Morgunblaðið - 08.04.1981, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1981
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1981
17
PliorjjtmMafoiífo
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Skipulagsslys
í Reykjavík
Ekki hefur farið fram hjá neinum, að innan borgarstjórnar
Reykjavíkur er hart deilt um nýjar skipulagstillögur, sem
meirihluti vinstri manna hefur lagt fram. Svo sýnist sem það sé
einkum af pólitískum hvötum, sem vinstrisinnar hafa hraðað sér við
framlagningu nýrra hugmynda um skipulag höfuðborgarinnar.
Málið hefur ekki verið þannig undirbúið, að til fyrirmyndar sé.
Viðbrögð meirihlutans við allri gagnrýni hafa einkennst af
óvenjulegri viðkvæmni og þeir hafa viljað flýta afgreiðslu tillagna
sinna í stað þess að kynna þær rækilega meðal borgarbúa og skapa
um þær umræður eins og nauðsynlegt er. Má segja, að í því efni sé
öðru vísi að málum staðið en undir forystu sjálfstæðismanna, sem í
skipulagsmálum kappkostuðu að gefa almenningi færi á að segja álit
sitt á hugmyndum, áður en frá þeim var gengið með samþykkt
borgarstjórnar. Það eru Alþýðubandalagsmenn, sem hafa forystu í
skipulagsmálum innan vinstri meirihlutans, og þarf því ekki að
koma mjög á óvart, að hroki og yfirlæti setji svip sinn á
málsmeðferðina.
Birgir ísleifur Gunnarsson fyrrum borgarstjóri gerir hinar nýju
skipulagstillögur að umræðuefni í grein hér í blaðinu á sunnudag.
Hann lýsir þar ástæðunum fyrir því, hvers vegna sjálfstæðismenn
gagnrýna tillögurnar. í fyrsta lagi telja þeir undirbúning allan
óvandaðan og flausturslegan. Til dæmis deila skipulagsaðilar og
gatnadeild borgarverkfræðings um upphæð, sem nemur 10 til 12
milljörðum gkr. og varðar kostnað við lagnir og leiðslur. Þá hafa alls
ekki farið fram nægilega ýtarlegar jarðfræðirannsóknir á einu
aðalbyggingasvæði vinstri manna, en einmitt á því svæði hefur
sérstaklega verið varað við sprunguhættu. í öðru lagi telja
sjálfstæðismenn óskynsamlegt að teygja byggð í borginni að
Rauðavatni og upp í Hólmsheiði. Þeir vilja byggja meðfram
ströndinni í áttina til næsta þéttbýliskjarna það er Mosfellssveitar í
stað þess að teygja byggð í allt að 130 metra hæð upp í heiði og í átt
til fjalla. I þriðja lagi mótmæla sjálfstæðismenn einstökum atriðum
í skipulagstillögum vinstri meirihlutans. Þeir eru til dæmis
algjörlega andvígir skerðingu golfvallarins og vilja taka meira tillit
til athafnasvæðis hestamanna.
Gagnrýni sjálfstæðismanna á skipulagshugmyndirnar styðst við
gild rök. Það er til marks um lélega forystu vinstri manna í
málefnum borgarbúa, að þeir skuli leggja fram jafn hroðvirknislegar
tillögur og hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Tilgangurinn sýnist
fyrst og fremst vera sá að komast undan ámæli fyrir aðgerðarleysi í
skipulagsmálum. Eins og allt er í pottinn búið hefði verið betra fyrir
Reykvíkinga og landsmenn alla, að vinstri meirihlutinn undir
forystu Alþýðubandalagsins hefði ekkert aðhafst í þessum mála-
flokki allt kjörtímabilið heldur en að standa að gerð þeirra
hugmynda, sem nú hafa séð dagsins ljós. Menn geta huggað sig við
það eitt, að enn hefur meirihluti sjálfrar borgarstjórnar ekki
staðfest tillögur hugmyndasmiðanna. Miklu skiptir, að það verði ekki
gert í neinum flýti heldur verði borgarbúum gefinn kostur á að
kynna sér tillögurnar í smáatriðum og segja álit sitt á þeim. Með því
tækist vonandi að koma í veg fyrir meiriháttar skipulagsslys.
Mikils metið framtak
Um síðustu helgi var efnt til kynningar á kennslu og
starfsháttum Iðnskólans í Reykjavík og í verkfræði- og
raunvísindadeild Háskóla íslands. í báðum tilvikum sýndi almenn-
ingur mikinn áhuga á þessu framtaki. Þúsundir ef ekki tugþúsundir
manna gerðu sér ferð í menntastofnanirnar til að fræðast um það,
sem þar fer fram. Er óhætt að segja, að sá áhugi sé í hróplegri
andstöðu við verkfallsaðgerðir og fréttir af þeim úr háskólanum.
