Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 8

Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 8
_______1 8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ1981 Séð yfir Breiðholtshverfin, Seljahverfið er næst á myndinni. Guðsþjónustur í Selja sókn í nýju húsnæði SELJASÓKN er um þessar mundir að flytja starfsemi sína í nýtt húsnæði, en frá c>k með næsta sunnudeKÍ fara guðsþjónustur safnaðarins fram í Olduselsskóla. Til þessa hafa barnaguðsþjónust- ur farið þar fram ok aðrar að Seljabraut 54 ok þar hefur skrif- stofa sóknarprestsins, sr. Valjfeirs Ástráðssonar, einnif; verið til húsa, en hún flyst nú að Tindaseli 3. Klukkan 11 f.h. á hvítasunnudag verður fyrsta guðsþjónustan í Öldu- selsskóla og annast hana sr. Valgeir Ástráðsson, en sr. Ólafur Skúlason dómprófastur mun flytja ávarp. Kirkjukór hefur nú verið stofnaður í Seljasókn, byggingarnefnd er að hefja störf og fyrir nokkru var stofnað kvenfélag sóknarinnar. Hefur það starfað um hríð og voru 120 konur á síðasta fundi, en stofnfélagar eru um 100. Seljasókn hefur fest kaup á húsnæði í Tindaseli 3 og þar mun skrifstofa sóknarprestsins verða til húsa. Hefur hann þar viðtalstíma kl. 17:30 til 19 frá þriðjudegi til föstudags og verður fyrsti viðtals- tíminn þar nk. þriðjudag, 9. júr.í. Slæm aðstaða safnaðanna í Breið- holti er mjög til baga öllu safnaðar- starfi að sögn sr. Valgeirs Ást- ráðssonar, en áhugi á starfinu er mikill. M.a. er gefið út safnaðar- blað, sem flytur fréttir af starfinu og er næsta blað væntanlegt á næstunni. itkðóur á morgun Guðsþjónustur um hvítasunnuna DÓMKIRKJAN: Kl. 11 hátíöar- messa. S. Hjalti Guðmundsson. Kl. 2 hátíðarmessa. Sr. Þórir Stephen- sen. Fluttir verða hátíðarsöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar og Dómkórinn syngur sem stólvers lag Þorkels Sigurbjörnssonar við sálm- inn „Englar hæstir, andar stærstir". Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Annar hvítasunnudagur: Kl. 11 hátíöarmessa. Sr. Þórir Stephen- sen. Dómkórinn syngur, organleik- ari Marteinn H. Friöriksson. LANDAKOTSSPÍTALI: Guösþjón- usta á hvítasunnudag kl. 10. Sr. Þórir Stephensen. Organleikari Birgir Ás Guömundsson. HAFNARBÚOIR: Guðsþjónusta á hvítasunnudag kl. 2. Sr. Hjalti Guömundsson. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. ARBÆ J ARPREST AK ALL: Hvíta- sunnudagur: Guðsþjónusta í safn- aöarheimili Árbæjarsóknar kl. 11 árd. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Hvítasunnudag- ur: Hátíöarmessa að Norðurbrún 1 kl. 2. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns- son. BREIÐHOLTSPREST AK ALL: Hvítasunnudagur: Hátíöarmessa kl. 11 árd. í Breiöholtsskóla. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Hvítasunnu- dagur: Hátíöarguösþjónusta kl. 2. Organleikari Guöni Þ. Guömunds- son. Annar hvítasunnudagur: Hljómleikar kl. 5 síöd. Tónkór Fljótsdalshéraös. Sr. Ólafur Skúla- son, dómprófastur. DIGRANESPRESTAKALL: Hvfta- sunnudagur: Hátíöarguösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILID GRUND: Messa kl. 2 á hvítasunnudag. Prestur Sr. Lárus Halldórsson. FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Hvítasunnudagur: Hátíöarguös- þjónusta i safnaöarheimilinu aö Keilufelli 1 kl. 11 árd. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Hvítasunnu- dagur: Hátíöarguösþjónusta kl. 2. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Annar hvítasunnud.: Guösþjónusta í Grensásdeild Borgarspítalans kl. 10.30 árd. Almenn samkoma nk. fimmtudag kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLFGÍMSKIRKJA: Hvítasunnu- dagur: Hátíðarmessa kl. 11, altaris- ganga. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Hátíöarmessa kl. 2. Sr. Karl Sigur- björnsson. Annar í hvítasunnu: Messa kl. 10:30. Beöiö fyrir sjúk- um. Þriöjud. 