Morgunblaðið - 24.05.1981, Qupperneq 10
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ1981
--
Flóð og f jara
á Bretagne
St. Michel-klaustur er
mikið undur, þar sem
það rís upp úr
sandauðninni á fjöru,
en er umlukið hafi á
«, háflóði. Klaustrið
byggt ofan á
og utan um
klettinn.
I>e>far litið er til ferðar um Bretagne í fyrrasumar, kemur fyrst fram í
huKann þessi stórkostlega strönd á skaganum norðanverðum. þar sem
rauðir granítklettar rísa við haf, sem er á stöðugri hreyfingu. Flæðir
tvisvar sinnum á sólarhring að og hækkar þá allt að 15—17 metrum, en
skilur á útfallinu eftir sig endalausar fjörubreiður, fullar af lífi. Og
fólkið streymir niður í f jöruna með fötur til að ná sér í skelfisk í
soðið eða til að sóla sig á margra kílómetra breiðum sandfjörum.
Heilu klettaeyjarnar rísa úr sæ og hverfa aftur. Bretagne skagar
vestur úr Frakklandi milli Atlantshafs og Ermarsunds,
scrstæður landshluti með þjóðlegri menningu, gömlum
þorpum og fögrum miðaldakirkjum. Þetta er frjósamt land,
þar sem vindar Atlantshafsins bera raka inn yfir landið,
svo að þar er eitt mesta landbúnaðarhérað Frakklands
og frá engum öðrum landshluta berst eins mikill
sjávarafli inn i landið.
Texti og myndir: Elín Pálmadóttir
2. grein
Þennan hluta Frakklands hafði
undirritaðan blaðamann, allt frá
búsetuárum sínum í Frakklandi
endur fyrir löngu, alltaf langað að
skoða í góðu tómi. Og nú var sú ferð
að hefjast í borginni St. Malo á
Ermarsundsströndinni. Næstu 10
daga óku tvær förukonur af Islandi
í bílaleigubíl vestur eftir skaganum,
þá þvert yfir hann og austur með
suðurströndinni, um 1100 km leið
alls, áður en bílnum var skilað í
borginni Renne og lest tekin til
Parísar. Bílinn, fjögurra manna
Peugeot, reyndist auðvelt að fá
leigðan hjá Interrent í St. Malo,
kostaði með fullrí tryggingu og
benzíni um 22 pund á dag eða 11
pund á mann (nálægt 176 nýkrón-
um á núverandi gengi, en þar sem
bilið milli punds og franka hefur
breikkað síðan í fyrrasumar og ísl.
krónan fellur sem kunnugt er með
hverjum útlendingi, hentar líklega
best að gefa upp ársgamlan kostnað
í pundum). Islenzkt ökuskírteini
dugir þarna sem annars staðar í
Evrópu. Á móti bílakostnaði kemur
svo minni hótelkostnaður, enda
komumst við fljótt að raun um að
ódýr litil hótel á þessum slóðum eru
hreinleg og engin ástæða til að
sneiða hjá þeim. Þannig að við
reyndumst ekki eyða í daglegan
mat og gistingu nema rúmum 10
pundum á mann á dag. Og vopnaöar
Ieiðabók Michelin, sem eru yfirleitt
frábærar leiðabækur, og landabréf,
reyndust okkur allir vegir færir,
þótt ekkert væri skipulagt eða
pantaö fyrirfram.
og Englendinga til helstu sjóliðs-
foringja Frakklandsflota fram á
þennan dag, auk fiskimanna. Að
auki hefur St. Malo lagt Frökkum
til stórskáld á borð við Chateau-
briand.
Ofan af virkisveggjunum er út-
sýni yfir þessar miklu sandstrendur
með klettum, þar sem fólkið sólar
sig og hörfar svo undan, þegar hafið
fer að sækja á ströndina. Hluta úr
sólarhringnum er hægt að ganga
þurrum fótum út í eyjar og skoða
kastala og rústir, en eins gott að
vera komin í land þegar flóðið
kemur og skilur þær frá. Maður
trúir varla eigin augum hve hratt
flóðið kemur. Soffía vinkona mín
mældi það á sjálfri sér og tók 10
mínútur frá því hún stóð á þurru
þar til sjórinn náði henni í hné.
Þarna á ströndinni við St. Malo
hafði verið steypt upp sundlaug,
sem fylltist ferskum sjó á hverju
flóði. Þá stendur aðeins háa brettið
upp úr.
