Tíminn - 14.07.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.07.1965, Blaðsíða 3
MIÐVTKUDAGUR 14. júlí 1965 8 TÍMINN . : '' Í ÉPg ",X! ■ \x > ", '.............? v\ i ■ .. :. : . / - >5 í SPEGLITÍMANS Maðurinn hér á myndinni er prófessor Stlvio Ballarin, en hann er yftrverkfræðideildinni í háskóianum í Pisa á ítalíú. Árlega gerir >r hann mælingar á haiianum á fræga turninum í Pisa, sem ku eiga a5 hrynja innan tíðar. Hér sézt hvar prófessorinn er að koma mælltækjunum fyrir. , Nýlega kom út í Frakklandi bók eftir franskan rithöfund, Roger Peyrefitte. Nafn bókar innar er Les Juifs eða Gyðing amir og seldust 60.000 eintök af bókinni á örfáum dögum. Markmið bókarinnar er að sanna að miklu fleiri séu Gyð ingar heldur en þeir, sem álitn ir eru það, þar á meðal marg ir Gyðingahatarar, og þess vegna_ sé Gyðingahatur hlægi- legt. í bókinni reynir hann að sanna, að de Gaulle og meiri hlutinn af ráðherrum hans, Adenauer, Johnson forseti, Kennedy, hertoginn af Edin- borg, Franco, Salazar, greifinn af París, Sartre og Castro séu allir Gyðingar. Meira að segja heldur hann því fram að Hitler og Göbbels hafi verið Gyðingar. Ekki þykja sannanir hans þó ýkja sannfærandi og eru uppi mjög skiptar skoðanir um bók ina sérstaklega meðal Gyðinga. Hinn þekkti stjórnmálamaður Mendes France hælir mjög bók inni en franska auðmannaættin Rothschild hefur gert tilraunir til þess að fá hana bannaða og segir hana árás á Gyðinga og Gyðingatrúna. ★ Það mun eflaust koma mörg um á óvart, að kvikmyndin, sem fékk gullbjörninn á kvik- myndahátíðinni í Berlín, er ekkert annað en Lemmy-mynd. Leikstjóri er Jean Luc Godard og leikendur eru fyrrverandi eiginkona hans, hin danska Anna Karina og Eddie ,Lemmy‘ Constantin. Myndin fjallar um leynilögreglumanninn Lemmy Caution, sem er sendur árið 1990 til Alphaville til þess að reyna að finna von Braun pró- fessor, sem hefur verið horfinn í tíu ár. Prófessorinn hafði feng ið á sínum tima það verkefni að koma vélmenninu Alpha 60 fyrir í bænum. Alpha 60 er vél, sem sendir öllum íbúum bæjar ins skipanir og stjórnar þeim með þ^rðri hendi. Lemmy „ aótto prófessorsins, íafásju og verðiir auðVitað ást fanginn af henni. Vélmennið Alpha 60 hefur þó séð til þess að Natasja veit ekkert, hvað tilfinningar eru en eins og í öllum Lemmymyndum sigrast Lemmy á öllum erfiðleikum og eyðileggur Alpha 60 og flýr með Natasja úr bænum en allir íbúar hans deyja með vél- innj. Sem sagt eins og í öllum öðrum Lemmy-myndum fær Lemmy kvenmann að launum. Súkarnó Indónesíuforseti virðist ekkl vera neinn aðdáandi grískrar tónlistar, ef dæma á eftlr myndinni hér að ofan. 'Forsetinn var nýlega á leið frá París tll Djakarta og kom við j Aþenu. Hann fór auðvitað á skemmtictað en virðlst aMs ekki ánægður með þá skemmtun sem hann fékk. nýleg afyrlr óhappi, þegar hann brá sér til Svíþjóðar, til þess að taká þátt í kappróSrt. Hann svaf í tjaldi þann tíma, sem hann dvaldist í Svíþjóð og eina nóttina kom óboðinn gestur inn í tjald ið til hans og beit í nefið á honum: Gesturinn reyndist vera heljarstór rotta. ÞaS var farið í skyn'di meS Ole á sjúkrahús og gert aS rottubitinu. Ole er nú hinn hressasti og hér brosir hann framan f Ijósmyndarann. ★ Geraldine, eitt af óþægu börnum Chaplins, brýtur stöð- ugt gegn vilja föður síns. Hún hefur nú þegar leikið í einni i .kvikmyndf og hefur^rétt: lokið við að leika í annarri. Það er fyrsta ffanska kvikmyndin sem hún leikur í, og mótleikari hennar í myndinni er enginn annar en Jean Paul Belmondo. Feneyjar verka eins og seg ull á milljónjr ferðamanna á