Morgunblaðið - 06.07.1980, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980
Vestranum vex
fiskur um hrygg
mjSk * { V M mm-
mXÍ M
Þau én«agjutegu tíðindi
spyrjaat nú úr Vesturheimi,
að „vestrinn" sé að braggast
við, eftir tímabil mikillar
niðurlægingar. Þeir féu, um-
talsverðu vestrar sem gerðir
hafa verið é síðustu tveim
ératugum, hafa lítið métt sín
gagnvart öðrum tískustefn-
um kvikmyndaheimsins og
horfið hljóðlaust aftur undir
yfirborðið. Afleíðingar þess
uröu mikil hræðsla framleiö-
enda við að leggja fé sitt í
jafn hæpin fyrirtæki. En nú
er öldin önnur, (m.a. vegna
vínsælda country-tónlistar,
og rakin hafa verið hér é !
síöunni fyrir skömmu) og
vestrinn é uppleið.
Ein af þeim myndum sem
Bandaríkjamenn sendu á
keppnina í Cannes í vor, var
nýjasta verk Walter Hill, (THE
WARRIORS), og bar heitiö !
THE LONG RIDERS. Klassísk-
ur vestri sem pessa dagana
nýtur mikilla vinsælda beggja
vegna Atlantsála. Ein dýrasta
mynd sem gerö hefur veriö
fyrr og síðar — aö APOCAL-
YPSE NOW meðtalinni, er
HEAVENS GATE, gerö af
Michael Cimino, (THE DEER
HUNTER), en hún er nú langt
á veg komin. Þetta er einnig
vestri af gamla skólanum,
byggö á sögulegum atburö-
um, Johnson county stríöinu á
milli nautgripabóndanna og
smábændanna. Þar fer meö
aöalhlutverk Kris Kristoffer-
son. í krafti THE DEER HUNT-
ER, hefur Cimino tekist að
gera þessa mynd, sem upp-
haflega átti aö kosta um 10
millj. dala, sem er í dag vel yfir
meöallagi, aö hálfgeröu
skrýmsli í augum stjórnenda
United Artists, sem þó kalla
ekki allt ömmu sína eftir
APOCALYPSE NOW, ævintýri
Coppola. Allt sem Cimino
hefur beöiö um og óskaö,
hefur hann fengiö upp í hend-
urnar, og kunnugir menn telja
aö hér sé á feröinni einn besti
vestri sem geröur hefur verið.
En peningar tryggja því miður
ekki allt.. .
I ár veröur frumsýnd mynd
um gamla kvikmynda- og
sjónvarpsstjörnu, Lone Rang-
er, sem nefnist THE LEGEND
OF THE LONE RANGER. Þar
fer Klinton Spilsbury meö
í nýjustu mynd Walter Hills, koma við sögu frægir
garpar úr Villta vestrinu, eins og Dalton og James-
bræðurnir. Með hlutverk James bræðranna fara bræð-
urnir James og Stacy Keach, og sjást þeir í forgrunni
hér að ofan.
Steve McQueen, er sestur i söðulinn að nýju, sem
Tom Horn, i samnefndri kvikmynd.
titilhlutverkiö, en hlnn trygga
félaga hans, indjánann, leikur
Michael Horse.
Og Sam gamli Peckinpah,
er heldur ekki dauöur úr öllum
æöum, því ákveðið hefur ver-
iö aö hann leikstýri myndinni
THE TEXANS. Önnur hetja
sem oröuö hefur verið við
sööulinn, Steve McQueen,
birtist loks á hvíta tjaldinu
eftir margra ára fjarveru fyrir
skömmu — í vestranum TOM
HORN. Myndin hefur fengiö
frekar slæma dóma, utan
McQueen, en áhorfendur hafa
flykkst á þessa sögu um
kúreka sem uppi var um
aldamótin og uppliföi hnignun
og endalok hinnar gömlu
ímyndar.
Af öörum myndum sem eru
í bígerö má nefna endurgerö
THE CISCO KID, sem leikin
var af Cesar Romero, hér í
eina tíð, og DESPERADOS,
sem fjallar um útlagann Emm-
ett Dalton. Vestraunnendur
eiga því bjartari framtíö í
vændum.
(Stuöst viö greinar úr Vari-
ety, N.Y. Times o.fl.).
Margt býr í þokunni
Bandarísk fré 1980. Aðal-
hlutverk: Adrienne Barbeau,
Hal Holbrook, Jenet Leigh,
Jamie Lee Curtis, John
Houseman, Thommy Atkins.
Leikstjórn, HANDRIT OG
TÓNLIST John Carpenter.
