Alþýðublaðið - 08.05.1931, Síða 2

Alþýðublaðið - 08.05.1931, Síða 2
/ ■ ALÞÝÐUBLAÐIÐ Courtauld fundinn. Rikisðtvarpið Sá fáránlegi misskilningur hefir komið fram hjá nokkrum peim, er leyft hafa sér að kasta hnút- íim að starfsemi Ríkisútvarpsins í opinberum blöðum, að persónu- ieg ónot við vissa. starfsmenn þess, og þar á meðal útvarps- stjóra sjálfan, fái ráðið nokkru um skoðanir almennings í land- inu á gagnsemi og þýðingu út- varps fyrir almenna mentun iandsbúa. Eins og vita má, er þetta ekki annað en geðvonskunöldur, enda ber og orðbragð flestra þessara greina það með sér, að rök erií fá, en því að meira af illyrðum og skætingi. Þegar þess er gætt, að það eru nálega einvörðungu íhaldsblöð, er svo hafa ritað, verður þetta harla skiljanlegt. En í sambandi við þessi mál, er ástæða til að geta eins atriðis. Snemma í vetur birtist illorð á- rásargrein á einn af starfsmönn- um Ríkisútvarþsinsi. Var þar einkum það til fundið, að hann væri „andstyggilegur“, „tilgerð- arlegur" og „blátt áfram óþol- andi“. FLeiri kaffikvarna-orðtök voru þar viðhöfð, án þess að ástæða, þyki til að greina hér. — Þessi maður var séra Sigurður Einarsson, form. Jafnaðarmanna- féiags íslands og tíðindamaður Útvarpsins um erlendar fréttir. Nú vill svo vei tii, að Ríkisút- varpið hafði starfað nokkra hrið, er Sigurður Einarsson tók við störfum þar. Var það á allra vit- orði þá, að mjög þótti bresta á um erlend tiðindi. Var svo að sjá, sem útvarpiö ætti ekki þeim mönnum á að skipa, sem saikir þekkingar á heimsviðburðum og kunnáttu í eriendum tungumálum væri færir um að gegna starfinu, og allra sízt hefðu þann skarp- leik og skjótræði tii að bera, er slík starfsemi krefur. Þetta var yfirstjórnendum Ríkisútvarps- ins vel ijóst, ef marka má það, að þegar um áramót virðast þeir hafa trygt sér mann til starfsins, er þessum kostum var búinn, og reyndur að samvizkusemi í op- inberri þjónustu, — og án þess að hann hefði eftir leitað. Spáði það og góðu um alvöruna í hlut- ileysisyfirlýsingum útvarpsstjórn- ar, að ráðinn var til þessa starfa maður, sem kunnur var orðinn af ritum og ræðum og persónu- legri starfsemi í félagsmálum sem póiitískur andstæðingur út- varpsstjóra og meiri hluta út- varpsráðs. Hér verður ekki reynt til að bera brigð á þá viðÍfiitni útvarps- stjórnar að fá hæfasta mann til starfans, er völ var á, enda hefir valið nógsamlega sannað það. Hitt mun mörgum alþýðumanni út um iand hafa sárnað, að vita krafta séra Sigurðar Einarssonar bundna á klafa þeirra. reglu- gerða, sem fréttamönnum eru settar, í stað þess að njóta sín í stéttvdsri túlkun þeirra atburða, er gerast hvarvetna um heim, og ölium, er hlýtt hafa á mál hans og lesið skrif hans, er kunnugt um, að hann veit með að fara flestum betur. Einkum hlýtur mönnum að sárria þetta þegar þess er gætt, að útvarpsiráðið virðist hafa notað hversdagsstörf séra Sigurðar tLl þess að bægja honum frá ailri sjálfstæðri starf- semi við útvarpið — og kveða- þar með niður einhvern vinsæl- asta og andríkasta fyrirliesara, sem uppi er