Morgunblaðið - 11.12.1980, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980
Skipulagöar
hópferöir
til A/liami Beach
Islenskur
fararstjóri
Kynnin<^arritá öllum sölustöóum
FLUGLEIDIR SZ
Ml
3 á toppnum
V/ arena
nn\
mwm
Mikasa
PUMA:
Eitt þekktasta vörumerki heims.
Puma framleiöir allar geröir af
íþróttaskóm.
MIKASA boltar eru helms-
þekktir enda einhverjir þeir
beztu, sem völ er á: Handboltar,
fótboltar, körfuboitar, blakbolt-
ar, pólóboltar.
Þú hittir í mark meö
MIKASA
ARENA
eru sundfötin sem
slóu í gegn á Olympíu-
leikunum og þaö ekki
aö ástæðulausu.
Sundskýlur og bolir.
Fallegar vörur á góöu
verði.
SPORTVÖRUÚRVALIO
HJÁ OKKUR, SVÍKUR
ENGAN
III wöuruiroiriUliuiiiii
llnqólf/ Ó/koiKr/onor
KLAPPAriSTIG 44
Í5IMI 11 783
Naumur Valssigur
Valur bar sigurorö af Haukum i
íslandsmótinu i handknattleik i
Ka’rkvöldi er liöin mættust i
Hafnarfiröi. SÍRur Vals var
naumur aöeins eitt mark skildi
liðin i lokin. Valur skoraöi 23
mörk Haukar 22. StaÖan i hálf-
leik var 12—10 Val i vil.
Leikur liðanna var mjög jafn
allan leikinn. Valsmenn höfðu að
vísu frumkvæðið í leiknum og
höfðu lengst af tveggja marka
forystu en lengra komust þeir
ekki. Haukar voru afar mistækir í
leiknum og misnotuðu mörg mjög
góð marktækifæri eða þá að góður
markvörður Vals Ólafur Bene-
diktsson varði meistaralega. Þeg-
ar síðari hálfleikur var hálfnaður
var jafnt með liðunum 19—19.
Eftir það var jafnt á öllum tölum
upp í 22—22. Þá voru fjórar
mínútur til leiksloka og mikil
spenna í leiknum. Þá gekk hvorki
né rak hjá liðunum. Töf var dæmd
á Val og Haukar misnotuðu ágætt
tækifæri. Stefán Halldórsson
skoraði síðasta mark Vals úr
horninu þegar rúm mínúta var til
leiksloka. Haukar hófu sókn og
Svavar Geirsson skoraði en í stað
þess að dæma markið gilt dæmdu
slakir dómarar leiksins aukakast
á Val. Haukum tókst ekki að skora
úr sókn sinni og síðustu sekúndur
leiksins héldu Valsmenn boltan-
um.
Bæði liðin léku þokkalegan
handknattleik lengst af. Bestu
Haukar — Valur
22:23
menn Vals í leiknum voru þeir
Ólafur í markinu og Bjarni Guð-
mundsson. Hjá Haukum áttu Arni
Hermannsson og Lárus Karl góð-
an leik. Gunnar varði allvel í
markinu en gaf nokkuð eftir þegar
líða tók á leikinn.
í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1.
deild: Haukar—Valur 22—23
(10-12.)
Mörk Hauka: Árni Hermannsson
5, Lárus Karl Ingason 3, Viðar
Símonarson 3 v, Árni Sverrisson 3,
Sigurgeir Marteinsson 2, Hörður
Harðarson 3, Sigurður Sigurðsson,
Stefán Jónsson og Svavar Geirs-
son 1 mark hver.
Mörk Vals: Bjarni Guðmundsson
5, Þorbjörn Guðmundsson 4,
Gunnar Lúðvíksson 4, Brynjar
Harðarson 3 2v, Steindór Gunn-
arsson 2, Gísli Blöndal 2, Stefán
Halldórsson 1, og Jón Pétur Jóns-
son 1.
Brottvísun: Svavar Geirsson
Haukum í 2. mín, og Þorbjörn
Jensson Val í 2. mín.
Dómarar í leiknum voru þeir Jón
Friðsteinsson og Árni Tómasson
og var dómgæsla þeirra mjög slök.
-þr.
Hvað gerir Fram gegn Þrótti
ÞRÓTTUR og Fram mætast I
kvöld í 1. deild íslandsmótsins i
handknattleik. Hefst leikurinn
klukkan 20.00 og fer hann fram í
Laugardalshöllinni. Ef að likum
lætur halda Þróttarar enn i von
um að ná Vikingi að stigum. en
sannarlega er Þróttur eina liðið í
1. deild sem það getur. Og því
mun liðið leika fast og ákveðið til
sigurs. Þróttarar hafa lítið gefið
Vikingum eftir í vetur og tapaði
liðið t.d. aðeins með einu marki
fyrir þeim i fyrri umferðinni.
Eru Þróttarar þvi engin lömb að
leika við. Þetta verður erfiður
leikur fyrir Fram, sem vermir
botnsætið eitt og yfirgefið. Liðið
hefur aðeins þrjú stig og úr þessu
fer hver að verða síðastur að hala
inn stig, mótið komið á loka-
sprettinn.
