Morgunblaðið - 06.07.1980, Page 18

Morgunblaðið - 06.07.1980, Page 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JULI 1980 18 Brœðraminning: Vilhjálmur — Friðrik Heiðar — Kristinn Ferdinant Asmundssynir Vilhjálmur Asmundsson. vél- stjóri. Fæddur 20. maí 1926, dáinn 4. janúar 1960. Friðrik Heiðar Ásmundsson, skipstjóri. Fæddur 20. mars 1930, dáinn 28. nóvember 1979. Kristinn Ferdinant Ásmunds- son, vélstjóri. Fæddur 8. júní 1928, dáinn 22. maí 1980. Dcyr [é. deyja frændr deyr sjálfr et sama. En orflstlrr deyr aldrÍKÍ hveims sér Kódan Ketr. (ílr Hávamálum) Á morgun, 7. júlí 1980, kveðjum við frænda minn, Kristinn Ás- mundsson, hinztu kveðju — annan bróðurinn á nokkrum mánuðum og hinn þriðja í röðinni á tveim tugum ára. Eg get ekki látið vera að minnast þeirra allra á þessum degi — því svo samtengdir eru þeir í mínum huga frá bernsku, þessir glæsilegu frændur mínir, sem ég gat ekki annað en litið upp til, því þeir báru höfuð og herðar yfir flesta. Hver er tilgangurinn með lífi okkar, spyrjum við, þegar okkur berast þau sorglegu tíðindi, að nákominn ættingi, fullur af starfsorku, sé burtu kallaður svo sviplega eins og þessir kæru frændur mínir voru. Mín fyrstu viðbrögð voru, þetta getur ekki verið satt, og satt bezt að segja fannst mér mælirinn fullur að kvöldi 23. maí 1980, þegar mér bárust þau válegu tíðindi að Krist- ins væri saknað úti í Helsinki í Finnlandi. Já, enginn veit hver næstur er, sízt hefði ég trúað því, þegar Kristinn kvaddi mig tæpum 2 vikum áður svo hlýlega, að það væri í síðasta sinn sem ég sæi hann lífs. Foreldrar þeirra bræðra voru Steinunn Þorsteinsdóttir og Ás- mundur Jóhannsson, bóndi á Kverná í Grundarfirði, sem bæði eru látin. Vilhjálmur, fæddur 20. maí 1926, fórst með allri áhöfn á Mb. Rafnkeli 4. janúar 1960. Hann var kvæntur Gróu Axelsdóttur frá Sandgerði og áttu þau 3 börn, Sigríði, Ásmund og Axel, sem var 6 mánaða þegar faðir hans dó. Gróa átti eina dóttur áður, Þor- björgu, sem hann gekk í föðurstað. Kristinn Ferdinant, fæddur 8. júní 1928, drukknaði í Helsinki í Finnlandi 22. maí 1980. Hann var kvæntur Helgu Kristjánsdóttur frá Reykjavík og áttu þau 2 dætur, Steinunni og Olgu. Friðrik Heiðar, fæddur 20. marz 1930, drukknaði í Hull í Englandi 28. nóvember 1979, var jarðsettur 22. febrúar 1980 í Reykjavík. Hans kona var Þorgerður Gunnarsdótt- ir frá Reykjavík og áttu þau 3 börn, Þorstein, Ingibjörgu og Friðrik Þór og eina fósturdóttur, Hrefnu, sem ólst upp hjá þeim frá 6 ára aldri. Alls voru systkinin frá Kverná níu og af þeim stóra hópi voru þessir yngstir. Tveir bræður, Kristfinnur og Búi, dóu ungir. Á lífi eru tveir bræður, Þorsteinn og Jóhann, búsettir á Kverná og tvær systur, Ásta og Hallfríður, í Reykjavík. Állir voru þessir bræður vél- stjórar, en Friðrik var skipstjóra- lærður að auki. Þessir frændur mínir áttu það sameiginlegt að hafa gott hjartalag, góðir við alla sem voru minni máttar. Skarð er fyrir skildi á heimilum þeirra. Þeir