Morgunblaðið - 24.05.1981, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1981
55
Nótt eftir nótt söfnudust þeir saman
fyrir framan skjáinn og nutu þess aö
sjá sjálfa sig berja á fylliröftum...
(SJÁ: Hrottaskapur)
Tekst okkur
að drepa okk-
ur - úr hita?
Ilækkandi hitastig um
heim allan vegna stöðugr-
ar brennslu alls kyns
eldsneytis, rykmengunar
og annarra umhverfis-
breytinga er farið að valda
mörgum manninum meiri
áhyggjum en sú hætta,
sem Bandarikjunum og
Vestur-Evrópu kann hugs-
anlega að stafa af rússn-
eskum eldflaugum.
Þessi samlíking, annars vegar
stórkostleg röskun veigamikilla
umhverfisþátta og hins vegar
óttinn við styrjaldarátök, var
notuð á tíu ára afmælisfundi
Umhverfismálanefndar Efna-
hags- og framfarastofnunar
Evrópu í París í síðasta mánuði,
en þar voru saman komnir
fulltrúar og umhverfismálasér-
fræðingar frá 23 ríkustu þjóðum
heims og þar veltu þeir vöngum
yfir þessari nýjustu vá, sem
Kansas yrði að rjúkandi eyði-
mörk.
„Meira en líkiegt að höfuðið ...
hafi verið sent til Lunduna"
maðurinn hefur búið sér og
öllum lífheimi.
Á þessum fundi var embættis-
mönnum og háttsettum stjórn-
arerindrekum sagt það umbúða-
laust, að öryggi þjóða þeirra
væri ekki eingöngu komið undir
byssum, skriðdrekum og flug-
flota; jafn mikil eða meiri hætta
stafaði af alþjóðlegum átökum í
kjölfar uppflosnunar heilla
þjóða af völdum stjórnlausrar
iðnvæðingar og alvarlegra um-
hverfisbreytinga.
Margir vísindamenn telja, að
á næstu 40—50 árum muni
hitinn um heim allan hækka um
þrjár gráður og segja, að þessari
þróun verði best lýst með því,
sem gerist í venjulegu gróður-
húsi. Harlan Cleveland, banda-
rískur vísindamaður, sagði í
viðtali að fundinum loknum, að
ef ótti vísindamannanna reynd-
ist réttur mætti búast við því, að
Kansas, eitt mesta hveitiræktar-
hérað í Bandaríkjunum, yrði að
rjúkandi eyðimörk en Síbería
hins vegar yrði hreinasti unaðs-
reitur þar sem yxi vínviður
sjálfsáinn og hvers kyns suð-
rænn gróður.
Harlan Cleveland var einn af
þeim sem stóðu að skýrslu
Bandaríkjastjórnar um „Heim-
inn árið 2000“ en hún þykir vera
heldur dapurleg lesning. Þrátt
fyrir það er Cleveland enginn
úrtölumaður, sem hvergi sér
ljósa glætu, og að hans sögn
skiptir ekki öllu hvert stefnir í
umhverfismálunum heldur „í
hvernig umhverfi við viljum lifa
og hvernig við ætlum að láta
þær óskir rætast".
Cleveland bætti því við, að
helsta ástæðan fyrir bjartsýni í
þessum efnum væri sú, að hætt-
an á stórkostlegu slysi stafaði
ekki af duttlungum náttúrunnar
heldur væri manninum sjálfum
einum að kenna, sem væri búinn
að missa alla stjórn á tækni-
brölti sínu. Hann sagði að lok-
um, að framtíðarheill manna og
alls lífheimsins myndi velta á
því, að ráðamenn hér á jörðu
gerðu sér ljóst, að í umhverfis-
vernd væri vonin um farsæla
framtíð fólgin en ekki í byssun
og öðrm morðtólum.
- TERENCE BENDIXSON
T APAÐ/FUNDIÐ
Hvar er haus-
inn höfðingjans?
Öldungar Makoni-
ættbálksins í Austur-Zimhabwe
hafa nú formlega farið fram á
það við bresk stjórnvöld, að þau
skili aftur hausnum af fyrr-
verandi höfðingja þeirra, sem
þeir segja, að sé nú kominn á
sýningu i London.
Þessari kröfu hafa öldungarnir
komið á framfæri við fulltrúa
bresku stjórnarinnar í Salisbury,
en höfðingja þeirra, Mutata Mak-
oni, létu Bretar taka af lífi árið
1896 fyrir að reyna að koma í veg
fyrir, að hvítir landnemar sölsuðu
undir sig allt besta land ættbálks-
ins. Að því er þeir segja, var
höfuðið af Mutata nú nýlega á
sýningu í British Museum en því
vilja þó margir mótmæla og segja
svo, að allar mannaleifar hafi fyrir
löngu verið fluttar á Náttúrugripa-
safnið eða Mannkynssögusafnið.
En skyldi það nú vera líklegt, að
sigurvegararnir í einu þessra litlu
stríða Viktoríu drottningar hafi
fundið ástæðu til að senda hausinn
á föllnum fjandmanni til Lundúna?
