Morgunblaðið - 06.07.1980, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980
þjáist
af næringar-
skorti
Fyrir skömmu tilkynntu yfirvöld íTanzaníu,
aö ef ekki bærist matvælaaöstoö þegar í
staö til landsins, þá mundu þúsundir íbúa
landsins svelta. Ástæöan er uppskerubrest-
ur, stríöiö gegn Idi Amin. Tanzanía, eins og
svo mörg þróunarlanda, hefur átt í erfiöleik-
um meö aö axla hin auknu útgjöld vegna
sífellt hækkandi olíuverös. Tanzanía er ekki
ein á báti.
Nágrannaríkiö Zambía freistar þess nú, aö
auka innflutning á maís eftir uppskerubrest á
síöasta ári og útlit er fyrir jafnvel enn minni
uppskeru í ár. í september síöastliðnum
tilkynnti FAO, Matvæla- og landbúnaöar-
stofnun Sameinuöu þjóöanna í Rómaborg,
aö matvælaskortur væri nú í 20 ríkjum.
Hungursneyöir hafa fylgt mannkyni frá
árdögum en ástandiö í dag er verra en
nokkru sinni. Síðan á sjötta áratugnum hefur
ibúafjöldi þróunarríkja aukist um milljarö —
1.000.000.000. í dag þjáist milljaröur íbúa
jaröarinnar af matvælaskorti: allt aö 450
milljónir eiga stööugt á hættu aö svelta.
þá þyrfti mannkyniö ekki lengur aö óttast
hungursneyöir.
Áriö 1972 minnkaöi matvæöaframleiöslan
í heiminum. Sumarið reyndist erfitt fyrir
landbúnaö og kornuppskera dróst saman
sem nam 3% miöaö viö áriö áöur. Vegna
matvælabirgöa tókst þróunarríkjum aö
kaupa hluta af því, sem á vantaði.
Afleiöingar samdráttarins 1972 uröu til
þess, aö verö á matvælum hækkaöi veru-
lega, sérstaklega korni. Margar ástæöur
lágu aö baki, meöal annars stórfelld hveiti-
kaup Sovétríkjanna og Kína (30 milljónir
tonna) einkum frá Bandaríkjunum á lágu,
niöurgreiddu veröi.
Verö á hveiti, korni, hrísgrjónum, soya-
baunum þre- eöa allt aö fjórfaldaðist á
árunum 1972—1974. Illa viöraöi 1974,
uppskera var dræm en einnig geröi þaö
hlutina verri, aö skortur var á áburöi og eins
setti olíukreppan mörk sína á aukin vand-
ræöi þróunarríkja.
Matvælabirgöir minnkuöu verulega og í
október 1974 skýröi FAO frá því, aö 750
Úganda
S-Tímor,
Indónesiu
V-Bengal
„Hinir smæstu
deyja alltaf fyrst,"
sagði einn starfs-
manna Rauða
krossins, sem nú
vinnur að hjálpar-
starfi í Úganda.
Börn líða mest
vegna hungurvof-
unnar.
Áriö 1969 sagöi U Thant, þáverandi framkvæmdastjóri Samein-
uöu þjóöanna í ræöu: „Aðildarríki Sameinuöu þjóöanna hafa ef til
vill aöeins 10 ár til að leggja niður deilur sínar, upphefja alþjóðlegt
átak til aö koma í veg fyrir vopnakapphlaup, bæta umhverfi
mannsins, minnka fólksfjölgun og stórauka aóstoö sína við
þróunarríki.“ Og hann bætti við, aó ef ekki tækist að koma þessu til
leiöar, þá „óttast ég, aö vandamálin muni hafa aukist svo
stórkostlega að ekki verði viö ráöið“.
Meir en 10 ár eru nú liðin. Sundrung ríkja er meiri. Olíuverö
hefur hækkaö úr 2 dollurum í 35 dollara hvert olíufat. Gengið hefur
veriö á hráefnisbirgöir jarðar. Stórfelldir þurrkar hafa átt sér staö.
Vopnakapphlaupið er háö af enn meiri þrótti en nokkru sinni.
Stórfelld mengun á sér staö. Verð á nauðsynlegustu fæðutegund-
um hefur fjórfaldast og fólksfjöldinn í heiminum er nú liðlega 4.4
milljaröar í staó 3.5 milljaröa fyrir 10 árum. Hvarvetna standa
pólitískar og efnhagslegar erjur framförum fyrir þrifum.
Fyrr á þessu ári, sagói í skýrslu Brandt-nefndarinnar, aó mannlíf
á jöröu sé undir því komiö aö iónaöarþjóóir og þróunarríki
vióurkenni þá staóreynd, aö þau eru hvort ööru háö. Viö erum öll á
sama báti — móöur jöró.
Dreifing matvæla
kemur ójafnt niður
Matvælaframleiöslan í heiminum jókst
stööugt frá lokum síöari heimsstyrjaldarinn-
‘ ar til ársins 1972. Á sjöunda áratugnum ríkti
mikil bjartsýnl vegna tækniframfara og
harðgeröari korntegunda. Rætt var um
„grænu byltinguna" og viö miklu búist. Vonir
f stóöu til aö takast mundi aö auka matvæla-
framleiösluna umfram þau 2%, sem árleg
fólksfjölgun í heiminum er. Þaö er, — aö
takast mundi aö fæöa þær 75 milljónir, sem
árlega bætast í tölu mannkyns.
En vonirnar hafa ekki ræst nema aö
takmörkuöu leyti. Dreifing matvæla kemur
ójafnt niöur og taliö er að nálægt helmingur
barna í þróunarríkjum eigi viö næringarskort
aö stríöa. Menn ólu þá von, aö þegar tekist
hefði aö ná tökum á fólksfjölgun í heiminum
_______________
milljónir manna ættu yflr höföl sér gjaldþrot
og hungur.
Síöan hefur lítið örlað á bjartsýni. Þó hefur
fólksfjölgunin hægt verulega á sér. Áriö 1974
var því sþáö, aö um aldamótin yröu
jaröarbúar 8 milljaröar. Nú er áætlaö, aö
jarðarbúar veröi um aldamótin á bilinu 6 til
6.5 milljaröar.
Fólksfjölgun heldur áfram aö aukast — í
sumum ríkjum allt aö 3% á ári, eöa jafnvel
meir. Og fólksfjölgunin er mest í þeim ríkjum,
þar sem erfiðleikarnir eru hvaö erfiðastir aö
glíma viö og fæöuskortur gerir vart viö sig.
Þaö er aöeins í hinum ríkari ríkjum, sem
fólksfjölgunin hefur fallið niöur fyrir 2% á ári,
eöa jafnvel allt niöur í 0%, — eins og til aö
mynda í Bretlandi, V-Þýzkalandi og Banda-
ríklunum.
I 40% þróunarríkja er fólksfjöldinn meiri
en svo, aö hægt sé aö sjá fólkinu fyrir
matvælum, framleiddum í landinu. Rýrnun er