I nútímaþjóðfélögum ræður úrslitum um samkeppnishæfni í
tæknivæddri veröld, að vel sé staðið að hvers konar iðnfræðslu og
menntun í verkfræði- og raunvísindagreinum. Á þeim sviðum verða
framfarir einna örastar og ekki síst þar er nauðsynlegt að nýta
mannlegt hugvit til hins ýtrasta. í sömu andrá er hollt að minnast
þess, að hér á landi þarf að gefa iðnaðarmönnum og verkfræðingum
tækifæri til að takast á við verðug verkefni. Þau eru í raun óþrotleg,
þegar hugað er að virkjunarmöguleikum og þeim iðnaði, sem unnt er
að byggja upp samhliða stórvirkjunum. Áhuginn á kynningunni í
Iðnskólanum og verkfræði- og raunvísindadeild háskólans endur-
speglar þann vilja þjóðarinnar, að af stórhug verði staðið að mótun
atvinnustefnu framtíðarinnar. Aðeins með þeim hætti tryggjum við,
að vel menntaðir menn sjái sér hag af því að takast á við verkefni
heima fyrir.
Dr. Jóhannes Nordal á 20. ársfundi Seðlabanka Islands:
Dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, formaður bankastjórnar Seðla-
banka íslands, flutti á ársfundi Seðlabankans í gær ræðu, sem hér fer á
eftir í heild. Þetta var 20. ársfundur bankans, en bankinn hóf starfsemi
sína samkvæmt lögum, sem sett voru 1961.
Ársfundur Seðlabankans er að
þessu sinni haldinn af tvennu
tilefni. í fyrsta lagi því, að á fundi
bankaráðs Seðlabankans, sem
haldinn var fyrr í dag, staðfesti
viðskiptaráðherra reikninga bank-
ans fyrir árið 1980. Hins vegar er
þess að minnast í dag, að 20 ár eru
liðin frá því, að Seðlabanki tslands
hóf starfsemi skv. lögum frá 29.
marz 1961, en með þeim var
endanlegur aðskilnaður gerður
milli Seðlabankans og Landsbank-
ans, sem gegnt hafði hlutverki
seðlabanka í rúm þrjátíu ár. Er
þetta jafnframt 20. ársfundur
bankans, síðan núgildandi löggjöf
var sett. Vegna þess, að ársfundur-
inn er nú haldinn nærri því mánuði
fyrr en venja hefur verið hin
síðustu ár, hefur ekki unnizt tími
til þess að ganga frá ársskýrslu
bankans í venjulegi formi, en þess í
stað hefur til bráðabirgða verið
prentað sérstakt útdráttarhefti úr
ársskýrslunni, þar sem er að finna
reikninga bankans fyrir árið 1980
ásamt safni af töflum, er geyma
tölulegar upplýsingar um þróun
efnahagsmála, einkum þá þætti, er
mest varða starfsemi Seðlabank-
ans, svo sem peninga- og gjaldeyr-
ismál. Formaður bankaráðs hefur
þegar rætt um reikninga bankans,
en ég mun nú fyrir hönd banka-
stjórnarinnar gera nokkra grein
fyrir þróun efnahagsmála á síð-
astliðnu ári og ræða ýmis þeirra
vandamála, sem við er að fást í
stjórn efnahagsmála um þessar
mundir.
Vegna þeirra tímamóta, sem nú
eru í starfsemi Seðlabankans, mun
ég einnig nota þetta tækifæri til
þess að skoða efnahagsstöðu ís-
lendinga og vandamál í dag í ljósi
þeirrar þróunar, sem orðið hefur í
efnahagsmálum og hagstjórn hér á
landi á undanförnum tveimur ára-
tugum. Hefur í því tilefni verið
tekið saman nokkurt safn línurita,
er sýna þróun ýmissa mikilvægra
hagstærða undanfarin 20 ár. En
víkjum þá fyrst að þróuninni und-
anfarið ár.
150% hækkun olíuverðlags
frá árinu 1978
Miklar breytingar hafa orðið í
efnahagsþróun umheimsins undan-
farið ár, og er orsaka þeirra fyrst
og fremst að leita í hinum miklu
hækkunum á olíuverðlagi, sem átt
hafa sér stað síðan haustið 1978 og
leitt hafa til u.þ.b. 150% hækkunar
olíuverðiags á alþjóðamörkuðum.
Ljóst er nú, að tekizt hefur mun
■ betur að þessu sinni en á árunum
1974—1975 að koma í veg fyrir
almenn verðbólguáhrif olíuverðs-
hækkananna, a.m.k: meðal iðn-
væddra þjóða, en áhrif þeirra hafa
hins vegar komið fram með fullum
þunga í minnkandi hagvexti og
auknu misvægi í greiðslujöfnuði
milli ríkja. Segja má, að þegar sé
um að ræða almennan afturkipp í
efnahagsmálum bæði í Evrópu og
Norður-Ameríku, og horfir þung-
lega um skjótan afturbata, sérstak-
lega í Evrópu. Er því ástæða til að
ætla, að samdráttaráhrif og eftir-
spurnartregða muni enn setja svip
sinn á þróun alþjóðaviðskipta á
þessu og jafnvel næsta ári.
