Morgunblaðið - 08.04.1981, Side 18

Morgunblaðið - 08.04.1981, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÖAGUR 8. APRÍL 1981 uppbótakerfis, sem íslendingar höfðu þá svo Iengi búið við. Voru þeir í því efni nokkrum árum á eftir flestum öðrum Evrópuþjóð- um, sem bundizt höfðu ýmsum samtökum, er stefndu að því að brjóta niður þá hafta- og tollmúra, sem hindrað höfðu eðlileg efna- hagsleg samskipti ríkja álfunnar allt frá því í heimskreppunni miklu. Úr viðjum hafta- og uppbótakerfis 1960 Tvö meginskilyrði voru fyrir því að Islendingar gætu brotizt út úr viðjum hafta- og uppbótakerfisins. í fyrsta lagi, að komið væri á réttri gengisskráningu, með tilliti til samkeppnisaðstöðu atvinnuveg- anna og framboðs og eftirspurnar á gjaldeyri. I öðru lagi, að peninga- legri eftirspurn yrði haldið í skefj- um með aðhaldssamri stefnu á sviði peninga- og fjármála, er tryggði bæði jöfnuð í viðskiptum við útlönd og veitti nægilegt aðhald til að heilbrigðir launasamningar gætu tekizt án afskipta ríkisvalds- ins. Meðal þeirra peningalegu ráðstafana, sem gripið var til á þessum árum til að tryggja jafn- vægi í lánsfjármálum og koma í veg fyrir eftirspurnarþenslu, má til dæmis nefna verulega vaxtahækk- un, bindiskyldu innlánsstofnana í Seðlabankanum og takmörkun endurkaupa og útlána Seðla- bankans til ríkissjóðs. Mikil áherzla var jafnframt lögð á að- hald í fjármálum ríkisins og greiðsluafgang ríkissjóðs. Þrátt fyrir vantrú margra báru þessar ráðstafanir fljótlega tilætl- aðan árangur í bættum viðskipta- jöfnuði og batnandi gjaldeyris- stöðu. En með þeim var vitaskuld ekki allur vandi leystur. Árið 1962 hófst uppgangur síldveiðanna við Austurland fyrir alvöru, og nú stóðu menn frammi fyrir þeirri ofþensluhættu, sem svo oft hefur fylgt góðæri i sjávarútvegi. Þótt reynt væri að hamla gegn þessari þenslu með aðhaldi í peninga- og fjármálum, hrökk það ekki til. Vísitölubinding launa hafði verið bönnuð með lögum árið 1960, en þrátt fyrir það hófst nú ör víxl- verkun launa og verðlags, er náði hámarki á árinu 1963, er kaupgjald hækkaði um nálægt því þriðjung. Fremur en að mæta þessum vanda með samdráttaraðgerðum í ríkisbúskap og peningamálum, beitti ríkisstjórnin sér fyrir sam- ræmdri launastefnu í samráði við aðila vinnumarkaðsins. Árangur- inn kom fram í launasamningunum árið 1964, en þá var samið um mjög litlar grunnkaupshækkanir, en um leið tekin upp vísitölubinding launa að nýju og aukið fjármagn lagt til íbúðabygginga. Með þessum samn- ingum varð sú áherzlubreyting í stjórn efnahagsmála, að reynt var að leggja jöfnum höndum áherzlu á eftirspurnarstjórn með peninga- legum og fjármálalegum aðgerðum og mörkun tekjustefnu með þátt- töku eða afskiptum ríkisins í samn- ingum á vinnumarkaðnum. Reyndi mjög á hvort tveggja í þeim miklu umbrotum, sem framundan voru, fyrst á síldarárunum miklu 1965 og 1966, en síðan eftir algert hrun þessa atvinnuvegar á næstu tveim- ur árum, en við þessa sveiflu bættist þar að auki samstíg sveifla í útflutningsverðlagi. Vegna þess hve innlendur kostn- aður var orðinn hár í lok síldveiði- áranna, varð jafnvægi ekki komið á nema með tveimur meiri háttar gengisbreytingum, á árunum 1967 og 1968. Fyrri gengisbreytingin, sem gerð var í kjölfar gengisfalls pundsins haustið 1967, bar aðeins takmarkaðan árangur, enda hélt síldarafli og útflutningsverðlag áfram að