Morgunblaðið - 06.07.1980, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980
+
Eiginmaöur minn og faöir okkar,
HAUKURJÓNSSON
hæstaróttarlögmaöur,
sem andaöist 29. júní, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju
þriöjudaginn 8. júlí kl. 13.30. Lilja Þórólfsdóttir,
Heímir Hauksson,
Ragnar Hauksson,
Jón Haukur Hauksson.
+
Ástkær eiginkona mín og móöir,
GUORÚN JÓNSDÓTTIR,
Ránargötu 1,
andaöist í Landakotsspítala fimmtudaginn 3. júlí.
Jaröarförin auglýst stöar.
Sveinn R. Jónsson,
Kjartan Gunnarsson.
+
RAGNHEIÐUR KJARTANSDÓTTIR
fyrrv. Ijósmóðir,
andaöist 26. júní sl.
Útförin lef fram frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 8. júlí kl. 10.30.
F.h. ættingja og vina,
Kjartan Bjarnason,
Sigríöur Guöbrandsdóttir,
Magnús Guöbrandsson.
t
Útför dóttur okkar, systur og mágkonu,
MARGRÉTAR HALLGRÍMSDÓTTUR,
sem lést í Noregi 27. júní, fer fram frá Bústaöakirkju þriðjudaginn
8. júlíkl. 1.30.
Þeir, sem vildu minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess.
Valgerður Guömundsdóttir, Hallgrímur Jónsson,
Lilja Hallgrímsdóttir, Sigurjón Þórarinsson,
Þórdís Hallgrímsdóttir, Sigríður Ásta Hallgrímsd.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, amma, tengdamóöir og dóttir,
GUÐRÚN ALDA KRISTJÁNSDÓTTIR,
hjúkrunarfræöingur,
Vallargeröi 26,
Kópavogi,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 8. júlí kl. 3.
Jóhann Gíslason, Þuríöur Jóhannsdóttir,
Sigríöur Jóhannsdóttir, Jóhann Jóhannsson,
Kristján G. Þorvaldz, Guölaug R. Skúladóttir,
Kristján Jónsson.
t
Konan mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
MARÍA JÓNSDÓTTIR
frá Reykjanesi, Guörúnargötu 1,
verður jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 7. júlí kl. 1.30 e.h.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á líknarstofn-
anir.
Jakob Jónsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Þökkum af alhug öllum, sem veittu okkur samúö viö fráfall systur
okkar,
BRYNHILDAR MAGNÚSDÓTTUR.
Fyrir hönd sonar hennar og annarra vandamanna.
Systkíni hinnar látnu.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
ÓLAFÍU SVANHVÍTAR EGGERTSDÓTTUR,
Langageröi 76.
Pátur Kristjánsson,
Rannveig Pátursdóttir, Guöbjartur Eggertsson,
Ólafur E. Pátursson, Elín Þorkelsdóttir,
Sigmundur K. Pétursson, Linda Óskarsdóttir,
barnabörn.
Minning:
María Jónsdóttir
frá Reykjanesi
Fædd 14. september 1902.
Dáin 26. júní 1980.
Merk og góð kona, María G.M.
Jónsdóttir, lézt hér í borg 26. júní
síðastliðinn.
María var fædd 14. september
1902 að Reykjanesi í Árneshreppi,
dóttir hjónanna Jóns Jörundsson-
ar og Helgu Tómasdóttur. Þau
hjón, foreldrar Maríu voru komin
af traustum vestfirzkum ættum.
Reykjanesið var merkt og
myndarlegt heimili, annálað fyrir
gestrisni og greiðasemi.
Maria var snemma glæsileg
stúlka, vinsæl og vel gerð. Eins og
venja var um dætur efnabænda í
þann tíð, var henni komið til
kennslu í hannyrðum og fleiru, er
talið var nauðsyn að læra fyrir
verðandi húsmæður.