Stórfelld verðbólga
þriðja árið í röð
íslendingar hafa að sjálfsögðu
ekki farið varhluta af áhrifum
þeirra breytinga, sem orðið hafa í
þróun efnahagsmála í umheimin-
um að undanförnu. Sérstaklega
höfðu hækkanir olíuverðlags mikil
og snögg áhrif á viðskiptakjör og
verðlagsþróun hér á landi á árinu
1979, en vegna tengingar við verð-
lag á Rotterdam-markaði hækkaði
olíuverð hér á landi fyrr og örar en
víðast hvar erlendis, þar sem meg-
inþungi verðhækkana kom ekki
fram fyrr en á árinu 1980. Þótt
versnandi viðskiptakjör hafi dregið
úr hagvexti hér á landi eins og
annars staðar miðað við það, sem
ella hefði getað orðið, hefur komið
á móti veruleg aukning útflutn-
ingsframleiðslu, einkum vegna
vaxandi þorskafla, og hefur það
nægt til þess að halda furðu vel í
horfinu bæði að því er varðar
viðskiptajöfnuð og þjóðarfram-
leiðslu. Hið sama verður ekki sagt
um þróun verðlags. Þótt lítið eitt
hafi dregið úr verðbólguhraða er
líða tók á síðastliðið ár, varð
meðalhækkun verðlags á milli ár-
anna 1980 og 1979 ennþá hærri en
árin á undan eða rúm 58%. Þriðja
árið í röð einkenndist þjóðarbú-
skapurinn því af stórfelldri verð-
bólgu, jafnframt því sem hægfara
breytingar urðu á helztu raun-
stærðum þjóðarbúskaparins, svo
sem framleiðslu, viðskiptajöfnuði
og þjóðarútgjöldum.
Samkvæmt nýjustu áætlunum
Þjóðhagsstofnunar jókst þjóðar-
framleiðslan á árinu 1980 um 2,5%,
Sé á hinn bóginn litið á ráðstöf-
unarhlið þjóðarbúskaparins kemur
i ljós, að þjóðarútgjöld hafa aukizt
álika mikið og þjóðarframleiðsla,
en fyrir áhrif versnandi viðskipta-
kjara jukust þau rúmlega 1V4%
umfram þjóðartekjur, og kom það
fram í nokkurri aukningu á við-
skiptahalla við útlönd, eins og síðar
verður að vikið.
Aukningu þjóðarútgjalda á sið-
asta ári má fyrst og fremst rekja
til þess, að fjárfesting jókst um 8%
frá fyrra ári, og stafaði það að
langmestu leyti af nærri þriðjungs
aukningu orkuframkvæmda. Ef frá
er talinn innflutningur skipa og
flugvéla, varð engin aukning í
fjárfestingu atvinnuveganna á ár-
inu og bygging íbúðarhúsa dróst
saman um 5%. í heild nam fjár-
festing27,l% af þjóðarframleiðslu,
Dr. Jóhannes Nordal flytur ræðu
sína á ársfundinum i gær.
Ljósm.: ÓI.K.M.
fjármagnshreyfinga frá útlöndum,
en þar skipta erlendar lántökur til
langs tíma langmestu máli. Reynd-
ist fjármagnsjöfnuðurinn í heild
hagstæður á árinu um 590 millj.
kr., sem var um 270 millj. kr.
umfram hallann á viðskiptajöfnuð-
inum, og kom sá mismunur fram í
samsvarandi aukningu á nettó-
gjaldeyriseign bankakerfisins.
Helmingur batans fór i að
lækka gjaldeyrisskuldir
Tæplega helmingurinn af þess-
um bata gjaldeyrisstöðunnar fór til
þess að lækka gjaldeyrisskuldir
Seðlabankans, einkum við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn, en um 118 millj.
kr. komu fram í uknum gjaldeyris-
forða Seðlabankans. í árslok nam
gjaldeyrisforðinn í heild 1,1 millj-
arði króna, sem er jafnvirði 177
millj. bandarískra dollara. Þótt
heildargjaldeyriseign Seðlabank-
ans hafi farið jafnt og þétt vaxandi
undanfarin fimm ár, hefur hún
lítið sem ekkert vaxið í hlutfalli við
almennan innflutning. Reiknað á
þann mælikvarða er gjaldeyris-
forðinn nú aðeins helmingur þess,
sem hann var yfirleitt á árunum
1961—1973. í lok siðasta árs jafn-
óhætt sé að fullyrða, að hjöðnun
verðbólgunnar hafi, a.m.k. í orði
kveðnu, verið talið meginmarkmið-
ið í efnahagsmálum af hálfu allra
þessara ríkisstjórna, er lítill varan-
legur árangur sjáanlegur í því efni.
