Alþýðublaðið - 22.05.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.05.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ « Vetkleoar frajnkTæmdir ríkisi s árið 1932 samhvæmt tillðonm Haralds Guðmandssonar. Nú er það aðalkosningapredik- un „Trnians“, að „Reykjavikur- valdið“ ætli að taka af allar fjár- veitingar til verklegra fraan- kvæmda í sveitunum eða jafnvel öllum bygðum landsins utan Reykjavíkur og að petta „Reykja- víkurvaIicL“ sé ekki að einis íhalids- menn, heldur stefni jafnaðarmienn að hinu sama. Mjög fáfróða um það, 'sem gerst hefir á .síðasta alpingi, hlýtur „Tíminn“ að ætla landsnjjenn alment, úr pví að hann ætlax þeim að trúa pessu, — rétt eftir það, að „Frainsókn- ar“-stjórnin fiytur fjárlagafruan- varp um að skera niður svo að segja allar verklegar fram- kvaandir ríkisins næsta ár, — rétt eftir það, að „Framsóknar- flokkurinn“ og íhaldsflokkurinn hafa gert bandalag um að sam- þykkja niðurskuröinn, — flokks- menn beggja í fjárveitinganefnd hafa lýst samþykki 'sínu á hon- um, en fulltrúi Alþýðuflokksins hefir klofið fjárveitinganefndi'na til þess að bera fram tillögur um 1 millj. 618 þús. kr. fjárveitingu úr ríkissjóði til verklegra frarn- kvæmda víðs vegar um landið næsta ár. Nú þégar stjórmnálaflokkur snýr þánnig við staðreyndum í kosningabaráttunni eins og „Framsóknnrflokkurinn" hefir gert nú, þá er tvöföld ásfæða til þess, að kjósendur fái að kynn- ast staöreyndunum rækilega. Verða hér þvi raktar tillöguT H. G., er hann flutti sem fulltrúi Alþýðuflokksins í fjárveitinga- nefnd neðri déildar, um fjárveit- ingar ríkisins t;l verklegra fxam- kvæmda næsita ár, og geta les- endurnir sjálfir síðan dæmt um stefnu flokkanna í þeim málum eftir staðreyndunum. Tiliögur H. G. voru þann-ig í aö-aidráttum; Framlag ríkisins til nýrra ak- vega 330 þús. kr., s-em skiftist á þessa vegi (svo s-em nánar var tiltékið um hvern þeirra); Kjós- arveg, Snæfellingabraut, Stykkis- bólmsveg, Breiðadalsheiðarveg (á Vestfjöröum), Ho.ltavörðuheiðar- veg, Hrútafjarð-arveg, Vatns- skarðsveg, Hofsósveg, Öxnadals- veg, Vaðlaheiðarveg, Þistiifjarð- arveg, Skegg jastaðaþ ingh árveg, Vopnafjarðarveg, Jökuldalsveg, Fjarðarheiðarveg (milii Seyðis- fjarðar og Fljótsdalshéraðs) og Biskupstungnabr-aut. Til við-halds og umbóta á þjóð- vegum 500 þús. kr., í stað 200 þús. í stjórnarfrumvarpinu, sem sannanlega var svo lágt, að þjóð- vegir hljóta stórum að spillast, ef stjórnartiilagan verður sam- þykt á næsta þingi. Til brúargerða 100 þús. kr. Til fjallvega 30 þús. kr. í stað 15 þús. Þessar tillögur H. G. um fjár- veitingu til samgöngubóta á landi námu samtals 745 þús. kr. (auk þess smáræðis, s-em var í st( j ór n arfrumv-arpinu). í nefndaráliti H. G. segir m, a.; „VÍegamálastjóri telur, að með því að verja fjalivegafé að mestu til ruðnings á Reykjaheiði, Hóis- fjöllum og Möðrudalsöræfum og ef sæmilega er lagt til viðhallds þjóðvega, verði hægt næsta ár að gera bílfært að sumarlagi alla leið frá Reykjavík norðux um land og austur í Jökuldal. Fyrir 50 þús. kr. telur hann og að gera megi slarkfært í bíl um Jökul- dalinn, og er þá bílfært orðið alta 1-eið frá Reykj-avík ti-1 Reyðar- fjarðar, eð-a réttara sagt, frá því austast í Vestur-Skaftafellssýslu - - b-egar vötnin í Rangárvalla- sýslu eru fær — og aila teið til Reyðarfjarðar vestur og norður um. land. Og fyrir 90—100 þús. kr. (þrjár 30 þús. kr. fjárveiting- ar) telur hann að hægt sé að gera bílfæran sum-arveg yfir Fjarðarheiði og tengja þannig Seyðisfjörð við vegakerfið. Aust- firðir og Vestfirðir hafa til þessa verið svo afskiftir við úthlutun vegafjár, að ekkr er sæman-di. Verði þetta gert, er nokkuð úr bætt.