Morgunblaðið - 20.12.1980, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1980
. HLAÐVARPINN .
Brjóstmynd af Jóni Sig-
urðssyni fannst í kjallara
ráðhússins í Voss
Hver er maðurinn? spurði Berg-
ens Arbeiderblad um mánaðamót-
in september/ október og birti
mynd af brjóstmynd sem fannst í
kjallara ráðhússins í Voss í Nor-
egi. „Enginn veit af hverjum þessi
stytta er. Starfsmenn ráðhússins
hafa undanfarið velt vöngum yfir
því. Þekkir einhver af lesendum
blaðsins þennan mann og ef svo
er, þá góðfúslega látið vita af því,“
sagði einnig í grein blaðsins.
I greininni kom fram, að mynd-
höggvarinn Brynjulv Berglien
gerði brjóstmyndina og var dag-
setning á henni 11. nóvember 1871.
Það var norski myndhöggvarinn
Lars Tvinde, sem fann styttuna
niðri í kjallara ráðhússins þegar
hann var í heimsókn og tók hana
upp með sér.
Blaðamaður
þekkti manninn
Strax daginn eftir hafði einn
lesenda Bergens Arbeiderblad
borið kennsl á styttuna. Það var
Ludvig Jerdal. „Þetta er að sjálf-
sögðu Jón Sigurðsson," sagði Jer-
del, blaðamaður á Dagen í Bergen
í samtali við BA. Síðan var
æviferill Jóns Sigurðssonar rak-
inn í stórum dráttum. Bergens
Arbeiderbladet spurði Jerdal nán-
ar um styttuna, og hvernig stæði á
því að hún væri í Voss. „Jú,
svaraði Ludvig Jerdal blaðamað-
ur, og hafði eins og svo oft
skýringu á reiðum höndum. Tvö
eintök voru gerð af styttunni og
annað þeirra var gefið til Voss í
þakklætisskyni vegna mikils
starfs bæjarins að norrænum
málefnum.
Ég afhenti sjálfur brjóstmynd-
ina þegar nýja þinghúsið var
afhent. David Gjerme, ritstjóri
tók við henni af hálfu bæjarins og
hann lofaði því, að henni yrði
fundinn veglegur staður.
Það kom því illa við mig þegar
ég las í BA að brjóstmyndin hefði
gleymst niðri í kjallara,“ sagði
Ludvig Jerdal í Bergens Arbeider-
blad og lauk þannig frásögninni af
brjóstmyndinni af Jóni Sigurðs-
syni eftir norska myndhöggvar-
ann Brynjulv Berglien.
5. marz 1992 kl. 19
SVO sem lesendur Morgunblaðsins rekur minni til, gaf blaðið
sér það í siðasta sunnudagsblaði, að verðbólgan yrði um næstu
ókomin ár 50% og reiknaði síðan út virði nýkrónunnar ár frá
ári. Birti blaðið myndir af nýkrónunni í réttum stærðarhlutföll-
um miðað við árlega rýrnun hennar. Niðurstaðan var sú, að
eftir rúm 11 ár, yrði nýkrónan glæsilega, sem liklegast verður
nálægt virði dönsku krónunnar, orðin jafn verðlitil og gamla
krónan, sem við nú erum að losa okkur við.
En dæmið má reikna áfram og nákvæmar, en gert var á
forsíðu 2. blaðs Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag. Það
tekur sem sagt krónuna 11 ár, 2 mánuði og 5 daga. miðað við
50% verðbólgu, að verða jafngild gömlu krónunni. Þessu marki
er náð klukkan 19 hinn 5. marz 1992 og þá er spurningin. hvort
um áramótin þar á eftir, eða hinn 1. janúar 1993 taki gildi ný
nýkróna. Gamla krónan, sem nú er að hverfa verður þá eflaust
orðin safngripur og verðmæt eftir því á ný.
