Morgunblaðið - 06.07.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980
19
Sjórinn hefur verið okkur gjöf-
ull og margur hugdjarfur drengur
lagt því leið sína á hann, í þeirri
von að hljóta góða lífsafkomu
fyrir sig og sína og ekki síður í
þeim tilgangi að verða íslensku
þjóðfélagi nýtur þegn. Því afkoma
okkar sem þjóðar hefur byggst á
þeim mikla afla sem dugandi
sjómannastétt hefur fært að
landi. Ægir konungur er frekur til
skattsins og krefst gjalda fyrir
það sem dregið er úr djúpi sjávar,
og oft hafa verið höggvin ógnvekj-
andi skörð í raðir þeirra hraustu
sona Islands sem hafa gert hafið
að starfsvettvangi.
Slík urðu örlög þeirra bræðra
sem hér er minnst. Þeir Kvernár-
bræður, sem svo voru nefndir í
daglegu taii, voru á margan hátt
sérstæðir menn. Glæsilegir í sjón,
miklir á velli, rammir að afli,
réttlætiskennd rík, skapið mikið
og kom það skýrast í ljós ef
yfirborðsmenn vógu að lítilmagn-
anum í návist þeirra. Þá beittu
þeir orðsins brandi á óvægan hátt
svo undan gat sviðið. Voru því af
sumum taldir menn hrjúfir, en
þeir sem betur til þekktu vissu, að
í brjóstum þeirra slógu viðkvæm
og kærleiksrík hjörtu.
Þeir bræður voru uppaldir að
Kverná í Eyrarsveit og voru for-
eldrar þeirra, sem þar bjuggu,
Steinunn Þorsteinsdóttir og As-
mundur Jóhannsson, sem var afla-
sæll skipstjóri um margra ára
skeið og dugandi bóndi. í sambúð
sinni áttu þau hjón alls 9 börn, en
tvo syni misstu þau unga að árum,
sem hétu Kristfinnur og Búi.
Eftirlifandi kona Vilhjálms er
Gróa Axelsdóttir og eignuðust þau
þrjú börn, Sigríði, Asmund og
Axel og eitt kjörbarn, Þorbjörgu.
Kona Friðriks var Þorgerður
Gunnarsdóttir og áttu þau þrjú
börn, Þorstein, Ingibjörgu og
Friðrik Þór og eina uppeldisdótt-
ur, Hrefnu.
Á morgun er til moldar borinn
Kristinn Ferdinant Ásmundsson,
sem drukknaði 22. maí síðastlið-
inn. Hann lætur eftir sig konu,
Helgu Kristjánsdóttur, og tvær
uppkomnar dætur, Steinunni og
Olgu.
Við eftirlifandi systkini hinna
látnu felum þá bræður Guði og
minning þeirra mun lifa í huga
okkar á meðan hjörtu okkar bær-
ast.
Lifi minning þeirra.
Systkini hinna látnu.
Fyrsta bindi af
byggðasögu Suð-
urlands komið út
ÚT ER komið fyrsta bindi ritsins
Sunnlenskar byggðir og fjallar það
um Tungur. Hreppa og Skeið. Ritið
Sunnlenskar byggðir er samið í
tilefni af 70 ára afmæli Búnaðar-
sambands Suðurlands og er þvi
ætlað að geyma hyggðasögu sveit-
anna í Árnes-, Rangárvalla- og
Vestur-Skaftafellssýslu. Fyrirhugað
er að ritið verði alls sex bindi.
Tildrög þessarar útgáfu má rekja
til samþykktar aðalfundar Búnaðar-
sambands Suðurlands á árinu 1975,
en þá var kosin sex manna nefnd til
að gera tillögur um ritun og útgáfu
sögu sunnlenskra byggða, en stjórn
Sambandsins hafði áður ákveðið að
minnast 70 ára afmælis sambandsins
árið 1978 með þessari útgáfu. Þessi
nefnd gerði tillögu um að ritverkið
fjallaði um allar sunnlenskar b.vggðir
á félagssvæði Búnaðarsambandsins
en það eru Árnes-, Rangárvalla- og
Vestur-Skaftafellssýslur. Skrá skyldi
lýsingu á öllum sveitum á sam-
bandssvæðinu, rita starfssögu bún-
aðarfélaga, búfjárræktarfélaga og
fleiri starfandi félaga, lýsa bújörð-
um, húsakosti, geta um áhöfn, fast-
eignamat o.fl. Einnig var ákveðið að
skrá ábúendur á jörðum frá árinu
1900 til 1978 og geta um núverandi
eigendur.
Þrír menn voru á árinu 1976 kosnir
í ritnefnd verksins og eru í nefndinni
Jón Guðmundsson á Fjalli, Oddgeir
Guðjónsson í Tungu og Júlíus Jóns-
son í Norðurhjáleigu. Þetta fyrsta
bindi hefur Páll Lýðsson í Litlu-
Sandvík búið undir prentun.
í þessu fyrsta bindi ritar Arnór
Karlsson á Bóli sveitalýsingu Bisk-
upstungna, Emil Ásgeirsson í Gröf
skrifar um Hrunamannahrepp,
Steinþór Gestsson og Sveinn Eiríks-
son skrifa um Gnúpverjahrepp og
Jón Guðmundsson á Fjalli skrifar
um Skeiðahrepp. í bókinni er einnig
yfirlit yfir jarðir og ábúendur í
þessum fjórum hreppum og myndir
eru af bæjunum og ábúendunum árið
1978.
Bókin er alls 520 blaðsíður og er
prentuð hjá Odda hf.
Brottfór
, hvern
laugardag
Í3iaviknaferðir
til Miami Beach,
Florida
FLUGLEIÐIR
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
\n;LYsiN<;A- v;i\ll\\
22480
AEG
ELDAVELAR
o
AEC heimilistækieru þekktfyrirgaeði oggóðaendingu. Eldavélarnarfrá AEG eru
búnar ýmsum þægindum, svo sem rofaklukku sem getur kveikt og slökkt á ofni
og hellum, innbyggðu grilli, hitaskúffu ogýmsu fleira.
BRÆÐURNIR ORMSSON %
LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820