Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 26

Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ1981 wmmmmammmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm* i^ummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmrnmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmKm"mmmmmmmmmKmmmmmmmmmm atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Skrifstofustarf j Opinber stofnun óskar aö ráöa í almennt skrifstofu- og afgreiðslustarf. Vélritunarkunnátta áskilin. Umsóknir sendist afgreiöslu blaðsins fyrir 13. þ.m. merktar „Skrifstofustarf — 09999“ Lögmannsstofa í Kefiavík óskar eftir aö ráða starfsmann frá 1. ágúst nk. Þarf aö hafa bókhaldskunnáttu og þjálfun í vélritun. Nöfn og símanúmer umsækjenda sendist Mbl. merkt: „J — 9994“, fyrir 13. júní. Óskum eftir aö ráöa trésmiði og verkamenn helzt vana byggingarvinnu. Trésmiöjan Víkur hf., Vesturgötu 136, Akranesi, Sími 93-2217 eftir kl. 19.00. Skrifstofustarf Fyrirtæki í miöbænum óskar aö ráöa sem fyrst vanan starfskraft til almennra skrifstofu- starfa. Vinnutími er kl. 13—17 daglega. Verslunarmenntun eöa starfsreynsla æski- leg. Upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf, sendist augl.deild Mbl. fyrir 15. júní nk. merkt: „S — 9606“. Viljum ráða nú þegar: rafeinda- verkfræðing eða rafeinda- tæknifræðing meö góöa þekkingu og áhuga á mikrótölvum. í boði eru góö laun og skemmtileg verkefni (bæöi hardware og software). Upplýsingar um nafn, símanúmer og heimilis- fang ásamt afriti af prófskírteini leggist inn á augl.deild Mbl. fyrri 13. júní nk. merkt: „Mikró — 9995“. Félagsmálastofnun Akureyrar óskar að ráöa hiö allra fyrsta félagsráðgjafa (75% starf) Menntun svo sem BA-próf í sálar- eða félagsfræöum frá H.í. kemur einnig til greina og rekstrarfulltrúa (50% starf) er annist skrifstofustörf og umsjón með rekstri. Þekking og reynsla á sviði bókhalds og reksturs nauðsynleg. Fyrirspurnum um störf þessi er svarað í síma 96-25880 kl. 10—12 alla virka daga. Skrif- legar umsóknir, er geti menntunar og fyrri starfa, sendist Félagsmálastofnun Akureyrar, Strandgötu 19b, Pb. 367, Akureyri, fyrir 20. júní nk. Félagsmálastjóri. Innskrift vélritun Tæknideild Morgunblaösins óskar að ráða starfskraft viö innskrift. Aöeins kemur til greina fólk meö góöa vélritunar- og íslenzku- kunnáttu. Um vaktavinnu er aö ræða. Framtíðarstarf — ekki sumarvinna. Allar nánari upplýsingar gefur verkstjóri tækni- deildar. Ath.: upplýsingar ekki veittar í síma. Kennara vantar viö Gunnskóla Njarövíkur. Kennslu- greinar: danska, tónmennt og raungreinar. Upplýsingar gefur skólastjóri Bjarni F. Hall- dórsson. Umsóknir berist fyrir 20. júní til Sigurðar Sigurðssonar formanns skólanefndar, Græn- ási 3, Njarövík. Skólanefnd Njarövíkur. Laus staða Staöa lektors (50%) í sýklafræði í tannlækna- deild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Staöan veröur veitt til tveggja ára. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíö- ar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamála- ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 3. júlí nk. Menntamálaráöuneytiö, 3. júní 1981. Garðabær — Æskulýðsfulltrúi Æskulýösráö óskar aö ráöa til starfa æsku- lýðs- og íþróttafulltrúa frá næstkomandi hausti. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. Uþplýsingar gefa bæjarritari og formaður æskulýösráös Bergþór Úlfarsson, í símum 42311 og 24960. Umsóknum sé skilaö á bæjarskrifstofuna, Sveinatungu, Garöabæ. Æskulýösráö Garöabæjar. íslenska járnblendifélagið hf. auglýsir starf Ritara á skrifstofu félagsins að Grundartanga laust til umsóknar. Góð kunnátta í íslensku, ensku og norður- landamáli áskilin. Umsóknir skulu sendar íslenska járnblendi- félaginu hf. fyrir 17. júní 1981 á þar til geröum umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifr i félagsins á Grundartanga og Tryggvagötu 19, Reykjavík, svo og Bóka- verslun Andrésar Níelssonar hf., Akranesi. Nánari upplýsingar veitir Svanhild Wendel í síma 93-2644 á skrifstofutíma félagsins kl. 7.30—16.00. Grundartanga, 5. júní 1981. Atvinna Starfsfólk vantar í pökkun og snyrtingu. Upplýsingar í síma 92-2110 og 94-2128. Fiskvinnslan á Bíldudal h.f. Atvinna óskast Verkstjórn — lagerstörf — útréttingar — sendiboði. Maöur á miðjum aldri óskar eftir atvinnu. Er ýmsu vanur, hefur bíl og er kunnugur í borginni. Góö enskukunnátta. Getur byrjað störf bráölega. Tiiboö sendist Mbl., merkt: „Stundvís — 9923“, fyrir 10. þ.m. Laus staða Staða aöalbókara hjá Vita- og hafnamála- stofnun er laus til umsóknar. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Um- sóknir ásamt uþplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist fyrir 15. júní. Vita- og hafnamálastofnunin, Seljavegi 32. Sími 27733. Laus staða Staöa deildarstjóra/kennara í þyggingadeild Tækniskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamála- ráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 3. júlí nk. Menntamálaráöuneytiö, 3. júní 1981. Hjúkrunar fræðingar 3ja árs hjúkrunar- fræðinemar Sjúkrahús Akraness óskar aö ráða hjúkrun- arfræðing á hjúkrunardeild frá 5. júlí — 1. ágúst. Dagvinna. Einnig óskast hjúkrunarfræðingar til sumar- afleysinga frá 20. júlí — 20. ágúst. Dagheimili og húsnæöi fyrir hendi. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 93-2311 og 93-2450 á kvöldin. Iðnskólinn ísafirði auglýsir: 1. Stööu skólastjóra Viö skólann er, auk iönbrautar, starfrækt vélstjóra-, tæknikennara- og stýrimannadeild ásamt frumgreinadeildum tækniskóla. Æski- leg er verk- eöa tæknifræðimenntun. 2. Stööu kennara í faggreinum vélskóla og iönskóla ásamt raungreinum. 3. Stööu kennara í íslensku, erlendum málum o.fl. Umsóknar- frestur um ofangeindar stööur er til 22. júní nk. Upplýsingar veita: Óskar Eggertsson sími 94-3092/3082 og Valdimar Jónsson sími 94-3278/4215. Skólanefnd.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.