Morgunblaðið - 24.05.1981, Page 6

Morgunblaðið - 24.05.1981, Page 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1981 DINO fyrir dáöadrengi og draumadísir. DINO samfestingar, peysur og buxur úrTwíII, khakí, denim og rifíluðu flaueli í mörgum, morgum um samkynja foreldri og finnst það eiga refsingu skilið fyrir neikvæðar tilfinn- ingar sínar. Þetta er undirrót hræðsl- unnar. Hvernig leikurinn æxlast er undir því komið, hvernig samband foreldranna er í raun og veru. Sé það djúpt og einlægt og raunverulegur hornsteinn í tilveru beggja foreldra, verður barnið að viður- kenna yfirburði samkynja foreldris sins í samkeppninni og fara að leita sér að öðrum leiðum. Osigur barns gagnvart yfirburðum samkynja foreldris verður ósjálfrátt til þess, að barnið fer að veita þessum yfirburðum athygli og finnast þeir eftirsóknarverðir. Drengurinn fer því að taka sér föður sinn til fyrirmynd- ar og telpan móður sína. Þessi stefnubreyting tryggir drengn- um karlmannlega afstöðu til tilverunnar en-telpunni kvenlega, en það situr ekki við það tómt. Það verður ekki gert á einum degi að tileinka sér þá yfirburði, sem barnið er að sækjast eftir og því kennir þessi viðleitni barninu ósjálfrátt að vinna stefnufast að marki, efla með sér þrautseigju og þolgæði og gefast ekki upp, þótt eitthvað blási á móti. Fátt er betra veganesti, þegar út í lífið er komið. Sé samband foreldra yfirborðskennt eða ófullnægjandi, er nokkur hætta á ferðum fyrir barnið. Foreldri af gagn- stæðu kyni við barnið getur freistast til þess að gangast upp við áhuga barnsins og leita sér uppbótar í vonbrigðum í hjónabandi eða öðru í tilfinningasam- skiptum við barnið. Þetta gefur hins vegar draumórum barnsins byr undir báða vængi, og þar eð barnið er fullgild- ur aðili í þessum leik, er ekki nein knýjandi þörf fyrir það að leggja sig fram um að betrumbæta sig. Aðstaða þess til að öðlast baráttuþrek í tilverunni er því skorin niður við stokk miklu meira en æskilegt er. Hverfi annað hvort foreldrið af sjónarsviði barnsins hættir það að búa til mynd af hinu foreldrinu í huganum, sem stenst engan raunveru- leika. ímyndunaraflið og óskhyggjan geta gert draumaforeldrið alfullkomið, þannig að raunverulegu fólki hætti til að valda barninu vonbrigðum í samanburð- inum. Samkeppnisaðstaða þess foreldris, sem eftir verður í umhverfi barnsins og er bundið öllum takmörkunum raunveru- leikans, er heldur ekki beint öfundsverð. Engu að síður tekst samt flestum foreldrum, jafnvel þeim sem lifa í lélegri sambúð eða eru ein um að ala upp börn sín, langoftast að stýra þeim framhjá hættulegustu skerjunum í þessu sam- bandi af hyggjuviti og eðlishvöt. Þetta getur valdið og veldur nokkuð oft stöðnun í tilfinningaþroska barns. En sem betur fer vita flestir foreldrar, hvenær þessi hætta er á ferðum og það er auðveldara að gera gagnráðstafanir gegn því meðvitaða en því ómeðvitaða." Er hægt að rekja sálræn vandamál til fyrstu ára barnsins? „Viðkvæmasti aldurinn þykir vera frá 6—18 mánaða og jafnvel til tveggja ára. Sex til sjö mánaða gamalt barn er byrjað að mynda tilfinningatengsl og ef eitt- hvað fer úrskeiðis með þessi tengsl, þá er það ákaflega viðkvæmt mál. Það verður líka að muna það, að barnið þarf ekki aðeins að tengjast tilfinningalega heldur verður það líka að læra að átta sig á tilverunni. Það er ákaflega erfitt fyrir börn að hugsa fram í tímann, svo þau skilja ekki að það, sem er að gerast hér og nú, sé ekki viðvarandi ástand. Þetta er ef til vill ástæðan fyrir því, hve börn taka alla hluti mjög sárt á þessum aldri. Ef tilfinningatengsl fá ekki að verða nógu djúp eða að festast, sem er hornsteinn alls tilfinningasambands, sem verður seinna á ævinni, þá getur það skaðað barnið síðar, eins og ég talaði um hér að framan." Telur þú, að móðurástin sé eitthvað öðruvísi en föðurástin og barnið þurfi meira á móðurást að halda en föðurást? „Þetta er mjög umdeilt mál. Við vitum ef til vill ekki mikið um þessa hluti frá vísindalegu sjónarmiði. Það hefur venju- lega verið móðirin, sem annast hefur ungbarnið. Hún er sú, sem hefur tæki- færi til að veita barninu líkamlega næringu, og eins og áður segir, þá tvinnast iíkamleg og tilfinningaleg um- önnun mjög saman á fyrstu ævimánuð- um barnsins. Hitt er svo annað mál, að byrji faðirinn að annast barn sitt strax frá upphafi, virðist sem barn myndi samband við hann til þess að gera á sama hátt og við móðurina. Samband föður og barns verður sterkara, ef faðirinn byrjar að annast það strax við fæðingu heldur en síðar á ævinni. Það er til þess að gera nýtískulegt fyrirbrigði, að faðir annist barn sitt til jafns við móðurina og við vitum ekki, hvernig þróunin muni verða hvað þetta varðar. Hitt er þó alveg ljóst, hvort sem eðlismunur er á tilfinningum móður og föður, að það er miklu meiri þörf nú á því, að feður annist börn sín, þegar konur eru farnar að vinna svona mikið úti eins og þær gera. Barnið þarf að fá umönnun og tilfinningahlýju einhvers staðar frá. Því þarf einhver að koma í staðinn fyrir móðurina og það stendur föðurnum næst, ef hann hefur aðstöðu til þess.