Morgunblaðið - 11.12.1980, Side 5

Morgunblaðið - 11.12.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980 5 Sáttafundur hjá rikissáttasemjara: Bátakjör, ríkisverk- smiðjur, bílstjórar og bensínafgreiðslumenn BYRJAÐ var á gerð bátakjara- samninga i gær hjá sáttasemjara rikisins og eins var sáttafundur með samninganefnd ríkisins og starfsmönnum ríkisverksmiðj- anna. Sáttastörfum i þessum tveimur deilum verður haldið áfram, en skipaðar voru undir- nefndir til þess að fjalla um einstök atriði samninganna. Er stefnt að þvi að halda sáttafundi á ný á laugardag. reynist það unnt vegna undirnefndastarf- anna. I dag hefur verið boðaður sátta- fundur með bifreiðastjórum á Suðurlandi og í Borgarnesi, en þessir bílstjórar hafa boðað verk- fall frá og með næstkomandi mánudegi og munu þá stöðvazt mjólkurflutningar á þessum svæð- um. Ennfremur munu þessir bíl- stjórar annast akstur fyrir slát- urfélögin og kaupfélögin. Þá verð- ur og í dag sáttafundur með bensínafgreiðslumönnum, en við gerð kjarnasamningsins milli ASÍ og VSI kom fram ósk um að gerður yrði við þá sérstakur samn- ingur. Hingað til hafa bensínaf- greiðslumenn verið á Dagsbrúnar- samningi. I fyrrakvöld voru undirmenn og kokkar á farskipum á sáttafundi og er búizt við öðrum sáttafundi á morgun, föstudag. Jólin nálgast nú óðfluga og ekki er seinna vænna að velja jólatréð! Jólatréssala Landgræðslusjóðs hafin Kosta nú frá 10 til 16 þúsund krónum JÓLATRÉSSALA Landgræðslu- sjóðs er nú komin í fullan gang eins og á þessum tíma undan farin ár. Aðalútsölustaðurinn er í Fossvoginum neðan kirkjugarðs- ins. en söluskálinn þar hefur nýlega verið stækkaður og endur- bættur. Að sögn Kristins Skæringsson- ar hjá Landgræðslusjóði er nú um helmingur jólatrjánna innlendur, en alls eru til 15 til 17.000 tré. Matur — sumar, vetur, vor og haust AB gefur út nýja bók Sigrúnar Davíðsdóttur SIGRÚN Davíðsdóttir, nöf- undur matreiðslubókar, sem Almenna bókafélagið gaf út 1978, hefur nú sent frá sér aðra matreiðslubók undir nafninu Matur — sumar, vet- ur, vor og haust. I kynningu á bókinni frá forlaginu segir m.a.. „Flestum finnst ánægjulegt að borða góðan mat, en færri hafa ánægju af því að búa hann til. En hugleiðið þetta aðeins. Matreiðsla er skapandi. Það er því ekki aðeins gaman að elda sparimáltíð úr rándýr- um hráefnum, heldur einnig að nota ódýr og hversdagsleg hrá- efni á nýjan og óvæntan hátt. Þessi bók er ekki aðeins skrif- uð handa þeim, sem þegar matreiða sér og sínum til ánægju. Hún er ekki síður til að blása áhuga og ánægju í brjóst þeirra, sem finnst gott að borða góðan mat, en hafa enn ekki hrifizt af matargerð- inni sjálfri. Auk þess sem þið getið lesið bókina til að fara Sigrún Daviðsdóttir eftir uppskriftunum, á hún ekki síður að minna ykkur á að fara eigin leiðir." Þessi nýja matreiðslubók er 562 bls. að stærð og unnin í Prentstofu G. Benediktssonar og bókbandsstofunni Örkinni. Fimm sölur ytra í vikunni Skuttogarinn Guðsteinn seldi 165,5 tonn í Cuxhav- en í gær fyrir 106,5 millj- ónir, meðalverð á kíló 643 krónur. Arnar ÁR seldi 58,6 tonn í Grimsby fyrir 56,3 milljónir króna, með- alverð á kíló 960 krónur, aflinn fór í 1. flokk. í fyrradag seldu tveir Siglu- fjarðartogaranna í Bretlandi. Sig- urvíkin seldi 119,2 tonn í Grimsby fyrir 115,3 milljónir, meðalverð á kíló 967 krónur, 1. flokkur. Sigurey seldi 80,1 tonn í Hull fyrir 80 milljónir, meðalverð á kíló 999 krónur. Þá seldi vélbáturinn Kristján Guðmundsson frá Eski- firði í Grimsby á mánudag 44,8 tonn fyrir 42,5 milljónir króna, meðalverð 950 krónur á kíló, 1. og 2. flokkur. Akranesi, 10. desember. NÍUTÍIJ og þrír starfsmenn Sem- entsverksmiðju ríkisins hafa skrifað undir stuðningsyfirlýs- ingu við ákvörðun Friðjóns Þórð- arsonar, dómsmálaráðherra, i Gervasonimálinu. Meðal starfsmanna Sements- verksmiðjunnar er megn óánægja vegna þess að Alþýðusamband íslands hefur lagt fram fé til utanlandsferðar vegna Gervasoni- málsins og einnig eru menn óánægðir með það, að tillagan á ASÍ-þinginu um stuðning