Morgunblaðið - 08.04.1981, Side 28

Morgunblaðið - 08.04.1981, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1981 Ast er... 3-7*- ... að reyna að skemmta henni þegar hún er i fýlu. TM Rea (J.S. Pat. Oft—alt rtghts reserved c 1981 Los Angetes Tlmes Syndlcete Til allrar hamingju kemur mamman heim aftur á morg- un! Það var enginn sem gaf mér glóðarauga. Ég varð sko að slást til þess að fá það! HÖGNI HREKKVÍSI ,1-írr/ ÍK ítAMAN !. .NÁ '| famkb 111 A0 m*aua !" Opið bréf til stjórnar SVR og orkusparn- aðamefndar Nokkrir foreldrar skrifa: „Flestir ungbarnaforeldrar hafa orðið áþreifanlega varir við hversu ómögulegt er að ferðast með barnavagna og kerrur í strætisvögnum borgarinnar. Strætisvagnarnir eru ekki út- búnir með tilliti til þarfa barna- fólks (barnafólk á e.t.v. bara að halda sig heima við)!? Þurfum að komast ferða okkar Að vísu hefur sú gleðifregn borist að von sé á nýjum vögnum sem gera ráð fyrir barnafólki og er það vel, — en þeir nýju og fínu vagnar komast ekki í almennt brúk, skilst okkur, fyrr en eftir nokkur ár, 1985 eða síðar. Við, með barnavagna og kerrur, höf- um ekki þolinmæði til að bíða svo lengi. Við þurfum að komast ferða okkar, með allt okkar hafurtask, börnin og það sem þeim fylgir og einatt líka matar- björg til heimilisins. Oft er það enginn hægðarleikur og barna- fólkið því komist að þeirri niður- stöðu að eina leiðin til lausnar á umferðarvandamálunum, sé að kaupa einhverja bíldruslu. Þær eru svo oft misjafnlega vel gangfærar, og eyða ógrynni af bensíni. Dyrnar þránd- ur í götu Við viljum beina orðum okkar til orkusparnaðarnefndar og stjórnar SVR. Væri ekki hag- kvæmara að gera lagfæringar á þessum blessuðu gömlu strætis- vögnum, þannig að við getum nýtt þá? Við höldum því fram að ekki þyrfti að gera svo stórkost- legar breytingar, til að koma til móts við þarfir barnafólks. Að- allega eru það dyrnar, sem eru okkur þrándur í götu, þ.e. súl- urnar sem standa við miðjar afturdyrnar. Við sjáum ekki betur en vel mætti færa þær örlítið, eða sem því nemur að venjulegur barnavagn komist í gegn. Sömuleiðis þyrftu vagn- stjórar að fá tíma til að aðstoða fólk við að lyfta farartækjum barna okkar í og úr strætisvögn- unum. Með bestu kveðju." „Reagan ætti bara að prófa það, og vita svo hvað skeði ... Hvað mörg atkvæði fengi hann eftir 4 ár? Þarf félagsvísindadeild Háskólans að eyða okkar peningum í það reikn- ingsdæmi?" Eigin- leikar kamel- ljónsins Húsmóðir skrifar: „Sem krakka fannst manni mik- ið til eiginleika kamelljónsins koma, og allar götur síðan sann- leikurinn um ráðsmennsku Stalíns varð öllum ljós, hefur heimsvalda- stefna kommútiismans tekið kam- elljónið í sína þjónustu. Sannleik- urinn um Stalín breytti í engu trú þeirra á kommúnismann, og enn í dag er allt gott í Sovétríkjunum. Sagði ekki hún María Þorsteins- dóttir, að öryggið væri svo mikið fyrir fólkið þar í sveit? Ekkert væri atvinnuleysið, en hún á að vita það, að atvinnuleysisstyrkur- inn á Vesturlöndum er miklu hærri en verkamannskaupið í Rússlandi, og eitt öryggi hefur alþýðan þar, og það er að hver maður getur fengið að vera í fangabúðum, og sér KGB um það. Er þar komin ein munderinKÍn Eitt er það sem þessi fimmta herdeild í frjálsu löndunum notar mikið og það er að leggja að jöfnu völd forseta Bandaríkjanna og alræði Brezhnevs. Með þessum mönnum er ekkert sameiginlegt, nema að þeir eru forsvarsmenn tveggja stórþjóða. í Helsinkisátt- málanum stendur, að mannrétt- indi eigi allir að hafa, og ekki megi ein þjóð skipta sér af innanríkis- málum annarrar. Þetta túlka kommarnir svo, að á annað ár er liðið síðan innrásin var gerð í Afganistan, og vopn senda Rússar til allra landa, þar sem kommún- istarnir vinna fyrir þá og það er engin íhlutun, því að friðarnefnd- irnar og mengunar- og umhverfis- fólkið tekur á sig að forsvara allt sem kemur frá Brezhnev. Er þar komin ein munderingin frá kam- elljóninu. Suðurnesjamenn þurfa nú að súpa af því seyðið Svo vel halda Rússar Helsinki- sáttmálann, að þeim finnst þeir geta ráðið kjörum fólks í Póllandi og verkamennirnir hafa ekki neitt leyfi til þess að bæta kjör sín. Öllum kommúnistum á Vestur- löndum finnst sjálfsagt, að Rússar geri bara innrás í Pólland, og fólkið í félögunum með fallegu nöfnin styðja þá. Rússar fengu því framgengt að leppríkin skyldu vera undir þeirra járnhæl, og um aldur og ævi yrði fólkið svelt og kúgað eftir kokkabók Karls Marx, því að enginn þrífst þar sem hennar hagkerfi er notað. Rússar mega svo líka hlutast til um hvað eina, sem gert er í hinum frjálsu löndum, og þurfa Suðurnesjabúar núna í dag að súpa af því seyðið. Ilvaðan ættu pen- ingarnir að koma? Við getum tekið til viðmiðunar vald Reagans og alræði Brezhnevs. Reagan ætti bara að prófa það, og vita svo hvað skeði. Bandaríkja- menn gætu þá vaknað í fyrramálið, og á væri kominn matarskortur og fleira vantaði, eins margir væru komnir í fangabúðir og allir Texas- búar, ekkert ritfrelsi og enginn verkfallsréttur, og KGB væri með einn eftirlitsmann á hverja þrjá Bandaríkjamenn. Hvar væri korn- ið, sem flóttafólkið og jafnvel Kína fær? Og hvaðan ættu peningarnir að koma, sem Bandaríkin leggja til líknarstarfsins í heiminum? Hvað mörg atkvæði fengi hann eftir 4 ár? Þarf félagsvísindadeild Há- skólans að eyða okkar peningum í það reikningsdæmi?"

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.