Morgunblaðið - 06.07.1980, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ1980
Kodak filmur -
þegar taka á góðar
myndir .JHHL
1980
Kodacolor II
C135-36
C110-20
Kodacolorll
C126-20
Gæðin eru í gulu Kodak pökkunum.
fBI HANS PETERSCN HF
1 ^ ^ ' BANKASTR/ETI AUSTURVER GLÆSIBÆR
S: 20313
S: 36161 S: 82590
Umboösm«nn um allt land
„Skíðlogandi gardínur
auðvelda ekki undankomu46
Ljósm. Mhl. kristinn Olafsson.
Björn Malmros sýnir nokkrar teKundir af eldþolnu Kardinuefnunum.
Ari BerKmann len^st til vinstri. þá SÍKrún ok Ólöf Oladætur. en þær
starfa báðar hjá Áklæði ok KluKKatjöld.
„SKÖMMU EFTIR AÐ ibúðir
fyrir aldraða við LönKuhlíð i
Reykjavik voru teknar i notkun.
kom upp eldur í húsnæðinu. en
sem betur fór tókst að koma i veK
fyrir að illa færi. Þessi bruni var
rakinn til þess, að eldur komst i
nýuppsettar Kardínur.“ Sá er
þetta mæiir. er Ari BerKmann
Einarsson framkvæmdastjóri
fyrirtækisins Áklæði ok kIukkö-
tjðld, ok tilefnið er kynninKar-
fundur þar sem kynnt voru ný
eldþolin Kardinuefni frá sænska
fyrirtækinu LudvÍK Svenson, sem
er eitt stærsta vefnaðarvörufyr-
irtæki i Evrópu.
Á fundinum lýsti fulltrúi
sænska fyrirtækisins, Björn
Malmros, gæðum efnisins, og
sýndi fundargestum eiginleika
þess með því að bera eld að
nokkrum algengum tegundum
gardínuefna og einnig nýju efnun-
um. Sum efnanna fuðruðu upp,
Fyrirlestur í
Norræna húsinu
HER á landi er nú staddur
kaþólskur, danskur guðfræðingur
dr. Richard Hansen að nafni.
Hann mun halda fyrirlestur í
Norræna húsinu mánudaginn 7.
júlí og hefst hann kiukkan 20.30.
Efni fyrirlestursins er „Trú vor á
hinn lifandi Guð“. Fyrirlesturinn
mun verða fluttur á dönsku.
önnur skíðloguðu og brennandi
flygsur hrundu í gólfið, en þau
eldþolnu virtust bráðna, án þess
þó að reyks yrði vart.
Ari Bergmann sagði, að hér-
lendis væru brunamálasamþykkt-
ir ekki nægilega strangar að þessu
leyti. Erlendis væri yfirleitt tekið
mjög strangt á því að í stofnunum,
s.s. skólum, sjúkrahúsum, barna-
heimilum, elliheimilum og víðar
væru ekki önnur efni en eldþolin
notuð innandyra, t. d. í gardínur
og borðdúka í mötuneytum, svo
eitthvað væri nefnt. Áðurnefndar
stofnanir fengju ekki opinbera
fyrirgreiðslu, ef ekki væri farið að
þessu skilyrði. Þá sagði Ari, að
ekki væri mikill kostnaðarmunur
á efnunum og hvað útlit og áferð
snerti væru eldþolnu efnin orðin
fyllilega samkeppnishæf við hin
venjulegu.
„Ef eldur kemur upp í herbergi,
þá mynda yfirleitt gardínur nokk-
urs konar brú úr gólfteppi upp í
loft og öfugt og eldurinn breiðist
hraðar út. Þá eru gluggar oft eina
útgönguleiðin og skíðlogandi gard-
ínur auðvelda ekki undankomu.
íslendingar nota mikið af alls
kyns gardínuefnum og ástæðan
eflaust veðurfar o. fl. Mikið hefur
verið rætt hérlendis um auknar
slysavarnir og þetta er þáttur,
sem ég tel að komi inn í myndina
og viljum við veita þá sjálfsögðu
þjónustu, að hafa þessi efni fyrir-
liggjandi," sagði Ari Bergmann að
lokum.
Sjálfstæðisfélögin í Strandasýslu:
Sumarferð um
Strandasýslu
Sjálfstæðisfélögin á Vest-
fjörðum efna til hópferðar til
Strandasýslu 18.—20. júlí n.k.
Farið verður fyrir Djúp að
Laugarskóla í Bjarnarfirði og
gist þar. Á laugardeginum
verður ekið í Árneshrepp, og
klukkan 9 um kvöldið verður
þar kvöldvaka og dans, en heim
verður ekið um Laxárdalsheiði
á sunnudag. Þess er vænst, að
stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins í Strandasýslu taki
þátt í kvöldvökunni. en upplýs-
ingar er unnt að fá hjá for-
mönnum sjálfstæðisfélaganna
og stjórnarmönnum kjördæmis-
ráðs.
*
Arbók Nemendasambands Sam-
vinnuskólans er komin út
ÁRBÓK Nemendasambands Sam-
vinnuskólans, sjötta bindi er kom-
in út. í þessu bindi eru nöfn,
æviatriði og myndir af nemendum
sem útskrifuðust úr Samvinnu-
skólanum árin 1925, 1935, 1965 og
1975. Einnig eru í bókinni kaflar
úr fundargerðum skólafélagsins á
hverjum tíma og Eysteinn Jóns-
son fyrrv. ráðherra skrifar grein í
bókina sem heitir „Hvers vegna
Samvinnuskóli?" Jafnframt þessu
eru í bókinni myndir.
Ritsjóri Árbókar Nemendasam-
bands Samvinnuskólans er Guð-
mundur R. Jóhannnsson.
Bókin er fáanleg að Hamragörð-
um.
62 þátttakendur að Húsmæðra-
viku S.Í.S. og kaupfélaganna
HÚSMÆÐRAVIKA Sambandsins
og kaupfélaganna var haldin að
Bifröst í Borgarfirði 1,—8. júní sl.
Þátttakendur voru 62 frá 18 kaup-
félögum víðs vegar um landið. Á
dagskrá vikunnar voru m.a.
fræðsluerindi, skoðunarferðir,
vörukynningar og kvöldvökur.
Forstöðumaður húsmæðravikunn-
ar var Guðmundur Guðmundsson,
fræðslufulltrúi Sambandsins.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
Al GLYSINGA
SIMINN ER:
22480