Morgunblaðið - 20.12.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. DESEMBER 1980 Frá hljoOritun þáttarins Já eða nei í Kaupmannahofn. Sveinn Asgeirsson er fremstur á myndinni. Utvarpsþættir Sveins á hljómplötu ÚT ER komin hljómplata með úrvali útvarpsþátta Sveins As- geirssonar. hagfr»“ðings. Sveinn varð landskunnur fyrir útvarps- þætti sína á árunum 1952—1960. Þættir þeir. sem Sveinn hafði með hondum á þessum árum. voru „Hver veit?“, „Gettu nú", „Já eða nei“, „Hver er maður- inn“, „Brúðkaupsferðin", „Vogun vinnur, vogun tapar" og „Vel mælt“. Á plötunni eru sýnishorn úr öllum þessum þáttum. Á plötu- umslagi segir m.a. um Svein og þætti hans: „Útsjónarsemi hans við að velja efni fyrir þátttakend- ur til að spreyta sig á var mikil og röggsemi hans sem stjórnanda var við brugðið. Samstarfsmenn valdi Sveinn sér ætíð úr hópi hinna hæfustu manna og gaf það þáttun- um aukið gildi.“ Hljóðritanir eru 20 til 26 ára gamlar og sumar hverjar unnar við erfið skilyrði, en engu að síður ágætar. Afritun önnuðust tækni- menn útvarpsins, þeir Þorbjörn Sigurðsson og Þórir Steingríms- son. SG-hljómplötur gefa út. Athugasemd frá Davíð Sch. Thorsteinssyni Hr. ritstjóri. I blaði yðar í dag er frásögn af umræðum í efri deild Alþingis aðfaranótt fimmtudags. Þar er haft eftir Ólafi Ragnari Gríms- syni, alþingismanni og formanni fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar, að ég hafi á fundi nefnd- arinnar lýst því yfir, að sjöföldun vörugjalds á öl, gosdrykki og sælgæti sé „smámál" í samanburði við nauðsyn þess að hækka jöfn- unargjald. Séu þessi ummæli í blaði yðar rétt efir þingmanninum, þá hefur hann vísvitandi gert tilraun til að blekkja Alþingi, þar sem hin tilvitnuðu ummæli eru slitifi úr samhengi og gefa engan veginn rétta mynd af því, sem ég sagði á fundinum. Á þessum fundi voru til umræðu tvö mál, annars vegar umrætt vörugjald á öl, gosdrykki og sæl- gæti, svo og frumvarp til laga um framlengingu jöfnunargjatds. I umræðunum um þessi tvö mál hélt ég því fram, að sjöföldun vörugjalds væri stórmál fyrir drykkjarvöru- og sælgætisiðnað- inn og tefldi atvinnuöryggi þeirra 600 manna, sem við þær greinar starfa í tvísýnu. Sjöföldun vöru- gjalds væri þó smámál í saman- burði við það, að samkeppnisstaða alls iðnaðar mundi, að óbreyttri Mynd í Staksteinum I Staksteinum í gær birtist mynd, sem valda kann misskilningi. Hún var annars vegar af fyrirsögn á forsíðu Tímans í gær en hins vegar af fyrirsögn á forsíðu Þjóð- viljans. Myndin var hins vegar þannig samsett, að skilja mátti svo, að einungis væri um að ræða mynd af forsíðu Tímans: Fyrir- sögnin: „Þingmenn sammála um rannsókn og endurskoðun" var hins vegar úr Þjóðviljanum, eins og sjá mátti ef grannt var skoðað. Árétting Það skal áréttað, að höfundur greinarinnar „Sú sök er okkur óþekkt“, sem birtist í Morgunblað- inu sl. fimmtudag er Kristján Guðlaugsson, kennari. en ekki Kristján Guðlaugsson, hæstarétt- arlögmaður og stjórnarformaður Loftleiða. stefnu ríkisstjórnarinnar, versna stórlega um áramótin og þá væri starfsöryggi þeirra 12000 manna, sem starfa við framleiðsluiðnað- inn í hættu. ■ ' Vinsamlegast birtið framan- greinda leiðréttingu í blaði yðar. Virðingarfyllst, Félag íslenskra iðnrekenda Davíð Sch. Thorsteinsson, formaður. