Morgunblaðið - 20.12.1980, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1980
Einar K. Guðfinnsson — Fyrsta grein
Rósturnar í Verkamannaflokknum:
Mikil átök hafa átt sér stað aö undanförnu
í Verkamannafiokknum breska í þeim átök-
um eigast við róttækir vinstri menn og
jafnaöarmenn. Á landsfundi flokksins nú í
október kom berlega í Ijós að jafnaðarmenn
höfðu orðið undir í baráttunni við hina
róttækari.
Síðan hafa verið látlausar róstur í þessum
flokki. Einar K. Guðfinnsson, fréttaritari
Morgunblaðsins uí Bretlandi hefur ritað grein-
aflokk um ástandiö í Verkamannaflokknum
sem varpar Ijósi á ástand flokksins, jafnt inn
á við sem út á við.
Fyrsta grein Einars birtist í dag og fjallar
hún um líkurnar á þvíaö flokkurinn hreinlega
klofni. í annarri greininni mun hann fjalla um
skipulagsmál flokksins og einkum dvelja við
þá spurningu hvort flokkurinn sé á leið í
lýðræðisátt. í þriðju og síðustu greininni,
færir greinarhöfundur rök að því að Verka-
mannaflokkurinn sigli hraðbyri til pólitískrar
einangrunar, undir stjórn núverandi forystu-
sveitar.
Hvenær ganga jafnaðarmenn
úr Verkamannaflokknum?
Var það ekki danski háðfuglinn,
Storm P., sem komst einu sinni svo
hnyttilega að orði, að erfitt, væri að
spá, sérstaklega um framtíðina!? —
Það er auðvitað alveg rétt. Spár
rætast ekki nærri alltaf, síst af öllu
pólitískar spár. Þau járnhörðu lög-
mál sem sumir telja að geti sagt
fyrir um stjórnmálaþróunina, eru
sjaldnast til staðar.
í Ijósi þessa er ekki gæfulegt að
birta pólitíska spádóma sína í blöð-
um. En það ætla ég samt sem áður
að éga að gera. Eg spái því að
Verkamannaflokkurinn breski muni
kiofna innan tíðar. Fyrir þessu hef
ég að sjálfsögðu ekki neina vissu, en
tel mig þó geta stutt það sæmilega
heldum rökum.
ítök vinstri manna
Ég hef áður bent á það í grein hér
í Morgunblaðinu að saga Verka-
mannaflokksins eftir stríð hefur
verið sífelld saga um valdabaráttu.
Á ýmsu hefur gengið. Valdahlutföll-
in sveiflast frá hægri til vinstri. Á
flokksþingi Verkamannaflokksins
nú í haust sást þó hverjir hafa náð
undirtökunum í valdatogstreitunni.
Vinstri menn, allt frá Michael Foot,
til byltingarsinnaðra Trotsky-ista
hafa nú þau tök á Verkamanna-
flokknum, að engar líkur eru á því
að þeim verði sleppt í bráð. Jafnað-
sem tapaði fyrir Harold Wilson í
leiðtogakosningunum í Verka-
mannaflokknum og var um langt
skeið einn mesti áhrifamaður
flokksins, út á við sem inn á við.
Lenínismi?
Þessi þróun heldur stöðugt áfram
og í The Times 4. desember síðast
liðinn skrifar kunnur Verkamanna-
flokksmaður, Kennett lávarður, og
segist vera að hugleiða að ganga úr
flokknum. — Ég hef alltaf stutt
flokkinn, og tekið virkan þátt í
störfum hans, segir hann. „En þetta
er ekki flokkurinn sem ég gekk í árið
1956“. — Hann segist halda að stutt
verði í það að Verkamannaflokkur-
inn taki upp lenínísk slagorð eins og
„lýðræðislega miðstýringu" —
„Þetta er ekki lengur breski verka-
mannaflokkurinn. Flokkurinn líkist
stöðugt meira þeim flokkum sem við
þekkjum í svokölluðum alþýðulýð-
veldum, þó það hugtak sé rangnefni
á slíkum þjóðfélögum."
