Morgunblaðið - 24.05.1981, Side 23

Morgunblaðið - 24.05.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MAÍ1981 63 Tveir góðir saman + Hvaö skyldu þeir nú vera að segja hvor öðrum, þessir tveir gamansömu náungar, þeir Guðni Kolbeinsson og Helgi Sæmunds- son, sem kunnir eru úr útvarpi fyrir að kunna að slá á létta strengi? Guðni Kolbeinsson hætti við að hætta í íslenzkuþættinum, eftir að hafa orðið það á að beygja orðið lækur vitlaust, svo sem frægt er orðið. En tók svo léttilega öllu gríni og háðsglós- um, lét sig hafa það að birtast á skjánum í páskaþættinum og gera grín að sjálfum sér horf- andi af brúnni á lækinn. Hann þýðir fyrir útvarpið og þá oft skemmtiefni, heyrist nú m.a. í finnsku teiknimyndasögunni „Og þá var kátt í höllinni". Það er orðið lengra síðan heyrðist í Helga Sæmundssyni, en hann tók á sínum tíma mikið þátt í glensi og skemmtiþáttum í útvarpinu, þótti hnyttinn og hagmæltur, í spurninga- og skemmtiþáttum Sveins Ás- geirssonar með öðrum gaman- sömum mönnum á borð við Friðfinn Ólafsson, Guðmund Sigurðsson, Stein Steinarr og Karl ísfeld. Ekki munum við betur en að það hafi t.d. verið Helgi, sem í ljóðaþætti botnaði snarlega þennan vísupart stjórn- andans: Sólin hlý um borx ok bý brosir skýin K^Kn um Hann hélt viðstöðulaust áfram: Viö sina píu Singmanrý sönK á kviaveKKnum. Og vakti hlátur á hverju koti í landinu. En Singman þessi í Kóreu var fréttamatur mikill um þessar mundir. Mynd Kristján. félk í fréttum Amma Sölvason 107 ára + I vorhefti ritsins The Ice- landic Canadian segir frá elsta borgaranum í Saskatchewan, sem nefnist Jóhanna (Amma) Sölvason og hélt upp á 107. afmælisdaginn sinn 4. desem- ber sl. á elliheimilinu þar sem hún dvelur. Hún fluttist 1895 með manni sínum, Sigurði Sölvasyni frá íslandi, til Norður-Dakota og settist að nálægt Wynyard 1905. Þar héldu þau upp á 70 ára brúð- kaupsafmæli sitt. Fjögur af 8 börnum þeirra eru á lífi, 10 barnabörn, 29 barnabarnabörn og fimm barnabarnabarna- börn. Sagt er að minni Jó- hönnu ömmu sé stórkostlegt. Hún hafi fram undir þetta lesið af ákafa bækur á norsku, sænsku, ensku og auðvitað íslenzku, en nú hindrar sjón- depra hana í því. Tvær aðrar konur eru yfir 100 ára gamlar á elliheimilinu í Golden Acres, Guðrún Guð- mundsdóttir 103ja ára og Dóm- hildur Johnson 102. Myndin sem fylgir er af Jóhönnu og fylgdi frásögninni í blaðinu. Koma af fundi í „skuggaráðuneytin u “ + Þeir setja svip á bæinn þessir tveir og hafa gert í áratugi. Lárus Blöndal bóksali, sem rekur bókabúð sína við Skólavörðustíg og er tiltölulega nýhættur með útibúið í Morgunblaðshúsinu, og Magnús Þorgeirsson í Pfaff, sem er kominn hátt á áttræðisaldur og var fyrir áratugum farinn að selja heimilum bæjarins saumavélar. Þeir félagarnir voru að koma úr morgunkaffinu í Pfaff við Bergstaða- stræti, þar sem „skuggaráðuneytið" eins og það er stundum kallað, hefur í 10—12 ár hitzt á hverjum morgni kl. 10. Ræðir þar heimsmálin og landsmálin, hvernig svo sem