Morgunblaðið - 11.12.1980, Side 14

Morgunblaðið - 11.12.1980, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1980 Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlin Brussel Chicago Feneyjar Fœreyjar Frankfurt 4 alskýjað 7 skýjað 4 skýjað 9 skýjað 2 skýjað vantar 1 skýjað +1 þokumóða 6 súld +1 skýjað Helsinki 22 heiðskírt Jerúsalem 15 rigning Jóhannesarb. 24 heiöskírt Kaupmannahöfn 6 rigning Las Palmas 21 skýjaö Lissabon 13 heiöskírt London 10 skýjað Los Angeles 21 heiðskírt Madrid 8 heiöskírt Majorka 6 léttskýjaö Malaga 16 léttskýjaö Miami 25 skýjaö Moskva -i6 snjókoma New York 17 heiöskírt Osló vantar París 2 skýjaö Reykjavík 1 snjókoma Ríó de Janeiro 32 heióskírt Rómaborg 7 skýjaö San Fransisco 14 skýjaó Stokkhólmur vantar Tel Aviv 18 rigning Tókýó 14 heiðskírt Vancouver 3 rigning Vínarborg ^3 heiöskírt Nóbelsverðlaun afhent við hátíðlega athöfn Stokkhólmi/Osló, 10. dew. — AP. AFHENDING Nóbelsverðlaun- anna fór fram í Stokkhólmi og Osló í dag með hefðbundnum hætti. Nóbclsverðlaunahafarnir tóku á móti verðlaununum úr hendi Karls Gustavs konungs. í hljómleikahóllinni i Stokkhólmi að viðstóddum um 1700 boðsgest- um. Friðarverðiaunin voru að venju afhent í hátiðarsal háskól- ans i Osló. en þau féilu í skaut Alberto Perez. frá Argentínu. sem barist hefur fyrir auknum mannréttindum i Suður-Ameriku um árabil. , Sænskir starfsbræður Nóbels- Við erum komin í jólaskap og búðin í jólabúning Okkar skreytingar eru öðruvísi Komið í jólastemmninguna hjá okkur Allar skreytingar eru unnar af fagmönnum Blómstrandi pottaplöntur Alparós, Santi Paula, Ástareldur, Jólastjarna, rauð og hvít OPIÐ FRÁ KL. 9—9 *BLÓM ©ÁNEXITR Hafnarstræti 3, sími 12717 — 23317 verðlaunahafanna héldu stutta tölu um vísindamennina og greindu frá ástæðunum fyrir vali þeirra. Formaður sænsku Nóbel- nefndarinnar, Sune Bergström, sagði að ýmis gagnrýni sem komið hefði fram um niðurstöður úthlut- unarnefndanna væri ástæðulaus og óréttmæt og að hann væri hreykinn af þvi hvernig úthlutun- arnefndirnar hefðu unnið sitt starf. Talið er að þarna hafi hann átt við þá óánægju, sem kom fram vegna þess að breski rithöfundur- inn Graham Green hefur ekki enn hlotið bókmenntaverðlaunin. Verðlaun fyrir mikilvægt fram- lag á sviði eðlisfræði hlutu Banda- ríkjamennirnir James Cronin, 49 ára, frá Chicago-háskóla og Val Fitch, 57 ára, sem starfar við Princeton-háskóla. Efnafræðiverðlaunin féllu í skaut þeim Frederic Sanger, Cam- bridge, sem hlýtur verðlaunin í annað skipti og Bandaríkjamönn- unum Paul Berg frá Stanford- háskóla og Walter Gilbert frá Harvard. Frakkinn Jean Dausset og Bandaríkjamennirnir Banuj Benacerraf og George Snell skiptu á milli sín verðlaunum í læknis- fræði. I kynningarræðu sinni benti George Klein á, að Snell hefði unnið að krabbameinsrann- sóknum allt frá því fyrir 1930 eða í rúmlega hálfa öld. Bandaríski prófessorinn Law- rence Klein hlaut verðlaun fyrir framlag til hagfræðinnar og Czeslaw Milos fékk eins og kunn- ugt er bókmenntaverðlaunin. Plötur