Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 12

Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 Hamrahliðarkórinn tekur lagið utan við skólann, borgerður kórstjóri er fremst fyrir miðri mynd. Syngur íslenzk og erlend tónverk á 12 tónleikum datíinn 12. júní. Fleiri tónleikar eru á dagskránni og einnig mun- um við syngja við guðsþjónustur. Allt eru þetta opinberir tónleikar þar sem búast má við að gagnrýn- endur komi og fjalli um frammi- stöðu okkar, en við erum búin að æfa mikið og undirbúa okkur vel, segir Þorgerður. I dag, laugardag, verður allt að vera tilbúið, hvort sem það heitir tónverk, hvítar skyrtur eða upp- hlutur, því kl. 18 heldur kórinn tónleika í Háteigskirkju og gefst þar kostur á að hlýða á hluta efnisskrárinnar. Kórinn hefur eig- inlega tvær efnisskrár, veraldlega og kirkjulega og segir Þorgerður að meira af kirkjulegri tónlist sé nú á efnisskrá kórsins en áður. Markast það af því að kórinn heldur marga kirkjutónleika í ferðinni og á kirkjutónleikum í Þýzkalandi ber að flytja kirkju- lega tónlist. Með í för verður Hörður Askelsson orgelleikari og í nokkrum verkanna aðstoðar strengjasveit kórinn, en hana skipa fjórar fiðlur, tvö selló og ein víóla úr hópi kórfélaga. Ný íslenzk tónverk Kórinn hefur meðferðis allmörg ný kórverk eftir íslenzk tónskáld, m.a. Heilræðavísu eftir Jón Nor- dal, sem samið var fyrir kórinn í vor og frumflutt við skólaslit M.H., Recessionale eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem hann hefur rétt nýlokið við að semja og nýleg verk eftir Atla Heimi Sveinsson og Ríkharð Örn Pálsson. Þá leggja kórfélagar sjálfir einnig sitt til málanna, því eftir einn þeirra, Hauk Tómasson, verður flutt verkið Örvænting við ljóð eftir annan kórfélaga, Bergþóru Ing- ólfsdóttur, sem sl. vetur sendi frá sér fyrstu ljóðabók sína. Á veraldlegu efnisskrá kórsins er m.a. að finna þjóðlög, Fagurt galaði fuglinn sá, Móðir min í kvi, kví, og Vísur Vatnsenda-Rósu, tónlist eftir John Wilbye, Johann Jeep og Thomas Morley og kór- verk eftir islenzka höfunda eldri sem yngri, Pál ísólfsson, Friðrik Bjarnason, Jón Þórarinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Pál P. Pálsson, Róbert A. Ottósson, Atla Heimi Sveinsson, auk Þorkels Sig- urbjörnssonar og Jóns Nordal. Þorkell, Atli Heimir og Róbert Abraham eiga einnig verk á efn- isskrá kirkjutónleikanna, auk Jóns Leifs og Páls ísólfssonar og þar syngur kórinn áðurnefnt verk Messiaen, 0 sacrum convivium og verk eftir Cererols, Bach, Gallus, Hammerschmidt og negrasálma. Kynna íslenzka tónlist Alls verða þetta 12 tónleikar auk þess sem kórinn kemur fram í Hamrahlíðarkór inn í tónleikaferð til Þýzkalands „MÆTING í morRunsól við MII..segir í íerða- áætlun Ilamrahlíðarkórs- ins, sem á sunnudag leKK- ur upp í hálfsmánaðar tónleikaferð til Þýzka- lands. Má segja að þarna komi fram sá bjart- sýnistónn, sem einkennir allt starf þessa kórs, það verður sól, það verður sunRÍð, það verður sungið vel <»k allir verða ánæjíðir, áheyrendur ok kórfélaRar heillast, enda byKKt á fyrri reynslu úr tónleikaferð- um, jafnvel þótt kórfélaK- arnir séu aðrir í þetta sinn. En hvers vegna velur Hamra- hlíðarkórinn Þýzkaland til hljóm- leikahalds, það iand, sem er einna kröfuharðast og bezt heima af Evrópulöndum þegar kórmúsík er annars vegar? Þorgerður kórstjóri Ingólfsdóttir svarar því: — Hingað kom sl. vetur prófess- or Almut Rössler og hélt tónleika, en hún er m.a. þekkt fyrir túlkun sína á Olivier Messiaen og þegar hún frétti um venjulegan skóla- kór, sem tók sér það fyrir hendur að æfa verk Messianes, 0 sacrum convivium, varð hún svo gagntek- in af hrifningu, að hún setti sig í samhand við okkur. Hlustaði hún á plötu okkar, upptökur, fékk upplýsingar um hvað við værum að fást við og hefðum fengist við og hvert við hefðum farið og í framhaldi af þessu stendur hún fyrir því að Hamrahlíðarkórnum er boðið að syngja á sérstakri röð tónleika í Dusseldorf. Bjóða Þjóð- verjar þremur erlendum kórum til að syngja á þessari tónleikaröð, sem heitir „Internationale Chöre zu Gast“ og auk okkar hafa í ár sungið þarna kórar frá Spáni og Noregi. Tónleikasyrpan fer fram í Jó- hannesarkirkjunni í Dusseldorf og verða aðaltónleikar okkar föstu- Vegna stórkostlegra kal- skemmda í túnum á Suðurlandi nú t vor gaf Búnaðarsamband Suður- lands út Fréttabréf, sem var helgað