Rússar segja íslendingi upp
Úr íslendingi:
Okkur þykir leitt að þurfa að láta þess getið að við misstum
einn ágætan áskrifanda blaðsins nú á dögunum. Upphringing
kom frá Sovéska sendiráðinu í Reykjavík og okkur tjáð að
sendiráðið sæi sér ekki fært að vera áskrifandi að blaðinu á næsta
ári. Ekki voru tilteknar neinar sérstakar ástæður fyrir
uppsögninni en við vonum að önnur blöð falli Rússum betur í geð,
þannig að þeir hætti ekki alveg að kaupa íslensk blöð.
Járntjaldið ,
Margvíslegar tillögugerðir hafa séð dagsins ljós í umræðum
stjórnarliða um efnahagsaðgerðir. Alþýðubandalagsmenn hafa
m.a. lagt til algjöra verðstöðvun með undanþágum, sem hefur
hlotið litla náð fyrir augum samstarfsmanna þeirra í ríkisstjórn-
inni. Bæði þykir þeim tillögugerðin frekar í þá veru að framlengja
ríkjandi ástand en breyta því og ekki síður stendur þeim stuggur
af nafni því, sem alþýðubandalagsmenn nota á tillögugerðina,
sem er Járntjaldið. Nafngiftina vilja menn rekja til Ragnars
Arnalds og tillögugerðina til Svavars Gestssonar og Hjörleifs
Guttormssonar, en þeir hafa báðir sótt reynslu og menntun
austur fyrir járntjald, sem Ragnar hefur hins vegar ekki gert.
TIL HEIPURS
Mik Magnús-
son til Afríku
„ÉG MUN fara þann 4. janúar
næstkomandi til Genfar og síðan
til Afríku — starfa væntanlega
bæði í Úganda og Kenya við
skipulagningu hjálparstarfs en þó
einkum að upplýsingamiðlun —
því starfi sem ég kann best til
verka," sagði Mik Magnússon,
blaðafulltrúi Varnarliðsins en
hann lætur innan skamms af því
starfi og hverfur til starfa á
vegum Alþjóða Rauða krossins, —
sendur af Rauða krossi Islands.
„Það er mikið réttlætismál, að
fólk sem lætur fé af hendi rakna,
viti hvað um féð verður. Ég mun
annast upplýsingaöflun fyrir Al-
þjóða Rauða krossinn og senda
upplýsingar til Genfar. Þaðan
verða upplýsingar sendar til
þeirra þjóða, sem hafa látið fé af
hendi rakna," sagði Mik ennfrem-
ur.
Verðbólgustigið á sjötugu
Óbreytta þingmenn Framsóknar-
flokksins rak í rogastans, þegar
menn fóru að segja þeim í óspurð-
um fréttum — og seldu reyndar
ekki dýrar en þeir keyptu, hvað
Hlaðvarpinn gerir ekki heldur, að
ráðherrar þeirra hefðu á ríkis-
stjórnarfundi í haust samþykkt að
verðbólga ársins skyldi verða 70%
og ekkert annað; hvorki meiri né
minni.
Forsögu þessarar samþykktar
rekja menn þannig, að þegar fram-
sóknarráðherrarnir hafi í 1. sept-
embersjokkinu talað hver um
annan þveran um nauðsyn þess að
setja nú niðurtalninguna í gang, en
ráðherrar Alþýðubandalagsins ekki
sýnt önnur viðbrögð en þau að
segja, að þeim yrði í hæsta lagi
bumbult af svona tali, þá hafi
forsætisráðherra höggvið á hnútinn
með sínu lagi.
Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra verður sjötugur í lok ársins
og þegar hann sá fram á ósættir út
af verðbólgustiginu, var hann fljót-
ur að benda samstarfsaðilum sínum
á það, að hann myndi taka það sem
persónulega móðgun við sig, ef nú
ætti allt í einu að rjúka til að koma
verðbólgunni annað hvort undir 70
eða yfir. Alþýðubandalagsmenn
voru fljótir að samþykkja 70%
verðbólgu til heiðurs forsætisráð-
herra og svo fór að framsóknarráð-
herrarnir treystu sér ekki til að
eyðileggja þessi tímamót í lífi
forsætisráðherrans. Raddir þeirra
um nauðsyn niðurtalningar á þessu
ári þögnuðu því, en hins vegar
munu þeir hafa látið bóka það með
samþykki sínu, að þeir litu ekki svo
á að þeir samþykktu þar með að
verðbólgan skyldi haldast í hendur
við Adenauerkenningu forsætisráð-
herra, en hann vitnaði sem kunnugt
er til þess, er menn færðu aldur
hans í tal, að Adenauer hefði ríkt
með sóma til 90 ára aldurs.
Framsóknarmenn tala því nú um
nauðsyn aðgerða eftir áramótin, en
Alþýðubandalagsmenn glotta við
tönn. Þeir vita sem er að forsætis-
ráðherra á afmæli einu sinni á ári.
Helgarviðtalið
„Unglingavanda-
mál“ úr sögunni
í Breiöholti
UNDANFARIN ár hefur mikið verið rætt og ritað um
unglingavandamál í Breiðholti. Ástandið hefur á stund-
um verið ákaflega slæmt og verið fréttaefni fjölmiðla.
Rúöur hafa veriö brotnar, sæti skorin í strætisvögnum
og verzlunareigendur hafa jafnvel hrakist burt úr
hverfinu vegna skemmdarverka. Svona mætti áfram
telja. í vetur hefur verið hljótt um „unglingavandamálið,,
í Breiðholti. Það hefur ekki verið fréttaefni fjölmiöla.
Mbl. ræddi í vikunni við Sveri Friðþjófsson forstöðu-
mann Fellahellis, — félagsmiðstöðvar Æskulýðsráðs í
Fellaskóla og spuröi hann
„Unglingavandamál-
ið“ hefur verið í sviðs-
Ijósinu undanfarin ár
Hvernig hefur ástandið
verið í vetur?
Það er rétt, unglingar hafa veríð
í fréttum undanfarin ér vegna m.a.
þessa svokallada unglingavanda-
máls. i vetur hins vegar hefur
þessu „vandamáli“ alls ekki verið
til að dreifa. Raunar hefur ástand-
ið aldrei verið eins gott hér í
hverfinu. Það hefur vart veríð
brotin rúða í skólanum svo dæmi
sé tekið en undanfarin ár hefur
tíðni rúöubrota í Fellaskóla veriö
hæst i skólum borgarinnar. Nú
bregöur svo viö, að tíðni rúöu-
brota í Fellaskóla er lægst í
skólum borgarinnar. Margir hafa
komið að máli við okkur hér i
Fellahelli og spurt hvað við eigin-
lega hðfum gert. Málið er ekki svo
einfalt — og það eru fyrst og
fremst krakkarnir sem eiga þakkir
skildar. Þó vil ég nefna þátt
skólans í þessu — viðhorf krakk-
anna í vetur til Fellaskóla hefur
gjörbreyst — einkum vegna
breytts viðhorfs skólans til krakk-
anna. Þaö hefur sýnt sig, aö
skólinn — hvort sem okkur líkar
betur eða verr, er langstærsta
mótunaraflið á krakkana. Auövitað
koma fleiri þættir inn í þessa
mynd en skólinn tel ég, aö sé
stsersti mótunarvaldurinn.
Hvernig er starfsemi
Fellahellis háttaö
í stórum dráttum?
Ég held ég megi segja, að
starfsemi Fellahellis í dag sé
nokkuð frábrugöin þeirri mynd,
sem menn geröu sér hugmynd um
þegar hún hófst fyrir fimm árum.
Starfsemi Fellahellis skiptir í
þrennt. Þaö er klúbbastarfið,
frjálst starf og loks leigjum viö út
sali til félagasamtaka. Því miöur
hefur sá þáttur fariö minnkandi.
