Morgunblaðið - 24.05.1981, Síða 4

Morgunblaðið - 24.05.1981, Síða 4
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAt 1981 Halldór Hansen yfirlæknir ræðir um börn á forskólaaldri og uppeldi þeirra „Virðið séreðli barna ykkar og notið innsæið“ eðlilegum hætti verið fyrirmyndarbarn til lengdar, en það verður það áð vera, ef það á að vera okkur sem yfirmannlegum fyrirmyndarforeldrum til sóma.“ Hvernig er nýfætt barn á sig komið líkamlega og andlega? „Nýfætt barn er illa á sig komið líkamlega. Það getur baðað út öllum öngum, en getur ekki hreyft sig mark- visst. Barnið kann að sjúga og kyngja, en það er það eina sem það kann frá náttúrunnar hendi. Móðirin getur lagt það á brjóst sér svo til strax eða þegar hún er orðin afþreytt. Þannig hefur náttúran séð fyrir því, að barnið getur tekið til sín næringu. Hvað varðar andlegt atgervi, þá er nýfætt barn talið vera ákaflega lítið andfega þroskað. Það kann ekki að hugsa og aðskilja sig frá umhverfinu, en skynjar þó að það er til.“ Hvernig þroskast nýfædd börn líkam- lega? „Þau lengjast venjulega um 25 centi- nietra fyrsta árið og tvöfalda fæðingar- þyngd sína á fyrstu fjórum til sex mánuðum ævi sinnar og þrefalda hana til tólf mánaða aldurs. Upp frá því fer hinn likamlegi þroski að ganga miklu hægar. Tveggja mánaða er barn venjulega farið að hjala, en einungis á sérhljóðum. Um fjögurra mánaða er barnið farið að geta myndað samhljóða á undan sér- hljóði, til dæmis da ... ma ... fyrir meiri og minni tilviljun. Átta mánaða er meðalbarnið farið að geta sagt einstök atkvæði og skömmu síðar getur það sett þau saman í til dæmis ma-ma eða da-da. Um tólf mánaða aldur kann barnið þrjú til fjögur orð og um tveggja ára aldur getur það sett saman setningar úr þremur til fjórum orðum. Hvað sjón varðar, þá fylgir eins mánaðar barn eftir ljósi á hreyfingu með augunum. Sjö vikna lokar barnið augun- um ósjálfrátt sem svörun við sterku ljósi. Tveggja mánaða þekkir barnið andlit og hluti. Fjögurra mánaða er það farið að sjá nóg frá sér til að grípa eftir hlutum. Tólf mánaða greinir barnið liti í eftirfar- andi röð: gult, rautt og blátt. Mörg börn eru rangeygð til átta mánaða aldurs, án þess að það þurfi að vera óeðlilegt. Haldi barn áfram að vera rangeygt eftir átta mánaða aldur, er ástæða til að leita augnlæknis. Nýfætt barn finnur litla lykt, en finnur samt lykt af mjólk, en bragðskyn er til staðar við fæðingu. Nýfætt barn heyrir ekki fyrr en eftir fyrsta dag lífsins, en þá skerpist heyrnin snögglega. Eftir einn mánuð fer það að geta áttað sig á staðsetningu hljóða og þekkir kunnugar raddir um þriggja mánaða aldur. Um sex mánaða fer það að gefa tónlist gaum.“ Hvað er að segja um svefnþörf ung- barna og hægðir og þvaglát? „Fyrstu mánuði ævinnar er talið, að ungbarn þurfi 18—20 stunda svefn. Eftir sex mánaða aldur þarf það 16—18 stunda svefn. Eins árs gamalt barn er talið þurfa að sofa í 14—16 stundir, en tveggja ára barn í 12—14 stundir. Fimm ára barn er álitið þurfa 10—12 stundir og 10 ára barn 10 stunda svefn. Svefnþörf er þó ávallt einstaklingsbundin og sum börn þurfa meiri svefn en önnur. Svefntruflanir á fyrstu mánuðum ævinnar eru venjulega af líkamlegum orsökum, það er að segja: barnið getur verið svangt, með kveisu, blautt, óhreint eða veikt. Eftir það eru tilfinningalegar ástæður algengari, eins og t.d. aðskilnað- arhræðsla og áhyggjur. Stundum er og skökkum uppeldisaðferðum um að kenna, eins og þegar barni er að staðaldri refsað með því að setja það í rúmið. Hvað varðar hægðir og þvaglát, er best að setja barnið á kopp á þeim tíma, sem það er vant