leiðbeiningum um kal. Nú hefur komið í ljós, að kalið er ekki hundið við Suðurland eitt heldur er það víða um land. Það er þess vegna full ástæða til að þessar æiðbeiningar komi fyrir augu sem flestra. kal á SuAurlandi cftir Kinar l>orstcinsNon. (ira*ní«WIur í vothc) cftir óttar (icirsson. ÁhurAur á kalin tún cftir óttar (icirsson. Kndurvinnsla cftir Kristján llj. Jónsson o* Sáóvorur þarf aó tryxvja strax cftir V'al l»orvaldsson. öttar Geirsson, jarðræktarráð- unautur Búnaðarfélags íslands hefur gert eftirfarandi útdrátt úr fjórum síðasttöldu greinunum. Áburöur á kalin tún Þegar tún eru illa farin af kali, velta menn því fyrir sér, hvort borgi sig að bera á þau. Mörgum finnst illt að bera dýran áburð á, ef ekki er tryggt að eitthvað fáist fyrir hann. Nú er það svo, að það fæst eitthvað fyrir þann áburð sem borinn er á kaltúnin. Þau gróa fyrr upp en óáborin tún. Kaltún, sem borið er á nú í vor, mun að öllum líkindum gróa að mestu leyti upp í sumar og vera orðið algrænt í haust. Næsta sumar gæti það skilað þokkalegri uppskeru. Ef ekki er borið á túnið er lítil von til þess, að gróður komi í kalskellurnar og þær verða jafnáberandi og gróðurlitlar næsta vor og þær eru nú. Áburður á kaltúnin er því und- irbúningur að sprettu næsta árs. Þar sem ekki verður um neina Leiðbeiningar teknar saman á vegum Búnaðar- félags Islands framleiðslu jurtanna að ræða, sem um munar, þurfa þær ekki eins mikla næringu og grös sem skila fullri uppskeru. Það er því óhætt að draga nokkuð úr áburðar- skömmtum, einkum köfnunarefni. Hversu mikið skuli draga úr áburðarþörf, hlýtur að verða að meta hverju sinni. Það fér eftir því, hve túnið er illa kalið, fjárhag bóndans, túnastærð miðað við bústofn, fyrningum og fleiru. Sem viðmiðun mætti hafa eftir- farandi töflu: LiklcK uppskcra i % IIuKsanlcxiir af mcóaluppskcru áhuróarskammtur 0— 20% Vi — V4 túnskammtur 20— 60% V4 —^ túnskammtur 60—100% 1*4 túnskammtur Heill túnskammtur væri 10—12 pokar að Græði 2 eða 4 (11—12 pokar af Græði 6 eða 7) á ha. Benda má á þá aðferð að bera fyrst lítinn skammt á kaltúnin og bæta síðan við á þeim spildum, sem taka vel við sér. Þar sem tún eru lítt eða ekki skemmd, er sjálfsagt að bera vel á, og meira en gert er í meðalári. Gra*níóöur í vothoy Þær grænfóðurtegundir, sem helst koma til greina til votheys- gerðar, eru sumarhafrar, bygg og sumarrýgresi (vestervoldisk). Jarðvegur Besti jarðvegur til grænfóður- ræktar er myldinn valllendis- og móajarðvegur. Hafrar gera litlar kröfur til jarðvegs og þrífast í alls konar jarðvegi. Bygg þolir illa súran jarðveg og þess vegna er óráðlegt að rækta það í mýrajarðvegi, sem oft er súr. Rýgresið þrífst í mismunandi jarðvegi svo framarlega sem hann er vel ræstur, en í blautum mýrum fer það oft illa. Blöndur Oftast eru grænfóðurtegundirn- Viðbrögð við kaíi í túnum ar ræktaðar í hreinrækt, en blönd- ur koma einnig til greina, t.d. hafrar og rýgresi, bygg og rýgresi eða hafrar og bygg. Eins geta blöndur grænfóðurs og grasa kom- ið til greina (skjólsáð). Sáðtími Best er að geta sáð til grænfóð- urs sem fyrst. Meðan raki er í jörðu spírar fræið íyrr en ella og minni hætta er á að illgresi nái yfirhöndinni. Grænfóðrið verður Iíka fyrr tilbúið til notkunar og minni líkur á að það fari forgörð- um vegna haustrigninga. Vaxtar- tími fyrrgreindra þriggja tegunda og vetrarhafra er sem hér segir: Sumarrýgresi 60—70 dagar (2 mán.). Bygg 70—80 dagar (2lÆ mán.). sumarhafrar 90—100 dagar (3 mán.). Vetrarhafrar 100—120 dagar (4 mán.). Samkvæmt þessu yrði hægt að slá rýgresi, sem sáð væri til um miðjan júní, um miðjan ágúst, bygg hálfum mánuði seinna og hafra um mánuði seinna. Sáðmagn Ráðlagt sáðmagn í hreinrækt er fyrir rýgresi 30—35 kg á ha. bygg 180—200 kg á ha. hafra 180—200 kg á ha. Áburður Áburður á grænfóður er háður því, hvort sáð er í nýbrotið land eða margáborið tún. Ráðlagðir áburðarskammtar eru sem hér segir og gilda lægri tölurnar fyrir gamla ræktun, en hinar hærri fyrir nýbrotið land: N P K ByRK 100-120 20—40 60-80 Rýtcresi 100-180 40-60 80-100 llatrar 100-180 40- 60 80—100 Á bygg í gömlu túni mætti nota 9—10 poka af Græði 2, en annars væri Græðir 5 með viðbót af köfnunarefni, Kjarna eða Magna, þegar grænfóðrið væri komið upp, ágæt lausn. Þá væru notaðir 11—15 pokar af Græði 5 á ha eftir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.