Morgunblaðið - 06.06.1981, Page 17

Morgunblaðið - 06.06.1981, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ1981 17 Helgi Jónasson, fræðslustjóri Reykjanesumdæmis: Ekki séð ástæðu til að gera neinar athugasemdir við mig „Kennarafélag Reykjaness hefur aldrei talaö við mig um þau mál sem Erna Guðmundsdóttir nefndi í við- talinu. Ef það hefði verið gert hefði stjórnin fengið réttar upplýsingar í stað þess að auglýsa í fjölmiðlum ásakanir sem ekki fá staðist. Þykja mér það næsta furðuleg vinnubrögð af stjórn Kennarafélags Reykjaness að reyna ekki að hafa samband við þá aðila, sem þeir telja að séu ítrekað að reyna að skerða áunnin kjararéttindi skjólstæðinga sinna. Það skal tekið fram að samkvæmt símtali við formann Kennarasam- bands íslands á sambandið engan þátt í þessari auglýsingu og er hún birt án samráðs við það,“ sagði Helgi Jónasson fræðslustjóri Reykjanes- umdæmis, er Mbl. spurði hann álits á auglýsingu, sem birtist í Mbl. nýverið frá Kennarafélagi Reykja- ness, þar sem segir að fjármálaráðu- neytið og Fræðsluskrifstofa Reykja- ness hafi ítrekað reynt að skerða áunnin kjararéttindi kennara í um- dæminu. Einnig var Helgi spurður, hver ágreiningur væri milli fræðslu- skrifstofunnar og kennarafélagsins, en í viðtali við formann félagsins, Ernu Guðmundsdóttur, sem birtist í Mbl. sl. þriöjudag, segir Erna að ágreiningurinn snúist einkum um þrjú atriði. Helgi svaraði þessu þannig: „I blaöaviðtölum hefur Erna nefnt þrjú atriði, sem hún segir að ágrein- ingur sé um á milli Kennarafélags Reykjaness og Fræðsluskrifstofunn- ar. í fyrsta lagi kannast ég ekki við neinn ágreining við Kennarafélag Reykjaness, hvorki um þetta né annað, enda hefur hvorki formaður né stjórn félagsins rætt við mig um þessi mál. Og varðandi þau þrjú atriði sem fram komu í viðtalinu við Ernu vil ég að eftirfarandi komi fram: í fyrsta lagi er kennsluafsláttur þeirra grunnskólakennara sem náð hafa 55 ára og 60 ára aldri bundinn í lögum, en við 55 ára aldur lækkar kennsluskyldan um einn sjötta og þegar kennari nær 60 ára aldri minnkar hún enn um einn sjötta af fullri kennsluskyldu. Til þess að öðlast þennan rétt þarf 20 ára kennsluferil. Ríkisvaldið hefur litið svo á, að þótt kennsluskyldan lækkaði ætti viðkomandi eftir sem áður að skila fullum vinnudegi samkvæmt ráðn- ingu. I stað kennslu eigi kennarinn að vinna önnur störf í þágu viðkom- andi skóla. Varðandi framkvæmd þessa atriðis sem og annarra kjara- atriða styðst Fræðsluskrifstofa Reykjanesumdæmis undantekn- ingarlaust við túlkun fjármálaráðu- neytisins á kjarasamningum. Það skal einnig tekið fram að samstarfs- nefnd fjármálaráðuneytisins og Kennarasambands Islands hefur undanfarið fjallað um framkvæmd ákvæðanna um kennsluafslátt vegna aldurs og er niðurstöðu vonandi að vænta innan tíðar. í öðru lagi skal tekið fram vegna fullyrðingar Ernu Guðmundsdóttur um að Fræðsluskrifstofa Reykjanes- umdæmis hafi breytt vinnuskýrslum á miðju skólaári án fyrirvara og þannig skorið niður eftirvinnu kenn- ara, að hér er um alranga fullyrð- ingu að ræða sem engan veginn fær staðist, því fræðsluskrifstofan