Morgunblaðið - 08.04.1981, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1981
Samúðarverkfall-
ið hafði lítil áhrif
Samúðarverkfallið sem stúdent-
ar vuru hvattir til að taka þátt í til
stuðnings kjarabaráttu stunda-
kennara við Háskóia íslands virtist
breyta litlu um ma tinnu stúdenta í
gærmorgun. að sógn Guðmundar
Magnússonar háskólarektors.
Stundakennarar héldu almennan
félagsfund í gærkvöldi og voru þar
ræddir svokallaðir minnispunktar,
sem ráðuneytismenn. rektor og
stjórn Félags stundakennara hófðu
tekið saman á sameiginlegum fundi
Að sögn rektors var vel mætt í
viðskipta- og verkfræðideildum í
gærmorgun. Hann sagði að kennsla í
heimspekideild hefði svo til alveg
legið niðri, áður en til boðaðs
samúðarverkfalls kom, þannig að
mæting þar hefði ekki verið mark-
tæk.
Þá taldi hann mætingu í öðrum
deildum vera svipaða og áður. Rekt-
or kvaðst vona að samkomulag
næðist á fundinum í gærkvöldi um
frestun á verkfalli stundakennar-
Verkfræði- og raunvísindadeild HI:
I>úsundir kynntu
sér starfsemina
ÞÚSUNDIR manna kynntu sér
starfsemi verkfræði- og raunvís-
indadeildar Háskóla Islands sl.
sunnudag. Að sógn dr. Ragnars
Ingimarssonar voru undirtektir al-
mennings mjög g<>ðar og eru hug-
Sáttafund-
ur í deilu
flugmanna
»MÁL ERU á mjög viðkvæmu stigi
og er ekkert hægt að segja um
stóðuna. Ég reikna með að fundir
standi nokkuð lengi." sagði Guð-
laugur Þorvaldsson ríkissáttasemj-
ari í gærkvóldi um stöðu samninga-
viðræðna milli Félags íslenzkra
atvinnuflugmanna og Flugleiða.
Samningafundir hófust kl. 9 í
gærmorgun og stóðu fram til 16.30
en þá var gert hlé til kl. 20.30. Hléið
var notað til fundahalda milli
stjórnar FIA og trúnaðarmanna-
ráðs.
myndir uppi um að framvegis verði
slík kynning á starfsemi deildanna
á þriggja ára fresti.
Opið hús var í öllum húsakynnum
deiidanna og miðstöð kynningarinn-
ar í anddyri Háskólabíós, en þar
voru einnig fluttir átta fyrirlestrar.
Sýndar voru kvikmyndir, framdir
voru efnafræðigerningar sem hlutu
góðar undirtektir yngstu gestanna.
Þá var tölva háskólans í gangi og
gátu gestir kynnt sér hinar ýmsu
reiknikúnstir og hæfileika hennar í
skákíþróttinni og öðrum leikjum.
Tugir rannsóknartækja voru í gangi
og sýndu oemendur og kennarar
gestum, hvernig þau eru notuð við
nám og rannsóknarstörf og gafst
fólki einnig tækifæri til að reyna
kunnáttu sína.
Að sögn Ragnars Ingimarssonar
hefur nokkuð verið deilt á háskólann
undanfarið fyrir að stúdentar ættu
erfitt með að velja sér námsbraut.
Hann sagði þetta viðleitni við að
opna og kynna starfsemi þessara
deilda háskólans. Undirtektir hafa
verið mjög góðar og yrðu þær til
þess að nánari gaumur yrði gefinn
að slíku kynningarstarfi framvegis.
Ingar Iversen við bryggju á ísafirði í gærmorgun.
Ljósm. Mbl. Úlfar Ágústsson
Ragnar Arnalds um togarakaup til Þórshafnar:
Ríkisábyrgðin gild-
ir ekki til nýsmiði
Jóhann fann veilu í bók-
inni og sigraði höfundinn
lega veilu í einni þeirra og notfærði
sér það gegn Watson með svo
frábærum árangri.
VIKTOR Korchnoi sigraði sovézka
stórmeistarann Artur Jusupov í
sjóundu umferð alþjóðlega skák-
mótsins í Lone Pine. Korchnoi er
þvi ennþá efstur á mótinu. Hann
hefur hlotið sex vinninga af sjö
mögulegum, en næstur kemur
Bandaríkjamaðurinn Yasser Seir-
awan með fimm og hálfan vinning.