ári hverju. Allir ferðamenn láta heillast af síkjunum og gond ólunum, en hins vegar eiga unglingarnir í Feneyjum erfitt með að sjá, hvað það er, sem er svo aðdáunarvert við borg ina og unga fólkið yfirgefur borgina eins fljótt og það get- ur. Borgin hefur ekkert að bjóða hinum ungu, segir tals maður ferðaskrifstofu nokkurr »r í Feneyjum. Vinnan er á meginlandinu, góða húsnæðið er á meginlandinu og bílarnir eru á meginlandinu. Feneyjar, sem eru byggðar á 100 litlum eyjum eru tengdar meginland inu með járnbraut og brú. Ung lingar þar kynnast umheimin um á sjónvarpsskerminum og þar sjá þeir að hægt er að lifa öðru vísi annars staðar, segir talsmaður ferðaskrifstofunnar. Afleiðingin er sú að brátt verða Feneyjar borg þar sem ein- ungis miðaldra og gamalt fólk býr. ★ Jayne Mansfield var beðin um að yfirgefa hótelið, sem hún dvaldi á í Paucus Bay fyrir skemmstu. þ>að skipti ekki nokru máli, þótt hún væri með eiginmann sinn með sér, því að það var fleira hjónafólk á hótelinu, — og það skipti ekki heldur rnáli, þótt hún væri með bmin sín fjögur, — það gat hótelstjórinn séð í gegnum fing ur með, — en þegar hún kom með alla hundana sína sjö, þá var hótelstjóranum nóg boðið. Þeir eru sex of margir, sagði hann. Eg er mikill aðdáandi Jayne Mansfield, en hún getur ekki notið neinna sérréttinda, þegar um slíkt vandamál er að ræða. Á VÍÐAVANGI „Ríkisstjórn í sókn/y Leiðari Morgunblaðsins í gær er ákaflega skemmtilegur og ber fyrirsögn þá, sem hér sést að ofan. Hann hefst á þessum orðum: „Ríkisstjórnín er í sókn, hin ábyrgðarlausa stjórn arandstæða Framsóknarmanna er á undanhaldi“. Þarna á Morgunblaðið vafa- laust við síldarskattslögin frægu, sem hún tók aftur eftir nokkra daga — tundurduflin, sem hún hafði lagt á síldarmið in, n síldarskipstj. létu hana tína sjálfa upp aftur, áður en þeir héldu úr höfn. Sú „sókn“ er auðvitað einstök. Síðari í þessari miklu „sóknar grein“ segir Moggi: „í menningar- og skólamálum hafa veríð stigin stærri skref fram á við en nokfcru sinni fyrr“. Þarna á Mbl. auðvitað við næstu bráðabirgðalög á undan, þegar stöðvuð var fimmta hver nýbygging skóla sem Alþingi hafði samþykkt að veíta fé til og byggja á Þessu ári. Það var óneitanlega stórt skref í skólamálum — það er að segja aftur á bak. Nú ætti ríkisstjórnin að halda „sókn sinni áfram og ná þar sama ,,sigri“ og í síldarskatts lögunum — það er að segja að taka bráðabirgðalögin um stöðvun skólabyggínganna líka aftuir. Ef hún héffdi þannig áfram að ta'ka aftur ýmislegt fleira, sem hún hefur verst gert, mætti taka undir það, að hún sé í sókn. Garmurinn hann Ketil Það er gaman að bera saman skrif hinna tveggja aðalmál- gagna Sjálfstæðisflokksíns um samkomulagið við verkalýðsfé- lögin í Reykjavík og Hafnar- firði. Morgunblaðið fagnar sam komulaginu og telur samning ana til hínnar mestu fyrirmynd- ar og muni ,,stuðla að því að verðbólgunni verði haldið niðri og jafnvægi haldist í efnahags- og atvinnumálum okkar.“ Garmurinn hann Ketill (Vísir) er hins vegar sáróánægður og segir: „Efni samkomulagsins er hins vegar lítið gleðiefni . . . f stað þss að vinna að stöðvun verðbólgunnar hcfur hér verið samið um að halda henni áfram.“ Þótt Ketill garmurinn sé húsbóndahollur og hið mesta þægðarblóð verða honum stund um á skyssur, sem koma hús bóndanum illa. Það sem bjarg ar garminum honum Katli er það, að hann er ekki tekinn alvarlega. ÁTHUGIÐ! IYflr 15 þúsund manm lisa Timann daglega. Auglýsingar I Tlmanum koma kaup* endum samdægurs i samband vi3 seljand* ann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.