við Gervasoni skyldi koma frá verka- lýðsfélaginu á Akranesi. Július íslenzku tréin eru aðallega frá Þjórsár- Skorra- og Haukadal. Mest er af rauðgreni en einnig nokkuð af stafafuru, sem verður vinsælli með hverju árinu sem líður, vegna þess að hún fellir ekki nálarnar. Erlendu tréin eru fengin frá Danmörku og er það aðallega rauðgreni. Tréin kosta frá 10.300 krónum upp í 16.100 og er þá miðað við venjuleg heimilistré. I söluskálan- um í Fossvogi er opið frá 8 til 22 alla daga, en auk þess eru tré og greinar frá Landgræðslusjóði seldar víðar af ýmsum umboðsað- iljum. „Það er von okkar hjá Land- græðslusjóði að nú, á ári trésins, kaupi fólk sem mest hjá okkur, því allur hagnaður mun fara í áfram- haldandi skógrækt víða um land,“ sagði Kristinn Skæringsson. „Ösin hjá okkur er þegar byrjuð og það er rétt að hvetja fólk til að koma sem fyrst, bæði til að forðast þrengsli og eins er það augljóst að þeir, sem fyrst koma, fá meira að velja úr og því venjulega betri tré. En við reiknum þó með því að eiga nóg handa öllum." Jólasöfnun Mæðrastyrks- nef ndar hafin JÓLASÖFNUN Mæðrastyrks- nefndar Reykjavíkur er hafin og eru söfnunarlistar sendir út auk þess sem leggja má fé inn á giróreikning Mæðra- styrksnefndar nr. 36600. Nú sem áður mun það sem inn kemur létta hag og styðja við bakið á efnalitlum konum í Reykjavík. Munu bæði ein- stæðar mæður og efnalítil heimili njóta aðstoðar sem veitt verður á komandi jólum af því fé sem vonast er til að safnist nú í desember. Mæðrastyrks- með listunum í bréfi sem nefndin sendir segir m.a.: „Enginn vafi er á því að nú sem fyrr er mjög mikil þörf fyrir aðstoð sem þessa því margur stendur hölium fæti þótt ekki beri mikið á því í erli dagsins. Aðstoðarinnar munu ekki aðeins konur njóta, heldur einnig og ekki síður fjölskyldur þeirra, eiginmenn, börn og aldrað fólk sem á heimilunum Á síðasta ári gerði jólasöfn- unin nefndinni kleift að veita 280 efnalitlum aðilum í Reykjvík fjárstyrki.“ Starfsmenn Sementsverksmiðjunnar styðja ákvörðun Friðjóns Jafnan fyrirliggjandi í miklu úrvali RAFMAGNS HANDVERKFÆRI 1437 H Heimilisborvél Mótor: 320 wött Patróna: lOmm Stiglaus hraðabreytir í rofa: 0-2600 sn./mín. 1417 H. Heimilisborvél Mótor: 420 wött Patróna: 13mm Stiglaus hraðabreytir í rofa og tvær fastar hraðastillingar: 0-900 eða 0-2600 sn./min Við SKIL heimilisborvélar fæst gott úrval hagnýtra fylgihluta, svo sem hjólsög, stingsög, smergel, pússikubbur og limgerðisklippur Alla þessa fylgihluti má tengja við borvélina með einkar auðveldum hætti, svonefndri SNAP/LOCK aðferð, sem er einkaleyfisvernduð -ysC’ uppfinning SKIL verksmiðjanna. Auk ofan greindra fylgihluta eru á boðstólum hjólsagarborð, láréttir og lóðréttir borstandar, skrúfstykki, borar, vfrburstar, skrúfjárn og ýmislegt fleira sem eykur stórlega á notagildi SKIL heimilisborvéla. Eigum einnig fyrirliggjandi margar fleiri gerðir og stærðir af SKIL rafmagnshandverkfærum. ÞEIR, SEM VILJA VÖNDUÐ VERKFÆRI VELJA SKIL Einkaumboö á Islandi fyrir Skil rafmagnshandverkfæri. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SIMI 84670 Komið og skoðið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. Athugið hvon SKIL heimilisborvél og fylgihlutir eru ekki hagnýt gjöf til heimilis ykkar eða vina ykkar. AÐRtR ÚTSÖLUSTADIR: REYKJAVÍK: StS Byggingavorudeild, Suðurlandsbraut 32. Verslunin Brynja. Laugavegi 29. HAFNARFJÖRÐUR: Ratbudin. Alfaskeiði 31. KEFLAVIK: Stapafell h/f WNGEYRI: Kaupfelag Dyrfirðinga ISAFJÖRÐUR: Straumur h/f. HÓLMAVIK: Kaupfelag Steingrimsfjarðar. BLÖNDUÓS: Kaupfelag Hunvetninga SIGLUF JÖRDUR: Rafbær h/f. AKUREYRI: Verslunin Raforka Handverk, Strandgotu 23. HUSAVIK: Kaupfelag Þingeyinga VOPNAFJÖRÐUR: Kaupfelag Vopnfirðinga EGILSTAÐIR: Verslunin Skogar SEYÐISFJÖRÐUR: Stalbuðin NESKAUPSSTAOUR. Einkur Asmundsson HÖFN: Kaupfelag Austur-Skaftfellinga VIK: Kaupfeiag Skaftfellinga Illll! III nniii ii iii iiii ii 11 II iii iiiiiininn iiin iinii II n iiiininninneíi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.