Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 23

Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 23 MAJOR GEOLOGICAL P90VINCES JAN MAYEN RIDGE AREA iðtal við Hans G. Andersen, sendiherra um Jan Mayen-samkomulagið, Rockall-svæðið og hafréttarráðstefnuna — „ÞETTA verður í fyrsta skipti, sem slíkur samningur er gerður á grundvelli uppkastsins að hafréttarsáttmála og veður að skoðast sem þýðingarmikið framlag í þróun þessara mála,“ segir Hans G. Ander- sen, sendiherra og bætir því við, að mikill styrk- ur sé fyrir okkur að hafa þessa lausn í hönd- um í viðræðum við Breta, íra og Dani um svæðið vestur af Rokkn- um. í upphafi viðtalsins við Hans G. Andersen var hann að því spurður, hvort samkomulagið um Jan Mayen malið þýddi að ný þjóðréttarregla hefði orðið til, sem haft gæti verulega þýðingu annars staðar. Hann svaraði: Grundvallarreglan í svona svæðaskiptingu er að ná eigi samkomulagi um sanngjarna lausn. Mjög oft er miðlína sanngjörn en þegar sérstaklega stendur á verður að hafa hlið- Hans G. Andersen í forsæti á allsherjarfundi hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Fyrsta sinn sem samkomulag er byggt sjón af því. Þess vegna var um það að ræða að finna sanngjarna lausn og út af fyrir sig eru engin takmörk fyrir því hvaða aðferðir megi nota, ef aðilar eru sam- mála. Það eru til fordæmi um sameiginlega hagnýtingu, til dæmis í grennd við Japan og Malaysíu, en atvikin eru þá svo ólík að ýmsu leyti að engar ályktanir verða dregnar útaf fyrir sig. í Jan Mayen nefndinni var samkomulag um það að taka sérstakt tillit til þess hvað eyjan væri lítil og að Islendingar hafa ekki aðgang að olíusvæðum og þessi sjónarmið leiddu til þeirr- ar niðurstöðu sem fékkst. Hafa verður í huga, að fjarlægðin milli Islands og Jan Mayen er ekki nema 290 mílur, þannig að miðlína myndi einungis gefa okkur 145 mílur, en með 200 mílum koma 25.000 ferkílómetr- ar til viðbótar. Og síðan er auðlindamöguleikanum í áttina til Jan Mayen skipt til helminga þar fyrir utan. Ég held að fullyrða megi, að það sé leitun að öðrum tveim þjóðum, sem hefðu getað komið sér saman um slíkt. Við Jens Evensen höfum þekkst í 30 ár og alltaf unnið vel saman og auðvitað var það okkur báð- um ánægja að starfa með af- burðarmanninum Elliot Rich- ardson, sem gjörþekkir hafrétt- armálin og sýndi þarna fullkom- ið hlutleysi og velvild. — Verður þessi lausn for- da'mi í öðrum samningum? — Fyrst og fremst er það fordæmi um hvernig hægt er að leysa viðkvæm mál með góðum vilja og náinni samvinnu og úrlausnin sjálf á áreiðanlega eftir að vekja mikla athygli og verða þeim til gagns, sem fást við svipuð mál og það er áreiðan- legt að mörg slík mál eiga eftir að koma upp í næstu framtíð. — Ilvernig rúmast þessi lausn innan uppkastsins að hafréttarsáttmálanum? — Þetta er einmitt í anda hans og útfærsla á þeim megin- reglum, sem hann byggist á, því að hlutaðeigandi ríki eiga að slíkt á upp- kasti hafréttarsáttmálans ingarmikið framlag í þróun þessara mála. Við hljótum einn- ig að gleðjast yfir því. Og við megum ekki gleyma því að við eigum eftir viðræður við önnur ríki um hafsbotninn, hafbotns- svæði. Og þá er mikill styrkur fyrir okkur að hafa þessa lausn í höndunum. Og enginn efi er á því að Bretar, Irar og Danir munu kynna sér þessi gögn rækilega. Og vissulega væri ánægjulegt ef tækist að vinna í svipuðum anda að lausn Rock- all-málsins í þeim viðræðum sem fyrirhugaðar eru, enda er þar einnig um nágranna- og vinaþjóðir að ræða, sem