lækka ört á árinu 1968. Leiddi minnkandi útflutnings- framleiðsla og pæningalegur sam- dráttur vegna síversnandi gjald- eyrisstöðu til vaxandi atvinnuleys- is, eftir því sem á árið leið. Við þessar aðstæður voru gerðar víð- tækar efnahagsráðstafanir vetur- inn 1968—69, er fólu í sér mikla gengislækkun krónunnar og að- gerðir til þess að örva atvinnu, jafnframt því sem launþegar tóku á sig verulega kjaraskerðingu. Árangurinn kom fljótlega fram í bættri samkeppnisaðstöðu at- vinnuveganna, ör framleiðsluaukn- ing varð bæði í sjávarútvegi og iðnaði og fljótlega dró úr verð- bólgu, eftir að fyrstu áhrif gengis- breytingarinnar voru um garð gengin. Má tvímælalaust þakka þann árangur betri samræmingu aðgerða á sviði efnahagsmála og peningamála annars vegar og launamála hins vegar, en oftast hefur náðst hér á landi. Opnun hagkerfisins hefur sýnt gildi sitt Ýmsar ályktanir má draga af þróuninni áratuginn 1960—1970. Opnun hagkerfisins og frjálsari markaðsbúskapur hafði tvímæla- laust sýnt gildi sitt í auknum styrk og sveigjanleik atvinnustarfsem- innar, og þrátt fyrir það mikla efnahagsáfall, sem fólst í hruni síldveiðanna og miklum samdrætti í framleiðslu tvö ár í röð, jókst þjóðarframleiðslan að meðaltali um 4,7% á ári þessi tíu ár, sem jafngilti 3,1% að meðaltali á mann. Meginvandamálið í þróun og stjórn efnahagsmála á þessu tímabili var fólgið í óstöðugleika efnahags- þróunarinnar og hinum miklu sveiflum, sem urðu í framleiðslu og viðskiptajöfnuði. Ljóst var, að þennan vanda mátti rekja til ein- hæfni útflutningsframleiðslunnar og óstöðugleika sjávarútvegsins, en ekki hafði tekizt að eyða áhrifum tekjusveiflna útflutningsatvinnu- veganna á þjóðarbúskapinn í heild með nægilega markvissum ráðstöf- unum í stjórn fjármála og pen- ingamála. Reynt var að bæta úr þessu með tvennum þætti. í fyrsta lagi var ákveðið að halda áfram á þeirri braut að opna hagkerfið og reyna að auka um leið fjölbreytni atvinnuveganna, eink- um útflutningsframleiðslunnar. Mikilvægustu skrefin í þessa átt voru samningarnir um inngöngu íslands í EFTA árið 1970, fríverzl- unarsamningurinn við Efnahags- bandalagið 1972 og upphaf orku- freks iðnaðar til útflutnings með byggingu álversins, sem tók til starfa 1969. í öðru lagi var með stofnun verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins stefnt að því að koma á tekjujöfn- unarkerfi fyrir sjávarútveginn, ér hefði það hlutverk að draga úr áhrifum ytri sveiflna í tekjum hans á aðra þætti þjóðarbúskaparins. Allt voru þetta mikilvæg skref í þá átt að styrkja atvinnustarfsemi og stuðla að jafnvægi í efnahags- málum. Þótt erfitt sé að meta árangurinn með samanburði við þróunina sjöunda áratuginn vegna þeirra miklu breytinga, sem orðið hafa í ytri aðstæðum þjóðarbú- skaparins síðan 1971. Á þessum síðustu tíu árum hefur verið mun meiri 3töðugleiki í aflabrögðum og útflutningsframleiðslu, m.a. vegna aukinnar fjölbreytni, heldur en áratuginn á undan. Á hinn bóginn hefur aukin verðbólga erlendis og stórauknar sveiflur í alþjóðaefna- hagsmálum skapað ný vandamál fyrir stjórn efnahagsmála hér á landi, sem erfiðlega hefur gengið að fást við. Aukin verðbólga í iðnaðarríkjum og tvær stökkbreyt- ingar olíuverðs, hafa valdið því, að innflutningsverðlag á föstu gengi hefur farið hátt í það að þrefaldast á undanförnum tíu árum, en það hafði aðeins aukizt um 10% á tíu