áttu allir falleg heim- ili, sem bera vitni umhyggju þeirra fyrir velferð sinna nánustu. Ég sendi eiginkonum, börnum, barnabörnum og systkinum hinna látnu mínar innilegustu samúð- arkveðjur á þessum sorgarstund- um. Megi mínir kæru frændur hvíla í friði. Blessuð sé minning þeirra. Frænka. Mér er þungt í hjarta, er ég skrifa þessi kveðjuorð til mágs míns, Kristins Ásmundssonar, er verður til moldar borinn á morg- un, mánudag. Það eru aðeins rúmir fjórir mánuðir síðan við kvöddum eigin- mann minn, er var bróðir hans, en hann fórst einnig af slysförum. Þá var Daddi, eins og við fjölskyldan kölluðum hann, mér sem stóri bróðir, sem studdi mig og styrkti, eins og reyndar öll fjölskyldan. Það var stór barnahópurinn sem hjónin að Kverná, þau Stein- unn Þorsteinsdóttir og Ásmundur Jóhannsson, áttu og ólu upp. Nú kveðja systkinin sinn 5. bróður, en eftir lifa tvær systur og tveir bræður. Öll þessi systkin eru og hafa verið með afbrigðum duglegt fólk, og var Daddi þekktur fyrir sinn dugnað. Betri starfs- kraft en hann, held ég að enginn vinnuveitandi hafi getað fengið. Helga mín, ég og börn mín vottum þér og dætrum þínum innilega samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur og okkur öll í okkar sorg. Við Helga mín eigum góðar minningar um þá bræður. Betri og hugsunarsamari heimilisfeður held ég að sé ekki hægt að fá. Að lokum kveð ég Dadda minn, með þökk fyrir allt sem hann hefur verið mér og börnum mín- um, ekki hvað síst sl. vetur, er ég var niðurbrotin manneskja, þá var Daddi mér ómetanleg stoð. Gerða mágkona. ÓÐALFEÐRANNA ÞRÁTT fyrir „kvikmynda- sumarið mikla“ í fyrra og afraksturinn. sem nú er óðum að koma fyrir augu landsmanna. verður þess víst langt að bíða. að það þyki hversdagslegur við- burður þegar ný íslensk kvikmynd lítur dagsins ljós. Sú staðreynd. hvað stutt er síðan einhver skriður komst á íslenska kvik- myndagerð og fólki því nýnæmi í íslenskum „alvörubíómyndum14, eins og einn viðmælenda okkar kallaði það, er þó varla ein að verki, þegar umræður Ellen Snæbjörnsdóttir Bergsveinn Guðmundsson Guðrún Stefánsdóttir hlutir, sem fólki væri hollt að velta fyrir sér. ★ Næsti viðmælandi blm., Berg- sveinn Guðmundsson, var heldur betur á öndverðum meiði við þá fyrri. Bergsveini fannst myndin ósmekkleg í alla staði. Að vísu yrði ekki sagt, að hún væri illa gerð, tæknilega séð, en hann kvaðst samt ekki sjá að þessi mynd ætti nokkuð erindi til íslendinga. Það væri kannski ráð að senda hana úr landi, á vit þjóða sem hefðu meiri smekk fyrir „svonalagað" en Berg- sveinn vildi meina að við íslend- ingar hefðum. Nánar vildi Berg- sveinn ekki tjá sig um orsakir óánægju sinnar með myndina. Er hér var komið sögu, voru 99 AL V ÖRUBIÓMYND 66 skapast um þær myndir, sem frumsýndar hafa verið að undanförnu, s.s. „Land og syni“ , og „Óðal feðr- anna“. íslenskar kvik- myndir hljóta alltaf að vera fólki umhugsunar- og um- ræðuefni, því þær eru sprottnar úr þeim raun- veruleika sem við