Morgunblaðið - 08.04.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1981
29
Þetta eru
þeir að
gera
Torfi Ólafsson skrifar:
„Það er þetta sem vinir Móður
Teresu um alian heim eru að
hjálpa henni og bræðrum henn-
ar og systrum að gera — að líkna
þjáðu og deyjandi fólki. Hér eru
bræður úr reglu Móður Teresu,
Kærleikstrúboðunum, að þrífa
betlara, sem er nær dauða en lífi
af hungri, á götu í Kalkútta.
Vinur Móður Teresu á Siglu-
firði, Guðmundur Kristjánsson,
sendi Söfnun Móður Teresu fyrir
skömmu fé sem hann hefur
safnað, að upphæð kr. 3.000.- og
hefur það verið sent áleiðis.
Fleiri gjafir hafa borist og
berast stöðugt inn á gíróreikning
Móður Teresu, nr. 23900-3.
Kærar þakkir til allra gef-
enda.“
ó,
Phallus,
hvar
ertu?
Erla Magnúsdóttir (1527—
3607) skrifar 5. apríl:
„Það má vart á milli sjá,
hvaða „vöru“ er verið að auglýsa,
en lykillinn er aðeins einn!
Kannski svona skrum virki á
vissan hóp neytenda og gefur
sjálfsagt tilefni til „saklausra"
brandara, en ég er viss um að
slík auglýsing fer inn athuga-
semdarlaust hjá allt of mörgum,
því slíkur er máttur og tilgangur
auglýsinga. Því miður.
I dag hneykslast enginn á
nöktu fólki, sem betur fer, en
hugmyndablekkingin á bak við
slíka auglýsingu er skaðleg
NOTA
fiÖPIOlMEER
SEGULBANDSTÆKI
^KARNABÆR
ómótuðum börnum og ósmekkleg
fyrir hugsandi fólk.
Eins og þegar ég
fékk öskubakka
Ég þarf varla að útskýra hvers
vegna, eða hvað? Eða er ártalið
ekki 1981? Við nánari athugun
er glanspían svo tilbúin, að ekki
þarf að „starta" henni, meira að
segja lögð af stað, sýnist mér, á
vit ævintýra og bíður óþreyjufull
eftir lykilmanninum. Hún á
sjálfsagt að fylgja með í kaup-
bæti; eða hvað? Sá spyr sem ekki
veit. Rétt eins og þegar ég fékk
öskubakka eftir að hafa stað-
greitt sófasett hér um árið.
En gott er að láta sig
dreyma...
Eins konar sárabætur
Það hefur verið sagt að til-
finningalega vanþroskaðir og
getulausir karlmenn vilji
skreyta sig með kraftmiklum
bílum og tækjum, sem eru á
toppinum í dag. Eins konar
sárabætur, skiljið þið! Og þar
sem þetta er „phallus complex"
af 1. gráðu er ekki óeðlilegt að
óskhyggjunnar frygðardís tróni
ofan á, svona til að undirstrika
vansældina.
Það er ósk mín að þeir í
hljómtækjadeild Karnabæjar
vandi sig betur við næstu aug-
lýsingu og auglýsi skýrar, það
sem þeir hafa á boðstólum, en
láti sín hugmyndasambönd ekki
brenglast vegna persónulegra
vandamála.
Ég þakka Velvakanda fyrir að
birta þetta án styttingar."
Þessir hringdu . . .
s
't
*»' J({CW\
Þarna mætti
byggja
2000 manna
kirkju
Ilaraldur Þór Jónsson hringdi
og hafði eftirfarandi að segja: —
,Ég er nýfluttur í Breiðholtið og
mig langar til að láta í ljós
hneykslun mína yfir niðurlægingu
kirkjunnar hér í þessu fjölmenna
hverfi. Dæmi um þetta er sú
ákvörðun að setja niður kirkju-
byggingu í forarvilpu í Mjóddinni,
við hliðina á 12 hæða háhýsi, þar
sem hún er álíka sett eins og lamb
undir bjarnarhrammi. Hvílíkt til-
finningaleysi. Hins vegar var feg-
ursti staðurinn hér sam jafnframt
hefði orðið fegursta kirkjustæði
landsins, tekinn undir bensínstöð.
Seljahverfi er kirkjulaust og það
stendur einnig til að byggja kirkju
í Hólahverfi, þar sem ég á kirkju-
sókn. Nú skora ég á presta safnað-
anna þriggja í Breiðholti að koma
fram með sínar skoðanir í þessu
máli og tjá sig um það, hvort ekki
hefði verið réttara fyrir söfnuðina
að sameinast um eina stóra og
fagra kirkjubyggingu á næstfeg-
ursta kirkjustæði landsins, sem er
á óbyggðu svæði norðan við áður-
nefnda bensínstöð. Þarna mætti
byggja 2000 manna kirkju og
safnaðarheimili, sem einnig gæti
þjónað sem óperu- og hljómleika-
höll. Ég skora á prestana að efna
til skoðanaskipta um þessi mál í
söfnuðunum, og einnig hitt, hvort
enn sé mögulegt að breyta þeirri
ákvörðun að byggja kirkju í fyrr-
nefndum mýrarsvakka, sem verð-
ur að teljast eitt ömurlegasta
kirkjustæði sem hægt hefði verið
að upphugsa, auk þess sem það er
afskipt frá aðalbyggðinni. í fram-
tíðinni hefði hins vegar mátt
hugsa sér að gerðar yrðu göngu-
tröppur upp á áðurnefnd kirkju-
stæði norðan við bensínstöðina til
að tengja betur saman sóknirnar.
Viögeröir -16189 - Nýsmíði
37131
Önnumst allar viögerðir á húseign yðar, svo sem
þakviögerðir, uppsetningar á rennum. Setjum tvöfalt
gler í, skiptum um glugga. Klæðum með áli, stáli,
járni og plasti. Gerum við innréttingar. Önnumst allar
múrviðgeröir. Þéttum allar sprungur. Flísalagnir,
dúklagnir.
Einnig önnumst viö allar nýsmíöar.
Fljót og örugg þjónusta.
Upplýsingar í símum 16189 og 37131.
HAFNFIRSK
MENNINGARVAKA
fjórða • tíl • ellefta • april • 1981
í dag
Miðvikudagur 8. apríl:
Kl. 21.00
Leiksýning i Bæjarbíói:
„Jakob eða agaspursmálið'1 eftir Ionesco endursýnt.
g morgun
Fimmtudagur 9. apríl:
Kl. 20.30
Dagskrá um skáldið Öm Amarson: að Hrafnistu
Erindi: Stefán Júlíusson
Upplestur: Ámi Ibsen <>g
Sigurveig Hanna Eiríksdóttir
Kveðið úr Oddsrímum:
Kjartan Hjálmarsson og
Margrét Hjálmarsdóttir
Kórsöngur: Karlakórinn Þrestir
Stjóm.: Herbert H. Ágústsson
Kl. 19.00 og 21.00
Kvikmyndasýning í Bæjarbíói:
Punktur punktur komma strik
SIGGA V/öGA fi 1/LVtWW