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær, þar sem rætt var við Tarring, ritstjóra Metal Bulletin var í lok fréttarinnar skýrt frá því að Ragnar* Halldórsson hefði nefnt heimsmarkaðsverð á súráli sem 16 til 19% af markaðsverði á áli. Hér er um ranghermi að ræða, þar sem þessar upplýsingar voru birtar úr Metal Bulletin. Hins vegar hafði Ragnar sagt, að verð á súráli til ÍSALs hafi verið 12 til 13%, eins og raunar fram kom í áðurnefndri frétt. Hlutaðeigendur öfu beðnir velvirðingar á þessu ranghermi. Barnagæzla og jólaskemmtun í DAG, laugardag 20. desember, munu félagar í Kristilegum skóla- samtökum gangast fyrir barna- gæslu í húsi KFUM & K að Amtmannsstíg 2 b. Gefst fólki, sem er kannski í verzlunarferð og vantar barnagæzlu á meðan, kost- ur á að skilja börn sín eftir og verður ýmislegt á boðstólum til að hafa ofan af fyrir börnunum, m.a. jólaskemmtanir kl. 14:30 og 16:30. Gæzlan hefst kl. 13 og stendur til kl. 19 og kostar hver klukkustund 1.000 kr. og rennur ágóðinn til starfsemi KSS. Evrópumeistaramót unglinga hafið Gronifcen. Holland. 19. dpM-mhfr. AP. FYRSTA umferð Evrópumeistara- móts unglinga í Gronigen í Hollandi var tefld í dag. Þar keppa þrjátíu ungir skákmenn frá 28 löndum. Jón L. Árnason, sem er eini alþjóð- legi meistarinn á mótinu tefldi við John Delany frá Irlandi og fór skák þeirra í bið eftir 56 leiki. Jón er talinn hafa lakari stöðu og Irinn er peði yfir. Alexei N. Kosygin: Maðurinn sem lifði af hreinsanirnar Alexei N. Kosygin var sá maður. sem best stóð af sér öll veðrabrigðin i sovéskum stjórnmálum. Hann var 13 ára gamall þegar bolsévikar gerðu byltinguna i Rússlandi árið 1917. en 23 árum seinna, á valdadögum Jósefs Stalins, var hann orðinn varaforsætisráðherra og endaði feril sinn sem forsætisráðherra. Kosygin hafði einkum með efnahagsmál að gera, og um tíma var hann borgarstjóri í Leningrad. Honum er þannig lýst, að hann hafi verið maður ekki mikill að burðum, með stálblá augu og uppstökkur á stundum en gat þó verið kiminn og sýnt af sér mannlega hlýju. í endurminningum sínum segir Nikita S. Krustjef, sem tók við valdataumunum að Stalín látnum, að hann „hafi aldrei skilið“ að Kosygin skyldi lifa af hreinsanirn- ar í Leningrad seint á fimmta áratugnum. Kosygyn lifði þær ekki aðeins af, heldur jókst vegur hans óðfluga. Árið 1964 myndaði hann, ásamt Brezhnev og Podgorny, þrí- eykið, sem tók við þegar Krustjef hafði verið ýtt til hliðar. Upphaflega skiptu þeir völdunum bróðurlega á milli sín en smátt og smátt féllu þeir Kosygin og Pod- gorny í skuggann fyrir Brezhnev, sem að lokum setti Podgorny af og bætti við sig titli hans sem forseti. Það kom nú í hlut Kosygins að stýra hinu þunglamalega, mið- stýrða, sovéska efnahagskefi. Und- irsátarnir komu og fóru, enda gekk illa að fá áætlanir til að standast, og Kosygin varð sjálfur oft að svara til saka frammi fyrir stjórnmála- ráðinu þegar eitthvað þótti ganga á afturfótunum. En Kosygyn lifði af og komst seinna aftur inn í sviðs- ljósið við hlið Brezhnevs. Eftir því sem heilsu Brezhnevs hrakaði á ofanverðum þessum ára- tug tók Kosygin að sér æ stærra hlutverk í samskiptunum við er- lenda þjóðarleiðtoga. Árið 1965 fór hann til Peking til að reyna að lappa upp á versnandi sambúð Kínverja og Rússa og hann var í Hanoi þegar Bandaríkjmenn hófu sprengjuregnið á Norður-Víetnam. 