Spámaður vikunnar
Hlustar alltaf á
og helclur með
SPÁMAÐUR okkar þessa viku er frá Akureyri, Einar Pálmi Árnason
að nafni. Hann hefur „tippað“ mikið i gegnum árin siðan getraunir
hófu starfsemi sína, þó hann hafi aldrei unnið „þann stóra“. Þá hefur
hann einnig tekið þátt í ensku getraununum. Einar sem er annar
tveggja iþróttafréttaritara íslendings á Akureyri er unglingaþjálfari
hjá KA i knattspyrnu.
Að eigin sögn er hann einn
þeirra sem hafa „ensku knatt-
spyrnu bakteríuna", það mætti
varla blása í flautu í Englandi svo
hann væri ekki farinn að hlusta á
BBC. Einar er geysilega harður
aðdáandi Derby County. Hann
byrjaði að halda með þeim 1968,
en þá léku þeir í 2. deild undir
stjórn Brian Cloughs. Síðan fóru
þeir upp í 1. deild, „og á árunum
1971—’74 voru þeir með langbesta
lið á Bretlandseyjum," sagði Ein-
ar. Þegar hann var spurður að því
hver hefði verið hans uppáhalds-
leikmaður hjá Derby á þessum
velgengnisárum félagsins svaraði
hann því til að hann gæti ekki gert
upp á milli þeirra. „Eitt árið
áttum við 13 landsliðsmenn. 1974
er skoska landsliðið lék í úrslita-
keppni HM voru allir miðjumenn-
irnir frá Derby, Gemmill, Masson
og Rioch. Þá áttum við um tíma 3
menn í vörn enska landsliðsins, þá
Todd, McFarland og Nish.“
En hann var ekki í neinum vafa
hver væri besti leikmaður sem
spilað hefði með Derby fyrr og
síðar, það væri Charlie George.
Hann sagði einnig að besti leik-
maðurinn í Englandi í dag væri
Graham Rix, Arsenal, stórkostleg-
ur leikmaður.
Heldur hefur nú hallað undan
fæti hjá liðinu undanfarin ár og
leika þeir nú í 2. deild. Sagði Einar
að Tommy Docherty hefði alger-
lega eyðilagt liðið þegar hann varð
framkvæmdastjóri. „Hann seldi
bestu leikmennina og keypti í
staðinn uppgjafahermenn héðan
og þaðan." En Einar er fullviss um
það að þeir fari aftur upp í 1. deild
á þessu keppnistímabili. „West
Ham vinnur að vísu deildina, en
Derby fer líka upp. Colin Ander-
son sem nú er við stjórnvölinn er
„topp manager", hann er að gera
góða hluti." Einar spáir því að
Ipswich vinni 1. deildina í vetur,
Liverpool vinni West Ham í
úrslitaleik deildarbikarsins og að
Derby vinni bikarinn.
Hann skrifaðist um tíma á við
einn af stjórnarmönnum Derby,
Ron Stevens að nafni, einnig fékk
hann öll blöð send frá Englandi
UEFA-keppnin
AZ vann 5—0
16 — liða úrslit í UEFA —
keppninni i knattspyrnu
fóru fram í gærkvöldi. Hol-
lenska liðið AZ 67 Alkmaar,
vann yfirburðasigur á júgó-
slavneska liðinu Radnicki
FC. Lokatölur urðu 5—0. en
leikið var i Alkmaar. Sam-
anlagt vann AZ því 7—2.
Kees Kist var á skotskónum
i gærkvöldi, skoraði þrjú af
mörkum hollenska liðsins.
Ilin mörkin skoruðu Krist-
ian Nygaard og Kurt Welzl.
St. Etienne frá Frakklandi
vann Hamburger SV 1—0 á
heimavelli sínum í Etienne.
Pagnanelli skoraði sigur-
markið snemma í leiknum, en
leikurinn var líflítill, enda
vann franska liðið fyrri leik-
inn 5—0.
Pólska liðið Widzew Lodz
sigraði Ipswich 1—0 á heima-
velli sínum, Pieta skoraði
sigurmarkið. En Lodz, sem
áður hafði slegið út Juventus
og Manchester Utd, tapaði
fyrri leiknum 0—5 og er því
úr leik.
Franska liðið Sochaux sló
Eintrakt Frankfurt mjög
óvænt út úr keppninni. Soch-
aux tapaði 2—4 í Frankfurt í
fyrri leik liðanna, en sigraði
2—0 á heimavelli í gærkvöldi.
Patrick Revelli skoraði mörk
Sochaux á 16. og 42. mínútum
leiksins, Frankfurt sótti
mjög undir lokin, en fékk
ekkert að gert og Sochaux
komst áfram á útimörkunum.
Og Köln er eina vestur
þýska liðið sem eftir er í
keppninni. Liðið tapaði fyrri
leik sínum gegn Stuttgart
1—3 og eftir venjulegan
leiktíma í Köln í gærkvöldi,
var staðan 3—1. Strack (2) og
Dieter Muller skoruðu mörk-
in, en mark Stuttgart var
sjálfsmark. í framlenging-
unni skoraði Tony Woodcock
síðan sigurmark Kölnar.
BBC
Derby
þannig að greinilegt er að hann
lifði og hrærðist í þessu. En lítum
nú á spá Einars.
Aston Villa — Birmingham 1
Coventry — WBA. x
Crystal Palace — Norwich 1
Everton — Brighton 1
Ipswich — Liverpool x
Leeds — Nottingham Forest x
Leicester — Middlesbro 1
Man. United — Stoke 1
Sunderland — Arsenal 2
Tottenham — Man. City 1
Wolves — Southampton 1
Blackburn — West Ham 2
— sor.