á landinu nú. Og dálítið er það kynlegt, að séra Sigurður, sem af bók sinni Átt- hagafræði og ýmsum ritgerðum í tímaritmn um tippeldismál er alment álitinn einhver færastur uppeldisfræðingur á landi hér, skuli aldrei, að því er virðist, hafa verið beðinn um að segja eina barnasögu hvað þá meira. En alveg er það misskilin kurt- eisi við fjarlæga landsbúa að stjaka þannig við þeim manni, er íslenzkir sjómenn hlusta á liindranalaust í öðrurn löndum, svo iangt í burtu, að raddflutn- ing allra annara þrýtur. Alþýðubiaðið hefir leitt Ríkis- útvarpið hjá sér til þessa. En rétt virðist þó að skýra frá því kyn- lega atviki, að þá er áðurnefnd illyrðagrein birtist, hafði stjórn útvarpsinS krafist þess af Sigurði Einarssyni, að hann færi í mál við blaðið, sem greinina flutti. Sigurður neitaði, eins og við var að búasit um mann, sem má ekki vera að því að jagast við alla, er kjósa að þjóna lund sinni með slíkum skrifuim,. En mælt er að hann hafi þá þegar gefið útvarpsstjórninni kost á að láta af störfum, ef hún þættist van- haldin um vinnubrögð hans eða bera iítið frá borði, miðað við kaup hans og annara starfs- manna. Sá mun og hafa þótt vænstur kostur þá, að hafa Sig- urð áfram. En síðan hafa birst greinar mjög líkrar tegundar um for- mann útvarpsráös, Helga Hjörv- ar barnakennara, og útvarps- stjóra Jónas Þorbergssonf þar sem öðrum er líkt við skrúfnagla, mieð flieiri iilyrðum, og hinum við ryðgaða ullarkamba um róm- fegurð, — ásamt ýmissri ósvinnu. En svo mjög sem það kann að þykja undrum sæta, hefir þess ekki orðið vart, að þeir hvor um sig hafi talið sér skylt að fara í mál vegna þessara illmæta, og mætti þó ætla að sómi og traust útvarpsins væri engu síður í veði, er á var ráðist slíka for- ustumenn þess. Verður af 'því ekiki annað ráðið an að ætlunin hafi verið að reka skyldi ófræg- inga um útvarpið á óskeikulum dugnaði Sig. Einarssonar og samr vizkusemi, og það látið nægja tii þess að breiða yfir hálflyndi stjórnendanna, er ilimæli bárust á hendur þeim sjálfum. Eða þá_ hitt, að Sigurður Einarsson hafi Khöfn, 7. maí. United Press. — FB. Pregn frá Angmagsalik hermir, að Ahrenberg hafi flogið á mið- vikudag til bækistöðvar Watkins. Með honum flaug Cozens flug- maður. — Frá bækistöð Wat- kins fljúga þeir og gera tilraun til að finna verustað Courtaulds. NRP. 7. maí. FB. Cozens og Ahrenberg lögðu af stað fyrri hluta dags í gær og ientu þrernur stundum síðar inni á jöklum og hófu þar leitina að Courtauld. Khöfn, FB. 8. maí. Leinon kapteinn simar: Court- auld heiil á húfi. Hann er lagður af stað með sleðaieiðangri Wat- kins til Angmagsalik. Ótilgreint hvort Watkins eða Ahrenberg' fann Courtauld. Síðar: Loftskeyti h.efir borist frá Angmagsalik, að Courtauld hafi fundist. Er hann á leið til brezku bækistöðvarinnar með Watkins og félögum hans. Síðar: Sigiingamálaráðuneytið tilkynnir, að Courtauld hefi fund- jist á ílífi í kofa sínum á jöklinum. Nánari fregnir vantar. Lundúnum., 8. maí. United Press. — FB. Ahrenberg lenti skamt frá kofa. Courtaulds, en kom að