9. júní: Fyrirbæna- guösþjónusta kl. 10.30. Beöiö fyrir sjúkum. Landspitalinn: Hvítasunnudagur messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörns- son. HÁTEIGSKIRKJA: Hvítasunnudag- ur: Messa kl. 11. Organleikari Orthulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. Annar í hvítasunnu: Messa kl. 11. Sr. Arngrímur Jóns- son. Borgarspitalinn: Messa á hvíta- sunnudag kl. 10. Sr. Tómas Sveins- son. Veit u m einstakl- inga í sárri neyð - hef áhyggjur af hvað um þá verður í MORGUNBLAÐINU í gær er sogð sú frétt að ákvcðið hafi verið að leggja niður Meðferðar- heimili það við Kleifarveg fyrir taugaveikluð born, sem rekið hefur verið síðan 1974 og setja þar upp í staðinn dagskóia fyrir skólanemendur með hegðunar- vandkvæði. Af því tilefni ræddi fréttamaður Mbl. við Stefaníu Sörheller. forstöðumann Kleif- arvegsheimilisins og bar þessa ráðstöfun undir hana. — Það sýnir mikið skilnings- leysi á þessu heimili að ætla að leggja það niður, og e.t.v. að okkur hafi ekki tekist að koma ráða- mönnum í skilning um hve þörfin er mikil og að meðferðarheimilið nýtist. Nú hefi ég áhyggjur af þeim börnum, sem þyrftu að komast hér í meðferð og hrædd við hvað um þau verður. Ég skil ekki hvers vegna þessi hjálp, sem hér er veitt, er ailt í einu orðin óþörf. — Ég tel ekki að neinn dagskóli geti komið í staðinn fyrir þessa þjónustu, enda ætlaður allt öðrum börnum. Þetta er eina sólar- hringsheimilið, sem er starfandi fyrir þessi börn, en vandi þeirra er svo mikill, að þau verður að vista allan sólarhringinn, ef á að vera hægt að koma þeim aftur starfhæfum til fjölskyldu sinnar og í skólann. En hlutverk með- ferðarheimilisins er „að taka í sólarhringsvistun til uppeldis- meðferðar nemendur úr skyldu- námsskólum Reykjavíkur, sem að mati sálfræðideilda skóla þurfa á slíkri meðferð að halda vegna geðrænna eða félagslegra örðug- leika“, eins og það er orðað. Én þegar húsið undir þessa starfsemi var gefið af Hvítabandinu og Heimilissjóði taugaveiklaðra barna, fylgdi með, að skylt sé að reka í húsinu meðferðarheimili fyrir taugaveikluð börn og að fræðsluyfirvöld annist rekstur- inn. — Meðferðarheimilið er rekið þannig, sagði Stefanía aðspurð, að það sé sem líkast venjulegu heim- ili og allt heimilisfólkið tekur saman þátt í því sem er að gerast. Það er mikill kostur að húsið er í almennu borgarhverfi og að börn- in fara í almennan skóla, Laug- arnesskólann, þó þau séu þar í sérdeild. Börnin eru vistuð á vegum sálfræðideildar vegna geð- rænna og félagslegra orsaka, eins og ég sagði áðan, þar sem þeim nýtist ekki af þeim sökum sú greind og þeir námshæfileikar, sem þau annars hafa og þess vegna lenda þau í erfiðleikum félagslega bæði heima hjá sér, í skólanum og í umhverfinu. Þegar þau koma hingað, byrja þau öll í sérdeildinni í Laugarnesskólan- um, þar sem unnið er að uppbygg- ingu þeirra í samvinnu við okkur hér heima. Náin samvinna er við kennara og hvert barn hefur möguleika á að fá kennslu miðað við getu sína. Þegar þau hafa svo að mati starfsfólks, ráðgjafa heimilisins og kennara náð nægi- lega langt, þá er reynt að koma þeim út í almennan bekk í sama skóla, fyrst með aðstoð kennara. Endanlegt markmið er að gera þeim fært og koma þeim út í almennan bekk í sínum skóla. Og auðvitað heim til sín, enda er þetta allt í samvinnu við foreldr- ana, sem er ákafiega mikilvægt. Allan tímann er náin samvinna við foreldra, bæði reglubundin samtöl og ráðgjöf, og óformlegar heimsóknir. Foreldrarnir koma inn á heimilið og taka þátt i - segir Stefanía Sör- heller, forstöðumað- ur Kleifarvegsheim- ilisins daglegu lífi, eftir því sem þau geta við komið, þannig að þarna er um sameiginlegt átak að ræða. — Og hefur þetta tekist, þegar um er að ræða svo illa farin börn? — Hvað árangur snertir, þá er alltaf erfitt að meta hvað er árangur. Það er í þessu tilfelli afstætt hugtak. Það sem er árang- ur hjá einu barni, getur verið annað hjá öðru. Við verðum að miða við einstaklinginn og hvaða möguleika hann hefur. En í sam- bandi við umræður nú í vor um að breyta eða leggja niður starfsem- ina, hefi ég gert lauslega saman- tekt á því hvar þau börn eru stödd, sem hafa dvalið hér sl. 3 ár. Það eru 16 einstaklingar, og þá eru með í þeirri tölu börnin, sem nú eru að útskrifast héðan og fara í sinn almenna skóla í haust. Af þessum 16 hafa 8 börn farið heim eða í fóstur og eru í eða að fara í almennan bekk í sínum heima- skóla. Fimm börn hafa farið heim eða í fóstur og hafa stuðning eða sérkennslu í einhverju formi með skólanáminu. 