Alþýðublaðið - 08.05.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.05.1931, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Bezta Cipreítan í 20 stk. pökfenm, sem kosta 1 krónn, er: Commander, 38S Virginia, 3« Cigarettnr. Fást í ölliim vezíunum. i '■ ' \ I hver |m pakka er sjrallfalleif íslenzk mj/nú, os« lær hver sá, er safnað hefir 50 myndra, eina stækkaða mynd. Til Grænlands og heii aftnr. Eftir Erlend Vilhjálnisson. IV. Nl. Pað sló óhug á alla við þenna atbxirð. — Nú kallar dr. Aiex- ander á þá félaga, og við, það hefjast einkasamtöl og bollategg- ingar, 'sem standa yfir dálítinn tíma. Eftir að þeim er lokið er ákveðiö að halda heim. Vélin er flutt um borð og skipið leggur af s’tað út úr ísnum, sem var orðinn töluvert ágengur. Ég gef mxg nú á tal við þá Björn Olsen og Schweikowsky, og sagði Schweikowsky mér, að hann hefði boðist til að taka upp vélina og gera við lxana. Kvað hann þó viðgerð hér ekki eins örugga eins og ef við vélina yrði gert með fullkomnum á- höldum í landi. Eftir þetta sendi ég skeyti til Alþýðublaðsins og skýrði frá xnálunum nákvæmlega eins og þau lágu fyrir. Leið svo nokkur tínxi þar til skiLaboð koma til mín frá dr. Alexander þess efnis, að hann biðji mig að tala við sig í her- bergi skipstjóra. Brá ég þegar við pg fór þangað inn. Þegar ég kom þangað, þá sýnir doktorinn mér skeyti frá einhverjum Valtý I Reykjavík, en áður en mér gafst tími til að lesa skeytið nákvæm- lega, byrjar doktorinn á botn- lausum, strákslegum skömmum í minn garð. Vil ég taka það fram, að ég hefi nú síðan ég var 13 ára að aldri unnið daglaunavinnu bæði á eyrinni og í bæjarvinn- unni. Eg hefi urmið með fjölda verkamanna, fátækra og um- komnlítilla og likast tii „óment- aðra“ að áliti doktora ogprófess- ora, en þessa verkamenn hefi ég aldrei heyrt nota slíkan munnsöfn- uð sem þessi háskó,lapróf.,gerði við þetta tækifæri. — Og lesend- ur Alþýðublaðsins, sem langflest- ir eru verkamenn, verða að virða mér til vorkunnar þótt ég varni þeám að skima inn í mentabúr prófessorsins með því að birta ekki orðbragðið. Ég ætlaði um leið og ég tók við skeytinu af doktomum að taka mér sæti, en um leið og ég heyrði tóninn í honum hætti ég við það og hlustaði brosandi á ræðu hans. Þegar fyrsta hléið kom í ræðu hans gekk ég út, því að ég sá að við' manninn var ekki hægt að koma neinu máli. Heyrði ég á eftir mér þá ógurlegu hótun, að hann skyldi aldrei oftar tala við mig. Þessi orð hefir hann haldið hingað til, en heyrt hefi ég á skotspónum, að doktorinn og ég eigum að tala siaman einhvern næstu daga hjá séra Árna. Óðinn heldur nú áfram. Græn- landsjökull minkar, eins og hann sigi í sæinn. íshrönglið hverfur. Við höldum heim eftir skammar- lega för — og vonir allra íslend- inga, er um þetta vissu, voru brostnar. Ekkert bar til tiðinda á ieiðinni annað en ]>að, að við staðnæm.d- umst og biðum eftir Ahrenberg. Þegar \dð höfum beðið nokkuð lengi sjáum við dökkan díl, sem óðum færist nær. Það var Ahr- enberg. Hann flýgur yfir sltípið og loftskeytamaðuTinn, Lýður Guðmundsson, hinn liðlegasti maður, gefur honum stefnuna. Síðan heldur Ahrenberg áfram og við aftur heimleiðis. Gunnar Bachmann skrifaði ferðasögu sína, er út kom í dag- blaðinu Vísi, og las hana upp fyrir- alla, sem voru á skipinu. En hann gat þess þó alt af áður 'en hann byrjaöi að lesa grein- ina, að hann kæmi hvergi inn á ósamkomulagið. Þennan dag skutum við mikið af máfum, og var Schweikowsky okkar hæfnastur. Ég hitti aldrei máfana — peir flugu. Svo komum . við heám til Reykjavíkur kl. 81/2 á mánudags- morgun. Ferðasaga mín er búin. En ef til vill mun ég skrifa ofurHtið meira um þetta mál bráðlega. Erlendur Vilhjálmsson. Breytingar á „SúðinBi". „Súðin'* lá hér nokkurn tírna í marzmánuöi og fram í apríl. Voru þá gerðar á hennar ýmsax breytingar, sem gerðu hana að miklu þægilegra farþegaskipi, en hún áður var. Unnu að breyting- unum 25 manns í nokkrar vik- ur. Þetta er í fyrsta sinni, sem slík breyting á farþegaskipi hefir verið gerð hér heima, því að áður hefir verið farið með alt slíkt út úr landinu. Er þetta lofs- verð tilraun