Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 13

Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ1981 13 guðsþjónustum eins og áður er getið. Síðustu tónleikarnir eru í Bonn, í móttöku hjá íslenzka sendiherranum þar hinn 17. júní. Ferðin endar síðan á kynnisferð- um og tími er gefinn til frjálsrar ráðstöfunar. Til að standa undir kostnaði við ferðina hafa kórfélagar aflað fjár á ýmsan hátt, sumardagurinn fyrsti var tónleika- og fjáröflunar- dagur, seldar hafa verið kökur, blóm og máluð herðatré, en allt það er sjálfsagt smáræði miðað dóttir spurð um starf kórstjórans, sem hlýtur að hafa fóstrað upp allmarga söngmenn gegnum árin: — Sá, sem starfar í kór og æfir kór, má ekki hugsa um tímann sem í það fer, ekki peninga eða fjölskyldu, hann má helzt ekki hugsa um neitt annað en kórinn. Mitt fasta starf hefi ég hjá Tónlistarskólanum í Reykjavík auk stundakennarastarfa við Hamrahlíð. Það er mikil endur- nýjun í kórnum og segja má að erfiðleikarnir felist í því að þegar Haukur Tómasson, lengst til vinstri á myndinni, hefur samið verk sem kórinn flytur i tónleikaferðinni og þessi litli hópur úr kórnum hefur sérstöku hlutverki að gegna i þvi verki. við æfingarnar sjálfar. Þær eru þrjár í viku og flestir leggja nótt við langan vinnudag. — Já, þetta hefur allt kostað gífurlega vinnu og það er kannski merkilegt að hugsa um að hér er hópur ungs fólks, sem leggur á sig vinnu við æfingar og fjáröflun til að geta keypt sér farmiða til Þýzkalands í þeim tilgangi að kynna Þjóðverjum íslenzka tónlist og menningu, því vissulega er það tilgangur ferðar okkar, segir Þor- gerður og leggur áherzlu á að þetta sé ströng vinnuferð en ekki bara skemmtiferð. Hamrahlíðarkórinn hefur áður farið til Wales, Noregs, Svíþjóðar, Englands, Danmerkur, Israel, Sviss, Þýzkalands og er þetta því áttunda ferðin. Með í för verða frá skólanum þeir Árni Böðvarsson kennari og Guðmundur Arnlaugs- son fyrrum rektor, sem farið hefur í allar ferðirnar nema eina. Ör endurnýjun í kórnum Að lokum er Þorgerður Ingólfs- fólkið er orðið vel þjálfað er verunni í M.H. og kórnum lokið og menn snúa sér að öðru. En þá er gleðilegt að finna að fyrir sumum hefur opnast þarna nýr heimur og margir búa að skemmtilegri reynslu þótt um frekari tónlistar- iðkun verði ekki að ræða. Það er líka gleðilegt að hitta fyrrverandi kórfélaga í öðrum kórum eða sem fasta starfsmenn Sinfóníuhljóm- sveitar Islands, eins og var sl. vetur þegar við sungum með hljómsveitinni verkið Dafnis og Klói, sem ekki hefur verið flutt hér áður. En jafnvel þótt Þorgerður segi að lítill tími verði fyrir annað en kórinn hafa nokkrir haft tíma fyrir ástina, því í dag munu tvö pör úr kórnum ganga að eigast og syngur kórinn í öðru brúðkaupinu. Að því loknu eru tónleikarnir í Háteigskirkju á dagskrá kl. 18 og munu þá brúðhjónin mæta til að syngja og hafa veizlugestina með. jt aðstæðum og bætt síðan við 1—2 pokum af köfnunarefnisáburði síðar. Uppskera Algengt er, að uppskera af höfrum og byggi sé 60—70 hkg á ha eða um 1 'h kýrfóður á ha. Rýgresið skilar oft nokkru minni uppskeru við einn slátt eða 50—60 hkg á ha. Allar þessar tegundir geta gefið miklu meiri uppskeru. Og 100 hkg af ha er ekki óþekkt við góð skilyrði. Endurvinnsla Án jarðvinnslu þýðir ekki að sá í kalbletti. Þó er undantekning með nýrækt frá si. ári og jafnvel einnig frá 1979, sérstaklega ef um fosfórskort er að ræða, þar sem rótarkerfið er þá mjög lélegt. Ef nýræktirnar eru t.d. kalnar um 60% eða meira er rétt að endur- vinna þær í ár og sá í þær grasfræi og jafnvel skjólsá, þ.e. sá grænfóðurfræi með. Ef talið er ráðlegt að bæta grasfræi í hálf- kalda eða minna kalda nýrækt, þarf um það bil eða allt að hálfan skammt