Alþýðublaðið - 04.09.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ
3
Lífsábyrgðarfél. „Andvaka" U
Kristjaníu, Noregi.
Allar venjulegar lífstryggingar,
barnatryggingar og lifrentur.
í SL AND SDEILDIN
löggilt af stjórnarráði íslands í desbr. 1919.
Ábyrgðarskjölin á íslenzkul Varnarþing i Bríkl
„Andvaka“ hefir frjálslegri tryggingarskilyrði og ákvæði en flest
önnur líftryggingarfélög.
„Andvaka44 setur öllum sömu iðgjöld! (Sjómenn t. d. greiða eng-
in aukagjöld).
„Andvaka“ gefur líftryggingar, er eigi geta glatast nje gengið úr
gildi.
„Andraka“ veitir bindindismönnum sérstök hlunnindi.
„Andraka“ veitir »örkumlatryggingar« gegn mjög lágu aukagjaldi
og er því vel við hæfi alþýðumanna og verkamanna.
Hellusundi 6, Reykjavík.
Helgi Yaltýsson,
(forstjóri ísiandsdeildar).
Frakkneski spítalinn er frá
I. þ m. rekinn fyrir reikning bæj-
arins. í spítalanum voru þann dag
15 sjúklingar (5 karlmenn og 10
kvenmenn). Matthías Einarsson
verður eins og áður læknir spítal-
ans, og til hans eiga menn að
snúa sér um það, að fá rúm í
spítalanum.
Leigutfminn er frá 1. sept. til
marzloka.
Þetta hefir bæjarstjórnin gert til
þess að bæta úr hinum miklu spí-
talavandræðum, sem hingað til
hafa verið í bænum. Það er gert
ráð fyrir að spítalinn geti tekið
30 sjúklinga. Ætti hann að bera
sig, þyrfti hvert rúm að vera full-
skipað. a. i.
Yillemoes var 10 sólarhringa
og 3 klukkustundir frá Canada til
Akureyrar í síðustu ferð sinni.
Það er skemsti tími sem farið
hefir í siglingu milli íslands og
Atneríku.
Tvær nngar álftir má nú sjá
á Tjörninni og eru þær eign bæj-
arins. Þeim var náð í vor ungum
vestur á Snæfellsnesi og hafa ver-
ið aldar síðan vestur á Sandi, og
eru orðnar alltamar. Ágúst Ármann
kaupmaður (Nýienduvörufélagið)
hefir gefið bænum álftirnar.
Borgarbúar — hver og einn —
eru ámintir um að sjá um að álft-
unum verði ekki mein gert, og
kæra til sekta hvern þann sem
það gerir; en sektir liggja við
saaakvæmt lögreglusamþykt bæj-
arins.
Knattspyrnan í gærkvöldi fór
þannig, að Fram sigraði K. V.
með 6 : o (1+5).
Uppreist á 3rlaaíi?
Khöfn, 3. sept,
Borgarstjórinn úr Cork á írlandi
(sem er Sinn-Fein) situr enn í
Biixtonfangelsinu í London, en
öeitar að smakka mat, og hefir
fjöldi manns snúið sér til konungs-
ins og Lloyd George til þess að
hann leystan úr fangelsinu, en
árangurslaust. Búist er við að hann
deyi úr hungri bráðlega, en jafn-
ekjótt og það fréttist verði upp-
reist um alt írland.
lítlenðar jrétttr.
Hyndarlegur boli.
Á gripasýningu einni mikilli í
Skotlandi hlaut boli nokkur að
nafni „Sir Douglas Haig“ fyrstu
verðlaun. Hann er 3150 punda
þungur.
Hræðilegur eldsvoði í Damaskus
Nýléga varð stórbruni í Damas-
kus í Sýrlandi, gerði hann svo
mikinn usla að áætlað er að verð-
mæti hafi eyðilagst fyrir 100 milj-
ónir króna.
Merkileg uppgötvun á sviði
fluglistarinnar. Nýr vængur
fnndinn.
Nýlega hefir verið fundinn upp
mjög einkennilegur og merkilegur
vængur á flugvél. Hann líkist nær
því nákvæmlega fuglsvængjum, er
þykkur og þungur í miðju, en
þunnur í endana. Margar tilraunir
hafa verið gerðar með hinn nýja
væng, og reynst svo vel, að talið
er að hann Iyfti flugvélinni þriðj-
ungi betur en nokkur vængur hef-
ir náð að gera áður. Sennilega
verða fiugvélarnar alveg eins og
fuglar í laginu að síðustu.
Skáld á gamals aldri.
Sarah Bernhardt leikkonan fræga
hefir nýlega gefið út fyrstu skáld-
sögu sína. Hún er orðin fjörgöm-
ul, en heldur sér ágætlega, að þvf
er sagt er, og hefir meðal annars
leikið nýlega á kvikmyndum.
€ríenð simskeytl
Khöfn, 3. sept.
Wrangel mótmælir.
Wrangel ber á móti því að
bolsivíkar hafi unnið sigur á Krím.
Lítháar í stríð við iPólverja!
Frá Kowno er símað að eigi
verði hjá því komist að Litháar
fari í stríð við Pólverja, ef þeir
stöðvi eigi framsókn sína.
Kolaverkfallið brezka.
Frá London er símað, að full-
trúar námamannanná hafi ákveðið
að hefja verkíall í síðasta iagi 25.
þ. mán.
Flutningamenn og járnbrautar-
menn hafa ákveðið að styðja verk-
fallið.
[Það hefir ’þá reynst rétt, sem
Alþbl. gat til í gær, að þ»ð væri
aðeins auðvaldsblaðafrétt, að flutn-
ingamenn og járnbrautarmenn,
sem eru í sambandi við námu-
mennina, ætluðu ekki að styðja þá.]