Á hinn bóginn hefur tekizt með
aðgerðum á ýmsum sviðum efna-
hagsmála að koma í veg fyrir eða
draga verulega úr skaðlegustu
áhrifum verðbólgunnar, t.d. á
framleiðslustarfsemi og á jafnvægi
þjóðarbúsins út á við. Þessar and-
stæður í árangri efnahagsstjórnar
skýrast vafalaust að miklu leyti af
því, hve ófúsir menn hafa verið til
þess að fórna öðrum efnahags-
legum markmiðum, svo sem háu
atvinnustigi, verndun kaupmáttar
og miklum opinberum fram-
kvæmdum, fyrir árangur í barátt-
unni við verðbólguna.
Kaupmáttarskerðing
ekki nóg til
verðbólguhjöðnunar
í launamálum hefur þetta komið
fram i því, að megináherzla hefur
verið lögð á það að hemja með
ýmsum hætti þær víxlhækkanir
verðlags og launa, sem hrint var af
stað með launasamningunum 1977.
íslenzkur þjóðarbúskapur í
sjáJfheldu örrar veröbólg'u
sem er álíka mikið og árið áður,
þegar aukningin er talin hafa orðið
2,9%. Viðskiptakjör þjóðarbúsins
rýrnuðu enn um 3,5% á árinu,
einkum vegna hækkandi olíuverð-
lags, en árið áður höfðu þau rýrnað
af sömu ástæðum um 10%. Hafði
þessi rýrnun viðskiptakjara í för
með sér lækkun raunverulegs
ráðstöfunarfjár þjóðarinnar, og
varð því hækkun þjóðartekna að-
eins 1,2%, sem þó var nokkur bati,
því að árið áður höfðu þjóðartekjur
lækkað um nánast sömu prósentu.
Vaxandi útflutn-
ingsframleiðsla
Eins og áður sagði, átti vaxandi
útflutningsframleiðsla meginþátt í
því að haldið var í horfinu í
þjóðarframleiðslu á síðasta ári, og
munaði þar mest um 10% aukn-
ingu í framleiðslu sjávarafurða. Að
vísu minnkaði heildarfiskaflinn
nokkuð eða úr 1645 þús. tonnum í
1509 þús. tonn, en það reyndist þó
mun þyngra á metunum, að mikil
aukning varð á hinum verðmætari
hluta aflans, einkum þorskaflan-
um, sem enn fór verulega fram úr
áætlun. Virðast horfur nú betri en
áður var talið um aukningu botn-
fiskafla á næstu árum, en á móti
því kemur áframhaldandi rýrnun
loðnustofnsins. Þó er ljóst, að enn
vantar mikið á, að unnt sé að spá
um aflamagn og ástand fiskstofna
með nægilegri nákvæmni, og er því
hætt við, að varnaðarorð þeirra,
sem hvetja til forsjálni í nýtingu
fiskstofna, megi sín minna en
æskilegt væri.
Veruleg aukning varð einnig á
framleiðslu útflutningsiðnaðar á
árinu, og munaði þar mest um
aukna framleiðslu í kísiljárni og
prjónavöru. Hins vegar mun fram-
leiðsla iðnaðarvara fyrir innlendan
markað hafa aukizt lítið á árinu.
Landbúnaðarframleiðsla jókst að-
eins um 1% á árinu, þrátt fyrir
einstaklega gott árferði. Dró aðal-
lega úr framleiðslu mjólkurafurða,
en ráðstafanir höfðu verið gerðar
til þess, m.a. með álagningu fóður-
bætisskatts, að draga úr hinni
miklu offramleiðslu, sem verið hef-
ur á mjólkurafurðum hér á landi
undanfarin ár. Loks benda upplýs-
ingar til þess, að lítils háttar
aukning hafi orðið í byggingar-
starfsemi á árinu, einkum vegna
mikilla opinberra framkvæmda.
sem er nokkur aukning miðað
undanfarin tvö ár.
Einkaneyzla virðist hafa haldizt
svo að segja óbreytt á árinu, en
talið er, að kaupmáttur ráðstöfun-
artekna hafi lækkað um 2%, en
árið áður hafði einkaneyzla aukizt
um 2%. Aðeins 2% aukning varð á
samneyzlu á árinu á móti 3,5%
aukningu árið áður, og hefur því
aukning samneyzlu nokkurn veg-
inn haldizt í hendur við þróun
þjóðarframleiðslu undanfarin tvö
ár.
Vaxandi halli á
viðskiptajöfnuði
Þótt aukning þjóðarútgjalda
væri nú annað árið í röð nokkurn
veginn jafn mikil og vöxtur þjóðar-
framleiðslu urðu versnandi við-
skiptakjör því enn valdandi, að
vaxandi halli varð á viðskiptajöfn-
uðinum við útlönd. Samkvæmt
bráðabirgðatölum jókst hallinn á
viðskiptajöfnuði úr 0,8% af þjóðar-
framleiðslu árið 1979 í 2,4% á
síðasta ári. Á móti þessum aukna
halla komu hins vegar meiri út-
flutningsvörubirgðir og aukinn
innflutningur skipa og flugvéla.