hjá Pálma Loftssyni útgerðarstjóra, að láta gera þetta hér. Breytingin hefir tekist vel og liggur hún aðallega í því, að biiið hefir verið út 2. farrými, tveggja, þriggja og fjögurra manna klefar. Alls eru rúmin 44 að tölu. Borðstofa er fyrir 24. Virðist allur útbúnaðurinn vera fullkominn. Sá, sem stóð fyrir verkinu, heitir Ásgeir Sigurð|sson og er forstjóri ríkissmiðjunnar. Þess skal enn fremur getið, að nú eru öll teppin í rúmunum sótt- hreinsuð í hvert sinn, er skipið kemur hingað. „Lyra“ fór utan í gærkveldi. U. M. F. Velvakandi heldur sinn síðasta fund á þessu vori annað kvöld kl. 9 í Kaupþings- sainumi, og verður þar jafnframt minst afmælis félagsins með góð- rnn fagnaði. — Allir félagar eiga að ma:ta á síðasta fundinum. — Yngri deildin heldur fund á sama istað kl. 71/2 annað kvöld. Bugarpel Framsúkuar til alpýðnimar. Einn af fulltrúunum á svoköll- uðu „Framsóknarflíokksþingi", er haldið var hér í Reykjavík um páskaleytið, sendi alþingismönn- um svohljóðandi tillögu, sem hann hefir vafalaust ætlast til að þeir samþyktu sem viðauka við iðnaðarlöggjöfina: „Samningsrof er það, af hálfu nemanda, taki hann þátt í vinnu- stöðvun. Varðar við 1-ög þessi, sé reynt að hafa áhrif á nemanda, að taka þátt í verkfalli, hvort sem heldur er gert af öðrum nemanda, þeim,’ er tii verkfalls stofna, félagsskap þeirra, eða hverjumi sem helzt öðrum. Taki niemandi þátt í vinnustöðvun, eða hvetji til vinnustöðvunar, þá. get- ur iðnrekandi sá, sem hlut á að máli, krafist á lögregluskrifstofu ógildingar á námssamningnum. Mega aðrir iðnrekendur sama eðlis eigi taka n-emanda þann til náms. — Brot gegn ákvæðum þessum varða skaðabótum að fullu, e'ða einfaldri fangavist, á kostnað . . . ., séu skaðabætur samkvæmt f ógetaúrskurði eigi greiddar á skrifstofu iðnreka. Sækja má til fjárútláta þessara, eigi einungis nemanda og að- standanda hans, sem undirritað kann að hafa námssamninginn, eða forráðamann nemandans, og þann pða þá, sem verkfallið gera, eða hvetja nemanda til verkfalls, eða kúga hann til þess, heldur og félagssjóði þeirra, hverju nafni sem nefnast." Tillaga þessi skýrir sig sjálf. Hjönaband. í gær voru gefin saman í hjónaband af séra Árna Sigurðs- syni Guðmundur Gíslason, kenn- ari við Laugarvatnsskóla, og Hlíf Böðvarsdóttir frá Laugarvatni. Að aflokinni hjónavígslu lögðu brúðhjónin af stað austur að Laugarvatni, þar sem heimili þeirra verður. Höfum ávalt fyrirliggjandi heztu tegend Steamkoia. Kolav. Guðna Binarss. k Einars. Sími 595, Simi 595 Ípréttænál, Tilkynningar frá B. 1. S. A.) Þeir skátar, sem ætla sér að taka þátt í sænska ísikátainótiuiu í suxn- ar, verða.að hafa tilkynt B. I. S. það skriflega eða með símskeyti fyrir 12. þ. m., því áríðandi er að geta sem fyrst hafið undir- búning ferðarinnar, sem eflaust verður mjög skemtileg. — B.) Fjöldi tilmæla hefir stjórn B. I. S. borist frá erlendum skátum um að koma á bréfaskiftum, frí- merkja- og skátamynda-skiftuxn við íslenzka skáta. Æskilegt væri, að íslenzkir skátar, sem eitthvað kunna í ensku eða dönsku, vildu sinna þessu og það sem fyrst. Ritari B. I. S. gefur allar nánari upplýsingar. Utanáskrift: Pósthólf 831, Reykjavik. (FB.) Landsleikmót verður háð í Reykjavík 21. júní og hefst 17. júní n. k. Það eru „Ármann“, „I. R.“ og „K. R.“, sem halda mótið sameiginlega. (FB.) íslandsglíman verður háð í Rvík 21. júní n. k. Umsóknir skulu sendar til Glímufélagsins „Ármanns", Reykjavik. Handhafi glímubeltisins er Sigurður Thor- arensen (,,Á.“). Einnig verður kept um Stefnuhornið. Handhafi þess er Þorsteinn Kristjánsson („Á.“). (FB.) Knattspymumót íslands verður háð á Iþróttaveliinum í Rvík 7. júní n. k. Handhafi bikars- ins er Knattspyrnufélagið „Val- ur“, Reykjavík. (FB.) ípróttaráó Akureyrar (I. R. A.). 1. S. I. hefir nýtega skipað í það þessa menn: Axel Krisitjáns- son, formann, Ármann Dahnanns. son, Magnús Pétursson, Pál Ein- arsson og Snorra Sigfússon. (FB.) Frá /. S. /. Með síðustu skipa- ferðrnn hefir í. S. 1. borist boðs- bréf frá brezka íþróttasamband- inu (A. A. A.) um að senda kepp-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.