Morgunblaðið - 06.06.1981, Page 1

Morgunblaðið - 06.06.1981, Page 1
44 SÍÐUR OG LESBÓK 125. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Heræfingar við Pólland? Fer Walesa til Bandaríkjanna? „Midway“ illa tekið UM 2000 andstæðingar kjarnorkuvopna efndu til mótmælaaðgerða, þegar bandaríska flugmóðurskipið Midway lagðist að bryggju i heimahöfn 55 km sunnan við Tokyo á föstudag. Skipið hefur valdið miklu fjaðrafoki i Japan að undanförnu. en hópar kjarnorkuvopnaand- stæðinga og stjórnarandstæðingar i þinginu hafa fullyrt, að það og önnur herskip i 7. flota Bandarikjanna séu útbúin kjarnorkuvopnum. Japanskir hægrimenn (til hægri) og vinstrisinnar i handalögmálum er efnt var til mótmælaaðgerða gegn komu bandariska flugvélamóðurskipsins Midway til Yokosuka i gær. Hægrimenn mótmæitu mótmælum vinstrisinna gegn komu skipsins. Andófsmönnum sleppt í Póllandi Varsjá. Moskva. 5. júni. AP. FJÓRUM pólskum andófsmönnum var sleppt úr fangelsi á föstudag og dagur ákveðinn fyrir yfir- heyrslur yfir þeim fyrir starfsemi fjandsamlega rikinu. Sovézka fréttastofan Tass gagn- rýndi harðlega ákvörðun hæstarétt- Walesa varar við afskiptum Gent, 5. jiini. AP. PÓLSKI verkalýðsleiðtoginn Lech Walesa sagði i ræðu á ársþingi Vinnumálastofnunar- innar í gær, að félagslegar og stjórnmálaumbætur i Póllandi væru rétt að hefjast. Hann varaði við afskiptum erlendra þj<>ða <tg sagði, að þau myndu aðcins hindra. að það, sem hefur áunnizt. fái að dafna. „Pólvcrjar eru fullfærir um að leysa innanríkisvandamál sin sjálfir,“ sagði Walesa. Ræðu hans var mjög vel tekið, en um 2000 manns hlýddu á hana með andakt. Áður en Walesa séttist að lokinni ræð- unni, sendi hann sigurmerki í átt að auðum sætum sovézku sendinefndarinnar. Walesa sagði við komuna til Genfar fyrr í vikunni, að hann hefði áhuga á að láta af leiðtogastörfum i Samstöðu, en hann minntist ekki á það í ræðu sinni. ar að láta mennina lausa, gaf í skyn, að fremstu leiðtogar Póllands væru að bregðast góðum kommún- istum, sem þurfa á opinberum stuðningi að halda, og kvað ákvörð- unina „síðasta undanhaldið fyrir gagnbyltingunni." Hópar víða um Pólland hafa fastað og krafist lausnar Leszeks Moczulskis leiðtoga Bandalags sjálfstæðs Póllands, KPN, og þriggja félaga hans undanfarna daga. Um 50 manns fögnuðu Mocz- ulski, þegar hann var látinn laus, en nokkrir hópar ákváðu að halda hungurverkföllunum áfram og krefjast lausnar tveggja bræðra, sem sitja í 25 ára fangelsi fyrir að sprengja byggingu 1971. Litið var á lausn Moczulskis sem lið í tilraun- um stjórnvalda til að minnka spennuna í landinu fyrir flokks- fund, sem verður haldinn í júlímán- uði. Fjögur verkalýðsfélög hafa hótað verkföllum n.k. fimmtudag til að ýta á eftir rannsókn á barsmíðum, sem þrír verkalýðsfélagar urðu fyrir í Bydgoszcz í mars. Talsmaður Lech Walesa sagði í Genf á föstu- dag, að hann vonaðist til, að lausn yrði fundin á deilum innan verka- lýðsfélaganna vegna þessara verk- fallsboðanna í fjarveru hans. Starfsmenn 18 verksmiðja í Sos- noviec lýstu yfir á föstdag, að þeir væru tilbúnir að fara í verkföll með stuttum fyrirvara til stuðnings þeim, sem eru í hungurverkföllum. En 89 fangar í Jelenia-fangelsinu, sem er í suðvestur Póllandi, hættu þriggja daga hungurverkfalli, eftir að þeir fengu loforð um hærri laun, takmarkaðar heimferðir, rétt til að hlýða messu og betri vinnuskilyrði. Moczulski sagði, þegar hann var látinn laus, að hann myndi fara og biðjast fyrir við grafréit Stefan Wyszynskis kardínála, sem lézt fyrir rúmri viku. Hann sagði: „Lát- ið heiminn vita, að við stöndum sterkir, sameinaðir og viðbúnir.” Pólska fréttastofan PAP sagði, að Moczulski og félagar hans yrðu yfirheyrðir 15. júní. Beirút. 5. júní. AP. SÝRLENDINGAR og herflokkar kristinna manna börðust með stór- skotaliði og flugskeytum í Beirút i dag og líbanskir embættismenn sögðu að israelskt fótgöngulið hefði ráðizt inn á gæzlusva'ði SÞ í Suður-Libanon og sprengt upp hús. Gjörgæzludeild bandaríska há- skólaspítalans í vesturhluta Beirút var lokað annan daginn í röð vegna skotbardaga andstæðra hópa vinstrisinna. Tveir féllu og 12 særð- ust. Sjö féllu og 11 særðust í viðureign Sýrlendinga og kristinna manna við markaiínuna í Beirút. Hlé var gert á útsendingum út- varpsstöðvar kristinna manna til að útvarpa fyrirskipunum um útgöngu- bann í óákveðinn tíma í hinum WashinKton. 