Morgunblaðið - 06.07.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.07.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980 2 5 Gosið í St. Helens skaðar laxagöngur ELDGOSIÐ í St. Helens í Wash inKton-fylki i Bandaríkjunum kann að hafa mjög afdrifarikar afleiðingar fyrir laxauonKur i norðvestur-héruðum Bandaríkj- anna. segir i frétt í júnihefti breska hlaðsins Fishing News International. Á fyrstu dögum gossins gjöreyðilagðist stór. ríkisrekin klakstöð við Toutle- ána ok er talið að um 10 milljón laxaseiði hafi drepist vegna flóða og skriðufalla. „Það mun líða á löngu þar til laxinn gengur aftur upp Toutle- ána," sagði David Hubert, starfs- maður Fiskimálastofnunar Wash- ington-fylkis. Frá því hefur einnig verið skýrt, að mikill lax hafi drepist í Cowlitz-ánni og er sagt að hann hafi hreinlega soðnað í heitu árvatninu, sem hraun- straumar höfðu runnið út í. í fréttum frá Seattle segir dr. Timothy Jouner, að auk mann- skaða og mikillar eyðileggingar á skóglendi sé „ljóst, að gosið mun hafa mikil áhrif á laxaframleiðslu í SV-Washington-fylki“. Dalurinn, sem Toutle-áin renn- ur eftir, er hulinn heitri leðju og trén, sem áður stóðu á árbökkun- um, bárust með Toutle-á út í Cowlitz-á og Columbia-fljót og brutu á leið sinni brýr og bakka. Vatnið hefur hitnað svo mjög, að jafnvel neðarlega i Columbia- fljóti er hitinn of mikill fyrir lax og silung. „Það mun taka langan tíma að meta skaðann, en hvort sem litið er lengra eða skemmra fram á veginn er hann áreiðanlega mjög mikill," segir Dr. Timothy enn- fremur. Eini vonarneistinn er sá, að öskufallið reynist hættulaust fiskinum. í eldgosum í Alaska hefur reyndin orðið sú, að askan hefur aukið málmsölt í vatninu Guðfræðideild og köllun til prestsþjónustu í tilefni af ummælum herra biskupsins, dr. Sigurbjörns Ein- arssonar, í setningarræðu hans á Prestastefnu íslands, en ræðan var birt í Morgunblaðinu þ. 3. júlí sl., þykir rétt að taka fram eftirfarandi. Björn Björnsson. pröfessor. Biskup lætur þess getið, að í vor hafi sex guðfræðikandídatar verið brautskráðir frá guðfræðideild Háskóla íslands, en enginn þeirra hafi óskað eftir prestsvígslu. Síðar í ræðu sinni segir biskup: „Guð- fræði er skemmtileg námsgrein og alhliða þroskandi, en það vantar eitthvað, ef menn skorast undan því að verða að gagni að námi loknu á því sviði sem námið miðar að og helgast af.“ Það er um hina sex nýútskrif- uðu kandídata að segja, að einn þeirra, Færeyingur, sá fyrsti af því þjóðerni sem lýkur embætt- isprófi í guðfræði frá Háskóla Islands, hefur þegar sótt um prestsembætti í Færeyjum. Annar kandídatanna hefur verið ráðinn til trúboðsstarfa í Kenya, en sá þriðji hefur hlotið styrk til fram- haldsnáms í guðfræði erlendis. Hinir þrír hugsa nú ráð sitt, en þess má geta að brautskráning kandídata fór ekki fram fyrr en 28. júní sl. Sé litið til lengri tíma og að því spurt hvort kandídatar frá guð- fræðideild Háskóla Íslands „verði að gagni að námi loknu á því sviði sem námið miðar að og helgast af“ þá má benda á eftirfarandi tölur. Á áratugnum 1970—1979 voru 52 kandídatar brautskráðir frá guð- fræðideild. 42 þeirra hafa tekið prestsvígslu. Af þeim 10 sem ekki hafa verið vígðir eru 4 í fram- haldsnámi í guðfræði. Ekkert skal fullyrt um hvort þeir að loknu námi óski eftir vígslu, en þó hljóta líkur þess, að hluti þeirra a.m.k. geri það, að vera miklar. Það er vissulega áhyggjuefni, að ekki fæst skipað í allmörg presta- köll að sinni, en vart verður séð með tilliti til ofangreindra upplýs- inga, að guðfræðideild Háskóla íslands hafi legið á liði sínu. Björn Björnsson forseti guðfræðideildar. Austurlands- kjördæmi ALÞINGISMENNIRNIR Egill Jónsson og Sverrir Hermanns- son, verða til viðtals, miðviku- daginn 9. júli næstkomandi. klukkan 20.30 til 23 i Höfn í Ilornafirði. Viðtalsstaður verður auglýstur síðar. Þeir boða til almennra stjórn- málafunda á Djúpavogi, fimmtu- daginn 10. júlí, klukkan 20.30 í barnaskólanum og í Breiðdal, föstudaginn 11. júlí, klukkan 20.30 í Staðarborg. vatahluW inöóíegunda Te9unú'sW7n<lal uuatsoow UúaSport 76 N/N/Vt200 76 ^nnn’76 AushhMmDOOO Skoda^QO 76 peoau "1Z J6 Saaö99t 70 . BMW30-M Dempari Spindilkúla, Bremsuklossar. Aðalljós, Framrúða, Hurðarlæsing, Stefnuljósapungur, Kúplingsdiskur, Frambretti, Samkvæmt kannun t tímaritinu Samúel á verðmismun á varahlutum i bila var LADA 1500 i 1. sæti og LADA sport í 2. sæti. Rétt erað geta þessað flestirvarahlutireru þeirsömu í allar gerðiraf LADA. LADA hefur sannað kosti sína hér á landt með því að vera söluhæsti bíllinn ár eftir ár og er það bæði af sparneytni og hve ódýrir þeir eru í rekstri. (Viðhald og varahlutir). er ódýr er sparneytin ódýrir varahlutir hátt endursöluverd BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14, simi 38600 Söludeild sími 312 36 Varahlutaverslun sími 3 92 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.