Fyrst svo er um
hið græna tréð ...
Það er athyglisvert að Harold
Wilson fyrrum leiðtogi Verka-
mannaflokksins mælti mjög á þessa
leið í sjónvarpsþætti fyrir skömmu.
stofnunar nýs jafnaðarmanna-
flokks.
Stofnun miðjuflokks
Maður er nefndur Roy Jenkins.
Hann var um tíma ráðherra Verka-
mannaflokksins. Núna vinnur
hanna á vegum Efnahagsbandalags-
ins í Brússel. Nú í febrúar kemur
Jenkins alkominn heim til Bretlands
og þá má vissulega vænta tíðinda.
Þó Jenkins hafi formlega séð horfið
af hinu pólitíska sviði hefur hann
síður en svo setið auðum höndum.
Hann hefur fylgst gjörla með gangi
mála í flokki sínum og aðhafst
ýmislegt. Hann hefur haldið uppi
nánu sambandi við ýmsa aðila í
Verkamannaflokknum, þar á meðal
þremenningaklíkuna svo nefndu,
sem hefur verið atkvæðamest í
andstöðunni við vinstri arminn. í
fyrra flutti Roy Jenkins erindi og
varpaði fram hugmyndinni um
stofnun nýs stjórnmálaflokks, svo-
nefnds miðjuflokks. Sú hugmynd
fékk misjafnar viðtökur.
Jafnaðarmannaflokkur
Nú hefur þessi hugmynd hins
vegar hlotið byr undir báða vængi. í
stað „miðjuflokks" gæla menn nú
einkum við stofnun jafnaðarmanna-
flokks sem sækti hugmyndir sínar
vekur það athygli að þau hafa kosið
mismunandi baráttuaðferðir upp á
síðkastið. William Rodgers gaf kost
á sér í skuggaráðuneyti Michaels
Foot, Dr. Owen, hefur hins vegar
lýst því yfir að hann vilji ekki gegna
slíku embætti. Hann ætli að berjast
gegn vinstri fylkingunni, sem
óbreyttur þingmaður, enda sé hann
þá frjálsari til að segja það sem
honum í brjósti býr. Loks hefur
Shirley Williams lýst því yfir að hún
ætli ekki í framboð að nýju fyrir
Verkamannaflokkinn. „Ég get ekki
varið stefnu hans af heilum hug“,
sagði hún kjördæmisráðinu í því
héraði þar sem hún hefur verið í
framboði.
Sumir telja að leiðir hafi skilið
með þremenningunum. Það tel ég þó
fráleitt. Með þessu hafa þau einung-
is verið að halda öllum leiðum
opnum og útiloka enga. Það er til að
mynda athyglisvert að margir
bjuggust við að William Rodgers
myndi taka þátt í leiðtogakosning-
unum, sem frambjóðandi. Það gerði
hann hins vegar ekki og sumir telja,
að það hendi til að hann vilji ekki
útiloka þann möguleika að segja
skilið við Verkamannaflokkinn.
Ef þremenníngarnir ákveöa að
yfirgefa flokk sinn má búast við að
þó nokkuð fleiri þingmenn fylgi
þeim.
hvort sá friður haldist lengi. Þeir
kumpánar eru báðir kunnir tals-
menn vestrænnar samvinnu. Því er
öfugt farið með Michael Foot.
Verkamannaflokkurinn mun ganga
til kosninga næst, ef að líkum lætur,
undir kjörorðunum: Brctland burt
úr Efnahagsbandalaginu, drögum úr
varnarmætti okkar o.s.frv. Það væri
hlálegt ef Healey og fylgissveinar
hans fylktu sér um slíka stefnuskrá.