breytir ekki vinnuskýrslum kennara. Hins vegar kemur það oft fyrir að skólar breyti vinnuskýrslum kenn- ara af ýmsum ástæðum. Það sem Erna væntanlega á við er það tilvik að skóli í Reykjanesumdæmi breytti vinnuskýrslum kennara vegna þess að viðkomandi skóli hafði sett á vinnuskýrslurnar fleiri stundir sam- tals en heimild var fyrir og var Furðuleg vinnu- brögð þar sem þeir telja að ítrekað sé reynt að skerða rétt skjólstæðinga þeirra. Helgi Jónasson fræðslustjóri. yfirmönnum skólans tjáð strax og skýrslur bárust að annaðhvort yrðu þeir að afla heimildar viðkomandi sveitarfélags fyrir greiðslu um- framstundanna eða breyta kennslu- fyrirkomulagi þannig að stundum fækkaði. Var þeim jafnframt tjáð að ef um skerðingu á yfirvinnu yrði að ræða þyrfti samþykki viðkomandi kennara. Til frekari upplýsinga skal það tekið fram að grunnskólar fá ákveð- inn kennslumagnskvóta til að anna allri kennslu samkvæmt viðmiðun- arstundaskrá sem menntamálaráðu- neytið gefur út. Ef skóli af einhverj- um ástæðum getur ekki komið lög- boðinni kennslu fyrir innan þess ramma reynum við undantekn- ingarlaust að leysa þau mál. Sá skóli, sem hér um ræðir lét kenna mun fleiri stundir en viðmiðunar- stundaskrá gerir ráð fyrir. Auk þess voru stuðningskennslutímar mun fleiri en heimild var til. I þriðja lagi nefnir Erna að ekki hafi verið staðið við 20% afslátt á kennsluskyldu kennara í sérdeildum skóla. Það skal því tekið fram að hér er um að ræða sérdeild, sem mennta- málaráðuneytið hafnaði að staðfesta þar sem nemendur voru færri en tíu, en staðfesting ráðuneytisins er skil- yrði fyrir álagsgreiðslum samkvæmt kjarasamningum. Ég kynnti for- manni Kennarasambands Islands þessa niðurstöðu. Af framansögðu er ljóst, að allt það sem formaður Kennarafélags Reykjaness kallar ágreining milli kennarafélagsins og Fræðsluskrif- stofu Reykjanesumdæmis eru rang- færslur eða misskilningur byggður á röngum upplýsingum. Þau kjara- deilumál sem formaðurinn nefnir eru þegar í athugun hjá réttum aðilum og fullyrðing Ernu um að Fræðsluskrifstofa Reykjanesum- dæmis hafi breytt vinnuskýrslum er röng. Það eru því furðulegir starfs- hættir hjá stjórn Kennarafélags Reykjaness að senda frá sér auglýs- ingu í fjölmiðla þar sem sagt er meðal annars að „Fræðsluskrifstofa Reykjaness hafi itrekað reynt að skerða áunnin kajararéttindi kenn- ara“ án þess að gera minnstu tilraun til að leita réttra upplýsinga". — Hverja teiur þú þá ástæðu þessarar auglýsingu? „Ég skal ósagt látið hvaða hvatir liggja að baki þessum vinnubrögð- um. Má vera að ástæðan sé aðeins sú, að stjórnin hafi vaknað upp við þann vonda draum, þegar skólum var að Ijúka, að hún hafi gleymt því að hún átti að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna og talið nauð- synlegt að vekja athygli alþjóðar á tilveru sinni. í öllu falli hefur stjórnin ekki talið ástæðu til að gera neinar athugasemdir við mig hvorki munnlega, né skriflega — þótt ég sé ábyrgur fyrir störfum þeirrar stofn- unar, sem stjórnin telur að hafi „ítrekað reynt að skerða áunnin kjararéttindi kennara”, eins og hún auglýáir í fjölmiðlum. Þá