María fluttist til Reykjavíkur
um tvítugsaldur og vann hér við
verzlunarstörf til ársins 1929, er
hún giftist Jakobi Jónassyni, rit-
höfundi. Þau hjón eignuðust fimm
mannvænleg og velgefin börn.
Harald son sinn misstu þau fer-
tugan. Hann var glæsimenni og
vel gerður á allan hátt.
María Jónsdóttir var rík kona af
því, sem ekki eyðist né fölnar. Skal
ég nefna dæmi um það. í fyrsta
lagi var hún vel útbúin til lífsins,
bæði andlega og líkamlega. Hún
var andlega skyggn á marga hluti,
um leið og hún var dugnaðar- og
ráðdeildar húsfreyja. Hún hafði
sjón á því andlega, og var því bæði
trúhneigð, söngelsk og unni list-
um. Einar Jónsson, myndhöggvari
sagði, að dýrlegustu augnabiikin
hér á jörð væru, þegar maður
fengi að sjá inn í heim listarinnar.
Eg minnist Maríu með miklu
þakklæti, vegna þess að Hildur
föðursystir mín og fóstra og Lára
fóstursystir bjuggu um tíma hjá
þeim hjónum, Maríu og Jakobi.
Það sem mestu skipti við þá dvöl,
var sá kærleikur, hjartahlýja og
tryggð, sem María bæði batt við
og sýndi föðursystur minni. Hún
sýndi henni mikla virðingu alltaf,
og lét hana finna það, að hún væri
við arin yls og umhyggju.
Dætur þeirra hjóna kölluðu
Hildi oft ömmu. Það var sólskin
yfir sambúð heimilanna alla tíð.
María var traust og trygg. Samúð-
in var rík í hjarta hennar, svo hún
mátti ekkert aumt sjá. Hún var
gefandi og fórnandi, lífsbraut
hennar var því björt og dýrmæt
bæði skyldum og óskyldum alla
tíð. Góð kona hefur lokið lofsverð-
um áfanga. Hjartans samúðar-
kveðjur flyt ég eftirlifandi manni
hennar og börnum og öllu skyldu-
liði hennar.
Blessuð sé minning hennar.
Jón Thorarensen
Á morgun, mánudaginn 7. júlí,
verður kvödd hinstu kveðju frá
Dómkirkjunni María Jónsdóttir
Guðrúnargötu 1.
Hún hét fullu nafni María
Guðbjörg Magnea. Foreldrar
hennar voru Jón Jörundsson skip-
stjóri og óðalsbóndi á Reykjanesi í
Árneshreppi á Ströndum og kona
hans Helga Tómasdóttir. Stóðu að
Maríu stórmerkar ættir, sem ekki
verða nánar raktar hér.
Maria ólst upp í foreldrahúsum,
og snemma kom í ljós að hún var
góðum gáfum gædd, bæði til
munns og handa. Geta má þess að
María var söngelsk og spilaði á
píanó. Á yngri árum söng hún
meðal annars í kórum.
Á uppvaxtarárum Maríu var
ekki um að ræða langa skólagöngu
eins og ungmenni mjóta nú. Faðir
Maríu var talsvert menntaður og
naut hún óvenjumikillar fræðslu í
heimahúsum, sem síðar reyndist
henni notadrjúgt veganesti í líf-
inu.
Um tvítugt yfirgefur María
æskustöðvar og flyst til Reykja-
víkur. Þar átti hún síðan heimili
til dauðadags. Fyrstu árin vann
María við verslun og rækti þau
störf með prýði eins og allt sem
hún tók sér fyrir hendur.
Árið 1929 verða þáttaskil í lífi
Maríu. Hinn 25. maí giftist hún
eftirlifandi manni sínum, Jakob
Jónassyni rithöfundi, miklum
sómadreng og gáfumanni.