þekkjum. Nú er búið að frumsýna kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, „óðal feðr- anna“. Hafa fjölmiðlar að sjálfsögðu gert því skil og eftir því sem næst verður komist, hefur aðsóknin ver- ið góð, en sýningar eru í Háskólabíóí og Laugarás- bíói. Ekki verður söguþráð- ur myndarinnar tíundaður hér, enda hefur það þegar verið gert á öðrum vett- vangi, s.s. umsögnum gagn- rýnenda, en eins og oftast vill verða, eru menn ekki á eitt sáttir um öll atriði myndarinnar. Einn er e.t.v. ósáttur við atriði, sem öðr- um finnst ómissandi og þar eftir götunum. Blm. brá sér í Háskólabíó á dögunum, að aflokinni sýningu, tók nokkra áhorf- Spjallað við áhorfendur endur tali og innti þá eftir því, hvað þeim hefði fundist um myndina. Þau Bergljót Jónsdóttir og Ásgeir Sigurgestsson kváðust ánægð með myndina. Fannst þeim hún „jafngóð" þ.e. öll atriði hennar í fullu samræmi við samhengið í heild og leikur, kvikmyndataka og klipping allt með ágætum. Þetta væri „alvörubíómynd". Ef eitthvað II Bergljót Jónsdóttfr og Ásgeir Slgurgestsson. ætti að gagnrýna, að þeirra dómi, væri það einna helst sögu- þráðurinn. Að því er Ásgeiri fannst, var þetta einum of mikil hrakfallasaga til að hún væri trúverðug fyrir áhorfendur. ★ Guðrún Stefánsdóttir tók nokkuð í sama streng og þau Bergljót og Ásgeir, hvað varðaði ágæti myndarinnar. Hún vildi sérstaklega nefna frammistöðu leikaranna, sem henni þótti mjög góð. Henni þótti ádeilan sem kemur fram á kaupfélags- valdið hörð, en eiga fullan rétt á sér, þar eð hún myndi vekja fólk til umhugsunar um þessi mál. Aðspurð um hvort hún teldi þessa ádeilu réttmæta, sagðist Guðrún ekki treysta sér til að segja til um það, þótt hún hefði reyndar verið töluvert í sveit, en allt um það kæmu þarna fram raðir þeirra sem skunduðu af sýningarstað teknar að þynnast. En þó tókst að góma enn einn viðmælanda. Var það Ellen Snæ- björnsdóttir og hafði hún ýmis- legt um Óðal feðranna að segja. Hún kvaðst svo sannarlega ekki sjá eftir því að hafa farið að sjá þessa mynd. Sagði Ellen að sér fyndist myndin frábærlega vel tekin og það væri ánægjulegt að sjá og heyra, loksins íslenska kvikmynd, þar sem hljjoðupp- takan væri í lagi. Leikurinn væri prýðilegur, og vildi hún sérstak- lega nefna hlutverk einstæðu móðurinnar, sem henni fannst leikkonan skila sérdeilis vel. Móðir Stefáns, aðalsöguhetj- unnar, fannst Eilen ekki nógu trúverðug persóna í handritinu, þótt ekkert væri út á leikinn að setja. Atriði, þar sem sýnt er hvar foli er geltur, fannst Ellen óþarflega „nákvæmt", en þó eiga fullan rétt á sér sem tákn fyrir vissan hluta atburðarásarinnar. Ægivald kaupfélagsins yfir lífi þeirra sem minna mega sín í sögunni hélt hún að væri e.t.v. nokkuð ýkt, en var þó á því að svona hefði þetta a.m.k. verið að einhverju leyti. En þegar á heildina væri litið, þætti sér „Óðal feðranna" besta íslenska kvikmyndin sem hún hefði séð hingað til. H.H.S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.