vil ég taka fram að samvinna mín við Kennarasamband Islands hefur alltaf verið með ágætum og hafa forsvarsmenn kennarasamtak- anna margsinnis látið það í ljós opinberlega, að þeir séu ánægðir með það fyrirkomulag á launaaf- greiðslum til kennara sem tekið var upp í landinu að frumkvæði Fræðsluskrifstofu Reykjanesum- dæmis. Ég vil einnig taka fram að sam- “ vinna við skólana og stjórnendur þeirra hefur verið með miklum ágætum þegar á heildina er litið. Það er að sjálfsögðu svo í stórum hóp, að alltaf eru einhverjir, sem ekki eru sáttir við að þurfa að hlíta þeim reglum, sem lög og reglugerðir kveða á um, en það er ekki nema mannlegt.“ Helgi sagði í lokin: „Fræðsluskrif- stofurnar í landinu eru sjaldnast fréttamatur nema þegar einhverjar deilur koma upp. Þeirra hlutverk er fyrst og fremst að sjá til þess, að grunnskólalogum sé framfylgt — að stuðla að því að allir fái kennslu við sitt hæfi. Fræðsluskrifstofa Reykja- nesumdæmis er komin skammt á veg í sínu starfi — grundvallarstarfið er rétt að byrja. Eina verkefninu sem er lokið er að koma fjármálalegum samskiptum ríkis og sveitarfélaga varðandi rekstrarkostnað grunn- skóla í viðunandi horf. Aðalverkefnin eru því enn fram- undan og má þar nefna eflingu stuðnings- og sérkennslu, sem veru- legt átak hefur verið gert í nú í vetur með bættu skipulagi, aukningu og bættri nýtingu starfskrafta, eflingu almennrar námsstjórnar og efling ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu. Þessi verkefni eru ákveðin í lögum og umfang þeirra skilgreint í lögum og reglugerðum. Uppbyggingin tekur hins vegar sinn tíma, enda eiga grunnskólalög ekki að koma að fullu til framkvæmda fyrr en árið 1984, eða 10 árum eftir samþykkt lag- anna.“ spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Meðhöndlun Yukku Ilolger Clausen, Logalandi 7, hringdi og spurði hvernig best væri að meðhöndla Yukku- pálma. SVAR: Yukku þekki ég lítið. Þetta er nú aðal tízkuplantan um alla norðanverða Evrópu og lang- samlega mest selda plantan í Hollandi og Danmörku. Eftir því sem ég hef lesið um ræktun hennar, er þess fyrst og fremst að gæta að vökva Yukk- una ekki um of. Láta hana þorna nokkuð á milli þess sem hún fær brynningu. Vökva vel þegar vatnað er og þá svo að moldin verði mettuð. Það má kanna með sama hætti og þegar stungið er í jólakökuna tii að athuga hvort hún sé bökuð. Komi prjónninn hreinn úr moldinni, þá er nægi- lega vökvað. Yukkan er nægju- söm planta og gerir ekki aðrar kröfur til jarðvegsins en að hafa rætur í sæmilega frjóum jarð- vegi, en rótin er fremur veik- byggð og þar af leiðandi þarf að gæta varúðar, ef vöxtur er orð- inn mikill, að hún losni ekki, ef ógætilega er við hana komið. Yukkan þarf að standa á fremur sólríkum stað og helst í nám- unda við suðurglugga. Nauðsyn- legt er að skipta um jarðveg annað eða þriðja hvert ár og hún hefur gott af vægu áburðarvatni einu sinni í mánuði yfir sumar- mánuðina. Vökvun ,An«Hóttir, Stjörnu- Auour _____ gróf 27, hringdi og spurði hvon væri betra að vökva á daginn eða á kvöldin. SVAR: Þessu er fljótsvarað. Á heitum sólríkum dögum vökvum við á