Þeim hjónum varð fimm barna
auðið. Son, Harald Níels, misstu
þau í blóma lífsins fyrir nokkrum
árum. Á lífi er tveir synir og tvær
dætur:
Jón Jörunds húsasmíða- og bif-
vélameistari, kvæntur Kristínu
Þórarinsdóttur.
Jónas Þór stýrimaður, kvæntur
Snjólaugu Sveinsdóttur.
Kristín Jenný, gift Gunnari
Ingvarssyni.
Helga Þóra, gift Böðvari Guð-
mundssyni.
Og barnabörn þeirra hjóna,
Maríu og Jakobs munu alls vera
orðin fimmtán að tölu.
Hér hefur verið drepið á í
örstuttu máli helstu atriði í ævi
Maríu, en þar með er ekki hálf-
sögð sagan. Það er fyrst og fremst
manneskjan sjálf, líf hennar og
starf, sem um er spurt að leiðar-
lokum.
Ég kynntist þeim hjónum Maríu
og Jakob fyrir allmörgum árum í
sambandi við félagsmálastörf.
Jakob hefur um langt árabil verið
virkur félagi og gegnt trúnaðar-
störfum fyrir Félag ísl. rithöf-
unda. Það var einkar ánægjulegt
að sækja þau hjón heim og eiga
með þeim notalega kvöldstund á
hinu vistlega heimili þeirra að
Guðrúnargötu 1. Heimilið bar
húsfreyjunni fagurt vitni, ísaum-
aðar myndir og heklaðir dúkar
prýddu veggi og borð. Allt sem
María snerti á lék í höndum
hennar. Og ófáar munu þær vera
flíkurnar sem hún prjónaði á
barnabörnin.
María var vel greind og stál-
minnug, hún kunni frá mörgu að
segja og ljóð og lausavísur hafði
hún á hraðbergi. Það var einkar
skemmtilégt og fróðlegt að ræða
við þau hjónin um almenn tíðindi
líðandi stundar, og þó sérstaklega
bókmenntir og það sem efst var á
baugi á því sviði.
í þessu sambandi er rétt að geta
þess að María fylgdist af áhuga
með ritstörfum manns síns, og
þau hjónin munu hafa rætt sín á
milli um atburð og persónur sem
voru í mótun í nýju sögunni, sem
hann vann að þá stundina. Að
sjálfsögðu þarf ekki að lýsa því
hve listamönnum er uppörvun og
skilningur mikils virði, ekki síst
sinna nánustu.
Engum fékk dulist sem kynntist
Maríu að skapgerð hennar var
stór, hún var hreinskilin kona og
hélt fast á sínu máli, en jafnframt
var hún hógvær og laus við
kreddur og þröngsýni. Sérstaklega
var það áberandi hve hún bar hag
fátæklinga fyrir brjósti og ann-
arra sem miður máttu sín í lífinu.
Hjálpsemi hennar, greiðvikni og
gjafmildi var viðbrugðið, enda
eignaðist hún marga vini á langri
lífsleið.
Vinkona Maríu hefur sagt mér,
að hún hafi haft sérstakt lag að
tala við fólk, sem var sorgmætt
eða sjúkt. Jafnvel þótt ekkert væri
sagt leið fólki vel í návist Maríu.
Hún bjó yfir hugarorku, guðs-
krafti eða hvað sem við viljum
kalla þau öfl, sem við skiljum ekki.
Þessa hæfileika sína fór María
dult með og hélt þeim ekki á lofti.
Persónulega get ég tekið undir
þessi orð, þótt aldrei ræddum við
María um þessa hluti. Ósjálfrátt
fann ég, að hún vildi að mér gengi
allt í haginn og hljóðar blessunar-
óskir fylgdu mér ætíð af hennar
fundi. Það var góður andi í húsi
hennar.
María var mikil trúkona og hún
óttaðist ekki vistaskiptin. Síðustu
vikurnar skiptust börn hennar á
að vaka við sjúkrabeðinn. Nú er
sjúkdómsþrautunum lokið, og ár-
sól nýs dags handan móðunnar
miklu runnin upp.