þeim er klúðrað á eftir, eins og Lárus orðaði það. Tekur þá félagana aldrei lengur en klukkutíma. Þar hittast auk þeirra Magnúsar í Pfaff og Kristins Magnússonar sonar hans, Lárus Blöndal, Lúðvík Jósefsson, Albert Guðmundsson, Jón Steinn, bóksali, Ólafur Finnbogason, pennavið- gerðarmaður, Pétur Snæland og einhverjir fleiri. Upprennandi hlaupastjarna + í hinu árlega WHS-hlaupi í Winchester hlupu 112 þátttakendur í þriggja og 4'k mílu hlaupi í glampandi sólskini á 2. páskadag. Þátttakendum var skipt í 5 aldurshópa, enda voru þeir á aldrinum frá 40 niður í 5 ára. Sú yngsta sem lauk hlaupinu var Helga Zoéga og var birt af henni mynd á íþróttasíðunni í dagblaði í Winchester af því tilefni, eins og sést hér á síðunni. Helga er dóttir Tómasar Zoega læknis og Fríðu Zoega konu hans, og hefur fjölskyldan búið í þessu úthverfi í Boston í 5 ár. Þau eru öll miklir skokkarar, enda kemur fram í blaðinu að móðir Helgu tók þátt i hlaupinu í hópi 18—40 ára, Kristín systir hennar í grunnskólaald- ursflokknum. Þarna eru sýnilega á ferð upprennandi hlauparar, sem við fáum kannski einhvern tíma að sjá á hlaupabrautinni á íslandi. Frumraun Eyva + Frumraun Eyvindar Erlendssonar í Moskvu nefnist grein í blaðinu Fréttir frá Sovétríkjunum, þar sem Alla Ljuden hefur tekið sér fyrir hendur að rekja spor Eyvindar á námsárum hans í Moskvu eftir 1962 og komist í tæri við Ljudmilu Golubkovu-leikstjóra í Stanislavsky- leikhúsinu, sem var skólafélagi hans og hafði aðstoðað hann við uppsetningu á leikriti. Þau voru tvö af 15 manna hópi sem stóðust inntökuprófið i leikstjóradeild Leiklistarskóla ríkisins. Hún hrósar Eyvindi mikið, og hefur lofsyrði eftir prófessorum hans, segir m.a.: „Hlutverkin, sem við höfðum yfir að ráða voru mörg. Rússnesk sígild list, verk sovéskra leikritaskálda og erlendra höfunda. Eyvi túlkaði Hamlet og Jago á afar skemmtilegan og sérstæðan hátt. Og yfirleitt voru mestu leiksigrar hans tengdir verkum Shakespeares. Okkur er mjög minnisstæð uppsetning hans á Júliusi Cesar og hlutum úr „Karolian". Hann vann mikið af ákafa og ástríðu. Ég get hreinlega viðurkennt það, að meðal okkar var ekki neinn hæfari til vinnu en Eyvi. i Hann átti auðvelt með að aðlagast stúdentalífinu hjá okkur. Hann bjó á stúdentagarðinum og deildi með okkur sorg og gleði og tók lifandi þátt í öllum málefnum háskólans. Honum fannst gaman i Moskvu, en hann hafði heimþrá. Hann sagði oft frá íslandi ... Og í greininni segir hún frá lokaverkefni Eyva, uppsetningu á „The Ballad of the Sad Cafe“ eftir bandaríska höfundinn Edward Albi í Sovremennik-leikhúsinu: „Frumsýningin á þessu stykki var mikill viðburður í leiklistarlífi Moskvuborgar. Það var vonlaust að ná í miða. Sovésk blöð hældu Eyva mjög fyrir starf það, er hann hafði þarna unnið." Nokkrar myndir birtast með greininni af Eyvindi Erlendssyni í hlutverkum í Moskvu. Hér með fylgir mynd af honum í hlutverki i „Venjulegir töfrar".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.