Heildarverðmæti útflutnings
nam í fyrra 4.460 millj. kr. (á ég
þar við nýjar krónur, eins og alls
staðar annars staðar í þessu er-
indi), og jókst verðmæti útflutn-
ings um 16% frá árinu 1979, ef
reiknað er á sama meðalgengi bæði
árin. Gjaldeyrisverðmæti útfluttra
sjávarafurða jókst um 16,5% á
árinu, en jafnframt varð nokkur
aukning á birgðum. Utflutningur
áls dróst hins vegar nokkuð saman
á árinu, en veruleg aukning varð
bæði á útflutningi kísiljárns og
annarra iðnaðarvara, einkum ull-
ar- og skinnavarnings. Áætlað er,
að útflutningsverðlag hafi að með-
altali hækkað á árinu um 7%
miðað við fast meðalgengi, en að
magni til hafi útflutningur aukizt
um 9% frá fyrra ári.
Minni áhrií
olíuverðshækkana
Verðmæti vöruinnflutnings nam
4312 millj. kr., og var því vöru-
skiptajöfnuðurinn jákvæður um
148 millj. Hlutfallsleg aukning
innflutnings nam 16% miðað við
fast gengi, en ef frá er talinn
innflutningur skipa og flugvéla og
annar sérstakur innflutningur, sem
jókst um 25%, nam aukning al-
menns innflutnings um 15% miðað
við fyrra ár. Almennt innflutnings-
verðlag hækkaði um nálægt 9% á
árinu í erlendri mynt, en sú
hækkun stafaði að þriðjungi af því,
að meðalverð á olíuvörum varð um
18% hærra en árið áður. Á móti
þeirri hækkun kom hins vegar
verulegur samdráttur í innflutn-
ingi olíuvara, sérstaklega gasolíu.
Urðu því áhrif olíuverðshækkan-
anna á viðskiptajöfnuð mun minni
en árið áður, þegar meðalverð-
hækkun á innfluttum olíuvörum
nam yfir 90%.
Eins og þessar tölur bera með sér
var sæmilegt jafnvægi í vöruskipt-
um landsmanna við útlönd á síð-
astliðnu ári, og er þetta reyndar
þriðja árið í röð, sem nokkur
afgangur verður á vöruskiptajöfn-
uðinum. Á móti þessum árangri
kemur hins vegar sú mikla breyt-
ing, sem orðið hefur á þróun
þjónustujafnaðarins undanfarin
tvö ár. Á árinu 1979 kom í fyrsta
skipti í mörg ár fram verulegur
halli á þjónustjöfnuðinum, og nam
hann um 220 millj. kr. miðað við
meðalgengi síðasta árs. Hélt þessi
þróun áfram á árinu 1980, og benda
bráðabirgðatölur til þess, að hall-
inn á þjónustujöfnuðinum hafi þá
orðið helmingi meiri eða rúmlega
460 millj. kr. Þessi rýrnun þjón-
ustujafnaðarins undanfarin tvö ár
stafar einkum af tvennu, minnk-
andi tekjum af samgöngum, sér-
staklega flugrekstri, og mjög aukn-
um vaxtagreiðslum af erlendum
lánum.
Séu þær tölur allar um viðskipti
með vörur og þjónustu, sem ég hef
nú rakið, dregnar saman í eitt,
kemur fram, að viðskiptajöfnuður-
inn var á síðastliðnu ári óhagstæð-
ur um 318 millj. kr., en það
jafngildir um 2,4% af þjóðarfram-
leiðslu, eins og áður er fram komið.
Á fyrra ári var viðskiptajöfnuður-
inn hins vegar óhagstæður um
tæpar 90 millj. kr., reiknað á sama
gengi, en það jafngildir 0,8% af
þjóðarframleiðslu þess árs. Er þá
ekki í þessum samanburði tekið
tillit til þess, að birgðabreytingar
og aukinn innflutningur sérstakra
fjárfestingarvara átti meginþátt í
rýrnun viðskiptajafnaðarins milli
þessara tveggja ára.
Viðskiptahallinn á árinu 1980
jafnaðist af innstreymi fjár vegna
gilti gjaldeyrisforðinn um 85 daga
innflutningi miðað við almennan
meðalinnflutning undanfarna 12
mánuði, en á árunum 1961—1973
jafngilti gjaldeyrisforðinn lengst
af 140—170 daga innflutningi
reiknað á sama hátt.
Erlendar lántökur til langs tíma
námu á árinu 1980 1069 millj. kr.,
en afborganir eldri lána 376 millj.