Við hjónin sendum eiginmanni,
börnum, barnabörnum og öðrum
ættingjum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Það er huggun harmi
gegn, að minningin um góða og
mikilhæfa konu lifir.
Blessuð sé minning Maríu Jóns-
dóttur.
Ármann Kr. Einarsson.
Á morgun, mánudaginn 7. júlí
fer fram frá Dómkirkjunni kl. 1.30
útför frú Maríu G.M. Jónsdóttur,
Guðrúnargötu 1.
María var fædd 14. september
1902, dóttir merkishjónanna, Jóns
Jörundssonar skipstjóra og bónda
á Reykjarnesi í Árneshreppi
Strandasýslu og konu hans, Helgu
Tómasdóttur. Á Reykjarnesi ráku
þau fyrirmyndarbú, annálað fyrir
rausn og glæsibrag. Þau hjónin,
Jón og Helga, voru bæðu af góðu
bergi brotin, traustum vestfirzk-
um ættstofnum. Móðir Jóns, Guð-
björg var dóttir sr. Jóns á Söndum
Sigurðssonar sýslumanns, Guð-
laugssonar prófasts í Vatnsfirði.
Jón, faðir Maríu, var því náskyld-
ur Jóni Sigurðssyni forseta. Faðir
Jóns var Jörundur, sonur Gísla
ríka á Bæ á Selströnd. Helga
Tómasdóttir, móðir Maríu, var
mikil rausnar- og gáfu-kona, af
velmetnu og duglegu bændafólki í
Strandasýslu.
María ólst upp í foreldrahúsum
ásamt þremur bræðrum, mestu
dugnaðar- og myndar-mönnum.
María var snemma glæsileg, fríð
sínum, vel gefin, vinsæl og bar
sterk svipmót göfugrar ættar.
Þar sem faðir Maríu var góðum
efnum búinn, fékk hún skömmu
eftir fermingu ágæta kennslu í
hannyrðum og öðrum kvenlegum
listum, sem að gagni gætu komið
verðandi húsmóður.
Hjá Maríu bar snemma á list-
hneigð, viljafestu og háttvísi. Þeg-
ar á unglingsárunum las hún
margt eftir íslenzk góðskáld, ljóða
og sagna. Hún kunni ógrynni
ljóða, sem tóku hug hennar.
Um 1924 fluttist hún til Reykja-
víkur, stundaði nám, síðar vann
hún við verzlun til ársins 1929, er
hún giftist eftirlifandi manni sín-
um Jakobi Jónassyni rithöfundi.
Þau bjuggu í Reykjavík, efnin
voru lítil, enda eiginmaðurinn
nýkominn úr skóla og framundan
mestu krepputímar sem gengið
hafa yfir ísland á þessari öld. En
þrátt fyrir slæmar aðstæður,
þröngan kost, tókst þeim með
ósérhlífni, sparneytni og sam-
stilltum höndum og ást hvors til
annars að sigla framhjá öllum
blindskerjum og sigra hverja
þraut. Eftir fyrsta áratuginn rof-
aði til og gæfusólin blasti við,
efnahagurinn varð allgóður þrátt
fyrir ómegð. Þau hjónin eignuðust
fimm myndarleg börn. Harald,
son sinn, misstu þau, þegar hann
var um fertugt, glæsilegur og
velgefinn. Það var þungt og mikið
áfall fyrir þau hjónin, en ekki
minnst fyrir eiginkonu hans og
börnin þrjú.
Seinni hluta ævi sinnar komust
þau hjónin í góð efni, eignuðust
fallegt heimili á Guðrúnargötu 1,
sem er rómað fyrir gestrisni og
rausn.
í lífi sínu var María gæfukona
og kunni vel að meta það og
þakka. Hún átti góðan og traustan
eiginmann, sem dáði hana alla tíð.
Afkomendur þeirra allir, börn og