árum þar á undan. Hagsveiflu- vandinn í íslenzkum efnahagsmál- um hefur að stórum hluta átt rætur að rekja til þessara að- stæðna annars vegar, en hins vegar til mikillar hækkunar á verðlagi útfluttra sjávarafurða, einkum á árunum 1970 til 1973. Verðbólga hækkaði úr 50% um helming 1975 - 77 Þrátt fyrir starfsemi Verðjöfn- unarsjóðs fiskiðnaðarins tókst ekki að hemja þá miklu þenslu, sem fylgdi hækkandi útflutningsverð- lagi árin áður en olíukreppan skall yfir árið 1974. Skorti bæði á um aðhald í peningamálum og launa- málum, enda fór verðbólga ört vaxandi á þessu tímabili. Olíu- kreppan ásamt fallandi verðlagi útflutningsafurða sneri taflinu skyndilega við á árunum 1974—75, svo að grípa varð til víðtækra efnahagsráðstafana, þar á meðal mikilla gengislækkana, til þess að rétta við stöðu atvinnuveganna og viðskiptajöfnuðinn við útlönd. Hófsamlegir launasamningar, sem gerðir voru árið 1975 og 1976 með þátttöku ríkisvaldsins, ásamt betra aðhaldi í opinberum fjármálum og peningamálum, einkum á árinu 1976, stuðluðu að árangri þessara aðgerða, sem kom fram í stórbætt- um viðskiptajöfnuði við útlönd, en verðbólga lækkaði úr rúmlega 50%, sem hún hafði komizt í árið 1975, niður í rúmlega helming þess tveimur árum síðar. En ekki varð það framhald á þessum bata sem vonir stóðu til. Með batnandi viðskiptakjörum og vegna ónógs aðhalds í fjármálum ríkisins og peningamálum fór eftir- spurn innanlands vaxandi á ný, og árið 1977 voru gerðir launasamn- ingar, sem höfðu í för með sér stökkbreytingu í kaupmætti og verðlagi. Síðan hefur þjóðarbú- skapur Islendinga verið fastur á klafa meiri og þrálátari verðbólgu en áður hefur þekkzt hér á landi, eins og ég hef reyndar þegar rakið. Sé litið á þróun þessa áratugar í heild, hefur vöxtur þjóðarfram- leiðslu verið 4,6% eða u.þ.b. óbreyttur frá áratugnum á undan, en á mann hefur hagvöxturinn verið örlítið meiri, eða 3,4%. Aftur á móti vekur það athygli, hve miklu hægari aukning þjóðarframleiðslu hefur verið síðara helming áratug- arins, og síðustu þrjú árin er hún að meðaltali aðeins 3,2%, enda þótt um hátt atvinnustig og aukna útflutningsframleiðslu hafi verið að ræða öll þessi ár. Erfitt er þó að fullyrða, að hve miklu leyti megi kenna þessa þróun áhrifum verð- bólgunnar á efnahagsstarfsemina. Eg hef nú reynt að draga upp mynd, er sýni í stórum dráttum nokkur þeirra vandamála, sem við hefur verið að fást í stjórn efna- hagsmála undanfarin 20 ár og hvernig við hefur verið brugðizt. Veruleg breyting hefur orðið í beitingu hagstjórnartækja á þessu tímabili, enda hefur hagkerfið orð- ið opnara fyrir samkeppni með afnámi hafta og tollverndar og um leið næmara fyrir áhrifum frá breytingum í efnahagsþróun um- hcimsins. Jafnframt hefur vaxandi verðbólga og óstöðugleiki einkennt þróun gjaldeyris- og peningamála á alþjóðavettvangi og afdrifaríkar breytingar orðið á þeim leikregl- um, sem gilda um efnahagsleg samskipti þjóða, og þá sérstaklega í gengismálum. Sveigjanlegri gengisskráning Allt fram yfir 1971 bjuggu ís- lendingar við fastgengiskerfi það, sem ákveðið var í stofnsamningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í lok síð- ustu heimsstyrjaldar. Mikið efna- hagslegt aðhald og agi fólst í þessu kerfi fyrir þjóð með sveiflukennda atvinnustarfsemi, þar sem gengis- breytingar voru því aðeins leyfðar, að við stórfelldan og varanlegan