Nam því skuldaaukning við útlönd
693 millj. kr., sem var mun meira
en árið áður. í árslok námu heild-
arskuldir þjóðarbúsins til langs
tíma 5970 millj. kr., sem fært til
meðalgengis ársins nemur um
35,1% af þjóðarframleiðslu, og
hefur þetta hlutfall farið hækkandi
síðastliðin þrjú ár en hæst hafði
það komizt áður árið 1975, er það
var 34,9%. Einnig varð nokkur
hækkun á árinu á greiðslubyrði af
erlendum lánum, en afborganir og
vextir á síðastliðnu ári námu 14,1%
af tekjum þjóðarbúsins af útflutt-
um vörum og þjónustu, en þetta
hlutfall hefur a.m.k. þrisvar á
siðastliðnum 20 árum orðið jafn
hátt eða hærra. Erfitt hefur reynzt
undanfarin ár að spá fyrir um
þróun greiðslubyrðarinnar fram í
tímann, þar sem hún er mjög háð
vöxtum á erlendum mörkuðum, svo
og verðlags- og gengisbreytingum.
Vextir á erlendum mörkuðum hafa
verið óvenjulega háir að undan-
förnu, og er ástæða til að ætla, að
greiðslubyrðin eigi enn eftir að
þyngjast af þeim sökum, auk áhrifa
áframhaldandi skuldaaukningar.
Þær tölur, sem ég hef nú rakið
um þróun helztu raunstærða þjóð-
arbúskaparins á síðastliðnu ári og
stöðuna út á við, sýna bæði tiltölu-
lega litlar breytingar frá fyrra ári
og sæmilega viðunandi viðskipta-
jöfnuð, ekki sízt ef höfð eru í huga
áhrif versnandi viðskiptakjara og
aukinna orkuframkvæmda á við-
skiptajöfnuð. Það er vissulega at-
hyglisvert, að þetta skuli vera
þriðja árið í röð, sem einkennist
annars vegar af óvenju miklum
stöðugleika í þróun framleiðslu,
þjóðarútgjalda og viðskiptajafnað-
ar, en hins vegar af mestu og
þrálátustu verðbólgu, sem íslend-
ingar hafa nokkru sinni átt við að
etja. Á þessum þremur árum hafa
verið háðar tvennar kosningar og
fjórar ríkisstjórnir setið að völd-
um, og átök hafa því verið mikil
bæði um stefnuna í efnahagsmál-
um og framkvæmd hennar. En þótt
Ýmsum ráðum hefur verið beitt í
þessu efni, svo sem beinni skerð-
ingu vísitölubóta, niðurgreiðslum
vöruverðs, skattalækkunum og fé-
lagslegum aðgerðum í stað launa-
breytinga, svo að nokkuð sé nefnt.
Allt hefur þetta stuðlað að því, að
kaupmáttur ráðstöfunartekna, sem
tekið hafði mikið stökk á siðari
helmingi ársins 1977, hefur síðan
lítið breytzt og þá heldur til
lækkunar t.d. á síðastliðnu ári. Á
hinn bóginn hafa aðgerðir í þessum
efnum aldrei nægt til þess að
hægja svo á gangi vísitöluskrúf-
unnar, að það hefði veruleg áhrif
til verðbólguhjöðnunar.
Gengismálin eru annað svið, þar
sem markmið, svo sem afkoma
atvinnuveganna og atvinnustig,
hafa reynzt þyngri á metunum hjá
stjórnvöldum en hjöðnun verð-
bólgu. Frekar en að hætta á
alvarlegan samdrátt í efnahags-
starfsemi hefur verið talið óhjá-
kvæmilegt að jafna áhrif hinna
miklu kostnaðarhækkana innan-
lands á samkeppnisstöðu atvinnu-
veganna með lækkun á gengi krón-
unnar gagnvart öðrum gjaldmiðl-
um, enda þótt ljóst væri, að með
því væri um leið stuðlað að áfram-
haldandi víxlhækkunum verðlags
og kaupgjalds. Yfirleitt hafa geng-
isbreytingar þessa tímabils átt sér
stað með mismunandi hröðu geng-
issigi, og hafa sveiflur í afkomu
sjávarútvegs og viðskiptakjör ráðið
mestu um það, hve ör gengisaðlög-
unin hefur þurft að vera á hverjum
tíma. Á siðastliðnu ári var gengis-
aðlögunin með hraðara móti, og
hækkaði meðalgengi erlendra
gjaldmiðla gagnvart íslenzku krón-
unni að meðaltali um 38% frá
fyrra ári. Með þessu móti hefur
yfirleitt tekizt að halda samkeppn-
isstöðu útflutningsatvinnuvega og
iðnaðar fyrir heimamarkaðinn í
sæmilegu horfi og koma í veg fyrir,
að verðbólguþróunin leiddi til al-
varlegrar rýrnunar í viðskiptajöfn-
uðinum við útlönd. Jafnframt fer
ekki á milli mála, að sá árangur
hefur náðst á kostnað þess mark-
miðs að knýja fram hjöðnun verð-
bólgunnar.