5. júni. AP. Bandaríkjastjórn hefur fengið staðfestar fréttir um að heræf- ingar kunni að hefjast fljótlega- umhverfis Pólland og í landinu sjálfu að þvi er talsmaður banda- Erlendur kafbátur í sænskri landhelgi Stokkhólmi. 5. júni. AP. ERLENDS kafbáts af ókunnum uppruna varð vart i sænskri landhelgi í skerjagarðinum suð- austur af Stokkhólmi i gær og sjóherinn veitti honum eftirför. Herskip og þyrlur leituðu að kafbátnum og urðu varir við hann síðdegis, en misstu af honum. Djúpsprengju var varpað niður til þess að vara kafbátinn við og hún sprakk skammt frá honum. Leitað var að kafbátnum fram á kvöld, en leitin bar ekki árangur. Þetta er í fjórða skipti á þessu ári sem erlends kafbáts hefur orðið vart í sænskri landhelgi. Erlendur kafbátur sást síðast í síðastliðnum mánuði undan Karlshamn og hann var flæmdur úr landhelginni. Sænski sjóherinn átti í víðtæk- um og kostnaðarsömum eltingar- leik í september og október í fyrra við einn eða fleiri erlenda kafbáta og einn þeirra, sennilega pólskur, laskaðist af völdum djúpsprengju. Skömmu eftir eltingarleikinn sást viðgerð fara fram á honum með aðstoð móðurskips á rúmsjó. kristna hluta Beirút þar sem skot- bardagarnir færðust í aukana. En seinna dró úr bardögunum og skip- anirnar voru ekki endurteknar. Jafnframt bjó Philip C. Habib, fulltrúi Bandaríkjaforseta, sig undir að fara frá Washington í nýja ferð til Miðausturlanda til að setja niður eldflaugadeilu Sýrlendinga og ísra- elsmanna. Utanríkisráðherrar Saudi- Arabíu, Kuwait, Sýrlands og Líban- on ráðgera fund á morgun í bænum Beiteddin í Líbanon undir forsæti Elias Sarkis forseta Líbanons. Líbanska verzlunarraðið segir að 644 hafi fallið og 2.673 særzt í bardögum Sýrlendinga og kristinna manna í Líbanon i apríl og maí. rísku utanríkisráðuneytisins. Dean Fischer. sagði í dag. Fischer sagði líka að verkalýðs- leiðtoginn Lech Walesa kynni að koma til Randaríkjanna í einka- heimsókn í júlíbyrjun og hugsan- legt væri aö hann ræddi við bandaríska ráðamenn, þótt hann gæfi í skyn að Walesa hefði ekki farið fram á slíka fundi. Talsmaðurinn sagði að sem stæði benti ekkert til þess að hernaðarumsvif ættu sér stað í nágrenni Póllands og engin stað- festing væri fyrir því að heræf- ingar hæfust bráðlega. Hann sagði að Bandaríkjamenn myndu fylgjast nákvæmlega með ástand- inu. Fischer sagði að síðastliðna tvo mánuði hefði verið tiltölulega ró- legt ástand í Póllandi. Þótt sovésk, tékknesk og austur-þýzk blöð töl- uðu um „öngþveiti" í landinu „héldi pólska þjóðin áfram að vinna saman að lausn vandamála sinna, róleg og æðrulaus." Dró sig til baka Washiniítan. 5. júni. AP. ERNEST W. Lefever, sem Ronald Reagan Bandaríkja- forseti tilnefndi í embætti mannréttindaráðgjafa við utanríkisráðuneytið, dró nafn sitt til baka í dag, etir að utanríkismálanefnd öldunga- deildar þingsins neitaði með 13 atkvæðum gegn 4, að mæla með skipun hans í embætti. Reagan og Howard Baker leið- togi Repúblikana í deildinni höfðu þó báðir talið, að þing- deildin myndi samþykkja embættisveitinguna. Sjá frétt á bls. 20. Útför fulltrúa Frelsissamtaka PLO í Belgíu, Naim Khader, sem var skotinn til bana á götu í Brússel á mánudaginn, var. gerð í dag í borginni og formaður PLO og að- stoðarmenn hans táruðust þegar ekkjunni svelgdist á í minningar- ræðu um mann sinn. „Þú verður lifandi á meðal okkar unz sá dagur kemur er þjóð þín og þú hverfa aftur til Palestínu," sagði ekkjan með tárin í augunum. Yfirvöld í S-Líbanon segja að ísraelskir fótgönguliðar hafi ráðizt yfir landamærin og inn í þorpið Alta Ez Zott á gæzlusvæði írska friðargæzluliðsins og sprengt upp hús tveggja grunaðra samverka- manna palestínskra skæruliða. Skotbardagar í spítala í Beirút

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.