Þeir Guðmundur Sigurjónsson og
Jóhann Hjartarson hafa nú hlotið
þrjá og hálfan vinning, en Jón L.
Árnason hefur hlotið þrjá vinninga.
I sjöundu umferðinni vann Jóhann
bandaríska alþjóðameistarann John
Watson í aðeins 23 leikjum. Watson
hefur ritað margar bækur um byrj-
anir en Jóhann hafði fundið alvar-
„RÍKISÁBYRGÐIN til kaupa á
Ingar Iversen getur ekki gengið
sjálfkrafa yfir á nýsmiði togara i
Noregi. Hún er bundin við þessi
kaup.“ sagði Ragnar Arnalds
fjármálaráðherra. er hann var
spurður hvort ríkisábyrgðin, sem
hann gaf til kaupa á svonefndum
Þórshafnartogara, geti sjálf-
krafa gengið yfir á nýsmíði
togara, en komið hefur fram i
Mhl. að hugsanlega náist samn-
ingar um nýsmíði togara í Noregi
og komi hann til með að kosta
svipaða fjárhæð og Ingar Iversen
átti að kosta. Ingar Iversen kom
til hafnar á ísafirði í gærmorgun
með særðan skipverja.
Hafði hann hlotið höfuðmeiðsli,
sem gert var að í sjúkrahúsinu á
ísafirði og fór togarinn að því
búnu til veiða á ný með skipverj-
ann innanborðs.
Ragnar vildi ekki tjá sig frekar
um málið á þessu stigi.
Hann
sagðist ekkert vita um málavöxtu,
annað en að einhverjar breytingar
hefðu orðið á fyrirhuguðum kaup-
um. Þá sagðist hann heldur ekki
vita, hvort Framkvæmdastofnun
væri tilbúin til að veita sömu
fyrirgreiðslu til nýsmíði.
Kennarar öldungadeilda í verkfalli:
Deilt um álag
Ásgeir Ólafsson hættir sem
forstjóri Brunabótafélagsins
STAÐA forstjóra Brunabótafé-
lags íslands hefur verið auglýst
laus til umsóknar. Mun nýr
forstjóri væntanlega taka við af
Ásgeiri ólafssyni núverandi for-
stjóra 1. júlí nk„ sem hættir þá
störfum þar sem hann hefur náð
eftirlaunaaldri.
Ásgeir réðst til Brunabótafé-
lagsins 1944 sem bókari. Hann var
ráðinn skrifstofustjóri þar 1952,
settur forstjóri í september 1957
og skipaður 31. desember 1957 og
hefur hann gegnt því starfi síðan.
KENNARAR við öldungadeildir
fjölbrautaskólanna á Akranesi
og í Breiðholti eru nú í verkfalli
og er krafa þeirra sú. að þeim
verði greitt sama álag fyrir
kennslu í verknámsgreinum og
við kennslu í bóknámsgreinum.
Telja kennarar greiða eigi sama
álag fyrir kennslu í öldunga-
deild. með hliðstæðum samningi
og gert er í Menntaskólanum við
Hamrahlíð.
Matthías Frímannsson, trúnað-
armaður kennara við Fjölbrauta-
skólann í Breiðholti, tjáði Mbl., að
deilan snerist um það hvort hægt
væri að taka verknám á svokallað-
ri hraðferð í öldungadeild á sama
hátt og bóklega námið. Telja
kennarar og skólameistari fjöl-
brautaskólans það mögulegt, en
ráðuneytið ekki og vill ekki greiða
eins hátt álag á kennsluna. Hið ísl.
kennarafélag tilkynnti um verk-
föll þessi til fjármálaráðuneytis-
ins á mánudagsmorgun, en fundir
hafa ekki verið boðaðir milli aðila.
