Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 30

Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? Grctar Injjimarsson Ljwm. dagur Grétar Ingimarsson sýnir í Iðnskólanum á Akureyri í da« kl. 16 opnar Grétar InKÍmarsson sýningu á málverk- um ok teikninKum i IAnskólanum á Akureyri. betta er fyrsta einka- sýninK Grétars, en áður hefur hann verið á nokkrum samsýn- inKum. Grétar sýnir um 20 olíumálverk, u.þ.b. 40 pastelmyndir og nokkrar tússmyndir. Myndirnar eru flestar frá árinu 1981, en þær elztu frá árinu 1977. Sýningin stendur til 14. þ.m. og verður opin á virkum dögum frá kl. 17—22, en um helgar milli kl. 16 og 22. Listasafn alþýðu Sýning Jakobs framlengd Framlengd hefur verið sýn- ing Jakobs Jónssonar sem undanfarið hefur staðið yfir í Listasafni alþýðu að Grensás- vegi 16, en henni lýkur að kvöldi annars í hvítasunnu. Á sýningunni eru 69 verk, teikningar, olíupastel- og vatnslitamyndir og er opið frá kl. 14 til 22. Jakob Jónsson KJARVALSSTAÐIR Sýningu Hafsteins Austmanns að Ijúka Um helgina lýkur sýningu Hafsteins Austmanns í vestursal Kjarvalsstaða. Þar sýnir hann 90 verk, olíumyndir, vatnslitamyndir og einnig nokkrar myndir gerðar með blandaðri tækni. Sýningin er opin frá kl. 14 til 22 fram á annan í hvítasunnu, en lýkur þá um kvöldið kl. 22. Norrœna húsið um helgina í dag verður bókasafn Norræna hússins opið frá kl. 13—19, lokað á morgun, hvítasunnudag, en opið á mánudag, annan í hvítasunnu frá kl. 14—17. Kaffistofan verður opin í dag frá kl. 9—19, lokuð á morgun, en opin á múudag frá kl. 12—19. Sýningarsalir (Stofm P.) opnir í dag og á mánudag frá kl. 14—19, lokaðir á sunnudag. Það er ekki víst að þeir sem iðulega ganga Skólavörðustíginn viti að í húsinu Skólavörðustíg 12 rekur athyglisverður félags- skapur merkilega starfsemi. En það er Félag heyrnarlausra sem á aðra hæð í húsinu. Eg frétti að félagið hefði opið hús á hverju fimmtudagskvöldi fyrir heyrnarskerta. Að góðfúslega veittu leyfi við- komandi kom ég þangað fimmtudagskvöld eitt í fylgd með Sigurði Jóelssyni kennara, en hann er formaður Foreldra- og styrktarfélags heyrnar- daufra. Það er sannarlega ókunn ver- öld þeim er ekki þekkir til, að koma á skemmtun hjá fólkinu hér. Salarkynnin á annarri hæð eru orðin sérlega vistleg, þótt ekki séu þau stór. Einnig er hér eldhús, snyrting og geymsla. Skrifstofa félagsins er líka á hæðinni. Anna María Einarsdóttir, skrifstofustúlkan, tekur á móti okkur Sigurði ásamt Hervöru Guðjónsdóttur, sem er formaður Félags heyrnarlausra. Þarna er margt fólk saman komið. Ungir og gamlir. Margur glæsilegur maðurinn og konan. Fyrsta tilfinningin sem bærist í vitund minni er einhver hátíð- leiki sem mér virðist koma fyrir áhrif þagnarinnar. Hér er allt hljótt. Þó eru margir sýnilega í djúpum — merkiiegum samræðum. Táknmálið er notað og það ásamt svipbrigðum og Iátbragði vekur þann sterka grun hjá mér að fólkið eigi sameiginlega ver- öld sem við heyrandi komum aldrei til með að skilja til fulls né eiga sömu hlutdeild í og þeir heyrnarskertu. Eg get ekki var- ist þeirri hugsun að hugarheim- ur þeirra og okkar hinna nái ekki að fullu saman. Viðmót fólksins hérna er vin- gjarnlegt og glaðlegt. Er ég hefi um stund verið inni í sal meðal fólksins bjóða þær Anna María og Hervör okkur Sigurði inn á skrifstofu. Þar röbbum við Hervör stund saman með aðstoð Önnu Maríu sem túlkar táknmálið fyrir mig. Hver Hervör er í félagsskapn- um segir best það, að árið 1980 hlaut hún styttu félagsins „Mað- ur ársins" fyrir fórnfús störf í þágu félagsins. Hervör segir mér að húseign þeirra að Skólavörðustíg 21 hafi verið tekin í notkun í okt. 77. — gagngerar breytingar hafi þurft að gera á eigninni og sé þeim í raun og veru ekki enn lokið. Aðaltekjur hefur félagið af sölu happdrættis. Stórar gjafir hafa félaginu borist og nefndi hún þar til frá árinu áður video-tæki sem Foreldra- og styrktarfélagið gaf og sjónvarpstæki frá Lions- klúbbnum Tý. Félagið er á samn- ingi við Dövefilm í Danmörku og fær mánaöarlega tvö mynd- segulbönd þaðan gegn vægu gjaldi. Hervör segir mér að hér sé mikið um að vera á hverju kvöldi — og mikið er unnið af sjálfboðaliðum. Það er gaman að tala við þessa greinargóðu, hressilegu konu, sem er gift og fimm barna móðir, á eitt barnabarn og bjartsýna trú á lífið. Hann