1967 fór hann til fundar við Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseta í Glassboro í New Jersey, sem var fyrsti fundur með ráðamönnum ríkjanna frá 1961. Flestir telja, að Kosygin hafi verið andvígur innrás- inni í Tékkóslóvakíu 1968 og hann kom til Prag bæði fyrir hana og eftir. I augum rússnesks almennings Aðalræðismaður Tyrklands í Ástralíu var myrtur í bíl sinum í Sidney sl. miðvikudag. Á myndinni sést lögreglan rannsaka morðstaðinn. Hungurverkfalli IRA-fanga lokið HUMPHREY Atkins, ráðherra í málefnum Norður-írlands, sagði í ræðu i neðri deild breska þingsins i dag að allir norður- irsku fangarnir sem verið hafa i hungurverkfalli i Maze-fangeisi hefðu nú hætt föstunni. Sjö fanganna hafa verið í hung- urverkfalli í 53 daga, en fjörutíu félagar þeirra gengu í lið með þeim fyrr í vikunni. Fangarnir ákváðu að láta af aðgerðunum eftir að þeim hafði borist fyrirlit yfir ræðu, sem Atkins átti að fiytja í dag í norður-írska 3jón- varpinu, þar. sem gerð var grein fyrir viðhorfum bresku stjórnar- innar í fangelsismálum og endan- legri afstöðu til kröfugerðar fang- anna. Fangarnir kröfðust þess að fá að klæðast borgaralegum klæðum og losna undan vinnuskyldu, fá fleiri bréf og heimsóknir, frjálsa umgengni innbyrðis og að þeim séu veitt áfram þau réttindi sem þeir misstu þegar þeir hófu verk- fallið. Atkins sagði það mikinn létti, að hungurverkfallinu væri nú lok- ið, viðbrögð hafa almennt verið á þá lund. Litið er á þessi málalok sem sigur fyrir stjórn Margret Thatchers. Fangelsislæknirinn sagði að fangarnir sjö fengju í fyrstu næringu í æð meðan þeir væru að ná sér á strik. Sagði hann að þeir væru allir í lífshættu og þeir væru undir stöðugu eftirliti. Þetta gerðist 20. desember 1582 — Gregorianskt tímatal tekið upp í Frakklandi. 1712 — Sigur Svía á Dönum við Gadesbusch í Póllandi. 1803 — Bandaríkin taka formlega við Lousiana-landsvæðunum af Frökkum í New Orleans. 1830 — Aðskilnaður Hollands og Belgíu samþykktur á ráðstefnu í London. 1852 — Brezkur her innlimar Pegu, Neðri Burma. 1860 — Fyrsta ríkið, Suður-Karó- lína, segir sig úr lögum við Banda- ríkin. 1888 — Orrustan við Suakin. 1912 — Friðarráðstefna Tyrkja- veldis og Balkanríkja í London. 1916 — Woodrow Wilson forseti sendir öllum stríðsaðilum friðar- orðsendingar. 1922 — Fjórtán rússnesk lýðveldi mynda Samband sovézkra sósíal- istalýðvelda (USSR). 1954 — Frakkar senda 20.000 her- menn til Alsír. 1957 — Kjarnorkustofnun Evrópu (ENA) tekur til starfa. 1959 — Fyrsti kjarnorkuísbrjótur- inn, „Lenín“, tekinn í notkun. 1962 — Fyrstu frjálsu kosningar í Domingo-lýðveldinu í 38 ár. 1970 — Gomulka segir af sér eftir matvælaóeirðir í Póllandi. 1973 — Luis Carrero Blanco, for- sætisráðherra Spánar, myrtur í Madrid. 1979 — Fyrstu friðargæzluher- menn Samveldisins fara til Rhodes- íu. Afmæli — Leopold von Ranke, þýzkur sagnfræðingur (1795—1886) — Sir Robert Menzies, ástralskur stjórnmálaleiðtogi (1894—) — Irene Dunne, bandarísk leikkona (1904—). Innlent — 1695 d. Guðm. Ólafsson fornfræðingur — 1728 Hraunflóð stöðvast við bæinn í Reynihlíð — 1820 d. Stefán Stephensen amtmað- ur — 1921 Eldgos í Eyjafjallajökii — 1930 Útvarp Reykjavík tekur til starfa — 1930 Landspítalinn tekur til starfa — 1971 „Arnfirðingur“ strandar í Grindavík — 1974 Snjóflóðið í Neskaupstað — 1975 Eldgos í Leirhnúk — 1874 f. Þórður Sveinsson — 1882 f. Jón Baldvins- son. Orð dagsins — Vald er ekki meðal heldur tilgangur — George Orwell, enskur rithöfundur (1903—1950).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.