Þarna byrjuðum við strax að
smakka bretónsku pönnukökurnar,
sem upphaflega voru matur fá-
tækra í héraðinu, en eru nú víð-
frægar. I París eru víða komin eins
og á Bretagne sérstök Creperie eða
pönnukökustaðir. „La crepe" eða
pönnukakan er heil máltíð. Þessar
stóru þunnu pönnukönur eru bak-
aðar um leið og þær eru pantaðar á
eldavélarhellunni og fylltar með
smjöri, eggjum, skinku, skelfiski,
sardínum o.s.frv. Saltaðar ósætar
Borg sjóhetjanna
St. Malo er ein af þessum gömlu
borgum, þar sem keltneskir flótta-
menn settust að á 6. öld, og þar var
farið að stríða um það leyti sem
ísland byggðist, þar sem Norman-
ar komu mjög við sögu. Gamla
borgin er á landfastri eyju umlukt
miklum virkismúrum frá 13. öld,
sem gerðir voru upp eftir seinni
heimsstyrjöldina, er skildi borgina
eftir í rúst. Það er stórkostlegt að
fá sér göngu ofan á virkismúrunum
með útsýni inn í gömlu borgina og
út yfir höfnina. Þar eru siglutré
lystibátanna sem skógur, auk þess
sem St. Malo er eini bærinn á
norðurströndirub sem enn gerir út
togara til þorskveiða. Er af sem
áður var, þegar fiskiskipin sóttu af
allri Ermarsundsströnd Frakk-
lands á fjarlæg mið upp undir
Island og Nýfundnaland. Heima-
menn eru líka ákaflega stoltir af
„sjóhetjum" sínum gegn um aldirn-
ar, svo sem finna má í sögulegu
safni í kastala við höfnina, en þar
skarta í vaxi hetjur fyrri alda og
frásagnir glymja um hreystiverk
þeirra. Allt frá landkönnuðinum
mikla Jaques Cartier, sem fyrstur
sigidi upp St. Laurens-fljót í Kan-
ada, löggiltu sjóræningjahetjunum,
sem réðust á freigátur Hollendinga
Klaustur Mikaels
á Klettaeyju
Um leið og fellur út streymir fólkið niður í fjöruna til að ná sér í skelfisk.
pönnukökur úr dökku méli eru
kallaðar galettur, en þær fínni úr
hveiti eru sætar og frekar fylltar
með ávaxtasultu eða slíku, enda
varla til þá ávaxtatré, sem ekki
þrífst á Bretagne. Hressandi er að
sötra með héraðsdrykkinn cidre eða
eplamjöð, sem Bretagnebúar hafa
bruggað frá aldaöðli úr hinni miklu
eplauppskeru sinni. Um hádegisbil-
ið stönzuðum við jafnan við ein-
hvern af þessum notalegu pönnu-
kökustöðum og fengum í hádegis-
mat heitar fylltar pönnukökur.
Flatbotna bátur var að koma að og
eiginkonan bakkaði bílnum út í sjó
að stíunni sinni, sem var að fjara
frá og tók að selja aflann. Það var
mjög líflegt þarna við höfnina í
góða veðrinu og hægt að súpa úr
glænýrri skel. Um 1920 kom upp
efnhver pest í ostrustofninum, sem
gengur að ströndinni í Cancale einu
sinni á ári og þykir lostæti, en hann
mun nú eitthvað vera farinn að ná
sér aftur.
Suður með ströndinni, þar sem
eru sandhólar, mátti víða sjá tjald-
og húsvagnastæði, og fólk búið að
slá sér þar niður. Einnig auglýs-
ingar á sveitabæjum, sem buðu
gistingu, en það er óvíða í Frakk-
landi.
Brátt blasir við St. Michel klaust-
ur í allri sinni dýrð á háum
granítkletti. Þar var í aldir eitt
áhrifaríkasta klaustur Evrópu, sótt
af pílagrímum langt að. Þótt þar sé
nú gengdarlaus ferðamanna-
straumur með tugum þúsunda
ferðamanna árlega og búðum og
peningaplokki beggja megin gömlu
þröngu götunnar upp að klaustrinu,
þá er bæði klaustrið sjálft og
útsýnið stórkostlegt. Um klaustrið
sjálft verður að fara undir leiðsögn
einhvers munksins og greiða 8
franka fyrir. Það kom okkur á
óvart, að allur þessi ferðamanna-
skari virtist nær eingöngu vera
Frakkar. Byggingalist klaustursins
er undurfögur og ótrúlegt stórvirki
að koma klaustrinu í öllu sínu veldi
fyrir á þessum háa kletti og tylla
því utan um hann. Kórinn er
byggður á aðeins fjórum súlum á
Hið fræga klaustur St. Michel er
á mörkum Bretagne og Normandí-
héraðs í austri og deila héruðin um
hvoru það tilheyri. Landamerkjaáin
mun einhvern tíma hafa breytt sér
og fært hið heilaga klaustur Mika-
els frá Bretagne til Normandí. Þótt
í öfuga aksturstefnu væri, hlutum
við fyrst að halda þangaö. Ókum
austur með ströndinni. Á skaganum
andspænis St. Malo er bærinn
Cacale, frægur fyrir skelfisk sinn,
sem menn rækta nú í búrum úti í
flóanum. Ekið er niður eftir snar-
brattri brekku að höfninni, þar sem
konurnar stóðu þessa morgunstund
við borðin sín og seldu fenginn.
Leiðin liggur vestur efftir Bretagneskaga, þvert yffir hann
og austur meö suðurströndinni.
í lítlu hóteli við kirkjutorgið í Dinan fá förukonur af
íslandi herbergi með glugga út yfir torgið, þar sem
markaðurinn er í fullum gangi í morgunsárið.
í Cancale kemur eiginkonan og býr sig undir aö taka viö
skelfiskafla eiginmannsins, þegar hann rennir bátnum
upp að stíunni hennar, áöur en fellur út.
~jf}
r x