Sé litið á stefnuna í opinberum
fjármálum og peningamálum á
þessu þriggja ára tímabili, má
einnig segja, að markmið hennar
hafi frekar verið að veita nægilegt
aðhald til þess að tryggja sæmilegt
jafnvægi í þjóðarbúskapnum við
skilyrði fullrar atvinnu en að knýja
fram hjöðnun verðbólgu með hörð-
um takmörkunum á aukningu pen-
ingaframboðs. Innan þessara
marka hefur á síðustu árum tekizt
að styrkja verulega ýmsa þætti í
stjórn peninga- og fjármála, eins
og ég mun nú drepa stuttlega á.
Aukið svigrúm Seðla-
bankans til aðhalds
í peningamálum
I stjórn opinberra fjármála
skiptir mestu máli sá bati, sem
orðið hefur á undanförnum tveim-
ur árum á fjárhagsstöðu ríkissjóðs
eftir langt tímabil þráláts greiðslu-
halla og skuldasöfnunar við Seðla-
bankann. Hefur þessi afkomubati
ríkissjóðs aukið verulega svigrúm
Seðlabankans til aðhalds í
peningamálum. Á móti bættum
hag ríkissjóðs hefur hins vegar
komið tilhneiging til aukinnar
skuldasöfnunar erlendis vegna
opinberra framkvæmda, og er mik-
ilvægt, að leiðir finnist til þess að
auka hlutdeild innlendrar fjár-
mögnunar í þessum framkvæmd-
um.
Að því er varðar stjórn pen-
ingamála, hefur annars vegar verið
leitazt við að hafa bein áhrif á
útlánagetu bankakerfisins með
innlánsbindingu og breyttum
endurkaupahlutföllum, en hins
vegar að koma á betra jafnvægi
milli sparifjármyndunar og útlána
með breytingu lánskjara. Mikilvæg
skref voru tekin til þess að styrkja
þessa þætti hagstjórnar með lögum
um efnahagsmál, sem sett voru
vorið 1979. Heimildir þeirra laga til
aukinnar innlánsbindingar voru
notaðar þegar á fyrsta ári, og um
mitt síðasta ár voru flestar inn-
lánsstofnanir komnar í 28% bind-
ingu, sem er hámark samkvæmt
lögunum. Er því lækkun endur-
kaupahlutfalla eina virka tækið,
sem nú er hægt að grípa til til þess
að draga úr peningaútstreymi úr
Seðlabankanum, ef þörf verður á.
Hafa endurkaupahlutföll verið
lækkuð þrívegis á undanförnum
þremur árum, og nemur lækkunin
samtals 6,5 prósentustigum. Síð-
asta lækkunin, um 1,5 prósentustig,
kom til framkvæmda snemma á
síðastliðnu ári, en hætt var við
frekari aðgerðir í þessum efnum í
það skipti vegna óska ríkisstjórn-
arinnar, en til þeirra getur þurft að
grípa síðar, ef hætta verður á
aukinni þenslu í peningamálum.
Það markmið hafði verið sett
með lögum um stjórn efnahags-
mála vorið 1979, að vaxtaákvarðan-
ir skyldu miðaðar við það, að vextir
yrðu komnir í samræmi við verð-
bólgustig fyrir árslok 1980, og
bundið sparifé nyti fullrar verð-
tryggingar í því eða öðru formi. í
samræmi við þetta voru vextir
hækkaðir þrívegis á árinu 1979, en
einu sinni á siðastliðnu ári, þ.e.a.s.
í júní, þegar verðbótaþáttur vaxta
var hækkaður um 3—4%. Frekari
breytingar urðu ekki á vöxtum á
árinu vegna ákvörðunar ríkis-
stjórnarinnar um að framlengja
aðlögunartima vaxtakerfisins að
fullri verðtryggingu til ársloka
1981, og var sú ákvörðun lögfest
með bráðabirgðalögum í lok ársins.
Á hinn bóginn voru í samræmi við
stefnu ríkisstjórnarinnar teknir
upp fullverðtryggðir innlánsreikn-
ingar á miðju síðasta ári, og voru
þeir með tveggja ára bindingu, en
sá binditími var skömmu eftir
síðustu áramót styttur í sex mán-
uði. Er þegar ljóst, að verðtryggt
innlánsfé mun verða fyrirferðar-
mikill hluti af ráðstöfunarfé bank-
anna í framtíðinni, og hafa inn-
stæður á þessum reikningum auk-
izt mjög ört, síðan binditíminn var
styttur.