kofanum tómum. Á leiðinni aftur til Ang- magsalik kom Ahrenberg auga á Watkinsleiðangurinn og var Courtauld með þeim. Því ■ næst sendi Ahrenberg loftskeyti um björgun Courtaulds. átt að sitja við iægri rétt en aðrir starfsimenn útvarpsins, og kaupa sér þar dýr grið, er öðr- um þótti hlýða að láta sem ekk- ert væri. Er það þá að vonuni að Sigurður svaraði. því einu, er rétt var, og bæði svo hörunds- sára menn sjálfa að reka saka útvarpsins. Enda mun þeim og skyldast, er ábyrgðina bera á rekstri þess. Alþýðublaðið sér ekki ástæðu til að fara fleiri oröuin um þetta mál að sinni, en enginn má mis- skilja þá drenglund þess> að það hefir viljað láta svo unga og ó- reynda stofnun seim útvarpið sýna hvað í því bjó, og hversu til tókst um stjórn þess, á þá leið, að blaðið telji sér slíkt ai- þjóðar fyrirtæki óviðkomandi. Það er öðru nær, enda mundi það og illa sitja á blaði, sem er hlað ailrar alþýðu í landinu, að dyljast þess, er aflaga færi um slíka stofnun. Verkamannabústaðir. Út af erindi til bæjarstjórnar- innar frá Byggingarfélagi verka- manna, þar sem farið er fram á, að félagið fái lóðarspilduna vest- ur af Elliheimilinu, milli Hring- brautar og Ásvallagötu, undir verkamannabústaði, var samþykt á bæjarstjórnarfundinum í gær að fela borgarstjóra og bæjár- verkfræðingi að gera út urn það mál við byggingarfélagið að því er snertir reitinn vestan Hofs- vallagötu, sem er eign bæjarins. Stefán Jóh. Stefánsson skoraði á borgarstjóra að láta ekki drag- ast afgreiðslu málsins, og lét Knútur svo, að því myndi hrað- að. Aheit á Strandarkirkju, 10 kr. frá Birni Fossdal og 5 kr. frá B. V. Stjðraarsbifti í Noregi Mowinckelistjórnin hefir beðist lausnar eftir að hafa beðið ó-- sigur í atkvæðagreiðslu. Meðlög feðra með börn- nm þeirra. Meðiög þau, sem feðnun barna, sem fædd eru utan hjóna- bands, hefir verið gert að greiða með þeim, eru óhæfilega lág, og kemur það oftlega niður á böm- unum og mæðrum þeirra. Móö- ir, sem hefir barnið hjá sér, er bæði bundin við uppfóstrun þess og kaup kvenna er þeim mun lægra en karla, að mjög mng- látt er að ætla móður að kosta uppeldi barnsins að hálfu, en i rauninni hefir mæðrum þessara barna verið ætlaður meiri hluti kostnaðarins, þegar miðað er við að ekki sé sparað til uppeldisius fram yfir það, sem æskilegt er barnsins vegna. Á bæjarstjórnarfundinum i gæx var samþykt að tillögu Stefáns Jóh. Stefánssonar að hækka með- lag af h.álfu barnsfeðra svo, að meðalmieðlag næstu þrjú árin verði 480 kr. a ári með barni, sem er yngra en 16 ára. Verka- kvennaféLagið „Framsókn“ hafði sent bæjarstjórninni áskorun um að samþykkja slika hækkun með- laganna og síðan hafði Mæðra- styrksnefndin sent henni áskor- un sama efnis. Tillaga var komin fram frá borgarstjóra og Guð- ■mundi Jóhannssyni um, að með- lagsupphæðin yrði miklu lægrí, en hún féll við samþykt tillögu Stefáns. Er þá eftir að fá staðfestingu ríkisistjórnarinnar á samþyktinni, en þess verður fastlega að vænta,, að ekki standi á henni.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.