aðri en meðal hinna fjölmennari
þjóða.
En ef til vill vanmeta menn
erlend áhrif á skoðanir sínar,
þegar þeir ganga til kosninga á
Islandi. Til dæmis vakti það at-
hygli í viðtali Gunnars Thorodd-
sens við fréttamann sjónvarps á
kosninganóttina, hve mikla
áherslu bæði spyrjandinn og
Gunnar lögðu á það, að erlend
áhrif hefðu ráðið því, að Gunnar
tapaði forsetakosningunum 1968.
Þær kosningar fóru fram í lok júní
það ár, en í maí höfðu stúdentar í
París efnt til víðtækra mótmæla-
aðgerða, sem höfðu áhrif
bæði þar i landi og annars staðar.
Almennt eru menn sammála um,
að þessara áhrifa hafi til dæmis
ekki gætt í Háskóla íslands fyrr
en nokkrum misserum síðar. Nú
er því hins vegar haidið fram, að
þau hafi verið meðal helstu
áhrifavalda í forsetakosningun-
um.
Söguna má auðvitað skoða í
mörgu ljósi og þeir, sem taka þátt
í henni, vilja auðvitað gera eigin
hlut sem bestan. Síst af öllu ber að
fordæma þá mannlegu viðleitni.
Það er hins vegar í verkahring
sagnfræðinga að reyna að leiða
menn með hlutlægum hætti inn í
andrúmsloft liðinna atburða og
skýra með óvéfengjanlegum gögn-
um atburðarásina og það, sem
sköpum skipti. Þess er að vænta,
að með sífelit stærri hópi sagn-
fræðinga, aukist rannsóknir á
þeim atburðum, sem nær okkur
eru í tíma. Vissulega væri það
verðugt viðfangsefni að rita sögu
forsetakosninga á íslandi. Reynsl-
an hefur sýnt, að bein og óbein
áhrif þeirra á stjórnmálaþróunina
eru mikil og stundum afdrifarík.