Morgunblaðið - 24.05.1981, Page 1

Morgunblaðið - 24.05.1981, Page 1
þekkingar- og kunnáttuleysi um og margir leggja _ Halldór Hansen yfirlæknir barnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar ræðir um börn á forskólaaldri og uppeldi þeirra „Viröiö séreöli barna ykkarog notið innsæið“ Hér áður fyrr,“ sagði fíalldór, „meðan þekk- ing var af skornum skammti, gat hver og einn glímt við vanda- mál af eigin hyggjuviti og eðlisávísun í þeirri góðu trú, að aðrir stæðu ekki betur að vígi. Nútímamaður- inn á hins vegar í miklum erfiðleikum með að taka einfalda afstöðu, því hann veit með sér, að á svo til öllum sviðum tilverunnar er til heilmikill fróðleikur, sem hann veit ekki nema lítil deili á. Fleiri og fleiri neyðast því til að segja við sjálfa sig „Þetta er mín skoðun, en auðvitað hef ég ekkert vit á þessu, svo það er ekkert að marka mig og mína skoðun.““ __ Halldór sagði, „að þekkingarflóðið, sem dunið hefur yfir mannkynið á undanförnum áratugum, hefði oftast reynst einstaklingnum ofviða, og bein afleiðing þess hefði því oftast orðið sú, að nútímamaðurinn dæmir sjálfan sig og dómgreind sína úr leik, en setur traust |sitt á sérfróða menn eða jafnvel sérfræðingaráð. Þá oft, án þess að minnast þess, að sérfræð ingar, hversu sérfróðir sem þeir kunna að vera um einstök svið, eru síst líklegri en aðrir til að hafa góða heildaryfirsýn, þar eð flestum hættir til að gera sinni sérgrein hærra undir höfði en góðu hófi gegnir. Þessi þróun mála gerir vart við sig á sviði uppeldismála engu síður en á öðrum sviðum tilverunnar." Sagði Halldór, „að sjálfsöryggi for- eldra gagnvart börnum sínum virtist vera á undanhaldi og þeim foreldrum, sem ekki treysta eðlisávísun sinni í sambandi við barnauppeldi, færi fjölg- andi. Taldi hann þessu miður farið, þar eð allt, sem grefur undan öryggiskennd foreldra, græfi líka undan öryggiskennd barna, þegar öll kurl koma til grafar. Þetta finna allir foreldrar, en þeir vita ekki almennilega, hvernig þeir eiga að breeðast við. Mareir kenna Texti: Hildur Einarsdóttir Ljósm.: Ragnar Axelsson hart að sér við nám í von um, að aukin þekking leysi vandann. En því miður væri lausnin ekki svona einföld, þó hún sýndist vera það. Því væri þekking allra meina bót, mætti til dæmis ætla, að sérfræðingar í uppeldismálum, barna- geðlæknar, sálfræðingar og aðrir sér- fræðingar um börn og málefni þeirra, ættu að vera sæmilega vel tryggðir gegn mistökum í uppeldi barna sinna, en svo virðist ekki vera. Þeim getur orðið á í messunni engu síður en öðrum, hversu færir sérfræðingar sem þeir kunna að vera. Það er einfaldlega eitt að vera sérfræðingur um börn og málefni þeirra og annað að vera foreldri," sagði Halldór. Eftir að hafa hlustað á Halldór Hansen, varð blaðamanni spurn: Hvað er þá til ráða? „Það er ekki auðvelt að kenna fólki að verða foreldri, því það að verða foreldri gerist smátt og smátt, er foreldri kynnist barni sínu. Það, sem ég tel vera mest um vert, er, að hver einstaklingur fylgist með barni sínu, því sem það er að gera, og reyni á hverjum tíma að styðja það í viðleitni sinni til að ná auknum þroska. Tilfinningasamband við barnið myndast smátt og smátt, þegar foreldrarnir fara að annast það, en er ekki beinlínis fyrir hendi þegar barnið fæðist. Þetta á jafnt við um móður sem föður. Það leiðir heldur aldrei til góðs, þegar foreldrar leika foreldrahlutverk í krafti þekkingar sinnar í stað þess að vera foreldri. Mörg móðir og margur faðir hafa sett sig í gapastokkinn við að herma eftir óraunhæfri mynd af fyrirmyndar- foreldrinu, sem ekki ósjaldan er sett fram til eftirbreytni í nafni vísindanna. í samskiptum foreldra og barna kemur þekking ekki að haldi, ef boðskapur hennar stangast á við innsta eðli þess, sem ætlar sér að beita henni á hagnýtum vettvangi. Foreldri, sem gengur í ber- högg við innsta eðli sitt í uppeldisaðferð- um, gerir barni sínu skaða. Leikaraskap- urinn útilokar barnið frá því að komast í beint samband við það innsta í persónu- leika foreldri síns, en fátt getur verið barni nauðsynlegra, ef það á að þroska með sér besta eigið eðli. Gervimennska þvingar því bæði foreldri og barn. Enginn getur verið yfirmannlegt fyrir- myndarforeldri til lengdar, án þess að beita ómannúðlegum sjálfsaga. Sem fyrirmynd verður það foreldri barni sínu ofviða, því ekkert barn getur með SJÁ SÍÐU 44 Sunnudagur 24. maí Bls. 41—72 Það er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir vexti og þroska ungra barna í tiltölulega stuttu viðtali. í samræðum við Halldór Hansen, yfirlækni barnadeildar Heilsuverndarstöðvarinnar, kom fram, að vísindin hefðu orðið margs vísari um vöxt og viðgang ungra barna í seinni tíð, en tiltölulega lítill hluti þeirrar vitneskju væri orðin almenningseign ennþá. „Sá fróðleikur, sem síast hefur út, er venjulega í all sundurlausri mynd og gagnsemi upplýsinganna þvi oft vafasöm,“ segir Halldór Hansen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.