Betra jafnvægi á
lánsfjármarkaði
Enginn vafi er á því, að láns-
kjarastefna sú, sem mörkuð var
með efnahagsmálalögunum, hefur
þegar stuðlað að betra jafnvægi á
lánsfjármarkaðnum og aukinni
sparifjármyndun. Kom þetta fram
í hagstæðara hlutfalli milli inn-
lánsaukningar og útlána innláns-
stofnana en undanfarin ár. Jukust
heildarinnistæður í bönkum og
sparisjóðum um 67,4% á árinu, en
aukning svonefndra þaklána,
þ.e.a.s. útlána að frádregnum
endurkaupum, nam 57,2%. Batnaði
því lausafjárstaða bankanna gagn-
vart Seðlabankanum mjög veru-
lega á árinu. Þegar gengið var frá
lánsfjáráætlun vorið 1980 hafði að
vísu verið stefnt að mun lægri
útlánaaukningu, en fljótlega varð
ljóst, að markmiðin, sem þar voru
sett, voru óraunhæf vegna mun
meiri verðhækkana en þar hafði
verið reiknað með. Var því lögð
megináherzla á það, að markmið-
um áætlunarinnar um bætta lausa-
fjárstöðu gagnvart Seðlabankanum
yrði náð, og var ekki gert neitt
formlegt útlánasamkomulag að
þessu sinni milli Seðlabankans og
viðskiptabankanna. Þegar kom
fram á sumarið brá hins vegar
mjög til hins verra í þróun lausa-
fjárstöðu viðskiptabankanna, og
komust þeir í mjög erfiða stöðu
gagnvart Seðlabankanum, sér-
staklega í ágústmánuði. Lágu
orsakir þessara erfiðleika bæði í
tímabundnum greiðsluerfiðleikum
atvinnuveganna, þar á meðal
birgðasöfnun frystihúsa og versn-
andi afkomu útgerðarfyrirtækja,
en að nokkru í of mikilli almennri
útlánaaukningu. Voru því gerðar
ráðstafanir í september til þess að
herða á skilmálum um fyrir-
greiðslu Seðlabankans við inn-
lánsstofnanir, jafnframt því sem
viðskiptabankarnir gerðu sam-
komulag sín á milli um útlánatak-
markanir. Áttu þessar ráðstafanir
vafalaust drjúgan þátt í mjög örum
bata í lausafjárstöðu innlánsstofn-
ana á síðasta fjórðungi ársins.
Sjálfhelda örrar verðbólgu
Það yfirlit, sem ég hef nú gefið
um þróun efnahagsmála að undan-
förnu, sýnir vel þá sjálfheldu örrar
verðbólgu, sem íslenzkur þjóðarbú-
skapur hefur ratað í fyrir samverk-
an utanaðkomandi afla og efna-
hagsákvarðana íslendinga sjálfra.
Þótt undrast megi að þessari verð-
bólguþróun skuli ekki hafa fylgt
meiri sveiflur og jafnvægisleysi í
þjóðarbúskapnum í heild, er það
vafalaust að miklu leyti því að
þakka, að ytri skilyrði hafa, þrátt
fyrir olíuverðshækkunina, verið ís-
lendingum hagstæð að undanförnu.
Því fer fjarri, að af þessari þróun
megi draga þá ályktun, að tekizt
hafi að gera verðbólguna skað-
lausa. Þvert á móti er ljóst, að
henni hefur fylgt gífurlegt álag á
stjórnkerfi landsins, stjórnendur
fyrirtækja og allan almenning, en
um þetta og annað skaðræði verð-
bólgunnar hefur svo margt verið
sagt bæði á þessum vettvangi og
öðrum, að óþarfi ætti að vera að
hafa um fleiri orð.
Eigi hins vegar að verða árangur
af viðleitni stjórnvalda nú og
framvegis til þess að draga úr
verðbólgu og veita þjóðarbúskapn-
um sem bezt skilyrði til viðgangs
og vaxtar er nauðsynlegt að færa
sér í nyt þá reynslu, sem fengizt
hefur af hagstjórn hér á landi á
undanförnum árum Ég mun því
nota það sem eftir er af tíma
mínum hér í dag til að fjalla um
nokkur meginatriði varðandi
stjórn efnahags- og peningamála á
því 20 ára timabili, sem Seðlabank-
inn hefur starfað í núverandi
formi.
Setning Seðlabankalaganna árið
1961 og endanleg aðgreining Seðla-
bankans frá Landsbankanum var
gerð í beinu framhaldi af þeirri
kerfis- og stefnubreytingu, sem
varð í stjórn efnahagsmála
snemma á árinu 1960. Fjórum
árum áður hafði að vísu verið tekið
stórt skref í átt til stofnunar
sjálfstæðs seðlabanka, þegar
Landsbankanum var skipt í tvær
stjórnunarlega aðgreindar eining-
ar, og með þeim lögum hafði
seðlabankahluti Landsbankans
fengið ný og öflugri stjórntæki í
peningamálum, svo sem varðandi
vaxtaákvaröanir og bindiskyldu.
Voru þær heimildir fyrst notaðar
sem liður í þeim efnahagsaðgerð-
um, sem fylgdu gengisbreytingunni
í febrúar 1960.
Megininntak þeirrar efnahags-
stefnu, sem tekin var upp 1960, var
fólgin í því, að komið var á
raunhæfri gengisskráningu og
frjálsum utanríkisviðskiptum i
stað þess haftabúskapar og
SJÁ NÆSTU SÍÐU