Morgunblaðið - 24.05.1981, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.05.1981, Qupperneq 16
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ 1981 Viötal: Anders Hansen Myndir: Emilía B. Björnsdóttir Stóðhestastöð Búnað- aríélags íslands á Litla-IIrauni við Eyrar- hakka er stofnun, sem ekki er sífellt í f jölmiðl- um, og eðli starfseminn- ar vegna verður árangur- inn fremur áratugi en ár að koma í ljós. Þrátt fyrir það má með nokkr- um rétti fullyrða, að starf- ræksla Stóðhestastöðvar- innar, sé nú eitt af því merkasta, sem er að ger- ast í íslenskri hrossarækt. Verði árangurinn eins KÓður og vonast er til, ok nú er útlit fyrir, er þess að vænta að islenskir hestamenn muni njóta >?óðs af, í formi betri hesta á reiðKötum fram- tíðarinnar. Blaðamaður oj? ljósmyndari Morgun- hlaðsins lögðu leið sína austur að Litla-Hrauni í vikunni, þar sem Þorkell Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur Búnaðarfé- lajjsins sýndi stöðina og útskýrði starfsemi hennar. Stofnuð árið 1973 Þorkell sagði að Stóðhestastöðin hefði tekið til starfa árið 1973. Ákveðið hefði verið að nýta hús er ríkið átti að Litla-Hrauni, þar sem áður var rekið kúabú í tengslum við Vinnuhælið. „Við ákváðum að not- ast við það sem til var,“ sagði Þorkell, „í stað þess að fara þá leið að byggja allt upp frá grunni. Við vorum að vísu ekki fyllilega ánægð- ir með aðstöðuna hér, og erum ekki enn, en það er skoðun mín að hefðum við ekki farið þessa leið væri Stóðhestastöðin enn ekki kom- in á laggirnar. Við skoðuðum nokkra staði, sem taldir voru koma til greina, en eftir nokkra athugun varð það að ráði að hefja starf- rækslu stöðvarinnar hér við Eyrar- bakka." Kosturinn við staðinn sagði Þor- kell að hefði fyrst og fremst verið sá að lítið kostaði að koma starf- seminni af stað. Húsakynnin væru nokkuð góð, og tún ágæt, en ókost- irnir væri á hinn bóginn þeir að erfitt væri með alla aðstöðu utan dyra. Kæmi þar margt til. Hellu- steypan á Litla-Hrauni er með starfsemi sína nánast undir hest- húsveggnum á Stóðhestastöðinni, og því væri aðkoman að stöðinni önnur en æskilegt væri, og þrengsli einnig mikil, nánast ekkert rými ef frá væri talið lítið tamningagerði og svæði sem unnt er að hleypa folunum út í. Engin sýningaraðstaða, er því nafni geti nefnst, sé á staðnum, og því hafi verið brugðið á það ráð að aka hestunum upp að Selfossi, þar sem árleg vorsýning hefur verið haldin tvö undanfarin ár. Áður var reynt að hafa sýningarnar á Litla- Hrauni, en sakir þrengsla þar og lélegrar aðstöðu sagði Þorkell að ekki hefði verið unnt að hafa sýningarnar þar áfram. Hefur Renjfið þokkalega „Þetta hefur gengið alveg þokka- lega,“ segir Þorkell, er við spyrjum hvernig honum sýnist árangurinn vera. — „Næg reynsla er þó tæplega komin á starfsemina ennþá," bætir hann við, „en ég get þó ekki sagt annað en að við erum ánægðir með hvernig til hefur tekist, og bjart- sýnir á framtíðina. Skoðanir voru mjög skiptar um ágæti stöðvar af þessu tagi í upphafi, og margir því beinlínis andvigir að henni yrði komið á fót. Nú heyrist mér sem þessi gagnrýni heyrist ekki eins mikið og áður, og jafnvel margir þeirra sem áður lögðust gegn stöð- inni, telja hana nú hafa öðlast tilverurétt. Þetta verður okkur óneitanlega hvatning til að halda stóðhestar á fóðrum í vetur stóðhestastöðinni við Eyrarbakka sem nú hefur starfað í átta ár Páll B. Pálsson á stóðhestinum öngli á Kirkjubæ. öngull er mjög efnilegur foli, rauöblesóttur eins og flest hrossin i Kirkjubæ. og hefur erft flesta kosti stofnsins þar, bæði byggingu og hæfileika. Þorkeil Bjarnason sýnir blaðamönnum nokkra hestanna. áfram, en engum er það þó eins ljóst og okkur sem við þetta störf- um, að of snemmt er að kveða upp lokadóm um hvernig til hefur tekist. — Slíkt er raunar aldrei unnt þegar ræktunarstarf er ann- ars vegar, þar koma alltaf upp ný og ný vandamál með hverri kynslóð, sem þarf að fást við á hverjum tíma.“ Velja folöld til stöðvarinnar Þorkell segir, að sérstök kynbóta- nefnd starfi við Stóðhestastöðina, og hefur hún yfirumsjón með starfseminni. Auk hrossaræktar- ráðunautarins, Þorkels, eru í nefnd- inni fjórir menn, einn úr hverjum landsfjórðungi. Af Suðurlandi er Þorgeir Sveinsson á Hrafnkels- stöðum, af Vesturlandi Leifur Jó- hannesson í Stykkishólmi, Páll Pét- ursson á Höllustöðum er fyrir Norðlendingafjórðung, og loks er í nefndinni Ingimar Sveinsson á Eg- ilsstöðum, af Austurlandi. Á Stóðhestastöðinni eru nú 55 folar að sögn Þorkels, þar af fimm veturgamlir, folöld frá t fyrra. Þorkell segir að áhersla sé lögð á að velja folöld til stöðvarinnar, þar sem æskilegast sé að geta fylgst með uppvexti og þroska folanna frá byrjun. Þessi aðferð veldur því að ekki verður mikið farið eftir hæfi- leikum foianna, en meira er lagt upp úr útliti og ætterni. „Við förum sannast sagna nær eingöngu eftir ætt folanna" segir Þorkell, „og séu á ferðinni stórættaðir hestar, reynum við að fá þá hingað, eftir því sem svigrúm er til hverju sinni. Einnig kemur fyrir að við veljum folöld beint úr stóði, en slíkt hefur ekki gefist vel, þó undantekningar séu þar á. Gildi ræktunarinnar segir því ótvírætt til sín, og væri nú annað hvort eftir það mikla starf sem lagt hefur verið að baki í hrossarækt hér á landi síðustu áratugi.“ Þorkell sagði, að ýmist keypti Stóðhestastöðin folana sem þangað eru valdir, eða þá að þeir væru í eigu einstaklinga og hrossaræktar- sambanda. Þá er sú leið farin að eigendur greiða lágmarksgjald fyrir fóðrunina, en fá tamningu ókeypis. Á móti áskilur stöðin sér allan rétt til að dæma hesta úr leik ef þeir eru ekki taldir standa undir þeim kröfum er til þeirra verður að gera. Þar geta fjölmörg atriði komið til, er ákveðið er að vana fola, svo sem léleg bygging, skortur á ganghæfileikum, taugaveiklun, stundum ber á slægð og margt fleira mætti nefna. „Viljinn er hins vegar erfiðari viðureignar," sagði Þorkell, „það hefur marg sýnt sig Reynt er að láta folana fá eins mikla hreyfingu og unnt er, og eru þeir meðal annars látnir hlaupa um i tamninga- gerðinu við hesthúsin. Hér hafa nokkrir þeirra brugðið á leik i svöiu mailoftinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.