Healey var hér á árum áður kunnur
fyrir áhuga sinn á varnarmálum og
vestrænni samvinnu. Gangi hann
hins vegar til kosninga undir þeim
slagorðum sem samþykkt voru á
þingi Verkamannaflokksins í haust,
verður ekki annað sagt að hann hafi
selt sannfæringu sína billega.
Vilji Healey hins vegar fylgja
sannfæringu sinni, verður Verka-
mannaflokkurinn mjög að slá af
kröfum þeim sem samþykktar voru
á flokksþinginu í haust. Slíkt gæti
hins vegar haft slæm áhrif á vinstri
arminn í flokknum.
Hvað með Frjáls-
lynda flokkinn?
Síðasta spurningin sem vaknar er
sú hvort að Frjálslyndi flokkurinn
vilji taka þátt í stofnun nýs flokks.
Flokkurinn hefur átt erfitt upp-
dráttar. Hann hefur á að skipa
Dr. Owen og Shlrley Williams. Þau, ásamt Blll Rodgers.
mynda þremenningaklikuna svonefndu, sem liklegt er að
segi slg úr Verkamannaflokknum.
Harold Wilson, fyrrum leið-
togi Verkamannaflokksins
og yfirlýstur vinstrl maður.
Honum fannst fasistakeim-
ur af ungu róttæklingunum
á Verkamannaflokksþing-
inu.
David Steei, leiðtogi Frjóis-
lynda flokksins. Myndar
hanti bandalag með jafnað-
armónnum úr Verkamanna-
flokknum?
Dcnis Healey og Roy Hattersley: Selja þeir sannfæringu
sina fyrir vegtyllur?
armenn í röðum Verkamannaflokks-
manna eiga erfitt uppdráttar. Þeir
eiga einungis tvo valkosti. Hinn
fyrri er að láta berast með straumn-
um. Hinn síðari, að segja skilið við
flokk sinn.
Pólitískir „flóttamenn“
Síðari kostinn hafa stöðugt fleiri
tekið nú undanfarin ár. Nefna má
sem dæmi, Paul Johnson, sagnfræð-
ing og fyrrum ritstjóra New States-
man. Það blað hefur lengi verið
áhrifamikið og þótt túlka skoðanir
ýmissa menntamanna í Verka-
mannaflokknum. Brottför hans úr
flokknum er því verulegt áfall. Þá
má nefna Reg Prentice, fyrrum
ráðherra Verkamannaflokksins,
sem gekk til liðs við íhaldsflokkinn
árið 1977 og bauð sig fram á vegum
flokksins. Og í kosningunum í fyrra
lýstu ýmsir kunnir menn yfir stuðn-
ingi sínum við íhaldsflokkinn, vegna
þess að þeir sögðust ekki geta stutt
Verkamannaflokkinn lengur. Kunn-
astur í þessum hópi var tvímæla-
laust George Brown, nú lávarður,
Hann rifjaði upp að ungliðar flokks-
ins hefðu „salúterað“ með krepptum
hnefa, þegar alþjóðasöngur verka-
lýðsins var að vanda sunginn við
raust í lok landsþingsins nú í haust.
Þetta, sagði Wilson, minnti mig
óþægilega á fasismann.
Þegar þessi orð eru lesin, ber ekki
bara að hafa í huga að Wilson var
einu sinni leiðtogi Verkamanna-
flokksins, heldur að hann var á
sínum tíma fulltrúi vinstra armsins.
— Og fyrst svo er um hið græna
tréð,... hvað þá með jafnaðarmenn-
ina, og þá hina sem teljast til hinna
hófsamari í Verkamannaflokknum.
Öll þessi tíðindi eru auðvitað
alvarleg fyrir Verkamannaflokkinn.