Frú Jacqueline McLeod, en mað-
ur hennar, Malcolm, er forstöðu-
maður Mannkynssögusafnsins,
hafði þetta um það að segja: „Þar
til bara nú fyrir skömmu voru enn
til sýnis á safni nokkru í Cam-
bridge kynfærin undan suðurafr-
ískum höfðingja, sem féll í bardaga
við Breta." Og aðstoðarforstöðu-
maður Mannkynssögusafnsins, dr.
Brian Durrans, sagði: „Það er
meira en líklegt, að höfuð höfðingj-
ans hafi verið sent til Lundúna. Ef
það hefði verið talið hafa einhverja
þjóðfræðilega þýðingu hefðum við
trúlega fengið það þegar safnið var
stofnað en sem mannfræðilegt ein-
tak hefði það verið sent Náttúru-
gripasafninu."
Einn þingmanna Verkamanna-
flokksins, Bruce George, mótmælti
því nú nýlega þegar uppboðsfyrir-
tækið Christie’s auglýsti til sölu
heilmikið hausasafn. Einn haus-
anna var af fyrrverandi höfðingja
Maórí-þjóðarinnar á Nýja Sjálandi
en flestir voru hausarnir af kanad-
ískum indíánum. Christie’s ákvað
að hætta við uppboðið.
MALCOLM STUART
SAGNFRÆÐI
Lenin var „landsölu-
maður“ ef rétt er hermt
í leynilegum samningavið-
ræðum við handarískan sendi-
mann i Kreml árið 1919 bauðst
Lenin til að láta af hendi fjóra
fimmtu hluta alls sovésks
landsvæðis í skiptum fyrir
formlega viðurkenningu á stjórn
kommúnista og efnahagsaðstoð
frá Vesturlöndum.
Það er bandarískur sagnfræðing-
ur af ungverskum ættum, sem
hefur komist að þessum niðurstöð-
um með því að athuga ýmis gögn
um friðarráðstefnuna sem haldin
var í Versölum í lok fyrri heim-
styrjaldar. Eugene Gonda heitir
hann og í bók, sem hann ritar á
frönsku og kom út í Frakklandi nú
fyrir skemmstu, reynir hann að
varpa nýju ljósi á þessa sögufrægu
ráðstefnu. Yfirlýstur tilgangur
Versalaráðstefnunnar var sá að
binda enda á öll stríð en eins og
flestum er kunnugt varð raunin þó
allt önnur, því að með henni voru
einmitt lögð drögin að nýjum og
enn hrikalegri átökum með heim-
styrjöldinni síðari.
Eugene Gonda segist byggja bók
sína á óbirtum einkaskjölum og
opinberum gögnum um Versala-
ráðstefnuna og hann fullyrðir, að
það hafi verið Woodeow Wilson
Bandaríkjaforseta að kenna, að
ekki var gengið að tilboð Lenins.
Hann segir, að ástæðan hafi verið
sú, að Wilson óttaðist að verða
sakaður um að standa í „samninga-
makki“ við bolsana á sama tíma og
bandariskt, breskt og franskt her-
lið tók þátt í misheppnaðri tilraun
til að koma hinum afsetta Rússa-
keisara aftur á veldisstólinn.
Gonda segir, að tilboð Lenins
hafi fyrst verið komið á framfæri
við sendimenn Bandamanna í
Stokkhólmi í desember 1918 og að
það hafi verið Maxime Litvinov,
sem seinna varð utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, sem það hafði gert.
Wilson Bullitt, sem var í banda-
rísku sendinefndinni á Versala-
ráðstefnunni, til Moskvu til að
kynna sér nánar hvað í tillögu
Rússanna fólst.
Bullitt, sem seinna varð fyrsti
sendiherra Bandaríkjanna í Sov-
étríkjunum, kom til Moskvu
snemma í mars 1919, að því er
Gonda segir, og ræddi við Lenin að
heita mátti sleitulaust í sex daga.
Lenin bauðst til að viðurkenna
stofnun sjálfstæðra ríkja, sem
óháð væru kommúnistum og nytu
verndar Bandamanna, í Eystra-
saltslöndunum, Arkangelsk, vest-
urhluta Hvíta-Rússlands, í hálfri
Úkraníu, Krímskaga, Kákasus, Úr-
alhéruðum og í allri Síberíu. Á
móti skyldi Bandamenn viður-
kenna stjórn kommúnista í Rúss-
landi og veita þeim aðstoð við
uppbygginguna eftir stríðið.
Wilson hafnaði þessu boði Len-
ins og lét ekki einu sinni banda-
menn sína vita af því og var
ástæðan fyrir því sú, segir Gonda,
að „ofstækisfullir andkommúnistar
voru vissir um, að Lenin væri að
leika tveimur skjöldum og væri
bara að draga athyglina frá leyni-
legri áætlun um alheimsbyltingu
kommúnista".
„Sannleikurinn er sá, að ef tilboð
Lenins hefði verið tekið, hefðu þær
sögulegu aðstæður skapast, að eng-
in- rússnesk kommúnistastjórn
hefði nokkru sinni getað lagt upp í
herför með heimsyfirráð að leið-
arljósi," segir Eugene Gonda í bók
sinni.
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
PARKER 0 HANNIFIN
Char-Lynri
Oryggislokar
Stjórnlokar
Vökvatjakkar
= héðinn =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA
í Kaupmannahöf n
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU