Alþýðublaðið - 25.04.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.04.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ og átti við hann eftirfarandi við- tal, sem er þó nokkuð stytt. Chaplin er eins og víggirt borg hér í Lundúnum. Enda myndi hann ekki þola það til lengdar að tala við alla þá, er vilja tala við hann. En fyrir milligöngu Bernhards Shaw tókst blaðamanni frá Social-Demokraten að ná tali af honum. , Nú; þér eruð danskur, segir Chaplin. Danir eru alls staðar þektir fyrir mentun og gáfur. 1 frístundum mínum hefi ég lesið mikið um Norðurlönd, og ég þekki sæmilega einkenni þjóð- anna allra og bókmentir* þeirra, sérstaklega þó sögu þeirra. Og af því að ég er jafnaðarmáðiur, þá hefir það glatt mig mjög.hve jafnaðarstefnan og verklýbshreyf- ingin hefir aukist mikið og orðib valdarík á Norðurlöndum. Sýnir það frjálslyndi og gáfur Norður- landabúa. Ætlið þér að gista Norður- lönd ? Því imiður ekki núna. Ég verð nokkra mánuði á megínlandinu. Ég fer til Parísar bráðlega og Miðiarðarhafslandanna. Ég hlakka sérstaklega til að sjá París. Eitt sinn var ég þar. Þá fékk ég þá átvinnu að aka líkvagni. Við pað varð ég mjög glaður, því að áður hafði ég vikum saman ekki smakkað heitan mat og orðib að sofa úti í skógi eða í skemti- görðum. Ég hafði aldrei verið ökumaður, en ég tók þó við' starfinu imeð glöðu geði. Svo rann upp sá dagur, er ég átti að byrja. Ég settist uppí hásætið í svörtum frakka og með svartan háan hatt á höfðinu. En ég var silf jaður og sofnabi imeð taumana í höndun- um, en líkfylgdina á eftir mér. Alt í einu hrökk ég upp við það, að hestarnir höfðu fælst, og þeir hentust með mig, vagninn og lík- ið í kistunni eftir götunum og staðnæmdust ekki fyr en yið hest- hússdyrnar sínar. Svo var ég rek- inn. Hvernig gengur það imeð Borg- arljósin ? Ágæílega. Ég bjbst varla við að ég myndi vinna eins glæsílegar sigur. Hver hefir skrifað efni kviik- myndarinnar? Ég sjálfur. Ég hefi líka samið öll lögin, sem leikin eruog sung- in. Eg þekki sjálfan mig bezt og veit hvab ég má bjóba mér. Ég kann líka að takmarka mig, en listin að kunna að takmarka sjálfan sig er fullkomnasta listin. Sérstaklega er þetta áríðandi fyrir gamanleikara — og áhorfendurn- ir vilja alis ekki að ég sé öðru vísi en ég er. Ég hefl oft eyðilagt svo þúsundum metra skifti af kvikmyndum, af því ég hefi ekki verið ánægbur með sjálfarí mig. Þetta hefir verið dýrt, en þab borgar sig þegar nður. Finst yður sjálfum, að þér séuð skemtilegur? Mér þykir vænt> um litla mann- inn, þegar ég sé hann á léreft- inu, og ég lít meir á það sorg- lega heldur en á það kátlega. Því að skringileik er að eins hægt að skapa imeð djúp mannlegrar sorgar að fyrirmynd, og hlátur, sem hefir í sér tár hjartans. Þetta er það, sem ég stybst við og legg alla áherzlu á í list mdnni. Borgarljbsin verða sýnd hér í Nýja Bíó. S@ isnpa. 50 anra. Ofagstreými. Þegar útgerðarmenn lögðu upþ togurunum í vetur og um ieið fleygðu frá sér rfundruðum, ef ekki þúsundum smálesta af fiski, var sú afsökun færð fyrir þeirri glæpsamlegu ráöstöfun, að naub- synlegt væri að minka fram- leiðsluna; þótt togarar og önnur fiskiskip fiski ineð afbrigðum vel og útlitib sé þannig, ab þrátt fyrir togarastöðvunina verði fram- leiðslan í góðu meðallagi, ef skipin halda úti eins og venja er til. En nú wðist annab upp á teningnum en i vetur. Nú kaupa sumir útgerðarmenn mikinn fisk af erlendum skipum, er hingað leita hafnar, og þá fyrst ,og fremst af Færeyingum, Norsk veiðiskip eru þegar komin hing- að á miðin og mun af þeim keypt einnig eins og venja, hefir verið undanfarin ár. Ekki er ver- ið að fást um, þótt þab komi í bága við fiskiveiðalöggjöfina. — Hver er svo afleiðingin af þessum fiskkaupum? Að takmarka verð- ur afla íslenzkra veiðiskipa, að dómi útgerðarmanna sjálfra. Á þenna hátt er verið ab draga- úr atvinnu íslenzkra fiskimanna fyr- ir gróðavon af fiskkaupunum. broddi fylkingar eru stærstu út- flutningsfélögin, „Kveldúlfur", og ,/Allianoe". Hér er sannkallað öfugstreymi á ferðinni. Ráðist aftan ab ísienzkri fiskimannastétt, pening- ar út úr landinu fyrir