einmitt hljóta að leita að sanngjarnri lausn, miðað við allar aðstæður. — En hvað viltu segja um hafréttarráðstefnuna sjálfa? — Eins og hefur komið fram í fréttum áður var miðað við að þessum störfum ætti endanlega að ljúka á þessu ári en Banda- ríkjamenn töldu nauðsynlegt að endurskoða sína afstöðu og vildu raunar ekki hafa næsta fund fyrr en eftir áramót, en sam- komulag varð þó um að halda fund í Genf í sumar. Bandaríkjamenn vinna nú öt- ullega að sínum athugunum og munu hafa samráð við aðrar sendinefndir á ágúst-fundinum. En þeir hafa marglýst þvi yfir, að athugun þeirra verði ekki lokið fyrir þennan fund og jafn- vel ekki fyrr en seint á árinu. — Er búist við miklum breytingartillögum af þeirra hálfu? — Aðalatriðið er fyrir okkur, að ekki er búist við siíku að því er varðar landhelgi, efnahags- lögsögu og landgrunn, heldur snýr þetta að alþjóðahafsbotns- svæðinu þar fyrir utan. Frá upphafi hefur verið við það miðað að þetta svæði yrði fyrst og fremst hagnýtt í þágu þróunarlandanna. Alltaf hefur verið gert ráð fyrir því að sérstök alþjóðastofn- un sæi um þessa nýtingu en lengi framan af heimtuðu þróun- arlöndin, að iðnþróuðu ríkin leggðu fram fé og tækniþekkingu til frjálsrar ráðstöfunar hjá stofnuninni. Á þetta var ekki fallist og tíminn hefur farið í að finna einhverja málamiðlunarlausn. Þannig að iðnfyrirtæki geti sjálf tekið þátt í þessari vinnslu. Aðalatriðið hjá Bandaríkja- mönnum er að of mikið hafi verið gefið eftir í þessu, þannig að stofnunin hafi of mikil völd, jafnvel til að útiloka fyrirtæki og ekki sé nægilega tryggt, að þau fyrirtæki sem ráðast í fram- kvæmdir fái hæfilegan arð af fjármagni sínu og fyrirhöfn eða jafnvel tapi öllu sínu, en ótti við slíkt myndi auðvitað koma í veg fyrir framkvæmdir. Þarna er einnig um það að ræða að stofnunin geti takmarkað fram- leiðslu vegna hagsmuna námu- eigenda á landi og ýmislegt fleira." — Hvenær lýkur þessu? — Eins og ég sagði áðan var miðað við að störfunum ætti að ljúka á þessu ári en nú eru flestir þeirrar skoðunar, að end- arnir nái saman á næsta ári. Auðvitað hefði verið æskilegast að Ijúka þessum málum á þessu ári en ef aðrir vilja ræða mál sem okkur skiptir litlu eitthvað lengur, þá er að taka því. — Er þetta allt saman ekki heldur þreytandi og leiði- gjarnt? „Kannski er það leiðigjarnt á stundum en hinu má ekki gleyma að ánægjulegt er að taka þátt í störfum sem þegar hafa borið gífurlegan árangur, ekki síst fyrir okkur íslendinga og það er árangur seni aldrei verður af okkur tekinn. Ey. Kon. reyna að ná samkomulagi og miða við sanngjarna lausn og þá er erfiðast að átta sig á hvað sé sanngirni. Það er hin stóra spurning. En þetta er sem sagt þýðingarmikið fordæmi um hvernig skoða eigi þessi mál og leysa þau. — En í uppkastinu er ekkert um lausn á borð við þessa? — Það er rétt, að hvergi í þessu mikla uppkasti er minnst á þau úrræði að taka upp sameign eða sameiginlega hag- nýtingu. En auðsjáanlega er sú leið okkur hagstæðari en að þrátta um sérstaka skiptilínu utan 200 mílnanna, því að -þá er hætt við að mestur hluti auð- lindasvæðisins hefði fallið Norð- mönnum í skaut. — Ilefur nokkurn tíma á öllum þessum fundum. sem staðið hafa i tíu eða fimmtán ár verið rætt um nákva-mlega þetta úrræði? — Nei, þetta verður í fyrsta skipti, sem slíkir samningar eru gerðir á grundvelli uppkastsins og verður að skoðast sem þýð- Afmarkaði reiturinn sýnir það svæði, sem samkomulagið er um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.