að hægja sér, ef hægðir eru reglulegar, en samt ekki fyrr en hreyfi- þroskinn er kominn á það stig, að barnið geti setið áhyggjulaust á koppi í nokkrar mínútur í senn. Á þennan hátt er hægt að venja barnið með skilyrðisbundnum æfingum á að hægja sér í kopp. Ef hægðir eru mjög óreglulegar, vandast málið. Stundum er hægt að sjá á svip barnsins, hvenær þvi er mál að hægja sér og nota þá tækifærið til að setja það á kopp. Ef svo er ekki, getur verið betra að bíða þangað til hægt er að nota málið til að gera barninu skiljanlegt til hvers er ætlast af því (2—2% árs). Það borgar sig alla vega aldrei að þvinga barn til að fara á kopp, þar eð það hefnir sín venjulega síðar. Sextán til átján mánaða geta flest börn haldið í sér þvagi í um það bil þrjár klukkustundir. Þá er æskilegt að setja þau á kopp reglulega, til dæmis fyrir máltíðir, eftir svefntíma á daginn og áður en þau fara að sofa á kvöldin. Um leið og regla og stjórn er komin á þvaglát að mestu leyti, er best að taka bleyjur af barninu, jafnvel þótt einhver hætta geti verið á slysum. Flest börn hætta að væta sig á næturnar einhvern tímann á aldrinum 1%—3ja ára, en það getur dregist til fjögurra ára eða jafnvel lengur, án þess að neitt sérstakt þurfi að vera að.“ Hvaða umönnun er nauðsynlegt að veita ungbarni á fyrstu mánuðum ævi- skeiðs þess? „Umönnunin á þessum fyrstu mánuð- um má segja, að sé fyrst og fremst líkamleg. Þó má segja, að fyrst í stað sé ákaflega lítill munur á líkamlegri og andlegri umönnun, þetta blandast sam- an. Það er ekki fyrr en seinna á ævinni, sem hægt er að greina þetta í sundur. Ungbarnið gerir glöggan greinarmun á því, hvort því líður vei eða illa. Nokkuð fljótlega fer barnið að setja vellíðan í samband við umönnun móður sinnar og nokkru síðar í samband við móðurina sjálfa. Hin líkamlega umönnun, sem í flestum tilvikum er innt af hendi móður- innar, felst í því að halda barninu þurru og seðja hungur þess og hugga, þegar því líður illa og hlúa að því á allan hátt. Allt þetta veitir barninu öryggiskennd. Jafn- framt hefur barnið þörf fyrir að vera í líkamlegri snertingu við móður sína eða þá sem annast það og barnið nýtur þess, þegar farið er um það höndum eða þegar verið er að sýsla við það. Í sjálfu sér þarf enga sérstaka tækni til að veita barni öryggistilfinningu. Það er ekkert sér- staklega kröfuhart og er fjarskalega reiðubúið að taka viljann fyrir verkið og láta til dæmis klaufaskap óreyndrar móður eins og vind um eyru þjóta. Það svarar miklu fremur tilfinningahlýju móður sinnar og viðleitni til að gera vel. Gott samband móður og barns á fyrsta árinu, veitir barninu öryggistilfinningu, sem það getur reist framtíð sína á. I krafti þess öryggis og í krafti þess kærleika, sem stendur því að baki, getur barnið sætt sig við takmarkanir og frelsisskerðingu, sem óhjákvæmilega fylgja í kjölfarið, þegar barnið þarf að semja sig að kröfum raunveruleikans. Ungbarn, sem finnst það ekki geta treyst móður sinni, verður tortryggið. Það treystir illa umönnun og tillitssemi annarra, þegar frá líður og telur sig þurfa að standa fastar um rétt sinn og hag en góðu hófi gegnir. Það óttast ávallt að verða fótum troðið og lætur því ekki vel að aga og stjóm. Þegar þannig tekst til, er tæplega í önnur horn að venda en að reyna að renna stoðum undir öryggiskennd barns- ins með því að veita því aftur öll forréttindi ungbarnsins, jafnvel þótt það sé farið að komast á legg og halda því áfram, þar til værð og öryggi fer að færast yfir barnið. Nema öryggiskenndin nái að festa rætur er alla vega mikil hætta á, að agatilraunir fari út um þúfur. Þessi fyrstu tilfinningatengsl þurfa ekki af nauðsyn að myndast við móður- ina eina, enda þótt það sé hið venjulega og algenga. Það, sem máli skiptir, er, að sambandið sé nógu náið og nógu langvar- andi til að djúpt og varanlegt tilfinn- ingasamband nái að myndast og festast. Því er ástæða til að vara við tilhneigingu nútímans til að þeyta ungbörnum frá einni manneskju til annarrar og úr einum dvalarstað í annan, þannig að tilfinningar barnsins hafi hvergi tæki- færi eða möguleika til að festa rætur.