veiddan áfla, skapað lægra fiskverð en annars myndi verða og líkur fyrir takmarkaðri framleiðslu innan lands. Auk þe,ss er fiskurinn af erlendu skipunum yfirleitt langt- um ver verkaður en á íslenzkum skipum og spillir þvi áliti á ís- lenzkum fiski, þegar hann er seldur á markaði sem slikur. Væri það ekki skynsamara, að hætta við ab kaupa fiáí inn í landið ogs afla hans heldur sjálfir? Trillubáts-má&ur. Fioemsðor horfinn Ottawa, 24. april United Press, FB.. Stjómarvöldin hafa tilkynt,, að ógerlegt sé að freista þess frá Kanada áð gera tilraun til að koma til hjálpar Augistine Cor- taned, sem var þátttakandi í ieib- angri WatMns hins brezka til Elephant - ci p aret tur ; ¦ . .. . ¦. .¦ ¦¦ ¦ ¦ f ¦. . ¦ ¦ . ¦ ... . . ¦ ;. ¦ . ¦ . ¦¦ \ L|á§fei&gar ©g kaldaa*. Wúst aite staðar, I heildsðln hjá Tóbaksverzliffl Islanfls h. í. Skíðamenniriiir komnir fram Torfastöbum, FB., 24/4. Skiða- mennirnir að norðan komu á fimtudagsmorgun að Gýgjarhóli í Biskupstungum. Höfðu þeir féngið vonda færð, en voru þó lítið dasaðir. Flutning sinn skildu þeir eftir nálægt Bláfelli, og mun verið ,aÖ sækja hann þangab. Ekki hefir frézt hingað hvenær þéirra er von til Reykjayíkur. Sídari fmgn: Ekkert fréttist hingað um komu skíðamannanna fyr en í morgun, að Lárus Jónsson frá Bergsstöð- um sagbi fféttina hér Stefáni Stefánssyni ferðamanni. Hafði Lárus komið hingað til borgar- jnnar í nótt klukkah 2. Er Lárus nú 67 ára gamall, en er sjálfur hin mesta hetja og alkunnur fjallamaður. Er hann gangnafor- ingi eystra þar (eða fjallkóngur, sem nefnt er hér suhnan lands). Mun Lárus þekkja hálendið milli Árnessýslu annárs yegar og Húnavatns- og Skagafjarðar-sýBÍa hins vegar bezt allra manna. Á- lítur hann eftir lýsingunni, áð gjJ þáð í Bláfelli, er þeir féiaga'r skild^u eftír í farangur sinn, muni vera Sniðbjargargil. Þeir Guðmundur Skarphébins- son og Torvö komu fyrst að Kjóastöðum og munu þerr hafa fengið Ölaf bónda þar til þess að sækja farangur sinn. Þegar Stefán ferðamaður hafði heyrt Lárus segja fréttir þessar fór hann þegar á fund Möllers skíbamannaforingja. Sat Mtíller þá á ráðstefnu um undirbúning að þvi að leyta þeirra suburfar- anna, og var Stefáni neitað ab tala við Mttller. En með venju- legri einurð og dugnaði heimtaði • Stefán að fá að tala við skíða- mannaforingjann, sem þá þóttí Stefán færa sér heldur en ekki góð tíðindi. Hnglestnr yfir Atlantsál. Tiiíánn hér í Reykjavik á motgtm. SjónhveTfingamaðurinn Geo- vanni Otto hefir tamið sér hugs- anaflutning og ætlar á morgun að senda hugskeyti yfir Atiants- ál, alla leið frá íslandi til Dan- merkur. Tilraunin fer fram á Hotel Borg, og' ætlar ritstjóri Alþýðu- blaðsins að draga spil úr stokk hjá herra Otto, ,er síöan sezt með spilið fyrir framan sig. En rit- stjóri blaðsins , sendir símskeytí kunningja herra Otto í Kaup- mannahöfn, sem hugskeytið-^verb- ur sent til, um að ""síma hmgab hvaba spil hafi verið dregið. En herra Otto verður kyr á her- bergi sínu og menn þar hjá honum^ þar til svarið er komið frá, Kaupmannahöfn. Niðurstaðan verður birt í Al- þýðublaðinu á mánudaginn. Grænlands. Leibangur þessá var farinn til þess áð athuga fl.ug- skilyrði á leibinni milli Kanada og Bretlands um íslawl " og Grænland. Seinast er menn vissu til Cortaneds var hann 140 míl- ur frá Angmagsalik. Frá Lundúnum er símað: I ráði er að senda flugvélar til Austur-Grænlands um Færeyjar og ísland, til aðstoðar Watkins- leiðangrinum. [Leiðangur þessi kom hingað í fyrra á leið til Grænlands og dvaldi hér nokkra daga. , Togamrnk. 1 »ótt og í morgun komu af veiðum „Snorri goði'V „Egill Skallagrímsson", „Otur", „Hilmir", Gyllir" og „Tryggvi gamli", allir fullir af fiski. Franskur tögari kom hingað í gær til áð fá kol og salt og annar er væntanlegur í dag. Alpýðufrœdsla Guðspekifélags- ins. -Frú Kristín Matthíasson flyt- ur fýrirlestur í húsi félagsins sunnudaginn 26. þ. m. kl. 8V2 síðd. um uppeldismál. — Allix velkomnir, meðan húsrúm leyfir. Pétur SigurSsson flytur fyrir- lestur í Varðarhúsinu á morgun kl. 5 e. m. um afbrýðisemi guðs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.