Ragnar Arnalds um efnahagstillögur Framsóknarflokksins:
99
Vil ekki andmæla þeim
— koma vel til greina“
„ÉG VIL ekki andmæla þessum
hugmyndum. Þær koma vel til
greina. en þeir hafa ekki lagt
þessar hugmyndir fram í rikis-
stjórn sem er nú vaninn. Þeir
hafa fyrst og fremst lagt þetta
fyrir i fjolmiðlum," sagði Ragnar
Árnalds fjármálaráðherra, er
Mbl. bar undir hann efnahags-
málatillögur aðalfundar mið-
stjórnar Framsóknarflokksins,
en þar kemur meðal annars fram,
að fresta skuli opinberum íram-
kvæmdum, lækka óbeina skatta
og auka niðurgreiðslur til að
halda framfærsluvisitölunni niðri
1. maí nk. Einnig er þar fjallað
um að leita skuli. ef nauðsynlegt
reynist, samstöðu með launþegum
um hámark á verðbætur launa 1.
september og 1. desember nk. og
verði þeirri kaupmáttarskerð-
ingu sem þvi fylgir bætt á lægri
laun með lækkun skatta, tolla eða
hækkun fjölskyldubóta.
Steingrímur Hermannsson sagði
á fréttamannafundi á mánudag, að
sér fyndist réttast að skera allar
opinberar framkvæmdir niður um
ákveðið prósentustig og hann sagði
að líklega þyrfti að skera þær
niður um 3—4 milljarða gkr. til að
ná tilsettu marki, þ.e. að fram-
færsluvísitalan fari ekki yfir 8 af
hundraði 1. maí nk. Ragnar Arn-
alds hafði eftirfarandi að segja um
þetta: „Þetta getur vel komið til
greina. Við þurfum væntanlega að
skera ríkisútgjöld eitthvað niður
með þessum hætti og ég hef lengi
haft það mál í undirbúningi. Það
eru heimildir fyrir þessu í fiárlög-
um og efnahagslögunum. Eg hef
einmitt verið að undirbúa tillögur í
þessu efni. Ég vil ekki nefna
neinar tölur í þessu sambandi og
það hafa heldur ekki verið teknar
neinar ákvarðanir né verið fjallað
um málið í ríkisstjórninni.
Um hámark verðbóta á laun 1.
september og 1. desember sagði
Ragnar: „Verðbætur á laun verða
reiknaðar út með eðlilegum hætti
1. júní og það fer síðan eftir því
hvernig verðmælingin verður.
Eina leiðin til að hafa áhrif á þá
verðmælingu er sú að auka niður-
greiðslur og lækka vöruverð með
öðrum hætti. Þá eru óbeinir skatt-
ar inni í vöruverðinu og ef menn
vilja fara þá leiðina þá er það
einnig hugsanlegt."
— Telur þú þessar tillögur
framsóknarmanna um efnahags-
mál aðgengilegar að öðru leyti?
„Ég vil ekki andmæla þessum
hugmyndum. Þær koma vel til
greina."
Lóðaúthlutanir
Rvíkurborgar:
Úrvinnsla
tekur um
tvo mánuði
RÚMLEGA sextán hundruð
l<)ðaumsóknir höfðu borist
skrifstofu borgarverkfræð-
ings í gærmorgun, að sögn
Hjörleifs Kvaran. Langflest-
ar umsóknirnar eru eftir lóð-
um á tveimur stærstu svæðun-
um. Öskjuhlið og Fossvogs-
svæði. Reiknað er með, að það
taki um tvo mánuði að vinna
úr umsóknunum.
Umsóknir voru enn að ber-
ast í pósti í gærdag og sagði
Hjörleifur að reikna mætti
með að þær yrðu alls upp
undir sautján hundruð talsins.
Þá sagði hann að það myndi
taka um tvo mánuði að vinna
úr umsóknunum. „Fyrst send-
um við Gjaldheimtunni um-
sóknirnar og hún gefur okkur
upplýsingar um hverjir eru í
skuld og það getur tekið
nokkra daga. Þá sendum við
borgarráði öll vafaatriði og
látum það taka afstöðu til
þeirra og það getur einnig
tekið sinn tíma. Þá kemur til
okkar kasta. Við tökum fyrst
einbýlishúsalóðirnar, sem mér
sýnist í fljótu bragði að sé
mest eftirsókn eftir, og síðan
koll af kolli. Úthlutunin sjálf
mun áreiðanlega taka heilan
mánuð,“ sagði hann að lokum.