“ Hvernig er með brjóstagjafir, er ekki nauðsynlegt, að konur hafi börn á brjósti fyrstu mánuðina og þá hve lengi? „Nútímavísindin telja ákaflega æski- legt, að barn sé á brjósti fyrstu 4—8 vikurnar. Brjóstamjólkin er besta nær- ingin fyrir barnið. Hún inniheldur öll þau næringarefni, sem barnið þarfnast, í réttum hlutföllum. í seinni tíð hafa rannsóknir leitt það í ljós, að það er nógu góð næring fyrir barnið fyrstu sex mánuðina að fá brjóstamjólk einvörð- ungu. Æskilegast er að hafa börn á brjósti í sex mánuði, ef það er hægt. Það er oft sem það tekst ekki vel, en fer þó vaxandi. Brjóstamjólkin veitir einnig nokkra vernd gegn smitnæmum sjúk- dómum og ofnæmi, auk þess sem brjósta- mjólkin er auðmelt og meltingartruflan- ir hjá brjóstabörnum því fremur sjald- gæfar. Brjóstagjöfin gefur líka móður og barni tilefni til að njóta nærveru og hlýju hvors annars og móðurinni tíma til að gæla og tala við barnið, sem veitir báðum aðilum nauðsynlega ró og örygg- iskennd. Auk þess þegar barnið sýgur, þá dregst leg konunnar saman og fær eðlilega stærð og legu eftir fæðinguna." Ef brjóstamjólkin er ekki fyrir hendi af einhverjum ástæðum. Hvaða næring er æskileg? „Við mælum með þurrmjólk. Það er eðlileg næring og búið að gera mjólkina þannig úr garði, að hún inniheldur næringarefnin, sem barnið þarf í réttari hlutföllum en til dæmis kúamjólkin. Eftir tveggja mánaða aldur skiptum við okkur ekki mikið af því hvort börnin nærast á þurrmjóik eða kúamjólk." Hvernig þroskast persónuleiki ung- barna? „Þekking manna á þeim lögmálum, sem stjórna þroska persónuleikans, til- finningalífsins, er takmörkuð. Það er óendanlega teygjanlegt, hvað beri að telja eðlilegan og heilbrigðan persónu- leika og hvað eðlilegt og heilbrigt tilfinningalíf. Af hagnýtum ástæðum köilum við hamingjusamt barn tilfinn- ingalega heilbrigt, en drögum í efa, að vansælt barn geti verið það. Vansælt barn þarf alla vega á aðstoð fullorðinna að halda til að geta náð sér á strik, þvi að það er sjaldnast fært um það af eigin rammleik. Þróun persónuleikans er samsett fyrirbæri og mótast af öllum hliðum sem til eru á einstaklingnum og umhverfi hans. Þessi þróun er einstaklingsbundin. Engu að síður virðast öll bðrn fara í gegnum ákveðin þróunarskeið, sem fylgja í stórum dráttum nokkuð svipuð- um lögmálum, hversu ólíkt sem þau geta lagst upp í smáatriðum. Á hverju þroskastigi fyrir sig verður barnið að leysa ákveðin þroskavandamál, ef það á að geta færst eðlilega yfir á næsta stig þroskans. Alla vega er auðveldast fyrir barnið að leysa vandamál þroskans í eðlilegri röð og ekki hraðar en því sjálfu er eðlislægt. Framfarir barnsins eru ekki nærri alltaf jafnar og stöðugar. Oft tekur barnið svo sem eitt skref aftur á bak fyrir hver tvö sem það tekur áfram í þroska, án þess að nokkuð sérstakt sé að. Við mjög hagstæðar aðstæður getur barnið tekið skyndilegan þroskasprett, en séu aðstæður óhágstæðar, tekur barnið oft upp smábarnalegra hegðun- armynstur en svarar þeim þroska, sem það er raunverulega búið að ná. Það er eins og til að hvíla sig og safna kröftum ' fyrir næstu átök. Þessar eðlilegu sveiflur gera vísindunum mjög erfitt um vik að ákveða, hvort barn er á réttri og heppilegri þroskabraut eða ekki. Sum börn komast yfir ótrúlegustu örðugleika án þess að bíða varanlegt tjón, en önnur bíða auðveldlega skipbrot. Og þá má ekki gleyma, að persónuleikinn mótast einnig mjög af því andrúmslofti og straumum, menningarlegum sem öðrum, sem ríkja í nánasta umhverfi barnsins, þ.e.a.s. á heimilinu og i því þjóðfélagi sem það elst upp í.