Mín skoðun er þó sú að það sem á
eftir að koma, geti reynst ennþá
alvarlegra. Hingað til hafa and-
ófsmenn innan Verkamannaflokks-
ins látið sér nægja að hætta hrein-
lega í pólitík ellegar ganga til liðs
við Frjálslynda, en þó einkum
íhaldsflokkinn, einn og einn. Eins og
málin standa núna, er allt eins
líklegt að fjöldaflótti hefjist úr
flokknum og að sá flótti leiði til
til Vestur Þýskalands. Slíkur flokk-
ur yrði frábrugðinn Verkamanna-
flokknum, eins og hann er nú.
Stefnuskrá hans myndi að öllum
líkindum byggjast á hinu blandaða
hagkerfi, velferðarþjónustu, öflug-
um landvörnum, þátttöku í varnar-
bandalagi vestrænna lýðræðisþjóða,
NATO og á Evrópusamvinnu. Sú
spurning sem áleitnust er, er þessi:
Hvaða Verkamannaflokksþingmenn
myndu hugsanlega styðja stofnun
slíks flokks?
Að mínu viti er fyrst og fremst
ástæða til að ætla að hin svo nefnda
þremenningaklíka styddi slíka
flokksstofnun. í henni eru: Shirley
Williams fyrrum menntamálaráð-
herra, Dr. David Owen, fyrrum
utanríkisráðherra og William Rod-
gers fyrrum ráðherra og núverandi
talsmaður stjórnarandstöðunnar í
varnarmálum.
Mismunandi
baráttuaðíerðir
Þessi þrjú hafa staðið mjög sam-
an, það sem af er vetri. Hins vegar
Selur Healey sann-
færingu sína?
Einni spurningu er ósvarað. Hvað
gerir Denis Healey? Healey tapaði
sem kunnugt er fyrir Michael Foot í
leiðtogakosningunum, með litlum
mun. Hann er nú aðstoðarleiðtogi
Verkamannaflokksins. í það emb-
ætti var hann kosinn samhljóða.
Stjórnmálaskýrendur telja þó lík-
legt að í janúar, þegar kosið verði að
nýju megi búast við mótframboði.
Sú staðreynd að Healey er nú svo
náinn samstarfsmaður Foots, eykur
auðvitað líkurnar á því að hann
verði áfram í flokknum. Helsti
stuðning8maður hans er Roy Hatt-
ersley, sem margir Islendingar
minnast úr Þorskastríðunum. Hatt-
ersley studdi mjög að kjöri Healeys.
Ef hann hefði sigrað, var það ætlun
Hattersley að verða arftaki hans
síðar meir.
Þeir Hattersley og Healey hafa
hlotið vegtyllur nokkrar í Verka-
mannaflokknum. Michael Foot vill
kaupa sér frið með því móti.
Á hinn bóginn er aldeilis óvíst
mörgum hæfileikamönnum, en geld-
ur hins ósanngjarna kosningakerfis
sem hér er við lýði. Það yrði
flokknum óneitanleg lyftistöng, ef
aðrar eins stjórnmálakanónur og
Jenkins, Williams, Rodgers og Dr.
Owen gengu til liðs við hann undir
merkjum frjálslynds jafnaðar-
mannaflokks. Svo ekki sé nú talað
um þá Hattersley eða Healey.
David Steel leiðtogi flokksins tók
vel í þessa hugmynd fyrir skömmu í
sjónvarpsviðtali. Einnig hóf hann
máls á hugsanlegu kosningabanda-
lagi jafnaðarmanna og frjálslyndra.
Um framtíð svona flokks er erfitt
að spá. Það sem gengur gegn þessari
hugmynd, er hið óréttláta kosninga-
kerfi. Hins vega er viðbúið að slíkur
flokkur fengi fylgi á borð við
íhaldsflokkinn og Verkamanna-
flokkinn. Kosningaþátttaka minnk-
ar hér stöðugt, æ færri eru ánægðir
með gömlu flokkanna og lausa fylgið
eykst stöðugt. í slíkum jarðvegi
getur nýr flokkur, vel skipaður
hæfileikafólki, á borð við það sem
hér hefur verið nefnt, auðveldlega
skotið rótum.