greiðslujafnaðarvanda væri að etja. Allra ráða varð því að leita til þess að koma í veg fyrir verðbólgu- þróun, er stefndi stöðugleika geng- isins í hættu. Mikil breyting varð í þessu efni, þegar fastgengiskerfið brotnaði niður á árunum 1971—73, og fljótandi gengi tók við sem meginregla í skipan gengismála í heiminum. Erlendar gengissveiflur bættust nú við sem uppspretta vandamála í atvinnustarfsemi hér á landi, en endurtekin lækkun dollarans var Islendingum óhag- stæð vegna þess, hve stór hluti gjaldeyristekna er í þeim gjald- miðli. Með afnámi fastgengiskerf- isins fengu íslendingar á hinn bóginn tækifæri til þess að nota gengið með miklu svcigjanlegri hætti en áður til þess að tryggja samkeppnisaðstöðu atvinnuveg- anna við skilyrði síbreytilegra viðskiptakjara og mikillar verð- bólgu. Með tímanum hefur. þróun- in orðið sú, að lækkun gengisins í því skyni að jafna mismun í þróun framleiðslukostnaðar hér á landi og erlendis, hefur í reynd orðið eitt megintækið til þess að tryggja rekstrarafkomu atvinnuveganna, ekki aðeins útflutningsstarfsemi heldur og í vaxandi mæli innlends iðnaðar, sem nú nýtur ekki lengur tollverndar. Ótvírætt er, að þessi gengisstefna hefur átt mikinn þátt í því, að unnt hefur verið að halda uppi blómlegri útflutningsstarfs- emi og viðunandi viðskiptajöfnuði, þrátt fyrir verðbólgu undanfarinna ára. Á hinn bóginn er ekki síður ljóst, að lækkun gengisins leiðir jafn óðum til hækkaðs vöruverðs og launa, og verður þannig órjúf- andi hlekkur í keðjuverkun verð- bólgunnar. Að óbreyttu vísitölu- kerfi stendur því valið hvað eftir annað milli þess að lækka gengið og herða á verðbólgunni eða halda því kyrru og hætta á samdrátt í atvinnu og útflutningsstarfsemi. Leitað öryggis í reglubundnum kjaraákvörðunum Það sem gerzt hefur í gengismál- unum, er í rauninni gott dæmi um þá stefnu, sem stjórn efnahags- mála hefur tekið smám saman á undanförnum tíu árum. Fyrir áhrif síbreytilegra ytri aðstæðna og togstreitu innlendra afla um skipt- ingu ráðstöfunarfjár þjóðarinnar hefur það markmið að halda sæmi- lega stöðugu verðlagi orðið að víkja fyrir öðrum markmiðum, sem meiri áherzla hefur verið lögð á hverju sinni, svo sem nægri at- vinnu, bættum kaupmætti, auknum opinberum framkvæmdum og þjón- ustu og viðunandi viðskiptajöfnuði. Til þess að ná þessum markmiðum og sætta hina mörgu hagsmunaað- ila þjóðfélagsins við hlut sinn við skilyrði stórfelldrar verðbólgu, hef- ur ríkisvaldið neyðzt til þess að hafa sífellt afskipti af tekjuskipt- ingunni og grípa inn í afkomu einstakra atvinnuvega og þjóðfé- lagshópa, jafnvel margsinnis á ári hverju. Allir hagsmunahópar hafa reynt að leita öryggis í reglubundn- um kjaraákvörðunum, sem vernda þá gegn óvissu verðbólgunnar. Launþegar hafa fundið það í verð- bótum á laun, bændur í verðlags- grundvelli landbúnaðarafurða, út- vegsmenn og sjómenn í fiskverðs- ákvörðunum, sparifjáreigendur í verðtryggðum innlánum og svo mætti lengi telja. En þótt tekizt hafi nokkur und- anfarin ár að búa með þessum hætti við mikla og vaxandi verð- bólgu stóráfallalaust, er enginn vafi á því, að í áframhaldandi verðbólguþróun í þessum mæli felst alvarleg hætta fyrir framtíð- arefnahag þjóðarinnar. Við þessar aðstæður má lítið út af bregða, svo að ekki sé hætta á, að verðbólgan magnist um allan helming fyrir tilstuðlan þess sjálfkrafa vísitölu- og