“ Á forskólaaldri (12 mánaða — 5 ára) er barn smám saman að breytast úr algerri tilfinningaveru í skynsemisveru og má segja, að börn gangi í gegnum ákveðin hegðunarmynstur á þessu skeiði, sem þau síðan láta af eins og handæði, neikvæði og þrjósku. Og svo sleppa þau sér í fyrsta sinn. Hvað er að segja um þetta? „Þegar barn sleppir sér í fyrsta sinn, tekur það ekki einungis fyrstu skrefin í eiginlegri merkingu, heldur einnig í yfirfærðri merkingu. Það eru einnig fyrstu skrefin á leiðinni í sjálfstæða tilveru. Hið nána líkamlega samband við móðurina, sem var algjört meðan barnið var hluti af líkama hennar og enn mjög náið meðan það þurfti að vera á höndum, rofnar á þessum tímamótum. Það öryggi, sem bein líkamleg snerting við móðurina veitti barninu áður, veitir nærvera henn- ar því nú. Sé móðirin eða staðgengill hennar nærverandi, getur barnið notið sín, en í fjarveru hennar missir barnið kjarkinn. Aðskilnaðarhræðsla við móð- urina er mjög áberandi á öðru ári og oft miklu lengur og er talin eðlileg. Engu að síður er þrá barnsins eftir því að kynnast hinu óþekkta geysimikil, en það veit ekki, hve langt það á að hætta sér út á hálan ís óvissunnar. Það er hrætt við að fórna vissu hins þekkta. Eftirlætisleikur barnsins í byrjun þessa æviskeiðs er táknrænn fyrir þetta vandamál. Það vill láta hluti detta og láta færa sér þá aftur. Eða með öðrum orðum, það vill æfa sig í því að taka áhættuna af því að sleppa i von um að tapið sé ekki óafturkræft." Verða öll börn handóð á ákveðnu aldursskeiði? „Já, en misjafnlega mikið handóð. Barn, sem komið er á kreik, er búið að ná nægilegum tökum á hreyfiþroska til að geta lagt til atlögu við umhverfið og kynnast því, það gerir það ósjálfrátt, ef það hefur nægilega öryggistilfinningu til að bera. Forvitni barnsins er gegndar- laus og fátt er svo ómerkilegt, að það dragi ekki athygli að sér. En allt atferli er handahófskennt og skipulagslaust, þvi barnið kann ekki að hugsa og skipu- leggja. Því verður allt í hers höndum, ef barnið fær að ráða. Handæðisaldurinn reynir oft meira en góðu hófi gegnir á þolinmæði, snarræði og athyglisgáfu uppalandans. Það er talið skaðlegt að skera handæði niður við stokk, þar eð barn þarf að fá að kynnast umhverfi sínu af eigin reynd og á þann skipulagslausa hátt sem er því eðlilegur í frumbernsku. Hins vegar verður að gæta þess fyrir hættum, því barnið brestur allar forsendur til að geta skiliðjjaer eða forðast af eigin rammleik. A þessu aldursskeiði stjórnast allar ákvarðanir af hvatalífinu og utan við yfirráðasvæði viljans. Á þessu þarf barnið að ráða bót og á öðru og þriðja aldursárinu er eitt af höfuðviðfangsefnum þess að læra að taka yfirvegaða og viljabundna ákvörð- un.“ Hvað getur þú sagt okkur um hinn svokallaða nei-aldur? „Það þarf meira sjálfstæði í hugsun, lífsreynslu og samanburðarmöguleika til að taka sjálfstæða, jákvæða ákvörðun en nokkuð barn á öðru og þriðja aldursári hefur til að bera. Þær hömlur, sem verður óhjákvæmilega að leggja á at- hafnafrelsi barns á handæðisaldrinum,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.