Tíminn - 14.07.1965, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.07.1965, Blaðsíða 1
HANDBÓK VERZLUNA RMANNA ÁSKRIFTARSÍMI HANDBÖK VERZLUNAR MANNA ÁSKRIFTARSÍMI Miklar ann- ir viÖ Oskju Hér eru bandarjsku geímfararnir við nýju gosstöðvarnar viS Öskju (Tímamynd KJ.) KJ við Öskju, þriðjudag. Rannsóknir bandarísku geimfar anna í Öskjuhrauni gengu mjög vel í dag. Fyrst í stað hélt allur hópurinn sig saman. en fljótlega skiptu geimfararnir Ijði og fóru tveir og tveir í fylgd með einum bandarískum jarðfræðingi til að gera sjálfstæðar athuganir og lýsa því, sem fyrir augun bæri á þessum slóðum. Þeir voru allir sammála í kvöld. að þeir hefðu „aldrei séð annan eins stað“. Geimfararnir og aðrir í hópn um voru snemma á fótum hér í morgun, en eins og frá hefur verið skýrt, var tjaldað í gær, mánudag á vikursandi í Dreka- gili. Dagurinn hófst með morgun verfii, og slðan héldu iþenn i bíl : um upp á Öskju. Leiðin er heldur seinfárin á koflum þar sem vegur inn liggur i gegn um nýja hraun ið, sem er síðan í nóvember 1961. Snjóskaflar voru á veginum, en þeir hindruðu ekki förina að ráði, og voru geimfararnir hlaupandi í kringum fjallabílinn sinn til að tína hraunmola úr hjólförunum. Fyrst var farið upp á gígana, sem gusu árið 1961, og þar fræddi Guðmundur Sigvaldason, jarðfræð ingur. viðstadda um Öskju og síðasta gosið þar. Það rýkur enn úr gosstöðvunum, og jörðin var heit þar í kring. Hraungjallið er laust í sér, og rýkur á mörgum stöðum upp úr jörðinni. Frétta- menn héldu sig um tíma skammt frá aðalhópnum, og áttu stund um bágt með að greina hann fyr- ir gufu. Frá gígunum var haldið aftur tii bílanna, og nú var ekið eins langt og hægt var, en snjóskaflar hindruðu frekari akstur. Þarna á veginum eru aðeins nokkrir skaflar, en nóg samt til þess að koma í veg fyrir að hægt sé að Framhald á bls. 14 Sjá 7. síðu TOCARA IBRETLANDIIHÆTTU TK-Reykjavík, þriðj udag. flEðgang brezkra togaraeigenda, „The Fishing News,“ skýrir frá því 2 . þessa mánaðar, að brezk- ir togaraeigendur búi sig nú und- ir kröfugerð á hendur íslendjng- um, er viðræður hefjast um endur- nýjum samnings um landanir ís- lenzkra togara í Bretlandi. Vilji brezkir togaraeigendur setja það að skilyrði fyrir áframhaldandi I löndunum íslenzkra togara á ís- ( fiski í Bretlandi, er samningur-: inn hér að lútandj fellur úr gildi , 15. nóv. 1966, að brezkir togarar j fái rétt til að veiða á vissum svæð I um innan 12 mílna fiskveiðilög- j sögunnar við Bretland. „The Fishing News“ segir, að enda þótt 17 mánuðir séu þangað til Parísarsamningurinn um „lönd unarkvota" íslenzkra togara renni út séu brezkir togaramenn og einkum samtök yfirmanna á tog- urum í Hull tekin að undirbúa kröfugerð, sem Hullmenn vonast til að „The British Trawlers Fed- eration“ — (Samband brezkra tog araeigenda) hafi efst á blaði við endurskoðun og hugsanlega end- urnýjun löndunarsamningsins. Framkvæmdastjóri félags yfir Moka upp síld við Vestmannaey jar! SKVestmannaeyjum, þriðjudag. Geysimikil sfldveiði hefur verið við Eyjar í gær og i dag, og veiðist hún örstutt frá landi, allt I kringum eyjarnar. í dag bárust 12 þúsund tunnur til Fiskimjöls- verksmjðjunnar h. f. og einnig barst mikið til Fiskimjölsverk- smiðju Einars Sigurðssonar h. f., en eitthvað minna þó. Mjög margir aðkomubátar eru komnir hingað til Eyja, frá Reykja vík, Keflavík og víðar að. Mun pa&ga segja að flestir smærri bát- arnir úr síldveiðiflotanum hér sunnanlands séu hér við Eyjar núna. Eins og fyrr segir fæst síldin hér alveg við eyjarnar og er því stutt sigling fyrir skipin eftir löndun. Er enda svo komið að löndunarbið er hér í dag og bíða nú nokkrir bátar löndunar hér í höfninni. Síldjn er fremur smá, enda mun hér vera um hrygningarsíld að ræða, og fer hún öll í bræðslu í síldarverksmiðjumar hérna tvær. Er þegar orðið mikið síldarmagn í þrónum, og er áætlað að um 20 þúsund túnnur síldar séu í þró Fiskimjölsverksmiðjunnar h. f., en nú hefur verið tekin í notkun hluti hinnar stóru þróar, sem þar er verið að byggja, en þegar hún er fullbyggð mun hún taka um 100 þúsund tunnur síldar. Veður er gott hér við Eyjar núna og eru menn vongóðir um áframhaldandi síldveiði hér og er unnið af kappi við löndun og bræðslu. manna á togurum i Hull, Laurie Oliver, skipstjóri segir í viðtali við „The Fishing News,“ að landhelg issamningurinn við íslendinga hafi dregið mjög úr aflamöguleikum brezkra togara. Ennfremur að því hafi verið lýst yfir, að aflabrögð hafi batnað mjög innan 12 mílna fiskveiðilögsögunnar við fsland, eftir að hún var færð út og telji brezkir togaramenn það sterka röksemd fyrir því. að eðlilegt ug sanngjarnt sé að veita brezkum togurum nokkra veiði á þessum miðum, sem íslenzkir togarar fengju að nýta að nokkru og landa aflanum í Bretlandi. Telur Laurie Oliver það mjög ójafnan leik fyr- ir þá, sem keppa eiga við fslend- inga á brezka ísfiskmarkaðnum. Hann segir: „Okkar sjónarmið er það, að íslendingar geti ekki bú- izt við þvi að við unum þvi að þeir haldi okkur fyrir utan 12 mílna mörkin á meðan þeirra tog- arar veiða meiri og meiri fisk inn an markanna, sem þeir selja svo á okkar markaði. — Ef íslendingar telja, að miðin á milli gömlu og nýju markanna skili nú betri afla en áður, þá eigum við rétt á því að fá eitthvað af þeim ávinningi. Vjð förum þó ekki fram á að fisk- veiðilögsagan verði opnuð okkur heldur að fjöldi togara á þessum veiðisvæðum verði takmarkaður." stöðvunum við Surtsey f nótt, og skipstjórar, sem voru þar I nánd segja að eldblossar hafi sézt í mekk iruim, og er það í fyrsta skipti sem Þeir hafa sézt í nýja gosinu. — Blaðið spurði Guðmund Kjartans- !son jarðfræðing afi þvL hvort þetta boðaði nokkrar breytingar á gosinu og kvað hann það ekki Þurfa að vera eldblossar hefðu sézt i Surtsgosinu áður en gígur inn lokaðist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.