Lennons uppseldar London, 10 des. — AP. HLJÓMPLÖTUR eftir bítilinn John Lennon. baði frá bitlaárun- um og einkaplötur hans. hafa selst upp í hljómplötuverslunum í Bretiandi. aðeins sólarhring eftir að fréttist af andiáti hans. Utgáfu- fyrirtæki leggja nú nótt við dag að endurútgefa hljómplöturnar og talsmaður Smith and Sons, eins stærsta hljómpiötusala Bretlands, sagði að ástandið liktist helst þvi, þegar Elvis Presley lést. Salan á nýjustu plötu Lennons, „Starting over“, benti til þess að Lennon myndi nú í fyrsta skipti ná efsta sæti vinsældalistans, en 1969 komst hann í annað sæti með lag sitt „Give peace a chance". John Lennon Bítlarnir gáfu út 24 stórar plötur og 22 litlar meðan þeir störfuðu saman og Lennon gaf svo út 12 stórar plötur og 10 litlar. Hljóm- plötuútgáfufyrirtækið EMI gaf út flestallar einkapiötur Lennons, svo þar er mikið að gera um þessar mundir. Flotaárás á íraska eyiu Beirút, 10. des. — AP. ÍRANSKIR fallhyssuhátar réðust í dag á íraska eyju á Shatt al-Arab-flóa og eyðilögðu brú milli hennar og meginlands íraks að sogn írönsku fréttastofunnar. Nokkrar stórskotaliðsstöðvar á eynni Al-Rasas í mynni Karun- fljóts, 10 km norðan við Abadan voru eyðilagðar í herskipaárás á 80. degi Persaflóastríðsins að sögn fréttastofunnar. Fimm íranar biðu bana og 50 særðust í nýjum stórskotaárásum Iraka á Abadan að sögn írönsku fréttastofunnar. Iranir og Irakar kváðust einnig hafa gert stórskotaliðs- og þyrlu- árásir á stöðvar hvor annars umhverfis Ahwaz, höfuðborg Khuzistan-héraðs. Samkvæmt tilkynningum frá Teheran og Bagdad var einnig barizt í Quasr-e-Shirin og Gilan- Gharb, 480 km norður af Abadan. Palestínski leiðtoginn Yasser Arafat hélt því fram í viðtali við japanska blaðið Asahi Shimbun í dag að hann ætti heiðurinn af því að stríðið hefði ekki breiðzt út til ríkjanna við Persaflóa og sagði að eini sigurvegarinn í átökunum yrðu „öfl heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjamanna." Arafat kvaðst gera allt sem í hans valdi stæði til að koma á vopnahléi. Hann kvaðst hafa feng- ið fullvissanir frá Bani-Sadr ír- ansforseta um að Iranar mundu ekki magna styrjaldarátökin. ERLENT Sýrlendingar hörfa á brott Damaskus, 10. des. AP. SÝRLENDINGAR hafa flutt burtu um tvo þriðju herliðs síns frá norðurlandamærum Jórdaniu og hyggjast Ijúka brottflutningi um 50.000 hermanna og 1.200 skriðdreka sinna fyrir föstudag samkvæmt hcimildum í Amman í dag. Hætta á styrjöld milli landanna hefur rénað, en Sýrlendingar halda áfram áróðursherferð sinni gegn Hussein Jórdaníukonungi af fullum krafti. Stjórn Hafez Assads forseta og Baath-flokksins vilja að Jórdaníu- menn framselji um 200 félaga úr Bræðralagi Múhameðstrúar- manna sem hafa verið bönnuð í Sýrlandi. Saudi-Arabar hafa miðlað mál- um í deilunni og Sýrlendingar vænta þess að þeir haldi starfi sínu áfram samkvæmt heimildun- um. Hussein konungur neitar því að félagar úr bræðralaginu hafist við í Jórdaníu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.