Það má sjálfsagt finna ýmsar
orsakír fyrir því, en svo ég nefni
dæmi, þá hefur sú staða komið
upp, aö kvenfélagið hér í hverfinu
vill ekki halda fundi hér í húsinu
vegna þess, að reykingar eru
bannaðar í húsinu. Og raunar er
kvenfétagiö ekki einí aðilinn, sem
hefur sett þetta atriði fyrir sig. Þó
hafa unglingar hér í hverfinu virt
reykingarbann f Fellahelli. Það er
aðeins heimilt að reykja í anddyr-
inu. Við höfum reynt að hafa sem
fæstar reglur — því séu þær
flóknar og margbrotnar, þá líka
fjölgar brotunum. Viö krefjumst
almennra umgengnisreglna og aö
ekki sé reykt og meðferö áfengis
er bönnuð. Þvi verð ég að segja,
að það skýtur skökku við að
fullorðna fólkið telur sig ekkí geta
sætt sig við þessar reglur þegar
unglingar sætta sig við þær með
glöðu geði.
Nú svo ég snúi mér aftur að
starfsemi Æskulýösráðs hér. Eins
og ég sagði, þá starfrækjum viö
hér klúbba — við gefum krökkun-
Sverrir Friðþjóísson.
um kost á að ganga í klúbba —
fræðslu- og skemmtiklúbba. Við
höfum reynt að taka mið af þeim
þáttum, sem krökkunum standa
nær en aörir. Margir unglingar
reykja, eins kynnast þeir áfengi
aHtof ungir, — einnig þefa af t.d.
tfmi og éta töflur. Þau leiðast i
framhaldi af þessu út í afbrot.
Sem betur fer er hér ekki um stóra
hópa aö ræöa. Við vitum að kynlíf
er ríkt i huga þeirra og þau stunda
kynlíf alltof ung, — þegar þau eru
ekki búin að ná tilfinningalegum
þroska. Mörg þeirra fara út í þetta
vegna þess, aö „allir aðrir gera
þetta“. Því víljum viö reyna að
hafa áhrif þarna — reyna að grípa
ínni og leiðbeina krökkunum. Þaö
er þrátt fyrir allt hluti af okkar
starfi að vinna fyrirbyggjandi
starf. Við byrjuðum á reykingar-
vörnum — stofnsettur var klúbb-
ur. Á hans vegum var gefið út blað
og reykingar voru færðar útúr
húsinu, og meira mætti upp telja.
í kjölfariö stofnuðum við fleiri
klúbba, sem taka fyrir málefni í
þjóöfélaginu, um kynferöismál, af-
brotamál og fleira mætti nefna,
svo sem umhverfisvernd, um
minnihlutahópa, t.d. vangefna. i
dag höfum viö útbúiö marga
„pakka“ um þessi mál.
Frá okkur hafa krakkar farið til
Litla-Hrauns tíl að kynna sér
aöbúnað fanga þar og starfsem-
ina. Unglingar hafa farið til eldri
borgara, til vangefinna og svona
mætti lengi telja.
Við höfum reynt, að fá utanað-
komandi aðila til að ræða viö
krakkana. Við höfum haft mjög
gott samstarf við Samtök áhuga-
fólks um áfengisvandamálið. Og
eins má nefna, að við fengum
Einar Bollason til að koma hingaö
og spjalla um reynslu sína. Við
tókum fyrir frelsissviptingu ein-
staklíngsins — það er þegar hann
er settur í steininn. Hvaö er það í
raun og veru og er það heppilegt,
að taka einstakling úr „umferð“.
Einar kom hingað og ræddi um
sína reynslu. Hann var eins og
kunnugt er settur í fangelsi um
margra mánaöa skeið að ástæöu-
lausu. Hann dró ekkert undan og
ræddi í þrjá tíma um reynslu sína
við krakkana, sem sátu og hlust-
uðu. Það var án nokkurs vafa