Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 11

Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 11 Brúðubíllinn Brúðubillinn: Grímur «k þorpið hans. Brúðujíerð: Helga Stefíenseir. Ilandrit ok stjórn: Helga Steff- ensen ok Sigriður Hannesdótt- ir. Brúðubíllinn er orðinn fastur liður í leiklistarlífi borgarinnar hvert sumar, en hann starfar í maí og júní og sýnir á öllum gæsluvöllum Reykjavíkur. Það er Reykjavíkurborg sem rekur Brúðubílinn. Efni dagskrár Brúðubílsins er einkum við hæfi barna á aldrin- um tveggja til sex ára og er ætlast til að þau séu þátttakend- ur í sýningunum, en allir eru velkomnir og fer vel á því að foreldrar og aðstandendur barna séu með þeim. Það eru þær Helga Steffensen og Sigríður Hannesdóttir sem hafa veg og vanda af Brúðubíln- um að þessu sinni. Helga býr til Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON brúðurnar, en Sigríður stjórnar sýningunni, talar við krakkana og fær þau til að syngja. Þær hafa samið handrit í sameiningu og annast báðar stjórn brúðanna og túlka hlutverkin í töluðu máli. Efnið er Grímur og þorpið hans. I kynningu segir svo: „Grímur er alltaf á vakt í stiganum sínum, þá getur hann fylgst með öllu sem gerist. Hann segir krökkunum frá lífinu í þorpinu og íbúum þess.“ Þótt skemmtunin sé ekki síst tilgangur Brúðubílsins er lögð áhersla á að fræða krakkana um ýmislegt úr daglega lífinu, búa þau undir lífið og er ekki ólíklegt að það sé með svipuðu móti og í leikskólum. Þetta fer ágætlega saman. Að þekkja á sér fingurna er hverju barni nauðsynlegt og það kenna þær Helga og Sigríður. Einnig fá börnin leiðbeiningar um umferðarmál, einkum götu- ljós. En ekki er gaman að láta troða endalaust í sig lærdómi og reglum. Lífið þarf líka að vera áhyggjuleysi. Og það var það líka glaðan júnídag á leikvellinum við Hlíð- argerði þar sem fjöldi barna var samankominn, fóstrur og for- eldrar. Við kynntumst misheppnaðri galdrakerlingu sem átti stóran galdrahatt. Þegar hún vildi að upp úr honum sprytti skjaldbaka kom broddgöltur og óþægir drekar öngruðu kerlingargreyið sem var litblind í þokkabót. Brúður Helgu Steffensen voru í frekar hefðbundnum stíl, komu ekki beinlínis á óvart. Þær Helga mmÞótt skemmtunin 7 sé ekki síst tilgang- ur Brúðubílsins er lögð áhersla á að fræða krakkana um ýmislegt úr daglega lífinu, búa þau undir lífið ££ og Sigríður túlkuðu fólk og dýr sköruglega eins og þeirra var von og vísa. Eina sem mætti finna að Brúðubílnum er það að efnið er dálítið ófrumlegt. Hvernig væri að reyna að gera eitthvað alveg nýtt og höfða til leiks og gáska ungra áhorfenda, bæði hvað varðar handrit og brúður. Þetta er aðeins orðað hér til umhugsunar fyrir aðstandendur Brúðubílsins. En dagskráin er hin prýðilegasta eins og hún er og fengur börnum. Sem betur fer hafa flestir skilið að leikhúsið á að þjóna þeim eins og öðrum. Leigja Ljósfara til rannsókna og merkinga á hvölum FYRIRHUGAÐ er, að nóta- veiðiskipið Ljósfari verði leigt um tíma í sumar til rannsókna og merkinga á hvölum vestur af landinu. Hvalur hf. mun væntanlega leigja skipið. en Ilafrannsóknastofnun leggur til vísindamenn og nauðsynleg tæki. Ef af þessu verður mun Þórður Eyþórsson, deildar- stjóri í sjávarútvegsráðuneyt- inu, verða skipstjóri á Ljós- fara þennan tíma. en Þórður er margreyndur skipstjóri á hvalhátunum og myndi þá nota sumarleyfi sitt til þessara skipstjórnarstarfa. Jóhann Sigurjónsson mun hins vegar sjá um rannsóknir og merk- ingar. Mörg undanfarin ár hefur verið unnið að rannsóknum á hvölum bæði í Hvalstöðinni í Hvalfirði og merkingum á hafi úti. í fyrra tók hver hvalbátanna fjögurra 2 daga í merkingar á hvölum, en oft hefur hvalbátur verið við merkingar í vikutíma fyrir upphaf vertíðar. Margvísleg verkefni eru framund- an við rannsóknir á hvölum og í sumar tekur til starfa í Hvalfirði alþjóðleg rannsóknastöð. Brezkir vísindamenn verða fyrstir til að nota aðstöðuna í rannsóknastöð- inni, en það er Hvalur hf. sem komið hefur stöðinni á laggirnar. „Það virðist svo sem hún hafi fundið nýtt lögmál þess efnis, að sumir skattar séu góðir og aðrir vond- ir“ setið á hakanum og svo nærri atvinnuvegunum er gengið, að við berum nú minna úr býtum sem heild en efni stóðu til. Á þessu bera stjórnvöld fulla ábyrgð, en taka því létt því miður. Að þessu sinni var óhjákvæmilegt að búa til nýjan nefskatt vegna Framkvæmdasjóðs aldraðra, af því að ríkisstjórnin var ekki til viðtals um annað. Menn munu ekki telja eftir þessar 100 kr. Jafnvíst er líka hitt, að þeir væru óðfúsir að leggja hálfu meira fram, ef ríkið kæmi þar hvergi nærri. Það kennir reynslan frá Kópavogi okkur og raunar margt annað stórvirkið, sem frjáls- ar hendur hafa unnið og ekki talið eftir. stiginn Hversvegna aö láta sérsmíöa stiga, þegar hægt er aö kaupa Ljusdals stiga tilbúinn til uppsetningar? A myndunum sézt hversu lítiö fer fyrir stiganum ósamsettum, og hvernig hann veröur, tilbúinn til notkunar. Ljusdals stigann getur þú sett upp sjálfur og þaö á stuttum tíma. Furulímtré Ljusdals stiginn er unninn úr massivri furu, svokölluöu límtré. Furan er límd saman í bitum sem gefur stiganum mikla mótstööu gagnvart raka og hitastigsbreytingum. Furu-límtréö er bæöi fallegt og veitir hlýlega tilfinningu. Stadalstærðir Ljusdals stiginn er framleiddur í 7 geröum, — „beinir“, — „L“ laga og „U“ laga. Þar aö auki eru þeir framleiddir í mismunandi hæöum (240—270 sm). Alls veröa þetta 48 mismunandi geröir stiga svo aö einhver þeirra ætti aö henta þér. Uppsetning í pökkunum er ekki bara stiginn heldur einnig allt sem þarf til þess aö ganga frá stiganum á sínum staö, — skrúfur, lím og tréfyllir. Þaö eina sem vantar er hamar og skrúfjárn. Fylgihlutir Meö Ljusdals stiganum má fá handriö, rimlaverk og lokanir viö stigapalla, allt úr límtré. Allar upplýsingar ásamt myndlista veita, kajmar innréttingar hf. SKEIFUNNI8, SÍMI82011.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.