“ Ef ungabarn gæti hugsað og fært hugsanir sínar í orð, hvað heldur þú að bað mundi vilja segja við uppalendur sína? „Það er erfitt að segja, þó held ég, að það mundi segja: „Reynið að minnast þess, að ég bað aldrei um að verða til. Það er ekki víst, að það sé á mínu valdi að verða það barn, sem ykkur dreymdi um að eignast. Það er heldur ekki víst, að ég geti orðið það barn, sem vísindin kalla heilbrigt og eðlilegt. Engu að síður vonast ég til, að ykkur geti þótt vænt um mig, því án þess get ég ekki náð fótfestu í tilverunni. Ef ykkur þykir ekki vænt um mig, sé ég engan tilgang með því að vera til. Hvernig sem ég er, þá er ég samt algjörlega sérstætt undur náttúrunnar. Það hefur aldrei verið til annað barn, sem er nákvæmlega eins gert og ég og það verður aldrei til. Þess vegna getið þið aldrei lært neitt um séreðli mitt af bókum eða fræðimönnum, heldur bara um það, sem ég á sameiginlegt með öðrum börnum svona í grófum dráttum. Þið skuluð reyna að virða séreðli mitt, því að það er hvorki á ykkar færi né mínu að breyta því. Bresti ykkur skilning á séreðli mínu, get ég reynt að breyta því til að þóknast ykkur, og finnist mér ég þurfa að lifa lífinu í andstöðu við mitt eigið eðli, getur mér ekki liðið vel. Því miður get ég ekki skýrt séreðli mitt fyrir ykkur. Því á ég alla velferð mína undir skarpskyggni ykkar og at- hygli. Það er svo auðvelt að horfa án þess að sjá og hlusta án þess að heyra og það er ennþá auðveldara að sjá aðeins það sem maður býst við að sjá og heyra. Ef þið lendið í þessari gildru, getur vel svo farið, að þið uppgötvið aldrei, hvernig ég er í raun og veru og þaðan af síður, hvers vegna ég er eins og ég er. Þó að mig langi til að vera barn svona eins og ég er, langar mig samt til að geta þroskað þá hæfileika, sem ég hef fengið í vöggugjöf. Til þess þarf ég á handleiðslu ykkar að halda. Þið getið ýtt svo á eftir mér, að mér verði fótaskortur og þá er ekki víst, hve vel mér gengur að rísa aftur á fætur. Þið getið líka verið svo hrædd um mig, að þið leyfið mér aldrei að spreyta mig nægilega til að ég geti haldið áfram að þroskast. Til þess þarf ég að minnsta kosti öðru hverju að fá að spreyta mig við efri mörk getu minnar og það er skaðlaust, svo framarlega sem þið hafið augun opin og sjáið, hvenær ég er að þreytast um of eða verkefnið er að vaxa getu minni yfir höfuð. Ef ég fæ ekki að spreyta mig, öðlast ég aldrei það öryggi, sem reynslan ein gefur, en verði verkefnin of erfið að staðaldri, missi ég kjarkinn. Ef ég finn, að ykkur þykir vænt um mig, vil ég ýmislegt fyrir ykkur gera, því mér þykir vænt um ykkur á móti. Ég get beygt mig undir vilja ykkar, svo framar- lega sem reynslan sýnir mér, að þið hafið ávallt velferð mína í huga, þegar þið eruð að banna mér eða aga mig. Látið ekki stundar duttlunga eða augnabliks hags- muni ykkar sjálfra ráða. Þá finn ég, að handleiðsla ykkar forðar mér frá því að gera glappaskot, sem ég mundi gera, ef minn vilji réði. Ef þið viljið, að ég hlýði til þess'eins að þið getið sýnt vald ykkar yfir mér, er ekki víst að ég verði fús til samvinnu. Ég hlýði ykkur ef til vill af hræðslu, meðan þið sjáið til, en þið skuluð ekki búast við, að ég haldi því áfram, þegar þið eruð búin að snúa við mér bakinu. Þið skuluð heldur ekki halda, að ég hlýði, bara til þess að þið getið státað af því við vini og vanda- menn, hvað þið séuð góðir uppalendur. Þá bíð ég bara eftir tækifæri til að verða ykkur til skammar, þegar næsti gestur kemur í heimsókn. Og síðast en ekki síst skuluð þið minnast þess, að þið eruð fyrirmynd mín í tilverunni. Ég hermi eftir öllu, sem þið gerið, hvort sem það er gott eða vont. Það þýðir ekki fyrir ykkur að segja mér að gera eitt, ef þið gerið sjálf annað. Ég tek ekki mark á orðum og sérlega ekki, ef ég finn, að þau stangast á við það sem þið gerið. Eg skil meira að segja oft ekki orð. En ég get alltaf hermt eftir því, sem ég sé fyrir mér, hvort sem ég skil það eða ekki. Látið ykkur aldrei gleymast, að það er ykkar eigin hegðun, sem mótar mig öllu öðru fremur." “

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.