Vigfús er kominn inn á skrifstofuna. Hann er 26 ára, hár og grannvaxinn með skollit- að hár. Mig langaöi mikið til að tala við hann, af því að Ieiðir okkar höfðu áður legið saman en ég kenndi honum kristinfræði einn vetur — 12 ára gömlum. Þá vöktu greindarleg augu og margvísir hæfileikar, sem sýni- lega leyndust með þessum unga dreng, athygli mína. Og undrun mín og aðdáun á foreldrum hans, Hallgrími yfir- kennara og Lovísu konu hans, hve sleitulaust þau unnu að andlegri ræktun drengsins síns, varð mér ógleymanleg. Með sí- felldri árvekni og hjálpsemi gerði Hallgrímur drengnum sín- Þar er gert hið besta úr öllu Vigfús Hallgrímsson um kleift að stunda barnaskól- anám með heyrandi börnum. Vigfús kenndi mér einnig vet- urinn þann. I raun og veru kenndi hann mér, reyndum kennara, mikilvægi þess að hafa vakandi athygli með þeim sem maður er að fræða. — Beina augum og vörum að þeim sem á erfitt með að tileinka sér fræðsl- una. Hér hitti ég Vigfús aftur fuilorðinn mann. Hann er róleg- ur og raunsær. Fyrst segir hann mér frá félagslífinu hér í húsinu. Hér hittast heyrnarskertir alltaf á sunnudögum — og fer þá fram alls konar starfsemi. Þeir hafa með sér íþróttafélag, taflfélag o.m.fl. starf og tómstundaiðkan- ir. Á fimmtudögum er opið hús og þá er ýmislegt sér til gamans gert. Báða dagana er mikið fjölmenni og heyrnarskertir utan af landi hyllast gjarnan til að koma í borgina til þess að geta tekið þátt í samverustund- um þessa daga. Vigfús hefur unnið mikil og ómetanleg störf í þágu félagsins. Árið 1977 varð hann ritstjóri Tímarits heyrnarlausra og hefur unnið ötullega að stækkun og útbreiðslu blaðsins, allt launa- laust. Blaðið er nú sambærilegt við tímaritsblöð Norðurlanda. Vigfús sýnir mér innbundna árganga blaðsins. Hann minnist á texta fyrir heyrnarskeyrta og um leið og hann lætur í ljósi ánægju sína yfir fréttayfirliti sjónvarpsins á táknmáli, bendir hann á hve mjög er enn langt í land með texta fyrir heyrnar- skerta. Er ég inni Vigfús eftir náms- árum hans er hann heldur hlé- drægur í fyrstu. Hann fór í Heyrnleysingjaskólann sem bam, en hætti þar og stundaði nám í Barnaskóla Garðabæjar uns hann lauk barnaprófi þaðan. Fór síðan i gagnfræðaskóla og að loknu námi þar fór hann í Iðnskóla Hafnarfjarðar eftir þrjú ár lauk hann þar sveins- prófi í trésmíði. Hann vinnur nú í trésmiðjunni Meiði við Síðu- múla. Eftir trésmíðanám langaði Vigfús í Tækniskólann. En ýmis tormerki voru þar á. — Skólakerfið er ekki fyrir heyrnarskerta nema að því marki sem þeir geta bjargað sér sjálfir, með aðstoð sinna, segir Vigfús. Og nú hættir hann að tala (en það hefur hann lært þrátt fyrir heyrnarleysi sitt) og bregður á táknmál við Hervöru. Veröld okkar hinna útilokast sem snöggvast frá þeim. _ Þegar við tölum saman á ný minnist Vigfús á þá erfiðleika æsku sinnar er hann gat ekkert talað og heyrt, en nú lítur hann raunsæjum augum á lífið. Hann hefur sætt sig við það sem er og unnið úr því á aðdáunarverðan hátt' sem markast af góðri greind. Ef til vill er hann meðvitandi þess trausts sem borið er til hans af þeim er þekkja í honum gegnan og góðan mann. — Hvert er mesta áhugaefni hans? Jú — að fræðast um lönd og þjóðir og ferðast. Hann hefur ferðast um allt landið sitt — fyrst sem lítill drengur með foreldrum sínum, sem jafnan gerðu víðreist um landið sumar hvert vegna vinnu sinnar fyrir heyrnarskerta* Með gamla drengjabrosið í augum ítrekar Vigfús að lokum að skólakerfið þurfi að breytast gagnvart heyrnarskertum. Nám er nauðsynlegt fólkinu sem lang- ar til að læra. í náminu felst sú andlega þjálfun sem er því mikils virði til þess að allt gangi betur. — Ég lít enn einu sinni yfir þennan glaða, skemmtilega hóp, sem svo einlæglega nýtur þess að blanda geði saman. Ég furða mig á hve henni Önnu Maríu hefur tekist að samlagast þeim með næmum skilningi á táknmáli þeirra. — Kveð og þakka fyrir mig. Síðan göngum við Sigurður út úr frjórri, gleðiríkri þögninni inn í mengaðan skarkala borgar- innar, þar sem stór hópur af fólki er önnum kafinn við að búa til vandamál fyrir sig og sína. J.J. Daniel Jensen varaformaður Félags heyrnarlausra afhendir Hervöru Guðjónsdóttur formanni félagsins styttuna „Maður ársins“ fyrir fórnfús störf i þágu félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.