Kvikmyndataka: Dean
Cundy. Effektar: Dick Albaín,
ír
íbúar í litlu sjávarþorpi á
Californíuströnd undirbúa af-
mælishátíö þess og gamall
þulur fræöir yngri kynslóöina
á aldargamalli munnmæla-
sögu um bölvun sem hvíli á
þorpsbúum. Er hún á þá leiö
aað fyrir eítthundraö árum
ginntu íbúarnir áhöfn segl-
skips útí opinn dauöann til aö
komast yfir fjársjóö sem var (
eigu hennar. Fórst skipiö meö
manni og múr í einkennilegri,
glóandi þoku. Komu þeir
dauöu heim skilaboöum til
lifenda, aö þeir tímar kæmu
aö þeir næöu fram hefndum á
bæjarbúum. Þeir skyldu bara
bíöa eftir hinni glóandi þoku.
Og hinnn gamli þulur hefur
tæpast lokiö máli sínu, er
undarlegir hlutir fara aö ger-
ast í þorpinu. Og plötusnúöur,
sem hefur aösetur sitt í vita,
eigi allfjarri, varar þorpsbúa
viö aö úti viö sjónarrönd sé
| einkennilegur, skínandi þoku-
bakki sem færist nær landi.
Hér er semsagt á feröinni
I enn eitt tilbrigöiö viö gömlu
góöu draugasöguna, í útsend-
ingu ungs, bandarísks leik-
stjóra, John Carpenter. Hann
hefur getiö sér talsverös orö-
j stírs sem eftirtektarveröur.
leikstjóri. Þekktustu myndir
hans til þessa eru vafalaust
THE NIGHT OF THE LIVING
DEATH, sem oröin er ,cult“-
mynd hjá hryllingsmyndaaö-
dáendum víöa, svo og HALL-
OWEEN, önnur hrollvekja,
sem hlaut Grand Prix á 8.
árlegu Sience Fiction kvik-
myndahátíöinni í París í fyrra.
Þá vakti fyrsta mynd hans,
DARK STAR, mikla athygli,
sama máli gengdi um ASS-
AULT ON PRECINCT 13.
ÞOKAN, er þó ekki nægi-
lega fylgin draugasögu-
formúlunni, til aö hún flokkist
Hinn
gamli þulur
(John
Houseman)
segir frá
munnmæla-
sogunni um
skipsskað-
ann í
myndinni
The Fog.
undir slíka, því miöur. Hins-
vegar er hún fyrst og fremst
hrollvekjandi sökum snöggra,
ógnvekjandi, gamalkunnra
kvikmyndabellibragöa og
spennumyndandi uppbygg-
ingu einstakra atriöa. Besta
senan er tvímælalaust sú, er
þokubúar sækja aö plötu-
snúönum í vitanum. Þar sýnir
Carpenter hvaö í honum býr,
og í þessu „Hitchocklega"
atriöi nær Carpenter upp
skemmtilegri stemningu og
spennu, sem gjarnan heföi
mátt kitla áhorfendur mun
oftar.
Þessi skínandi þoka, og
meöferö hennar, er nokkuö
nýstárlegt atriöi í sögu kvik-
myndaeffektanna. Hér er ekki
eingöngu notast viö gamla
hjálparmeöaliö, þum'sinn, ein-
göngu, heldur hefur tækni-
mönnum tekist aö skapa
óvenjulegt, glóandi mistur,
sem þeim tekst dável aö hafa
taumhald á — þó þaö veki
kannske ekki hinn eftirsótta
óhug áhorfenda.
Nokkrir kunnir leikarar fara
hér meö gestahlutverk, Janet
Leigh, John Houseman og Hal
Holbrook. Meö stærsta hlut-
verkiö, (plötusnúöinn), fer
Adrienne nokkur Barbeau,
Þaragróin krumla teygir sig innum kirkjuglugga — úr
myndinni Þokan.
góöur kunningi sjónvarps-
áhorfenda vestan hafs og
víöar, úr þáttunum MAUDE.
Svo nýtur hún þess sjálfsagt
líka, aö vera frú Carpenter í
daglega lífinu. Jamie Lee
Curtis er dóttir Janet Leigh og
Tony Curtis, og „debuteraöi" í
mynd Carpenters, HALL-
OWEEN.
Carpenter, sem leikstýrir af
sannri fagmennsku, er einnig
skrifaöur fyrir handritinu og
tónlistinni, sem oft eykur á
spennu myndarinnar.
Tæknilega er þessi glænýja
mynd einnig vel af hendi leyst,
og má segja aö ÞOKAN só yfir
höfuö hin þokkalegasta af-
þreying í sjónvarpsleysinu.