“ ‘ Um BreiðadalsheiÖarvæg segir í álitinu: „Breiðadalsheiði liggur mdlli Skutulsfjarðar og Önundar- fjarðar, og er gert ráð fyrir, að fyrir 60 þús, kr. (tvennar 30 þús.) sé hægt að gera hana bílf-æra að sumarlagi og tengja þannig á- gæta sveit við stóran kaupstað [Isafjörð] til gagnsemdar fyrir báða aðilja.“ Þá iagð-i H. G til, að veitt yrði til bryggjugerða og lendi-ngar- bóta, —' þriðjungur kostnaðar, gegn 2/3 frá hlutaðei-gandi hér- uðunx, — samtals 96 þús. kr. úr ríkissjóði, og væri því varið til bryggjugerða á þessum stöð- •um: í Kefiavík, Húsavík, á Hvammstanga, í Hnífsdal, á Vopnafirði, Sauðárkróiki og í Vatnsley.sus;trandarhreppi. (Til- l,aga -stjórnarinnar var að eins 20 þús. kr. til bryggjugerða og lend- ingarbóta alls ijfir á landinu, ó- tiltekið hvar.) Enn fremur lagði H. G. til, að veittar yrðu 48 þús. kr. til Hafnargerðar á Akranesi, til sjóvarnargarðsins í Ólafsvík 30 þús. kr. (lokaveiting), til bneikkunar á Snepilrás og greiðsla til brimbrjótsiœ á Skál- um á Langanesi, 6 þús. kr. til hvors. Til að reisa nýja vita, Sauða- nies-svita við Sigiufjörð (ljós- og hljóö-vita) og óshólavita við Bol- ungavík, 95 þús, kr. (í stjórnar- frv. var ekki gert ráð fyrir nein- um vitagerðum,) Þessar tillögur H. G. námu samtals 261 þús. kr. (auk 20 þús. krónanna í frmnvarpi stjórnar- innar). Hann meir en 14-faldaði tillögu stjórnarinnar um fjárveit- ingar til verklegra framkvæm-da á þessum liðum. í nefndaráliti H. G. s-egir nánar um þessar tiliögur: „1 fjárlögum þ-es-sa árs er styrk- ur ætlaður til bryggjug-erða í Kefiavík, Húsavík, Hvammstanga, Hnífsdal og Vopnafirði, samtals 77 500 krónur. Alt er þetta ‘fyrsta fjárv-eiting af tveimur eða fleir- um. Til þess að eigi þurfi að hætta við þessi verk hálfunnin veröur að veita s-ama styrk á- fram. Alþingi getur eigi hvatt héruð til framkvæmda með lof- orðum um fjárstyrk og síðan kipt að sér hend-inni og gabbað þá, ssm reiddu sig á lof-orðin. Óiafs- víkingar h-afa þegar lagt fram svo mikið fé til varnargarðsins þar, að þeim er um megn að leggja meira fram, en til þes-s að fullger-a garðinn, svo að hann komi að fullum notum,, þarf um 30 þús. kr. Sauðkræklingar hafa fé til að leggja á móti styrknum og Otgérðarfélag Vatnsleysu- strahd-arhrepps mun þegar hafa að mestu gert þær lendingarbæt- ur, s em þar er um að ræða, en rís tæplega undir kostnaðinum, sem varð um 17 þús. kr. Akra- nes hefir þ-egar lagt fram. og lát- ið vinna fyrir 120 þús. kr. að hafnargerð þar. Er tiliagan mið- uð við 2/5 af þeirri upphæð-, og er gert ráð fyrir, að verkinu v-erði h-aldið áfram og styirkux veittur í sömu hlutföllum. Verkamenn, sem unnu við brimbrjótinn á Skálum, eiga enn þá eftir að fá greitt allmikið af kaupi sínu. Nema