af grasfræi. Ekki skjólsá. Ýfa skal yfirborð landsins með ávinnsluherfi (slóða) og valta síð- an. Ekki er ráðlegt, vegna arfa- hættu, að nota búfjáráburð við þessar aðstæður. Þau stykki, sem nú átti að nota til grænfóðurræktunar, og eru tilbúin til grasfræsáningar, er rétt að taka til nýræktar í ár, ef hentugt grasfræ fæst til þeirra nota. Til grænfóðurs skal taka þau landsvæði (þ.m.t. kalin tún), sem þarf að lagfæra, s.s. endurbæta framræslu, kýfa, ýta inn í lægðir og lautir og lækka bakka þar sem uppistöður myndast o.fl. í slík landsvæði skal ekki sá grasfræi á fyrsta ári. Þar sem kal er mikið, þarf að gera áætlun um endur- vinnsluna. Hana þarf sérstaklega að athuga með tilliti til bættrar framræslu og kýfingar. Þessi stykki má engu að síður nota í ár til grænfóðurræktunar. í haust (eða að ári) skal svo endurbæta framræsluna og kýfa þar sem þess er þörf. Til endurvinnslu er æskilegt að nota plóginn í ríkum mæli til grófvinnslu eða þá plógherfi. Til fínvinnslu er bent á að nota hankmóherfi sem mest. Um það bil tvær umferðir. Þó verður tækjaeign á hverjum stað að ráða mestu um þetta. Sáðvara Innflytjendur og söluaðilar sáð- vöru eru að sjálfsögðu ekki nema að takmörkuðu leyti búnir undir þá auknu eftirspurn sem nú er eftir fræi. Varðandi grasfræ til túnræktar er það að segja, að af þeim völdu og kynbættu grasstofnum sem helst er mælt með, er framboð afar takmarkað og ekki líkur á að unnt verði að afla viðbótarsend- inga. Samkvæmt upplýsingum inn- flytjenda eru nokkrir' möguleikar á að útvega viðbótarmagn af grænfóðurfræi, og enda þótt ekki sé um allra álitlegustu stofna að ræða, ættu þeir í flestum tilvikum að vera viðunandi. Útvegun við- bótarsendinga gæti tekið 2 til 3 vikur, og úr þessu gæti hver tapaður vaxtardagur verið dýr- mætur. Ákvörðun um framtíð Atlants- hafefiugsins tekin á næstu vikum - segir Örn Ó. Johnson í SKÝRSLU bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins, sem fengið var til að gera úttekt á stöðu Atlantshafsflugs Flug- leiða og nýlega var afhent i Luxemborg, kemur m.a. fram að nauðsynlegt er talið, að breiðþotur séu notaðar á flugleiðinni milli Evrópu og Bandaríkjanna. Örn ó. John- son stjórnarformaður Flug- leiða tjáði Morgunblaðinu í gær að þetta kæmi fram í skýrslunni, en vildi ekki ræða efnislega einstök smáatriði skýrslunnar. Örn Ó. Johnson sagði að talið væri hentugra að nota breiðþotur í stað DC-8-þota Flugleiða, sem nú eru notaðar á Ameríkuleiðinni. Sagði hann aðeins fá flugfélög nota mjórri þoturnar núorðið og í skýrslunni væri rætt um fleiri en eina tegund af breiðþotum, en þó ákveðnar tillögur um tegund er hentaði Flugleiðum. Þá sagði Örn Johnson að fram kæmi að líklega væri ekki hægt að reka þessa flugleið með hagnaöi næstu 1 til 2 árin, en taldar líkur á breytingum að þeim tíma liðnum m.a. vegna þess að fargjöldin væru nú of lág. — Þessi skýrsla verður tekin fyrir á stjórnarfundi hjá Flugleið- um á fimmtudag í næstu viku og mun stjórnin vega og meta þær ályktanir sem þar koma fram um reksturinn og í framhaldi af því taka ákvarðanir um framtíð Atl- antshafsflugsins. Ákvörðun um það þarf að taka eigi síðar en um næstu mánaðamót, því ekki eru fyrirliggjandi ákveðnar áætlanir eftir 1. október í ár, sagði Örn Ó. Johnson að lokum. Solignum architectural á allt tréverk -ogþú hlœrð að veðrinu. Það er sama á hverju gengur, — Solignum architectural verndar allt tréverk — fæst í 13 litum sem allir hafa mikið veðrunarþol og flagnar ekki af viónum. Solignum architectural viðarvörn veitir varanlega vernd gegn vatni og veðrun. Þú færð Solignum architectural í 5 og 1 lltra dósum -ogþú hlœrð að veðrinu. VlÐSJÁ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.