3 börn hafa þurft að fara á aðra sérstofnun. Það er rétt að hér er um að ræða þau börn, sem í mestum erfiðleikum eiga og áður en þau koma hingað hefur verið búið að reyna öll önnur tiltækileg úrræði í hinum al- menna skóla til að koma þeim á réttan kjöl. Ég sé satt að segja ekki, hver á að leysa vanda Stefania Sörheller þessara einstakiinga, þegar þessi stofnun verður lögð niður. — Eru þetta mörg börn? — Hér eru rúm fyrir 6 börn í einu og heimilið hefur verið fullnýtt á undanförnum árum. Auðvitað verður að aðlaga þau heimilinu. Þau eru því ekki tekin saman í hóp að haustinu, því að það er mjög erfitt fyrir þau að koma á svo nýjan stað og þau þurfa mikia aðstoð fyrstu dagana. Við þurfum því að geta sinnt þeim mikið í rólegheitum. Og þegar fer að nálgast útskrift, byrjum við að aðlaga þau sínu eigin heimili. Þau fara að vera þar á nóttunni eða um helgar með sínu fólki. Þetta er hvort tveggja mjög viðkvæmur tími og gífurlega mikilvægt að standa vel að umskiptunum. Barni reynist líka oft erfitt að koma í sitt heimahverfi, þeim er misjafnlega tekið og þau þurfa á meðan mikinn stuðning frá okkur. — Hvernig hefur reksturinn gengið. Mér heyrist aðalrökin vera að þetta sé dýrt? — Fjárveiting til heimilisins hefur verið af skornum skammti, svo að ekki hefur verið hægt að manna það allar helgar nú að undanförnu, og af illri nauðsyn hefur því þurft að senda börn heim einu sinni í mánuði. Og þær helgar, sem opið er, hefur aðeins verið hægt að hafa 2 og í undantekningartilfellum 3 börn, því aðeins einn starfsmaður er í vinnu. í einstöku tilfellum hefur þetta verið slæmt, þegar barn er þar statt í meðferðinni að kemur sér illa að rjúfa hana. En hvað kostnað snertir, þá samsvarar sú upphæð sem Reykjavíkurborg leggur til heimilisins nú í ár, daggjöldum fyrir 3 unglinga á Unglingaheimilinu í Kópavogi. Ef við komum í veg fyrir að 3 unglingar lendi þar í eitt ár, þá er búið að greiða fyrir rekstur heim- ilisins. En börnin gætu síðar lent þar eða annars staðar á stofnun, ef þau fá ekki hjálp. í dag eru 14 unglingar á Unglingaheimilinu í Kópavogi og sveitaheimilinu í Smáratúni, sem Reykjavík greiðir fyrir daggjöld. Þannig að í dag greiðir Reykjavík daggjöld þar samsvarandi 4 Kleifarvegsheimil- um. En daggjöld á Unglingaheim- ilinu eru svo 30% af daggjöldum við Borgarspítalann, en í Smára- túni 15%, og sjálfsagt er kostnað- ur á barnadeild enn hærri. Það er því afstætt hvað sparast við að íeggja heimilið niður. — Undanfarin 3 ár, sem ég er búin að vera hér, segir Stefanía ennfremur, hefur heimilið aldrei búið við öryggi. Alltaf komið upp á hverju ári hugmyndir um að leggja það niður og staðið barátta um fjárveitingar til þess. Heimil- ið hefur búið að þessu, langt fram eftir vori hefur því ekki verið ljóst hvort í rauninni yrði hægt að halda áfram meðferð á börnum að hausti. En yfir sumarmánuðina fara börnin annað hvort á sveita- heimili eða heim til sín, eftir atvikum. Og stefnt er að því í meðferðinni að þau geti það, þótt þau svo þurfi að koma aftur þegar skólar byrja. — Hvað verður um þessi börn með erfiðustu vandamálin, sem koma fram í skólakerfinu? Eru þau mörg nú? — Það veit ég ekki. Þessi börn hafa ekki verið kynnt hér vegna þess að óvíst var um starfsemina. En mér er kunnugt um einstakl- inga, sem eru í sárri neyð. Og hætt er við að einhverjir þeirra lendi inn á stofnun siðar ef ekki næst til þeirra svo snemma. En skólarnir gefa einmitt möguleik- ana til að ná til þessara barna svo snemma. Öll börn ganga í skóla og þeir gefa því starfsmönnum sál- fræðideilda skólanna möguleika á að verða þeirra varir og ná til þeirra með hjálp.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.