Alþýðublaðið - 04.09.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.09.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Karlm.skófatnaður beztnr og ódýrastur í verzlun Helga Zöega Aðalstræti 10. Sími 239. Stefán Gunnarsson. Skóverzlun, Austurstræti 3. SEÓHLÍFAR nýkomnar ágætar tegundir. Sf. Brjóstsykurgerðin „Nói” Óðinsgötu 17. Sími 942. I@Ii koBHagir. lítir Upton Sinclair. Fjórða bók: Er/ðaskrá Kola konungs. (Frh.). Hér greip Wauchope fram í íyrir honum. .Það er óþarfi að fala meira um þetta. Það er ekk- ert við því að gera. Við skulum ekki erta þig meira, Moylan". „Þið ertið mig að eins“, mælti Moylan, „ef þið styðjið ekki verkamannafélagið öfluglega! “ Hinn hló beisklega. „Þið fáið íæplega fréttir af því, sem eg geri. Þú mátt reiða þig á, að hér verð eg ekki. Eg er útlagi •— það veistu". .Það gildir einu, hvar þú verð- ur, er ekki svof Hvar sem þú ert, muntu berjast fyrir verklýðs- félögunum, annars verðurðu byrði, sem hinir verða að bera“. Leiðtoginn snéri máli sínu til sérhvers þeirra sem í nefndinni voru, bað þau að vera ekki gröm yfir ósigrinum, heldur láta hann sér að kenningu verða og halda ótrauð áfram að styrkja samheldni verkalýðsins. Hann sagði þeim frá þeim sex þúsundum, sem reknar hefðu verið á dyr næsta ár á undan. Nefndin væri líklega ekki það betri en hinir, að hún þyrfti að kvarta sérstaklega? Sér- hver varð að taka sinn kross, og bera sinn hluta byrðarinnar. Rétt- ast var, að sérhver væri sem hlekkur í keðju samheldninnar, sem allsstaðar flytti með sér eld- neista byltingarinnar. og prédik- aði hinn nýja boðskap hvar sem hann færi. Þegar allir hjálpuðust að, mundi brátt enginn afkimi svo aumur, að auðmennirnir gætu sótt þangað verkfallsbrjóta sína og lýðsvikara. XX. Hallur veitti einkum einum nefndarmanna athygli. Það var Mary Burke. Hún hafði ekki mælt orð frá vörum; meðan hinir skömmuðust og andmæltu, hafði hún setið með samanklemdar var- ir og krefta hnefa. Hann fann, hve mjög hún hlaut að vera nið- urbeygð, en jafnframt hamstola. Hún hafði fyllst réttlátri reiði, hún hafði barist og vonað, og árangurinn orðið sá, sem hún ætíð hafði haldið fram — enginn. Þarna sat hún nú, augun voru stór og þreytuleg og störðu á unga verklýðsforingjann. Hallur vissi, að hún átti í ströngu stríði við sjálfa sig. Skyldi hún aftur verða full beiskju og örvæntingar? Þetta var eldraun bæði fyrir hana og hina. Skyldu þeir standast hana? „Okkur vantar menn, sem geta séð leiðina og farið hana“, sagði Jim Moylan, „menn, sem ekki gefast upp við fyrsta ósigurinn, jafnvel ekki við heila tylft þeirra. Ef við að eins erum nógu sterkir og hugrakkir, getum við notað ósigrana til þess að ala menn upp og sameina þá. Hér líkal Ef við getum fengið verkalýðinn í Norð- urdalnum til þess að skilja hvað við gerum, og hvað það er, sem við viljum fyrir hann gera, þá fer hann ekki til vinnu aftur sem sigraður vesalingur, heldur tskur hann til vinnu, til þess að bíða betri tíma. Er það ekki einmitt leiðin til þess, að sigra harðstjór- ana, að halda stöðu vorri og Tilboð óskast Vér uhdirritaðir kaupnm sel-, kálf- og lambskinn. Tilboð óskast. Nýlenduvörufélagið. Sími 649. Ritstjóri og ábyrgðarmaðnr: Ólafur Friðriksson. Prenísmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.