þ-ær skuldir urn- 6000 krónum. Verkið var unnið undir yfirumsjón vitamáia- stjóra og styrkur veittur til þess frá hreppnum, rikissjóði og Fiski- félaginu. Það er fullkomin óh-æfa og vansi fyrir hið opinbera, þar sem verkið var unnið undir þes-s um-sjón, að ekki skuli hafa verið staðið í skilum með kaupgreiðsl- ur tii verkamanna, og er sjálf- sagt að bæta úr þ-essu nú þegar. Brýn og aðkallandi þörf er að s. fá nú þegar vita á óshóla innan við Bolungavík og Sauðan-es við Siglufjörð. Vegna þoku verður ekki hjá því komist að hafa hljóðvita á Sauðanesi. Vitamála- stjóri áætlar kostnaðinn við að koma upp þessum vitum báðum 95 þúsund. Siglufjarðarkaupstað- ur m-un fáanlegur til að leggja eitthvað fram til Sauðanesvitans, og mætti þá nota það fé tiil að byggja íbúð-arhús fyrir vitavörð- inn.“ (Frh.) Glímufél. „Ármann“. Glímuæf- ing verður í kvöld kl. 8—9 í fimleikas-al Mentask-ólarus. Veöric). Kl. 8 í morgun var 7 sitiga hiti í R-eykjavík. tJtlit hér um slóðir: Hægviðri. Breytileg átt. Léttskýjað. Stiðrnarsklft! i Belgín. Brússeí, 21. maí. UP.—FB. Jaspar h-efir beðist lausnar fyr- ir sig og ráðun-eyti sitt. Síðar: Jas-par beiddist lausniar eftir að vikutilraunir höfðu fram farið til þess að gera þær breyt- ingar á ráðuneytinu, að það gæti öð-last traust þingsins. Stjórnar- fall var fyrirsjáanlegt í morguin, er Bovessie, póst- og síma-mála- ráðherra sagði af sér, en hann tók við embætti sínu á þriðju- daginn. Vildi liann ekki fallast á útgjaldatillögur stjórnarinnar tM landvaxn-a. Nír vísfnðaleiðantiar ti! Grailaiiils. Khöfn, 21. maí. UP.—FB. Grænlandsverzlunin danzka hefir fyrir hönd ríkisstjórnarinn- ar tilkynt, að leiðangur danskra vísindamanna Jeggi af .stað frá Kaupmannahöfn til Austur-Græn- lands 26. júlí á tveim-ur eim- skipum. Aðalmaöur leiðangurs- ins verður hinn nafnkunni land- könnuður Lauge Koch. Tuttugu og níu vísindam-enn taka þátt í leáðangrinum. Hlutverk þeirra er að gera uppdrætti og vinna ab ýmis konar athugunum og rann- sóknum. Leiðangurinn verður alls þrjú ár í Grænlandi. IðBaneBo 1. hefti þesis-a árgangs er kom- ið út. Þar er fyrst að t-elja mijög merkilega grein eftir norskan hagfræðing: „Hvað veldur krepp- unni ?“ Bendir hann á, að „aukin framleiðsla hefir enga sölumögu- ieika nema því að eins, að lífs- kjör fólksins batni“, þvi að „kaupmáttur þeirra, er laun taka fyrir vinnu sína, ræður mestu um það, hvort vörurnar ganga út eða ekki“. Þess vegna er það, að „launalækkun gerir ekki annað en að draga kreppuna á langinn og gera han-a erfiðari viðfangs“,. en „því að eins getur atvinnu- og viðskifta-Iífið blómgast, að velmegun almennings fari vax- andi“. Um „frjálsu" samkeppn- ina svo nefndii segir höfundUr- inn: „Frjáls samkeppni merkir ' viðskiftalega villimensku. Hún er óvæg barátta allra gegn öllum." „Þeir, sem eru minni máttar, eru biátt áfram sveltir og kúgaðir til undirgefni við þá stærri og hrök-last út úr danzinum." / — ■ Þetta er grein, siem allir, sem vilja fylgjast með því, sem er að gerast í heiminum, þurfa að Iesa. — Aðrar greinar í þessu hefti „Ið- unn-ar“ eru „Aldahvörf" eftir Ás- geir Magnússon, „íslenzk kirkja

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.