Morgunblaðið - 06.07.1980, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980
Ferðalangur
nálgast
Satúrnus
SATURNUS OG TÍTAN — Myndin
sýnir Satúrnus og stærsta fylgi-
hnött reikistjörnunnar, Títan. Það
var bandaríska geimfarið Pioneer
11, sem tók myndina úr 2,8 milljón
kílómetra fjarlægð 1974.
í undirbúningi er aö kveikja á
rafknúnum myndavélum annars
tveggja geimskipa sem taka eiga
fyrstu myndir af reikistjörnunni
Satúrnusi.
Fjarstýring þessi, úr meira en
eins milljarös kílómetra fjarlægö
frá jöröu er annar liöurinn í
djarflegum áætlunum Banda-
ríkjamanna um könnun fjarlægra
geimsvæöa. Hinn liöurinn er
áform um aö skjóta á loft
gerfihnetti til móts viö halastjörn-
una Halley, sem koma mun í
augsýn á árinu 1985—1986. Mun
halastjarnan ekki birtast jaröar-
búum ööru sinni fyrr en að sjötíu
og fimm ára fresti.
Þaö var framkvæmdastjóri
Geimáætlunarinnar, Dr. Rey-
mond Heacock, frá California
Kveikt á
myndatækjum
úr meira
en milljarðs
kílómetra
íjarlægð
Institute of Technology, sem ný-
lega lýsti för geimfarsins til
Satúrnusar. Hann sagöi á fundi
meö verkfræöingum í Lundúnum
aö þaö tæki um áttatíu og fimm
mínútur fyrir stjórnmerki aö ferð-
ast frá jöröu til geimfarsins til aö
breyta stööu þess eöa koma
boöum til tölvustýrös útbúnaöar
um borö. Sama gildir um upplýs-
ingar sem þaöan berast til jaröar
meö rafsendingum sem ráöa
þarf og breyta í læsileg skilaboö,
myndir, vísbendingar um hitastig
og efnasamsetningu.
Fyrra geimskipiö mun komast
næst Satúrnusi 12. nóvember í
haust, en hiö síöara 26. ágúst á
næsta ári.
Stjörnufræöingar og stjarn-
eölisfræöingar starfa enn aö
úrvinnslu gagna er bárust er
geimsklpiö uppgötvaöi taum
brennisteins og súrefnis í slóö
fylgitungls Satúrnusar, lo. Þykj-
ast vísindamenn vissir um aö á
tungli þessu séu aö minnsta kosti
níu virk eidfjöll. Einnig hefur
athygli þeirra veriö vakin á þunn-
um efníshring í kringum Júpíter,
og tveimur áöur óþekktum fylgi-
hnöttum reikistjörnunnar, öörum
viö jaöar hringsins en hinum milli
tunglanna lo og Amaltheu.
Dr. Heacock sagöi aö upp-
götvanir þessar heföu kveikt
mikla eftirvæntingu meö vísinda-
mönnum um könnun Satúrnusar
þar sem stjarnan væri á áhuga-
veröasta belti sólkerfisins ásamt
Júpíter, ef frá væru skilin lífríki á
jöröu.
Hann sagöl aö nauösynlegt
væri aö rannsaka þessar slóöir til
aö skllja uppruna og þróun
sólkerfisins. Væri það markmiö
áætlunarinnar aö framkvæma
samanburöarathuganir á Júpíter
og Satúrusi og eins mörgum
fylgíhnöttum þeirra og unnt væri.
Möguleikinn á aö gera út tvö
geimför í sama leiðangurinn og
senda þau síöan áfram til Úran-
usar og Neptúnusar, sagöi Hea-
cock aö væri háöur aöstæöum,
sem aöeins kæmu upp meö 175
ára millibili, þ.e.a.s. þegar ytri
reikistjörnur sólkerfisins mynd-
uöu línu sem geröi sama geim-
farinu kleift aö komast í nám-
unda viö hvert og eitt þeirra á
skotbraut sinni.
Orðsending til
GM-bifreiðaeigenda
Bifreiöaverkstæöi okkar aö Höföabakka 9 veröur lokaö vegna
sumarleyfa dagana 14. júlf til 4. ágúst.
Bifreiðaeigendur eru beönir velviröingar á þeim óþægindum, sem
þetta kann aö valda þeim. Þó munu nokkrir viögeröarmenn sinna
brýnustu þörfum á verkstæöinu á þessu tímabili.
SAMBANDIÐ VÉLADEILD
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
HÖFÐABAKKA 9 Simar Verkst : 85539 Verzl 84245 84710
m Lóðaúthlutun Bæjarstjóri Garöabæjar auglýsir 5 lóöir lausar til umsóknar í Hnoöraholti. Umsóknum skal skila á skrifstofu bæjarins fyrir
14. júlí nk.
MYNDAMÓTHF. f Ivldi 1 ADALSTRjm • — MVKJAVMC Athugiö: endurnýja þarf eldri umsóknir.
1 iCIAI 1 PftfNTMYNOAGfAO yCIV OfFSfT FILMUft OO PLÖTUft SlMf 171S2 AUGLÝSINGATEIKNISTOFA SiMI 2SS10 Bæjarstjóri