kvöldin, á köldum dögum að morgni. Stofublóm er best að vökva seinni hluta dagsins. Þunnt moldarlag yfir kalblettina María ívarsdóttir, Njálsgötu 16, hringdi og spurði hvað fólk ætti að gera við grasfletina í görðunum sínum sem væru brúnflekkaðir af kali síðan í vetur. SVAR: Venjulega græðir náttúran á tiltölulega skömmum tíma upp þær skemmdir sem af óblíðum veðrum hljótast ef hún fær frið til þess fyrir traðki manna og dýra. Vona ég að María taki þetta ekki sem útúrsnúning, því vitanlega getum við með ýmsum hætti flýtt fyrir gróðurmætti náttúrunnar. I þessu tilviki er það fljótlegasta lausnin að raka þunnu moldarlagi yfir kalblett- ina (og má grisja í kalsvörðinn), dreifa tilbúnum áburði yfir og örlitlu af grasfræi (ca. 2—3 kg á 100 fm) og vatni yfir. Og allt er orðið fallega grænt eftir 10—15 daga. Hvemig mold í gróðurhús? María Kristiánsdóííir, Lág- holti 21, Mosfellssveit, hringdi Haíiiöí Jó.nsson. Karðyrkjustjóri og spurði hvernig mold væri best að nota í gróðurhús og hvort það væri í lagi að grasrót og sandur fylgdi með. SVAR: Ræktunarmold, hvort heldur er í venjulega beðræktun utan- húss eða fyrir jurtir í gróðurhús- um eða stofum, þarf að sjálf- sögðu að vera eftir þörfum þeirra plantna sem í moldinni eiga að vaxa. Gróðurmold er aðeins sá jarðvegur sem bættur hefur verið með áburðarefnum og þeirri jarðvegstegund, sem hentar best hinum ýmsu plöntu- tegundum sem ætlunin er að rækta. Þannig getur verið heppilegt að blanda saman mómold, sandi og ie|r, 5vo her.tug móld fáist fyrir algengar stofujurtir og að sjálfsögðu þarf hæfilegan skammt af húsdýraáburði í moldina. Vafalaust yrði grasrót- armold blönduð sandi og hús- dýraáburði heppileg í gróðurhús bæði fyrir tómata og agúrkur, rósir og t.d. christanthemu (prestakraga) svo nefndar séu algengustu ræktunartegundir bæði matjurta og skrautblóma sem í ræktun eru hjá garðyrkju- bændum. Á að blanda vikri í blómabeð Gyða Jóhannsdóttir, Bólstaðahlíð 11, hringdi og vildi vita hvort ráðlegt væri að létta moldina með því að blanda hana vikri í blómabeðin, í gömlum og grónum garði, því að moldin væri klístrug og þung. Og ef svo er hvaF er þægt að fá vikurinn og er hægt að setja honn í garðinn að hausti til? SVAR: Vissulega getur það verið mjög gagnlegt að blanda vikri í gróðurbeð, þar sem mold er þung og loftlítil. Vikur er auðvelt að fá hér í Reykjavík og stærsti sölu- aðili er Jón Loftsson hf. En vikur er fremur dýrt blöndunarefni og Gyðu ætti að koma að svipuðu gagni venjulegur holtasandur í beðin. Hann gerir svipað gagn. Hún getur haft það til viðmiðun- ar hvenær nægilegt er komið af sandi saman við moldina sem í beðunum er þegar hún kreistir vel raka blönduna í greip sinni og hún hrynur umsvifalaust í sundur við minnstu snertingu þá er hún hæfilega blönduð með sandinum. En lífrænum áburði er jafnframt nauðsynlegt að blanda saman við jarðveginn í beðinu. Það gildir einu á hvaða árstíma þessi jarðvegsbót er unnin, ef hægt er að hreyfa jarðveginn. Hafliði Jónssongarðyrkjustjóri svara7 ^purningum lesenda um garðyrkjumál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.