jöfnunarkerfis, sem komið hefur verið á á öllum sviðum þjóðarbú- skaparins. Er skemmst að minnast launahækkananna síðastliðið haust, sem haft hefðu í för með sér mjög ört vaxandi verðbólgu á þessu ári, ef ekki hefði verið gripið til viðnámsaðgerða af hálfu ríkis- valdsins. Um þær hættur, sem í verðbólgunni felast fyrir hagvöxt, er erfiðara að fullyrða tölulega, en mörg rök mætti leiða að því, að einnig þar sé um viðsjárverða þróun að ræða. Þróun síðustu 20 ára: vaxandi undanlátssemi gagnvart verðbólgu Um þessa skilgreiningu vandans eru trúlega margir sammála. Hitt er erfiðara, að benda á leiðir til úrlausnar, er njóti nægilegs fylgis til þess að von sé um umtalsverðan árangur. Sé litið til annarra þjóða, blasa við hliðstæð hagstjórnar- vandamál, sem eiga augljóslega rætur að rekja til togstreitu hags- munahópa og tilrauna til að ná ósættanlegum efnahagslegum markmiðum. Afleiðingin hefur komið fram í verðbólgu, atvinnu- leysi og viðskiptahalla eða jafnvel öllu þessu samtímis. Ekki er að undra, þótt þessi þróun hafi orðið tilefni mikillar umræðu og efa- semda um þær hagstjórnaraðferð- ir, sem beitt hefur verið undan- farna tvo áratugi. Þótt ekki sé enn sjáanlegt, að þessi umræða stefni til samkomulags um leiðir til úrbóta, jafnvel ekki meðal fræði- manna, vex þeirri skoðun fylgi, að meginskilyrði árangurs sé að leita í miklu fastara aðhaldi um efna- hagslegar ákvarðanir, t.d. innan ramma ákveðinnar hámarksaukn- ingar peningamagns eða lánafram- boðs. I litlu og opnu hagkerfi mundi svipað aðhald fást með stöðugu gengi. Ekki skal á þessum vettvangi reynt að leggja dóm á það, hvort þessar leiðir eða aðrar séu líklegri til þess að leiða íslenzkt efnahags- líf út úr ógöngum verðbólgunnar. Sé litið yfir síðastliðin 20 ár er eitt megineinkenni þróunarinnar vax- andi undanlátssemi gagnvart verð- bóigunni. Á hinn bóginn megum við ekki missa sjónar af því, sem betur hefur tekizt. Þrátt fyrir ytri áföll hefur hagvöxtur hér á landi verið að meðaltali svipaður og í öðrum iðnvæddum ríkjum, jafn- framt því sem fjölbreytni og styrk- ur atvinnustarfseminnar hefur aukizt á grundvelli aukinnar sam- keppni og tollfrjálsra viðskipta. Mikilvægt er, að það sé ætíð eitt meginsjónarmið hagstjórnar að skapa atvinnuvegunum eðlileg vaxtarskilyrði, en í því efni ættu íslendingar að vera betur á vegi staddir en margar þjóðir aðrar vegna þeirra auðlinda, sem þeir eiga enn ónotaðar. í vali á leiðum til lausnar á verðbólguvandanum, má því ekki missa sjónar af þeirri staðreynd, að ör hagvöxtur og framleiðniaukning er eitt helzta skilyrði þess, að unnt reynist að jafna þá togstreitu ólíkra hags- muna, sem margir telja meginor- sök verðbólgunnar. Mér virðist mega draga þá ályktun af efna- hagssögu síðustu 20 ára hér á landi, að þá hafi íslendingum bezt vegnað er þeim tókst að þræða hinn gullna meðalveg milli öruggs taumhalds á útgjöldum til neyzlu og fjárfestingar á aðra hlið, en hvatningar til aukinnar verðmæta- sköpunar og hagkvæmrar upp- byggingar atvinnuveganna á hina. Frá ársfundi Seðlabankans i gær. Við stjórnarborðið frá vinstri eru: Guðmundur Iljartarson. Davið ólafsson. dr. Gylfi Þ. Gislason, Tómas Árnason, dr. Jóhannes Nordal, Halldór Ásgrímsson (i ræðustól), Sverrir Júliusson, Sveinn Guðmundsson, Ingi R. Helgason og Pétur Sæmundssen. Ljósm.: Ól.K.M.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.